Morgunblaðið - 07.05.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.05.2008, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UM þessar mundir eru 40 ár síðan hjónin Þór- arinn Jónasson og Ragnheiður Gíslason fluttu í Laxnes í Mosfellssveit og hófu rekstur sem tengdist útivist með hestaleigu sem þunga- miðju. „Margir sögðu að ég væri snar- klikkaður að flytja svona langt frá bænum og bjóða upp á ýmsa þjónustu eins og golf, mini- golf, sund og hestaleigu, en þrátt fyrir margar hindranir hefur þetta gengið ágætlega og við fáum um 10.000 gesti á ári,“ segir Þórarinn eða Póri eins og hann er gjarnan kallaður. Lok, lok og læs Það hefur aldrei verið nein lognmolla í kringum Póra. Hann byrjaði til dæmis að selja hesta til Bandaríkjanna og Finnlands og reyndi fyrir sér með hrossaútflutning til slátr- unar í Belgíu. „Það er alltaf músík í kringum mig,“ segir hann, „ og ég vil framkvæma hluti, en það var erfitt á árum áður. Þetta var svona lok, lok og læs þjóðfélag, þar sem ekkert mátti og hömlur á öllu.“ Í því sambandi rifjar hann meðal annars upp næturklúbbatímabilið, sem hann tók þátt í áður en slík starfsemi var leyfð, en Póri og Hreiðar Svavarsson ráku Playboy-klúbbinn í Borgartúni. „Þá var samt banki á hverju horni í Austurstræti, Banka- stræti og við Laugaveg – Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Útvegsbankinn, Verzl- unarbankinn, Samvinnubankinn, Alþýðubank- inn fyrir utan útibú þessara banka. Ég var með hestasýningar í Hollywood og kynntist þá vel forstjóra Warnerbrothers, en í veislu hjá honum einhverju sinni var ég spurður hvað Ís- lendingar væru margar milljónir eftir að ég hafði greint frá lífinu og talið upp bankana í miðbænum. En maður mátti ekkert. Einu sinni fékk ég 400 hesta pöntun frá Belgíu. Belgarnir vildu fá hestana á fæti til slátrunar og mér gekk ágætlega að safna. Þegar ég var kominn upp í 81 hest var hringt í mig og mér sagt að Sambandið væri með einkaleyfi á út- flutningi á hrossum og ekki mætti flytja út hross eldri en átta vetra, en þeir Sam- bandsmenn ættu nóg af frosnu hrossakjöti handa mér.“ Áhugi á dýrum og einkum hestum varð til þess að Póri ákvað að stofna hestaleigu. Hann sá fyrir sér útivistarparadís í Laxnesi og fékk meðal annars Pétur Björnsson í Kók til að leggja með sér í níu holu golfvöll. En draum- arnir gengu ekki alveg upp, golfmótin urðu aðeins þrjú og lengi vel urðu hjónin að vinna með starfseminni í Laxnesi. Hins vegar gekk sveitaklúbburinn sem slíkur vel og gestum fjölgaði jafnt og þétt. „Þó að þetta hafi verið erfitt á köflum hefur þetta verið mjög skemmtilegt líf, ég hef kynnst mjög góðu fólki og aldrei hefur verið dauður tími í vinnunni,“ segir Póri. „Eftir á að hyggja var ég sennilega 20 árum á undan í golfinu, en ég tók þátt í að ryðja brautina. Sama er að segja um sundlaugina og heitu pottana, en ég hef ekki látið renna í laugina lengi.“ Þegar hestaleigan var opnuð voru þau með 12 hesta en nú eru þeir yfir 100. „Þetta var í raun mjög stór áfangi í ferðamennsku á Ís- landi,“ rifjar Póri upp. „Þetta er fyrsta fyr- irtækið á Íslandi með skipulagðar hestaferðir fyrir Íslendinga og útlendinga. Ég sótti fólk í bæinn tvisvar á dag og geri enn, en er ekki lengur með vikuferðirnar. Ég gat ekki gert allt í einu og hef einbeitt mér að vinsælustu ferðunum, stuttu reiðtúrunum fyrir ein- staklinga og fyrirtæki.“ Mörg afleidd störf Póri segir að ýmis starfsemi hafi þróast út frá hestaleigunni í Laxnesi. Hann nefnir með- al annars jeppaferðir með Arngrími Her- mannssyni. „Hann var að keyra túrista hingað upp eftir og sat fastur á afleggjaranum en hafði sig hingað heim. Fólkið hafði gaman af þessu og jeppaferðirnar byrjuðu upp úr því.“ Hann nefnir líka ferðir á vélsleðum og báta- siglingar á vötnum og ám og segir að menn hafi unnið saman en samt hver í sínu lagi. „Mér hefur alltaf fundist þjónustan best með því að búa ekki til einhverja samsteypu heldur að hver sé út af fyrir sig í því sem hann kann best, en að menn vinni samt saman. Við vorum til dæmis með sameiginlega bæklinga og sam- einuðum ferðirnar.“ Í tilefni tímamótanna bauð forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Póra í kaffiboð á Bessastaði. „Ég var mjög „impóneraður“, sat hjá honum í um tvo tíma og rifjaði upp liðnar stundir. Þetta er fyrsta viðurkenningin sem ég fæ á Íslandi og mér þykir mjög vænt um hana.“ Aldrei dauður tími með hrossum Ljósmynd/Bjarni Grímsson Á Bessastöðum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, bauð Þórarni Jónassyni, hestabónda í Laxnesi í Mosfellssveit, í heimsókn í tilefni tímamóta hestaleigunnar. Í HNOTSKURN » Undanfarin ár hafa Þórarinn Jónassonog Icelandair skipulagt þolreið á víða- vangi á íslenskum hestum hérlendis, á Norðurlöndum og í Þýskalandi. » Þolreið verður 23. maí og verður riðiðfrá Reiðhöllinni í Víðidal að Laxnesi. » Póri segir að þol og þrek íslenskahestsins fái að njóta sín í svona þolreið. Keppnin sé gífurlega vinsæl erlendis og Ís- lendingar séu að taka við sér. „Fólk tekur seint við sér hér, samanber að ekki er langt síðan við byrjuðum að borða kjúklinga.“ Þórarinn og Ragnheið- ur hafa rekið hestaleig- una í Laxnesi í 40 ár HLYNUR Hallsson, fulltrúi Vinstri grænna í skólanefnd Akureyrarbæj- ar, segir stefna í að leikskólinn Hólmasól verði Akureyrarbæ enn kostnaðarsamari en áður var talið og segir einkarekstrarstefnu Sjálfstæð- isflokksins þar með enn og aftur hafa beðið skipbrot. „Samningur bæjaryfirvalda við „Hjallastefnuna ehf.“ er vísitölu- bundinn meðan aðrir leikskólar á Akureyri fá fasta upphæð árið 2008, þrátt fyrir um 12% verðbólgu. Hvert pláss á Hólmasól er nú þegar dýrara fyrir Akureyrarbæ og foreldra en pláss á öðrum leikskólum og ef fram heldur sem horfir mun Akureyrar- bær greiða hlutfallslega mun hærri upphæð fyrir Hólmasól en aðra leik- skóla í bænum,“ segir í bókun Hlyns á fundi skólanefndar í fyrradag. „Það er því ljóst að einkarekstar- stefna Sjálfstæðisflokks hefur enn og aftur beðið skipbrot og nú bitnar það á foreldrum barna á Akureyri og Akureyrarbæ. Þessa mismunun þarf að leiðrétta,“ segir hann. Hlynur segir fjölbreytt skólastarf mikilvægt og Vinstrihreyfingin grænt framboð styðji heils hugar frumkvæði foreldra og fjölbreytni í skólastarfi á öllum stigum. „Nú þeg- ar er kynskipting eða svokölluð Hjallastefna rekin með góðum ár- angri í leikskólum hjá Reykjavíkur- borg og víðar á mun hagkvæmari hátt en „Hjallastefnan ehf.“ treystir sér til að gera. Akureyrabær mætti gjarnan beita sér fyrir enn fjöl- breyttari stefnu í starfi leikskóla, t.d. í samvinnu við foreldra með stefnur eins og Waldorfstefnuna, Rudolf Steiner eða Reggio Emilio svo nokk- ur dæmi séu nefnd. Leikskólar á Ak- ureyri eru afar fjölbreyttir og leggja áherslu á mismunandi þætti eins og heimspeki, fjölmenningu og hreyf- ingu svo dæmi séu tekin. Leikskólar Akureyrar eru afar vel reknir og mannaðir hæfu og menntuðu starfs- fólki og til fyrirmyndar. Metnaðar- full símenntunaráætlun þeirra ligg- ur fyrir en því miður hefur skóla- nefnd Akureyrarbæjar ekki yfirlit yfir símenntunaráætlun fyrir Hólmasól og Hlíðarból sem rekin er af Hvítasunnukirkjunni með samn- ingi við Akureyrarbæ.“ Skipbrot einka- rekstrarstefnu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman Nemendur eins leikskólans á Akureyri úti í góða veðrinu. Í HNOTSKURN »Hólmasól var tekin í notkun ímaí 2006. Hlynur Hallsson segir bókun sína í skólanefnd ekki lagða fram sem gagnrýni á Hjallastefnuna eða leikskólann Hólmasól heldur til að benda á þann aukna kostnað sem einka- væðing hefur í för með sér. MYND segir meira en þúsund orð og lifandi mynd lík- lega meira en milljón orð. Fátt er skemmtilegra en að fletta albúmi frá því börnin voru lítil og nú safna sífellt fleiri upptökum af barni sínu. Þessi stolti faðir var með upptökuvélina sína þegar nemendur Tónræktarinnar luku starfsvetrinum á Græna hattinum á dögunum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ódauðlegt augnablik JÓHANNA María Agnarsdóttir skólastjóri Grunnskólans í Hrísey, hefur verið ráðin skólastjóri Brekku- skóla á Akureyri. Jóhanna María útskrifaðist með B.Ed.-próf frá Kennaraháskóla Ís- lands 1991 og Dipl.Ed.-próf í uppeld- is- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun menntastofnana frá sama skóla árið 2006. Jóhanna hefur því 17 ára starfsreynslu og þar af sex ár sem skólastjóri. „Skólastarf í Hrísey hefur gengið mjög vel undir hennar stjórn og þar hefur verið unnið að marg- þættu þróunar- starfi á þessum árum í góðu sam- starfi við foreldra og samfélagið,“ segir í fréttatil- kynningu frá Ak- ureyrbæ í gær. Jóhanna María tekur við starfinu í sumar. Jóhanna María stýrir Brekkuskóla Jóhanna María Agnarsdóttir AKUREYRI Norðurlandsdeild Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, FASN, hefur starfað á Akureyri um nokkurra ára skeið. Félagið er fræðslu- og styrkingarhópur að- standenda homma, lesbía, tvíkyn- hneigðra og transgender ein- staklinga. Það er á stefnuskrá FASN að efna um það bil einu sinni á ári til fundar með hommum, lesbí- um, tvíkynhneigðum og transgend- er fólki á Norðurlandi og slíkur samfundur verður í kvöld kl. 20.00 í Oddeyrarskóla (gengið inn að norð- an). Fjallað verður um stöðu sam- kynhneigðra á Norðurlandi á þeim tímamótum þegar Samtökin 78 halda upp á þrítugsafmæli sitt. Fundur í FASN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.