Morgunblaðið - 07.05.2008, Side 34

Morgunblaðið - 07.05.2008, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand SJÁÐU ÞETTA... VAR ÞETTA EKKI TÖFF? EF ÞÉR FINNST ÞAÐ AÐ GELTA HÁTT VERA „TÖFF“ LÚLLI FÉKK TEPPIÐ SITT AFTUR HEIMSKI HUNDUR HÍ HÍ HÍ HÍ HÍ HÍ HÍ ÞESSI LEIÐINDAR HUNDUR FANN ÞAÐ OG GRÓF ÞAÐ UPP! SKIPTIR EKKI MÁLI... ÉG ER HÆTT AÐ HJÁLPA FÓLKI... ÞAÐ KANN ALDREI AÐ META ÞAÐ HVORT EÐ ER... RÓSA? HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA Á FÓTUM? ÉG HEYRÐI HÁVAÐA ÚTI ÉG HEYRI EKKI NEITT MÉR FANNST ÉG HEYRA EINHVERN STAPPA. VILTU ATHUGA HVORT ÞAÐ SÉ SKRÍMSLI? ÉG SKAL GÁ... EN ÞAÐ ER EKKERT... FRÁBÆRT! FARÐU NÚNA ÚT UM DYRNAR... BARA TVÖ SKREF Í VIÐBÓT ÉG SÉ EKKI NEITT HVAÐ VILTU FÁ Í JÓLAGJÖF Í ÁR? MMBEGLM... *KJAMS* FFLUOGBB... *SMJATT* ÉG HELD HANN HAFI SAGT, „MEIRI MAT“ HÚ ÉG VINN ALDREI STÖRU- KEPPNIR VIÐ UGLUR HVAÐ GERÐIST VIÐ BARINN? DÁLÍTIÐ SEM ÉG BJÓST ALDREI VIÐ AÐ MUNDI GERAST... TOMMI VAR AÐ DAÐRA VIÐ MIG ÞESSI SEM ÞÚ SAGÐIR AÐ HEFÐI VERIÐ SVO VINSÆLL? HVER HELDUR HANN AÐ HANN SÉ? RÓLEGUR, LALLI... ÞETTA ER ALLT Í LAGI. HANN ER HÁLFGERT FÍFL ÞÚ ERT SAMT FREKAR ÁNÆGÐ... BARA SÁ HLUTI AF MÉR SEM ER ENNÞÁ LÚÐI Í GAGGÓ ÞEGAR KÓNGULÓAR- MAÐURINN KEMUR... ÞÁ FÆ ÉG LOKSINS AÐ HEFNA MÍN Á HONUM! ÞAÐ ER SKRÍTIÐ AÐ HANN SÉ EKKI KOMINN EF ÞÚ BARA VISSIR dagbók|velvakandi Kettlingur fannst ÞRÍLIT, brönd- ótt læða, 3-4 mán- aða gömul fannst í Miðtúni í Reykjavík. Hún er mjög blíð og kelin. Ef einhver kannast við hana, er sá vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 690- 0047. Ársgömul læða týnd MÝSLA er 1 árs gömul læða sem slapp út ólarlaus og hefur ekki skilað sér síðan á sumardaginn fyrsta 24. apríl. Hún er lítil og nett, grá, gul og hvít að lit. Hún er afar mannelsk og auðvelt að ná henni. Mögulega sést ör eftir skurð á maganum á henni. Hún á heima á Hofteignum en á það til að flakka um bæinn. Ef einhver hefur upplýsingar um hana vinsam- legast hringið í síma 568-3361 eða 821-6768. Eyrnalokkur týndist Í GÆR uppgötvaði ég að annar eyrnalokkurinn minn var horfinn þar sem ég var á ferðinni milli Nettó og Bústaðakirkju. Ég hef líklega misst hann á þessum slóðum. Eyrna- lokkurinn var sérsmíðaður fyrir 40 árum og því hefur hann mikið gildi fyrir mig. Hann er dropalaga og úr gulli, ef einhver hefur fundið hann þætti mér afar vænt um að sá hefði samband við mig í síma 553-5901. Flugvöllurinn okkar DAGUR B. Eggertsson og Gísli Marteinn borgarfulltrúar ættu að vera í bæjarstjórn í Reykjanesbæ en ekki hér í Reykjavík. Því þeir vilja dýrmæta flugvöllinn okkar burt sem við fengum gefins frá Bretum. Sturla Böðvarsson lét endurbæta völlinn fyrir 5-6 milljarða og er hann eins og nýr. Hann er varaflugvöllur fyrir millilandaflug og flugvöllur allra hvar sem er á landinu. Þeir fé- lagar vilja láta rífa flugturninn en þar eru mikil verðmæti og margt há- tæknifólk. Einnig munu 10-15 þús- und manns missa vinnu sína ef Gísli og Dagur fá að ráða. Sem betur fer eru 70-80% á móti því að völlurinn fari og ég skora á Gallup að gera könnun um allt land. Nýr flugvöllur myndi kosta 50-100 milljarða og er það óþarfi þar sem völlurinn okkar er sem nýr, þökk sé Sturlu Böðv- arssyni og hans fólki. Það er óeðli- legt hvað verktakar og arkitektar hafa mikil völd, dæmi um það eru t.d. svik við Íslenska erfðagreiningu, þegar þeim var lofað lóð sem þeir svo ekki fengu. Ólafur Thors, þáver- andi forsætisráðherra, tók á móti flugvellinum úr höndum Breta og var hann Ólafi ákaflega kær á efri árum. Vilhjálmur Sigurðsson, fyrrverandi póstvarðstjóri á Aðalpósthúsinu í Reykjavík. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞAÐ er ekki bara yngri kynslóðin sem sést úti fyrir í leik, heldur þurfa þeir fullorðnu líka góða hreyfingu í fjörugum leik. Þessir kappar spila fótbolta í austurbænum og hafa greinilega gaman af. Morgunblaðið/Golli Fjörugur fótbolti FRÉTTIR VORNÁMSKEIÐ Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldið á Grand hóteli 8. og 9. maí. Yfirskriftin í ár er „Fötlun og samfélag“. Fjallað verður m.a. um fötluð börn og menntakerfið, við- horf samfélagsins til fatlaðra og viðhorf fatlaðra til samfélagsins. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er landsstofnun á vegum félagsmálaráðuneytis, sem starfar að velferð fatlaðra barna og fjöl- skyldna þeirra. Vornámskeið stöðvarinnar hafa verið haldin ár- lega frá því hún tók til starfa árið 1986 og verður þetta því í 23. sinn. Námskeiðin hafa verið vett- vangur fræðslu og samveru fólks sem starfar að málefnum fatlaðra barna á öllu landinu. Þau hafa skapað tækifæri fyrir fólk af ólík- um vettvangi til að hittast, ræða saman og bera saman bækur sín- ar, segir í tilkynningu. Vornámskeiðið sækir aðallega fagfólk úr hinum ýmsu fag- stéttum sem koma að þessum mál- um og er þátttakendafjöldi á bilinu 150-300 manns. Á dag- skránni í ár verða 18 erindi jafn- margra fyrirlesara. Dagskrá og frekari upplýsingar má finna á vef Greiningarstöðvar www.greining.is Fjallað um fötluð börn og samfélag á vornámskeiði VERKEFNIÐ Hjólað í vinnuna verður formlega opnað í veitinga- tjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðs- ins í dag, miðvikudaginn 7. maí kl. 8.30. Forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, sam- gönguráðherra, Kristján Möller, borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon, og forstjóri Alcan á Íslandi, Rann- veig Rist, verða viðstödd og ávarpa gesti. Gestir munu síðan hjóla verk- efninu af stað með táknrænum hætti. Allir þátttakendur Hjólað í vinnuna eru velkomnir að koma við á hjólinu og fá sér morgunmat og hlýða á hvatningarávörp. Síðastliðin fimm ár hefur Íþrótta- og ólympíusamband Íslands staðið fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna. Landsmenn hafa tekið verkefninu vel þar sem þátttak- endum hefur fjölgað úr 533 árið 2003 í 7333 árið 2007 og keppnis- liðum hefur fjölgað um úr 71-913. Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Hjólað í vinnuna eru Alcan á Íslandi, Lýð- heilsustöð, Rás 2, Eskill, Umferðar- stofa, umhverfissvið Reykjarvíkur- borgar, Örninn, Landssamtök hjólreiðamanna og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Hjólað í vinnuna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.