Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ er ekki hægt að segja að veðr- ið hafi leikið við krónprinshjónin Friðrik og Mary er þau lögðu land undir fót í gær. Þau virtust þó ekki láta rigninguna á sig fá og nutu þess að skoða sig um á Þingvöllum, virða fyrir sér Gullfoss og fylgjast með virkni á hverasvæðinu við Geysi. Þau komu reyndar við í versluninni á staðnum og keyptu sér íslenskan útivistarfatnað en fljótlega eftir kaupin stytti upp. Á Þingvöllum snæddu þau há- degisverð í boði Geirs H. Haarde forsætisráðherra og fóru að því loknu í gönguferð um Almannagjá ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands. Við Geysi skoðuðu Friðrik og Mary m.a. konungssteinana svo- kölluðu en þeir bera skrautverk sem höggvið er í þá, ásamt ártöl- unum 1874, 1907 og 1921, til minn- ingar um heimsóknir þriggja Dana- konunga til landsins. Dansk-íslenska viðskiptaráðið hef- ur nýverið gengist fyrir endurgerð áletrunar á steinunum með stuðn- ingi Samskipa, Marels, Rexams og FIH bankans, dótturfélags Kaup- þings í Danmörku. Síðdegis hélt svo krónprinsparið til Eyrarbakka þar sem fyrst var litið inn í kirkjuna á staðnum en alt- aristaflan var máluð af Louise drottningu Kristjáns níunda Dana- konungs árið 1891. Í dag hefst heimsókn hjónanna til Stykkishólms og fara þau m.a. í siglingu um Breiðafjörð. Áhugasöm Krónprinsparið skoðaði sig um á hverasvæðinu við Geysi og kannaði Friðrik prins hitastigið á staðnum við það tækifæri. Morgunblaðið/Friðrik Brosmild Friðrik krónprins og kona hans, Mary, nutu þess að ganga um Almannagjá á Þingvöllum í gær þrátt fyrir rigningu. Friðrik krónprins Danmerkur og Mary, kona hans, á ferð um Ísland Nutu íslenskrar náttúru Eftir Andra Karl andri@mbl.is FJÁRMAGN til mannréttindamála í Reykjavík- urborg verður ekki skorið niður en því fremur varið í vel skilgreind einstök verkefni í stað þess að ráða fleira starfsfólk á mannréttinda- skrifstofu borgarinnar. Auglýst hefur verið eftir mannréttindastjóra og mun með honum starfa verkefnastjóri. Tekist var á um málið á borg- arstjórnarfundi í gærdag. Hundrað daga meirihlutinn svokallaði eyrna- merkti um 80 milljónir króna til mannréttinda- mála, þar á meðal átti að fjölga starfsmönnum á mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, átaldi meirihlutann fyrir að skera niður fjár- magn til mannréttindamála og vísaði þar til um- mæla Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra í fjöl- miðlum. Hún kallaði eftir skýringum Ólafs á ummælum hans, en þar sagði hann m.a. að þá- verandi meirihluti væri að víkka út stjórnkerfið og verkefni skrifstofunnar hefðu verið óljós. Hann Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, svaraði því til að ekki stæði til að skera niður fjármagn. Hins vegar væri að- eins um að ræða mismunandi sýn á hvernig bet- ur mætti nýta fjármunina. Sagðist hún virða skoðanir minnihlutans um að þeim fjármunum væri betur varið með fjölgun á skrifstofu mann- réttindamála, en þeirri skoðun væri meirihlut- inn ekki sammála. Betur færi á að styrkja ein- stök verkefni á vettvangi mannréttindamála. Eftir yfirlýsingu Hönnu Birnu um að ekki stæði til að skera niður, fögnuðu fulltrúar minnihlutans en vísuðu m.a. til þess að orð hennar stönguðust á við orð borgarstjóra. Svan- dís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna, ósk- aði þá eftir svörum um í hvaða vel skilgreindu verkefni ætti að nýta fjármunina. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Sam- fylkingar, sagði þá ákveðið listform hvernig borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks skýrðu um- mæli borgarstjóra. Ólafur F. kom einnig upp í pontu og sagði m.a. að um sjónarspil minnihlutans væri að ræða. Þá vísaði hann því á bug að mannréttinda- mál væru ekki hátt skrifuð hjá meirihlutanum. Fjármunum varið í einstök verkefni RÍKISSTJÓRN Íslands hefur sam- þykkt tillögu flóttamannanefndar að bjóða allt að 30 manna hópi palest- ínskra flóttamanna hæli hér á landi. Um er að ræða einstæðar mæður og börn þeirra sem dvelja við bágar að- stæður í flóttamannabúðum í Írak. Í flóttamannanefnd sitja fulltrúar félags- og tryggingarmálaráðherra, utanríkisráðherra og dóms- málaráðherra og fulltrúi frá Rauða krossi Íslands. Aðstæður flóttamannanna verða nákvæmlega kannaðar og að því loknu mun sendinefnd með fulltrú- um flóttamannanefndar og fulltrúa Útlendingastofnunar halda til flótta- mannabúðanna í Írak og taka við þau viðtöl. Akraneskaupstaður hef- ur til umfjöllunar erindi frá flótta- mannanefnd um að taka á móti hópnum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um móttöku palestínsku flóttamann- anna grundvallast á nýlegu sam- komulagi um móttöku flóttamanna til tveggja ára. Boðið hæli hér á landi LÖGREGLAN á Selfossi fékk í gær nýja kæru til meðferðar á hendur sr. Gunnari Björnssyni sóknarpresti vegna meintra kynferðisbrota. Kær- andi er stúlka undir 18 ára aldri og er hún þriðja stúlkan sem leggur fram kæru á hendur prestinum. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumað- ur á Selfossi staðfesti við Morg- unblaðið í gær að þriðja kæran hefði borist. Ólafur Helgi segir að búið sé að leggja drög að því að taka skýrslur af þeim stúlkum tveimur sem fyrstar lögðu fram kæru. Þjóðkirkjan hefur veitt sr. Gunn- ari leyfi frá störfum vegna málsins. Sr. Gunnar kærður á ný RAUÐI kross Íslands hefur veitt 5 milljónir króna úr hjálparsjóði sín- um til neyðaraðstoðar í Búrma til handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis sem reið yfir landið síðasta föstudag. Rauði krossinn hefur þegar hafið dreifingu á brýnustu nauðsynjum svo sem drykkjarvatni, fatnaði, matvælum, segldúk og hreinlætisvörum, segir m.a. í til- kynningu. Yfirvöld hafa staðfest að yfir 20.000 manns hafi farist í ham- förunum og fleiri en 40.000 er sakn- að. Stjórnvöld í Búrma hafa beðið um alþjóðlega aðstoð. Þeir sem vilja styðja við neyðar- aðstoð Rauða krossins í Búrma er bent á söfnunarsíma RKÍ, 907 2020. Við hvert símtal dragast 1.200 kr. frá næsta símreikningi. Fimm millj- ónir til Búrma Reuters Neyð Ástandið í Burma er víða slæmt og margir án matar. UNNIÐ er að undirbúningi sér- stakrar akreinar fyrir almennings- vagna og leigubifreiðar á Miklu- braut, þegar ekið er í vesturátt frá Skeiðarvogi að Kringlunni. Þar tengist nýja akreinin strætórein- inni við Kringluna sem nær niður að gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Samhliða þessum framkvæmdum verða gerðar end- urbætur á gatnamótum Miklu- brautar við Háaleitisbraut og Grensásveg til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Sérakrein fyrir strætó LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu stefnir að því að ljúka rannsókn sinni á meintum kynferðisbrotum háskólakennara við Háskólann í Reykjavík fyrir 14. maí næstkom- andi en þá rennur gæsluvarðhald hans út. Hann hefur sætt gæslu- varðhaldi frá fyrri hluta síðasta mánaðar. Að sögn Björgvins Björgvinsson- ar lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru kærend- ur 5–7 talsins og gengur rannsókn málsins vel. Framhaldið í höndum ríkissaksóknara Skýrslutökur hafa staðið yfir að undanförnu og reiknar lögreglan með að geta sent ríkissaksóknara rannsóknarniðurstöður sínar fyrir 14. maí, en embættið mun í fram- haldinu ákveða hvort ákæra verði gefin út eður ei. Hin meintu brot eru talin ná aft- ur til ársins 1980 og eru allir kær- endur tengdir sakborningnum fjöl- skylduböndum. Lögreglan vinnur að vitnaskýrslum og frekari gagna- öflun til að geta lagt fyrir ríkissak- sóknara sem fyrr var getið. Yfirlýsing frá HR barst Morgun- blaðinu í gær vegna málsins og eru hún svohljóðandi: „Háskólinn í Reykjavík hefur fengið staðfestingu á því að starfsmaður skólans sitji í gæsluvarðhaldi. Viðkomandi starfs- maður hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum við skólann frá og með 11. apríl.“ Kennarinn sætir gæslu Háskólakennari leystur frá störfum við Háskólann í Reykjavík vegna kynferðis- brotarannsóknar lögreglunnar og gæsluvarðhalds sem varir til 14. maí nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.