Morgunblaðið - 07.05.2008, Síða 11

Morgunblaðið - 07.05.2008, Síða 11
Stórtónleikar Björgvins Halldórssonar í Kaupmannahöfn 24. arpíl 2008 Hótelbókanir í Kaupmannahöfn færa Björgvini Halldórssyni og hljóm- sveit hans, gestasöngvurum og strengjasveit frá Det Kongelige Kapel innilegar þakkir fyrir frábæra tónleika í Cirkus á Sumardaginn fyrsta s.l. Einnig færum við Ragnari Bjarnasyni sérstakar þakkir fyrir framlag hans til tónleikanna. Við þökkum þeim 850 gestum sem sóttu tónleikana fyrir frábærar viðtökur, starfsfólki Icelandair í Reykjavík og í Kaupmannahöfn færum við bestu þakkir fyrir frábært samstarf og sérstakar þakkir fá einnig Þórir Baldursson og Björn G. Björnsson. Myndir frá kvöldinu má sjá á heimasíðu okkar – www.koben.is Sjáumst á ný í Kaupmannahöfn í apríl 2009! Bókið hótelgistinguna hjá okkur - hagstæðustu verðin á bestu hótelunum. www.koben.is – www.stockholm.is – www.london.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 11 FRÉTTIR ingnum – og hann væri lögfræðingur! – auk þess sem kaupleigusamningur lægi ekki fyrir. Hann væri í vinnslu og búið væri að taka út ákvæðið sem heimilaði lokun Hallargarðsins. Hestagerðið var mikið til umræðu þegar líða tók á kvöld. Dofri Her- mannsson og Óskar Bergsson fóru fram á að borgarstjóri svaraði því til, hvers vegna hestagerðið, sem er um 100 ára, væri í kaupsamningnum, þegar hann hefði getað komið í veg fyrir það. Borgarstjóri sagðist ekki hafa komið að því máli. Var í því sambandi nefnt að bílar væru valdir fram yfir börn og borg- arminjar, en því var Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, ekki sammála. Sagði Eftir Andra Karl andri@mbl.is FORMLEGU söluferli húsnæðisins við Fríkirkjuveg 11 til Novators lauk í borgarstjórn rétt fyrir kl. 22 í gær- kvöldi. Með því lauk fimmtán mán- aða ferli innan borgarkerfisins og fjögurra klukkustunda umræðu um málið innan borgarstjórnar í gær. Borgarfulltrúar voru flestir um það sammála að samningurinn sem sam- þykktur var í gær hefði verið betri en á tímabili stefndi í, en fulltrúar minnihlutans fóru þó fram á að enn yrðu gerðar breytingar. Ólafur F. Magnússon, borgar- stjóri, hóf umræðuna. Fór yfir sögu húsnæðisins og kom m.a. inn á breytta afstöðu sína í málinu. Sagði borgarstjóri að þegar hann hefði komið að málinu hefði tilboðið verið bindandi og honum ekki í lófa lagið að draga það til baka. Taldi Ólafur að málinu hefði nú verið siglt í þann far- veg að aðgangur almennings hefði verið tryggður að garðinum og því gæti hann mælt með sölunni. „Í þeim kaupsamningi sem nú liggur fyrir er almenningi [...] tryggt óskert að- gengi að Hallargarðinum og allri lóð- inni í kringum Fríkirkjuveg 11,“ sagði borgarstjóri og las svo upp úr 7. gr. kaupsamningsins. „Engar breytingar verða gerðar á almenn- ingsgarðinum, nema á lóðarmörkum sunnan hússins, þar sem gert verður aðkomutorg til að bæta aðgengi al- mennings að húsinu.“ Í breyttum kaupsamningi er ekki kveðið á um viðhafnaraðkomu vegna tignra gesta nýs eiganda. Hins vegar selst hestagerðið með fyrir fimmtíu milljónir króna. Heildarverð fyrir húsnæðið og gerðið er 650 milljónir kr. Þorleifur Gunnlaugsson, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, steig næstur í pontu. Hann gagnrýndi að breyt- ingartillaga borgarstjóra hefði ekki verið með þeim gögnum sem send voru fyrir fundinn. Hann hefði fyrst séð hana á fundinum sjálfum. Hann benti á að misræmi væri í samningn- um þar sem annars vegar væri kveð- ið á um að einungis væri gert ráð fyr- ir aðkomutorgi, en hins vegar kæmi fram að teikning Landslags ehf. af tillögu Novators að breytingum á lóðinni væri orðin hluti af samningn- um. Taldi hann að þetta misræmi gæti leitt til misskilnings og vildi fresta málinu og vísa aftur til borg- arráðs. Talaði hann um réttar- farslega óvissu og óvandaða af- greiðslu. Bílar fram yfir börn Einnig benti Þorleifur á að ekki fylgdi samningnum tillaga að lóðar- leigusamningi en það taldi hann óeðlilegt. Vitnaði hann í uppkast af samningnum frá september sl., þar sem kemur fram að nýir eigendur geti lokað garðinum fyrir almenningi þegar tigna gesti beri að garði. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagðist ekki sjá neina vankanta á kaupsamn- hann að þrátt fyrir að gerðið fylgdi í sölunni þyrfti að sækja um leyfi til að rjúfa gerðið og það þyrfti að fara í gegnum borgarkerfið. Talaði hann um örlítið rof sem myndi nýtast til að snúa við bílum á svæðinu. Gerðið myndi hins vegar áfram njóta sín, börn gætu leikið þar áfram, og allir sem færu þar um sæju að þar hefðu hestar verið geymdir. Slíkt væri tryggt í kaupsamningnum. Að endingu var tillögu VG um að fresta málinu hafnað. Þá var tillögu Gísla Marteins um að vísa bæri til- lögu Samfylkingar um að tryggja börnum áfram leiksvæði í hestagerð- inu samþykkt. Breytingartillaga borgarstjóra var því næst samþykkt og svo kaupsamningurinn sjálfur. Óskert aðgengi tryggt að Hallargarðinum Morgunblaðið/G.Rúnar Úr salnum Sjálfstæðismennirnir Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magn- ússon og Gísli Marteinn Baldursson sátu fund borgarstjórnar í gær. Í HNOTSKURN »Borgarstjóri hefur faliðgarðyrkjustjóra að kanna hvort stytta sem stóð á gos- brunni í Hallargarðinum leynist enn í geymslum borgarinnar. Til stendur að endurgera gosbrunn- inn. »Novator sendi frá sér frétta-tilkynningu í gærkvöldi þar sem fagnað er því að málið sé til lykta leitt. »Einnig segir að aldrei hafistaðið til að hefta aðgang al- mennings að Hallargarðinum, hestagerðinu né lóðinni um- hverfis húsið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.