Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 20
                                           !               "          #   $       %$&'      &    ( )       !*        +   %,   ) *    %      -         & " .   #  /,01+23, +24 567 89:: / ,0;+23, <=>:+?/3@2<2+ ,    %A2202B,%C33/3 D(      6E 6F >> - kemur þér við Sérblað um heimili og hönnun fylgir blaðinu Fasteignasala hættir og segir öllum upp Enginn hlustar á borgarstjóra Reykjavíkur Gera við tennurnar í Thaílandi Sena rifti samningi við Friðrik og Regínu Kom Hemma Gunn að hjá BBC Hvað ætlar þú að lesa í dag? hollráð um heilsuna| lýðheilsustöð 20 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ leikurinn er seldur á netinu, til dæmis í net- versluninni Amazon, fylgja rækilegar lýs- ingar á honum og leið- beiningar til foreldra. x x x Gagnrýnendur hafalofað leikinn í há- stert, meðal annars í Morgunblaðinu. En um hvað snýst þessi frá- bæri leikur? Kvenfyr- irlitningu og ofbeldi. Í Bandaríkjunum er hann bannaður innan 17 ára og á Bretlandi innan 18 ára. Því er sérstaklega hælt hvað allt er raun- verulegt í leiknum. Ef maður er skotinn tætist hold hans í sundur og blóð sprautast út um allt. Fórn- arlömbin eru lögregluþjónar, leigu- bílstjórar, fatafellur og endrum og sinnum saklausir vegfarendur. Eit- urlyf og áfengi eru á boðstólum og aðalpersónan getur keypt sér vændi. Kynlífið er til staðar þótt það sjáist ekki. Framleiðendurnir skýla sér bak við húmor, en inntakið í leiknum er þó langt frá því að vera fyndið. Vitaskuld er ekki hægt að ritskoða efni af þessu tagi, en það er spurning hvernig framleiðendunum dettur í hug að búa efni af þessu tagi til „skemmtunar“. x x x Leikur þessi er vissulega bann-aður, en það er hægt að ganga út frá því sem vísu að foreldrar munu verða fyrir miklum þrýstingi barna sinna – þótt þau séu ekki orðin sautján ára – um að leyfa þeim að kaupa þennan leik svo að börnin geti setið í bjarma sjónvarpsskjásins upptekinn af því að myrða mann og annan í stað þess að njóta bjartra sumarkvölda. Niko Bellic er ný-kominn með skipi frá Austur- Evrópu til Bandaríkj- unum þar sem hann hyggst hefja nýtt líf, en ekkert er sem sýn- ist og brátt dregst hann inn í skuggalegan heim glæpa og ofbeld- is. x x x Þetta er ekki sögu-þráður í bíómynd heldur í tölvuleik, sem nefnist Grand Theft Auto IV, var að koma á markað og mun ugg- laust verða mikill tímaþjófur fyrir áhugamenn um tölvuleiki í sumar. Áður hafa komið út þrjár útgáfur af leiknum og hafa allar notið vinsælda. Ofbeldið hefur verið linnulaust, en undirtóninn kaldhæðinn. Þar sem    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Ánokkrum tugum ára hafaafþreyingarmöguleikarokkar Vesturlandabúabreyst svo um munar. Sjónvarpsáhorf er algeng afþreying nútímafjölskyldunnar. Tölvueign á Íslandi er mikil og umræða um net- fíkn og tölvuleikjafíkn skýtur reglu- lega upp kollinum. Frá því að sjónvarp fór að vera almenningseign hafa áhrif sjón- varpsáhorfs, og sérstaklega áhorfs barna, á ofbeldisefni verið mikið rannsökuð. Í fjölda rannsókna hafa fundist tengsl á milli þess að börn horfi á ofbeldisfullt sjónvarpsefni og árásargirni á meðal þeirra. Í öðrum rannsóknum hafa slík tengsl ekki fundist og í enn öðrum hefur ekki verið hægt að segja til um hvort kom á undan, áhorfið eða árás- argirnin. Ef til vill sækja árás- argjörn börn frekar í að horfa á of- beldisefni. Auk þess að finna tengsl milli þess að sjá ofbeldi í sjónvarpi og árásargirni þá hefur sýnt sig að sum börn eru hræddari við um- heiminn og sýna minni tilfinningar við það að kynnast sársauka og þjáningum annarra. Tölvuleikjanotkun hefur í minna mæli verið rannsökuð en einnig þar eru niðurstöður tvíbentar. Samtök bandarískra sálfræðinga benda þó á að áhrif ofbeldisfullra tölvuleikja kunni að vera meiri en ofbeldisfulls sjónvarpsefnis. Ástæðurnar geta verið að leikirnir krefjast virkrar þátttöku. Ef leikirnir eru ofbeldis- fullir þá er slík hegðun verðlaunuð og börn endurtaka hegðunina aftur og aftur. Æði misjafnt er á milli barna hversu mikil áhrif óhugn- anlegt efni hefur á þau en talið er að foreldrar vanmeti þessi áhrif. Börn hafa ekki þroska til þess að meta upplýsingar á sama hátt og fullorðnir. Verjum börnin gegn ofbeldi Á meðan við höfum ekki óyggj- andi sannanir fyrir áhrifum ofbeld- isfulls sjónvarpsefnis eða tölvuleikja spyrja foreldrar hvað þeir eigi að gera. En á meðan við bíðum þessa eigum við þá ekki að leyfa börnum okkar að njóta vafans? Sú hugs- anlega áhætta að börn sýni minni samhygð eða verði árásargjörn er bara ein hlið teningsins. Viljum við ekki líka verja börnin okkar gegn ofbeldi? Hvort sem sannað verður að áhorf geti skaðað börnin eða ekki þá virðast sérfræðingar sammála um að ef foreldrar horfa með börn- um sínum þá geti það dregið úr hugsanlegum skaða og aukið skiln- ing barnsins á efninu sem horft er á. Barnið getur þá rætt við foreldra sína um það sem gerist á skjánum og fengið útskýringar auk þess sem áhorfið er samverustund foreldra og barns. Verum óhrædd við að verja börnin okkar gegn ofbeldis- efni og tökum afstöðu til þess hvers konar efni þau fá að sjá í sjónvarpi eða tölvum. Takmörkum tímann framan við skjáinn Auk þess að huga að áhrifum of- beldisefnis í sjónvarpi og tölvu- leikjum á börnin er mikilvægt að velta því fyrir sér hvernig við og börnin okkar kjósum að verja tím- anum. Mikilvægt er að foreldrar setji börnum reglur, sem farið er eftir, um hversu miklum tíma er eytt fyrir framan sjónvarps- eða tölvuskjá á hverjum degi. Almennt er ráðlagt að verja ekki meira en tveimur klukkustundum á dag í af- þreyingu fyrir framan skjáinn. Auð- veldara er að leggja línurnar um slíkt meðan börnin eru ung heldur en þegar þau verða eldri en það er aldrei of seint að taka upp góða siði. Börn þurfa tíma til að læra heima og hvílast auk þess að njóta útiveru og annarra leikja sem fela í sér hreyfingu. Nú, þegar vorið er kom- ið, er upplagt að takmarka tímann við skjáinn, taka fram reiðhjólin og sippuböndin og skella okkur út að leika með börnunum. Leyfum börnunum að njóta vafans! Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Við skjáinn Samtök bandarískra sálfræðinga benda þó á að áhrif ofbeldis- fullra tölvuleikja kunni að vera meiri en ofbeldisfulls sjónvarpsefnis. Jenný Ingudóttir, MPH verkefnisstjóri, Lýðheilsustöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.