Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 29 vakna til vitundar um og halda í heiðri. Elsa var frá upphafi mátt- arstoð í félaginu, tók mikinn þátt í störfum félagsforystu og var gjald- keri félagsins fyrstu tólf árin. Reynsla hennar af félagsstörfum nýttist að fullu á fyrstu mótunar- árum félagsins. Lagði hún á ráðin við samningu stofnskrár, skipulagn- ingu atburða á vegum félagsins og leiðsögn í ferðum um Rangárþing fyrstu árin. Æ síðan var Elsa boðin og búin að leggja að mörkum vinnu við undirbúning að því sem hið litla áhugafélag fékk áorkað, hugmynda- rík og tillögugóð. Hún flutti áheyri- leg og forvitnileg erindi á Odda- stefnum, árlegu málþingi sem haldið er víðs vegar um Rangárþing og stöku sinnum í höfuðborginni. Hún hvatti til og vann að tengslum Oddafélagsins við aðrar mennta- stofnanir í sýslunni. Kom sér vel að Elsa var öllum hnútum kunnug, Sunnlendingur og rannsakandi stór- brotinnar náttúru Suðurlands, jarð- laga, hrauna, vatna og vinda, sand- foks, sjálfrar Heklu og Kötlu, hinna skapandi og eyðandi afla í héraðinu. Samherjar Elsu í Oddafélaginu þakka henni að leiðarlokum farsæla og ljúfa samvinnu og samveru. Þeir munu sakna hennar nú er tíminn líður fram án hennar en þeir og aðr- ir sem urðu þess aðnjótandi að kynnast Elsu eiga um ókomna tíð minningar um góðan vin. Eins og tíðkast gjarnan þegar ár- in færast yfir og um hægist hjá mönnum hafa samstúdentar mínir og makar átt stefnumót í hádegi einn dag í mánuði nokkra undan- farna vetur. Er þá haldið við forn- um kynnum og sögð tíðindi af sjálf- um sér – og sínum þegar svo ber undir. Í þessum hópi mínum er Pálmi Lárusson. Á síðasta samfund samstúdenta 1956 fyrir mánuði voru þau komin austan úr Mýrdal, Pálmi og Elsa, sem lék á als oddi að venju. Skiptumst við sessunautar á fram- tíðardraumum um Kaldrananes í Mýrdal og Mörk á Landi þar sem við Jóhanna, kona mín, erum sum- arbændur. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Huggun er það þó ástvinum að draumar geta lifað út yfir gröf og dauða og ræst til minningar um þá sem þá drauma áttu. Að leiðarlok- um vottum við hjónin Pálma og fjöl- skyldu samúð í söknuði þeirra. Þór Jakobsson. Ég kynntist Elsu Vilmundardótt- ur árið 1960, þegar ég kom til Stokkhólms og datt inn í vinkvenn- ahóp Kristínar Gústavsdóttur, alda- vinkonu minnar. Þessi hópur sam- anstóð af fjórum bráðskemmti- legum konum, auk Kristínar og Elsu voru þær Helga Sveinbjörns- dóttir og Svanhildur Sigurgeirsdótt- ir, sem báðar eru látnar. Ég var heppin að fá inngöngu í þennan hóp og mikið óskaplega var þetta skemmtilegt ár. Að vísu hafði Elsa minni tíma í vinkvennasnakk en við hinar, því að hún var þegar farin að spinna sinn lífsþráð með Pálma, bekkjarbróður okkar Kristínar, þráðinn sem entist ævilangt. Þegar svo var komið heim voru samfundirnir ekki eins tíðir, við snerum okkur hver að sínu eins og gengur. Þó hittumst við alltaf af og til, einkum þegar Kristín kom til landsins. Einhvers staðar á ég í fór- um mínum uppskrift að fiskisúpu, sem Elsa gaf okkur eitt skiptið. Ég hef aldrei lagt í að búa hana til sjálf, hún er svo flókin; alls konar krydd- jurtir og ýmsar tegundir af fiski. Það einfaldasta sem ég man er, að í súpuna skyldu fara tvær flöskur af hvítvíni. Kannski var flaskan bara ein, mér hættir stundum til að ýkja það, sem mér finnst gott, og súpan hennar Elsu er í minningunni óvið- jafnanlega góð. En við Elsa áttum eftir að end- urnýja kynnin á öðrum vettvangi, þegar bekkurinn okkar Pálma fór að hittast fyrir utan sérstök júbi- leumsár. Fyrst árlega í vorgleði og seinna oftar, í ferðum utanlands og innan og seinast mánaðarlega í bekkjarsúpunni. Þau Elsa og Pálmi létu ekki sitt eftir liggja á þessum samkomum, voru með í þeim harða kjarna, sem oftast mætti. Hápunkt- urinn var þó, þegar þau tóku á móti bekknum af miklum höfðingsskap vorið, sem við fórum inn að Mýr- dalsjökli. Eftir frábæran hádegis- verð í Kaldrananesi var aftur sest í rútuna þar sem Elsa settist við hljóðnemann og lýsti fyrir okkur Mýrdalnum og síðan leiðinni inn í Þakgilið, skemmtileg að vanda. Þetta var þó hvorki í fyrsta né síð- asta skiptið, sem ég naut góðs af fróðleik Elsu. Ég minnist hennar til dæmis í ferðinni frægu í veiðivötn með Náttúrufræðifélaginu árið 1961. Þar var hún í essinu sínu með hamar á lofti, sló sundur steina og grjót og útskýrði innihaldið fyrir ferðafélögunum. Árgangurinn MR56 var svo hrif- inn af sjálfum sér, að af 96 manns giftust 18 innan bekkjarins. Aðrir litu þó lengra og ég vona, að enginn af öllum okkar ágætu, inngiftu mök- um taki óstinnt upp, þótt ég segi, að þar finnst mér Elsa hafa verið fremst meðal jafningja. Þetta eru nú nokkrar sundurlaus- ar minningar, en mig langaði til þess að kveðja Elsu og votta Pálma og fjölskyldu þeirra innilega samúð. Bekkurinn okkar mun sakna henn- ar, þegar við förum til Hollands í sumar. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt hana öll þessi ár. Kristín Bjarnadóttir. Að leiðarlokum vil ég kveðja góða samstarfskonu og félaga í gegnum lífið og þakka samfylgdina. Eftir að ég fullorðnaðist hefur Elsa ávallt verið hluti af tilverunni. Fyrst lágu leiðir okkar saman í Menntaskólanum í Reykjavík, haustið 1949, og útskrifuðumst við í júní 1953. Strax að loknu stúdents- prófi hélt ég til Stokkhólms í nám í jarðfræði. Ekki leið á löngu áður en Elsa ákvað að fara svipaða mennta- leið, þ.e.a.s. að læra jarðvísindi við Stokkhólmsháskóla. Stokkhólmsár- in voru okkur dýrmæt, vinabönd styrktust um leið og grundvöllur var lagður að lífsstarfinu. Á þessum árum var í Stokkhólmi fjölmenn nýlenda íslenskra náms- manna. Í þessum hópi var margt brallað og vinátta myndaðist sem haldist hefur fram á þennan dag. Við vorum ung og ástin kviknaði hjá mörgum og þannig var það bæði hjá mér og einnig hjá Elsu vinkonu minni. Ég fann hana Kæju mína og Elsa fann Pálma sinn. Að Stokkhólmsárunum loknum hóf ég störf hjá Raforkumálaskrif- stofunni sem nú er Orkustofnun. Ekki hafði ég starfað þar lengi áður en Elsa kom til starfa. Fyrstu árin var samstarf okkar mjög náið þar sem einungis voru þrír jarðfræð- ingar starfandi á stofnuninni og ekki mikið fleiri starfandi á landinu öllu. Okkar starf fólst í jarðfræði- legum undirbúningi vatnsfallsvirkj- ana. Undirbúningur virkjana á Tungnaáröræfum, þ.e.a.s. virkjana við Búrfell, Sigöldu, Hrauneyjafoss, o.s.frv., var lengi framan af okkar aðalverkefni og er óhætt að fullyrða að það var ánægjulegt stórvirki. Á þessum tíma var hálendið lokað fyr- ir bílaumferð og við eyddum nokkr- um sumrum við störf úti í óspiltri náttúru og nutum þess besta sem Ísland hefur fram að færa. Við Elsa unnum alla okkar starfs- ævi eða í rúm 40 ár á Orkustofnun. Á þessum tíma breyttust störf og skipulag og samstarf okkar varð ekki eins mikið og áður en vináttu- böndin héldust engu að síður. Það kom sem reiðarslag þegar mér bár- ust þær fréttir að Elsa hefði látist snögglega. Það getur vart verið til- viljun ein að hún fór á sínum gamla vinnustað, umvafin góðu samstarfs- fólki, að sýna nýjum orkumálastjóra lífsverk sitt, jarðfræðikort af eld- virkum svæðum á Suðurlandi. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég votta Pálma, Vilmundi, Guðrúnu Láru og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Bestu kveðjur, Haukur Tómasson. Á þessum vordögum eru nú 30 ár síðan leiðir okkar Elsu lágu fyrst saman á fundum í Kópavogi sem Soroptomistaklúbbur Kópavogs boðaði til fulltrúa frá helstu félögum og klúbbum í bænum. Þar var rætt um úrbætur í hjúkrunarmálum aldraðra en ekkert sjúkrarými var þá í bænum og ekkert hjúkrunar- heimili. Þessum fundum stýrði Elsa en hún var þá formaður Soroptim- istaklúbbsins. – Niðurstaðan af þessum fundum varð sú að ákveðið var að félögin settu á stofn und- irbúningsnefnd í þeim tilgangi að mynda samtök og hrinda í fram- kvæmd byggingu hjúkrunarheimilis í Kópavogi. Elsu var falið að leiða þessa undirbúningsnefnd sem hún gerði af einstakri lagni og áhuga. Á þeim vikum og mánuðum sem í hönd fóru áttum við Elsa og forusta Soroptomistaklúbbsins náið og ein- staklega traust samband við und- irbúning að stofnun samtaka allra þeirra félagasamtaka sem að þessu máli komu. Á því tímabili leitaði Elsa og fleiri nefndarmenn eftir því að ég tæki að mér formennsku í væntanlegum samtökum um bygg- ingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Kópavogi og varð sú niðurstaðan, en ég sat þá í nefndinni sem fulltrúi Rauðakrossdeildarinnar í Kópavogi. Forustu sinni í undirbúnings- nefndinni skilaði Elsa svo af sér er hún boðaði til stofnfundar Samtaka um byggingu hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi hinn 17. mars 1979 á heimili sínu við Hrauntungu í Kópavogi. Þar fæddust Sunnuhlíð- arsamtökin við traust handtök „ljós- móðurinnar“ Elsu Vilmundardóttur og þar voru örlög ráðin að fram- kvæmdum við hinar miklu bygg- ingar sem síðar risu við Kópavogs- brautina í þágu aldraðra og sjúkra samborgara. Minningar um samstarfið við Elsu frá þessum tíma eru mér ógleymanlegar; traust vinátta henn- ar, fórnfýsi, glögg rökhugsun og óbilandi trú á verkefnið sem að var unnið. Að leiðarlokum þakka ég fyrir að hafa fengið að vera samstarfsmaður Elsu á þessum árum og mun ávallt minnast hennar er ég heyri góðrar konu getið. Við fráfall hennar votta ég Pálma, börnum þeirra og öðrum aðstand- endum innilega hluttekningu. Ásgeir Jóhannesson. Fallin er í valinn kær vinkona og vinnufélagi, Elsa G. Vilmundardótt- ir. Skyndilega og öllum að óvörum, í miðjum klíðum við að kynna okkur samstarfsmönnum sínum síðasta verkefni sitt á sviði jarðfræði. Elsa varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka háskólanámi í jarðfræði. Að námi loknu hóf hún störf á Raf- orkumálaskrifstofunni, síðar Orku- stofnun og að lokum sem verktaki hjá ÍSOR, þá komin á eftirlaun. Ég kynntist Elsu sumarið 1969, þegar ég hóf störf hjá Orkustofnun með það í huga að hefja jarðfræði- nám um haustið. Við Þórisvatn stóðu yfir virkjanarannsóknir. Með- al annars voru jarðlög á gangaleið- um könnuð með kjarnaborunum. Margt var um manninn, glatt á hjalla og kviðlingar oft látnir fjúka. Var Elsa enginn eftirbátur karlanna þar. Mér varð ljóst hve djúpa virð- ingu Bormenn Íslands báru fyrir Elsu, enda átti hún meðal þeirra vini til lífstíðar. Þetta sumar kynnti Elsa mig fyrir Tungnaáröræfum og störfum jarðfræðings í mörkinni. Á árunum 1980-2002 átti ég því láni að fagna að vinna með Elsu á hálendinu. Oftast vorum við tvær einar á ferð, hún að kortleggja berggrunn, en ég laus jarðlög og jökulmenjar. Hún með hamar að vopni, en ég skóflu. Oftast var gist í misvistlegum fjallakofum og ekki verið að fárast yfir skorti á þægindum eða aðbún- aði. Þar sem Elsa var var alltaf notalegt að vera. Á kvöldin var set- ið, skrifað og skrafað um uppgötv- anir dagsins og vinna næsta dags skipulögð við kertaljós. Elsa var alltaf brennandi af áhuga og full til- hlökkunar yfir því hvað morgundag- urinn bæri í skauti sér. Margar minningar frá ferðum okkar koma upp í hugann um at- burði sem okkur þóttu ekkert fyndnir meðan á þeim stóð, en hlóg- um að síðar. Þegar við húktum skjálfandi af hræðslu inni í bíl með- an eldingum sló niður allt í kringum okkur í miklu gjörningaveðri. Þegar við kúrðum í svefnpokunum, hvor sínum megin í skálanum við Álfta- vatn og „rifumst“ um það hvernig veðrið væri. Horfðum í kross út um gluggann og sáum ekki fyrr en við fórum á fætur, að sunnan skálans var hvítt af snjó en norðanmegin alautt. Þegar maður, sem ók Sprengisandsleið, hringdi í Þjóðar- sálina og kvartaði yfir veginum og sagði, að ekki væri skrýtið að veg- urinn væri slæmur, ef vegagerðin færi fram með þeim hætti, sem hann hefði orðið vitni að. Hafði hann ekið á eftir bíl, sem nam stað- ar við vegkantinn. Út kom kona öðrum megin með hamar í hendi og fór að berja sundur steina. Hinum megin þusti út kona með skóflu og tók að moka af miklum ákafa. Þeir sem til þekktu vissu strax hverjar voru þar á ferð. Elsa var mikil „sveitakona“ í sér. Hversu mikil gerði ég mér fyrst grein fyrir er við komum eitt sinn ofan af hálendinu fram hjá innsta bæ. Þá sagði hún: „Fólkið á þessum bæ nýtur þeirra forréttinda að sjá ekki nein rafmagnsljós frá næstu bæjum.“ Það þyrmdi yfir mig, borg- arbarnið! Það kom því ekki á óvart þegar þau Pálmi festu kaup á Kaldrananesi í Mýrdal og gerðu upp með miklum myndarbrag. Ég sendi Pálma, Vilmundi, Gunnu Láru og fjölskyldum inni- legar samúðarkveðjur. Hvíl í friði kæra vinkona. Ingibjörg Kaldal. Elsa Vilmundardóttir kom inn í líf mitt þegar hún giftist Pálma Lár- ussyni, skólabróður mínum. Þau urðu síðan í nánasta vinahópi okkar hjóna þó að lengi byggjum við hvor í sínum landshlutanum. Elsa og Pálmi og börn þeirra voru áberandi samhent og mikill styrkur þeim sem næst þeim stóðu, skyldum og vandalausum. Elsa var jarðfræðingur hjá Orkustofnun að loknu námi og sinnti þar rannsókn- um. Nokkrar skýrslur sendi hún mér um þau verkefni. Hver sem er mætti vera full- sæmdur af þessu ævistarfi en Elsa þræddi engar hversdagsgötur í lífi sínu. Hún var félagslynd og naut þess að veita góðum málum lið. Það var í góðu samræmi við það að hún átti þá náðargáfu að koma auga á dýpt tilverunnar betur en margur. Efnið stendur fyrir sínu en andinn á sér einnig vaxtarmöguleika. Þetta er sérstaklega áhugavert þegar í hlut á manneskja sem hefur hlotið þjálfun í vísindalegum vinnubrögð- um. Saga mannsins greinir frá mörg- um og fjölbreyttum tilraunum hans til að lyfta sér upp úr efnisheim- inum. Þar má finna heil úthöf kenn- inga, trúarsetninga og töfralausna. Margir láta sér nægja sína barnatrú, aðrir hafna öllum hug- myndum nema þær verði sannaðar með margföldunartöflunni. En enn aðrir ganga á hólm við lífsgátuna og leita að gullkornum sem reynsla mannsandans geymir. Þannig var Elsa. Hún leitaði og fann að fleira er til en það sem skilningarvitin fimm skynja. Hún bar það ekki á torg og hafði enga þörf fyrir að sannfæra aðra um það. Það var á við helga stund að fá hlutdeild í þessum áhugamálum með henni. Nánast lágmælt og feimin bar hún fram gullkorn sín, opnaði nýja sýn og tengdi það sem áður var ótengt. Fjöldi samfunda skipti ekki máli, hugmyndirnar lifðu áfram sínu lífi, skutu rótum og báru fræ. Og allt gerðist þetta eins og af sjálfu sér, engar umbúðir, engin sal- arkynni og engir búningar, aðeins heimboð þar sem drukkið var kaffi og rætt um börnin og barnabörnin. En, það verður aldrei önnur Elsa. Við Margrét flytjum Pálma og fjölskyldu hans innilegar þakkar- og samúðarkveðjur. Matthías Eggertsson.  Fleiri minningargreinar um Elsu G. Vilmundardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURJÓN GUÐMUNDSSON bóndi, Kirkjubóli, Innri-Akraneshreppi, andaðist laugardaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Innra-Hólmskirkju föstudaginn 9. maí kl. 14.00. Kristín Marísdóttir og börn. ✝ Ástkær dóttir okkar, systir og mágkona, FJÓLA BJÖRK SIGURÐARDÓTTIR, Stigahlíð 71, Reykjavík, lést að morgni laugardags 3. maí á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Sigurður Hannesson, Guðrún Böðvarsdóttir, Böðvar Sigurðsson, Helena Guðmundsdóttir, Lára Jóna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Haraldsson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Kjarnholtum, Biskupstungum, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi laugardaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 10. maí kl. 14.00. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.