Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Föðurbróðir minn, SIGURÞÓR JÓNASSON frá Efri-Kvíhólma, sem lést sunnudaginn 27. apríl, verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju föstudaginn 9. maí kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Kirkjuhvol, Hvolsvelli. Fyrir hönd aðstandenda, Guðfinna Sveinsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GARÐAR SÖLVASON, Þórðarsveig 1, Reykjavík, sem lést laugardaginn 26. apríl, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í Reykjavík fimmtudaginn 8. maí kl. 15.00. Edda Hrönn Hannesdóttir, María Garðarsdóttir, Theodór S. Friðgeirsson, Elín Inga Garðarsdóttir, Brynjar H. Jóhannesson, Ríkey Garðarsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Föðurbróðir okkar, DAGUR DAGSSON kaupmaður, Selfossi, lést á Kumbaravogi mánudaginn 5. maí. Hulda Brynjúlfsdóttir, Sigríður Brynjúlfsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Þórlaug Bjarnadóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Faðir minn, tengdafaðir, afi og frændi, HJÖRTUR ÞÓRARINSSON, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 29. apríl. Útförin fer fram föstudaginn 9. maí frá Fossvogs- kapellu kl. 11.00. María Árnadóttir, Pjetur Stefánsson, Ásta Kristín Pjetursdóttir, Karl Ómar Björnsson, Ingibjörg Karlsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR frá Hamraendum, Norðurbrún 1, lést laugardaginn 19. apríl á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur Steingrímsson, Amporn Aphaíkland, Guðmundur Hannesson, Erla Björg Káradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir mín, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Hrefnugötu 6, Reykjavík, lést laugardaginn 3. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Málfríður L´Orange. ✝ Elsa GuðbjörgVilmundar- dóttir fæddist 27. nóvember 1932 í Vestmannaeyjum. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 23. apríl sl. Foreldrar hennar voru Guðrún Björnsdóttir sauma- kona frá Fagurhóli í Austur-Landeyjum, f. 26.10. 1903 d. 10.2. 1975, og Vil- mundur Guðmundsson vélstjóri frá Hafranesi við Reyðarfjörð, f. 3.9. 1907, d. 25.10. 1934. Bróðir hennar var Kristbjörn, f. og d. 1931. Hinn 19.11. 1960 giftist Elsa Pálma Lárussyni byggingaverk- fræðingi, f. 27.2. 1937 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðrún Elín Erlendsdóttir frá Mógilsá á Kjal- arnesi, f. 27.9. 1897, d. 24.9. 1994, og Lárus Pálmi Lárusson versl- unarmaður frá Álftagróf í Mýrdal, f. 15.5. 1896, d. 22.6. 1954. Börn þeirra eru 1) Vilmundur raf- magnsverkfræðingur, f. 19.11. 1965, barn hans og Sesselju Bjark- ar Barðdal, f. 10.12. 1969, er Elsa Barðdal, f. 22.10. 1990, kvæntur Lilju Björk Pálsdóttur fornleifa- fræðingi, f. 26.5. 1971, börn þeirra eru Ásrún Ösp, f. 16.6. 1994, og Árið 1963 hóf Elsa störf hjá Raf- orkumálaskrifstofunni, síðan hjá Orkustofnun, þegar hún varð til árið 1967. Þar vann hún allan sinn starfsferil við jarðfræðirann- sóknir og gerð jarðfræðikorta þar til hún fór á eftirlaun árið 2002. Eftir það vann hún einkum að kortlagningu móbergs á eystra gosbeltinu í samvinnu við Orku- stofnun og Íslenskar orkurann- sóknir. Elsa var formaður Soroptimistaklúbbs Kópavogs 1977-1979 en vann auk þess ýmis trúnaðarstörf fyrir klúbbinn. Þá sat hún í stjórn Náttúruvernd- arsamtaka Suðvesturlands. Hún var einn af stofnendum Heilsu- hringsins og sat í stjórn hans frá 1977 og var m.a. varaformaður í 16 ár. Hún var formaður starfs- mannafélags Orkustofnunar 1983- 1985 og einn af 13 stofnfélögum Jarðfræðafélags Íslands og var formaður þess árin 1986-1990. Hún gekk til liðs við Oddafélagið snemma árs 1991 og sat í stjórn þess frá 1991 til 2002. Þá sat hún í stjórn Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands á árunum 2000-2003 og í stjórn Víkurdeildar Rauða kross Íslands frá 2004 til dauða- dags. Elsa ritaði fjölmargar greinar í bækur og tímarit um jarðfræði og önnur áhugamál sín. Hún var með- höfundur bóka um jarðfræðinginn og heimspekinginn Helga Pjet- urss. Þá var hún meðhöfundur bókarinnar 100 Geosites in South Iceland. Útför Elsu fer fram frá Áskirkju í dag kl. 13. Arnþór Víðir, f. 5.5. 1997. 2) Guðrún Lára umhverfisfræðingur, f. 29.10. 1967, unnusti hennar er Oddur Val- ur Þórarinsson kerf- isfræðingur, f. 7.9. 1967. Hann á þrjár dætur. Fyrstu tvö ár ævi sinnar bjó Elsa í Vest- mannaeyjum með foreldrum sínum. Hún fluttist þá með þeim til Siglufjarðar en faðir hennar drukknaði skömmu síðar og fór hún þá í fóstur til móðurforeldra sinna að Fagurhóli í V-Landeyjum. Þau létust á níunda aldursári hennar og flutti hún þá með móð- ursystur sinni að Bollakoti í Fljóts- hlíð og bjó þar næstu fjögur árin þar til hún flutti 12 ára gömul til móður sinnar í Reykjavík. Elsa lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953 og hélt til náms í Stokkhólmi árið 1958 þar sem þau Pálmi kynntust. Árið 1963 lauk hún fil. kand.-prófi í jarðfræði frá Stokkhólmsháskóla og í kjölfarið fluttu þau Pálmi heim. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttu í Hrauntungu í Kópavogi ásamt börnunum tveimur árið 1969. Þar bjuggu þau allt til 2004 þegar þau fluttu heimili sitt að Kaldrananesi í Mýrdal. Kæra svilkona. Okkur var öllum illa brugðið í fjölskyldunni þegar við fréttum að þú værir farin frá okkur. Höfðum búist við því að fá að vera samferða þér lengur. Ég var að koma frá Skotlandi og Eyjunum þegar mér bárust fréttirnar. Einn samferða- manna minna er jarðfræðingur eins og þú. Hann fræddi okkur um furð- ur jarðsögunnar og Kaledóníu- hrygginn. Mér var þá hugsað til þín og framlags þíns til jarðfræðirann- sókna á Íslandi. Þú varst ein af brautryðjendunum í faginu og áttir farsælan starfsferil. Nýorðin móðir fórstu með „nesti og nýja skó“ (barnavagn og allt sem ungbarn þurfti með) upp á fjöll í vinnubúðir við eitt af stórfljótum okkar. Ýmsar raddir heyrðust um þetta hneyksl- anlega athæfi konu og móður, en þú lést það eins og vind um eyru þjóta, og barnið Vilmundur dafnaði vel í óbyggðum. Kynni okkar eru hálfrar aldar gömul. Sáumst fyrst í Stokkhólmi og áttum góða samleið þar í litlu Ís- lendinganýlendunni, hvort sem var á Kårhuset, í Óperunni eða annars staðar. Giftumst bræðrum og flutt- um til Íslands. Þar kynntist ég líka móður þinni, Guðrúnu Björnsdótt- ur, góðri konu, sem er mér eft- irminnileg sakir skörungsskapar og dugnaðar, svo ekki áttir þú langt að sækja þína mannkosti. Mér er efst í huga nú þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þínu fólki. Pálma mági, Gunnu Láru og Oddi, Vilmundi og Lilju og fjölskyldu sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Svava Stefánsdóttir. Nú kætist allt í von um vænni hag, því veturinn er að kveðja oss í dag. Á morgun kemur blessuð sumarsól, er sendir öllu hita, líf og skjól. Hann heilsaði svo hræðilega strítt, en kveður nú svo elskulega blítt. Já, þannig Drottinn gerir gull úr steini og gefur lyf við hverju tímans meini. Og seinna, þar sem enginn telur ár og aldrei falla nokkur harmatár, mun herra tímans, hjartans faðir vor, úr hausti tímans gjöra eilíft vor. (Ljóðmæli Ólínu og Herdísar) Elsa Vilmundardóttir kvaddi með vetrinum. Þegar sólin er að hækka á lofti og allt líf að kvikna þá slokknar á einum neista. Elsa Vil- mundardóttir, eða Elsa frænka eins og hún var alltaf kölluð í Bollakoti, er farin, það er erfitt að hugsa sér það. Allir hafa ákveðinn tíma en ein- hvern veginn var tíminn hennar Elsu frænku ekki kominn að okkar mati, það er stórt skarð höggvið í Fagurhólsættina. Okkur langar að minnast hennar Elsu með nokkrum orðum og þakka henni fyrir allt sem hún hefur fyrir okkur gert. Elsa var frænkan sem hélt Fagurhólsættinni saman, og það var gaman að heyra Elsu tala um Fagurhólsfjölskylduna sem hún var mjög fróð um, segja sögur um hvernig lífið var á þeim tíma sem hún var að alast upp í Fagurhól. Elsa hélt ætíð mikla tryggð við æskustöðvar sínar. Elsa var frænkan sem hjálpaði öllum sem til hennar leituðu. Hún var bæði stoð og stytta Þorbjargar og Ragnars og þegar Þorbjörg þurfti að fara til Reykjavíkur var það Elsa sem tók á móti henni, kom henni á þá staði sem hún þurfti að fara á. Villu var hún einnig ómetanleg hjálp í gegnum lífið. Það var alltaf gott að koma til þeirra Elsu og Pálma, hvort sem það var í Kópavogi eða Kaldrana- nesi. Okkur er minnisstæð heim- sókn til þeirra í Hrauntunguna með Þóri Má lítinn, það var eins og við værum hjá ömmu og afa, en þannig er tilfinningin sem við höfðum fyrir Elsu. Útsýnið frá Kaldrananesi er ein- stakt; sitja í stofunni og horfa til suðurs, það er varla að hægt sé að lýsa því með orðum. Gaman var að sjá hversu gaman þau höfðu af því að laga húsið, og í þau skipti sem við komum var alltaf búið gera eitt- hvað nýtt. Elsu verður sárt saknað af öllum sem kynntust henni, svo einstök var hún. Um leið og við þökkum Elsu fyrir samfylgdina vottum við ykkur elsku Pálmi, Villi, Gunna og fjölskyldum ykkar hluttekningu okkar. Sigrún, Þorri, Þórir Már, Ólína Dröfn og Ragnar Björn. Ég man fyrst eftir Elsu þegar ég var tiltölulega nýbyrjuð á Orku- stofnun, en þá tók ég eftir auglýs- ingum upp um alla veggi. Þar var öllum starfsmönnum Orkustofnunar boðið í fimmtugsafmæli Elsu Vil- mundardóttur. Þá vissi ég ekkert hver þessi Elsa var en var bent á myndarlega rauðhærða konu. Þó að á þeim tíma hafi mér fundist gamalt að vera orðinn fimmtugur fannst mér þessi kona allt annað en gömul. Seinna lágu leiðir okkar Elsu saman á marga vegu. Við fórum í ógleym- anlega ferð til Armeníu ásamt 4 öðrum, þar voru flugferðirnar með Airoflot sérstaklega minnisstæðar. Við Elsa vorum eitt árið ritstjórar Ossa og höfðum mjög gaman af þeirri samvinnu og vorum sann- færðar um að þar hefði Ossi náð einum af sínum hápunktum. Skemmtilegast var samt þegar ég sagði Elsu að ég væri að fara til Kína að sækja litla stelpu. Elsa ósk- aði mér til hamingju með það og eftir smáumhugsun bauðst hún til að verða föðuramma stelpunnar. Ég þáði það og fékk Áslaug þarna ekki bara aðra ömmu heldur líka afa í kaupbæti. Áslaug hefur alla tíð ver- ið mjög stolt af Elsu ömmu og Pálma afa og syrgir nú Elsu, eins og við öll. Við erum ákveðnar í því að halda áfram að heimsækja Pálma afa í sælustaðinn á Kaldrananesi. Elsa var einstök manneskja og þegar maður hugsar 55 ár aftur í tíman sér maður að þarna hefur verið alveg einstaklega dugleg og ákveðin ung stúlka sem fór utan í nám og það í jarðfræði sem á þeim tíma var algjört karlafag. Elsa lét aldrei mikið fara fyrir sér í sínu fagi, en vann samt tímamótavinnu sem þarf að gera mun betri skil. Við Áslaug vottum Pálma og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. Helga og Áslaug Rún. Fráfall Elsu bar brátt að, mik- ilhæfrar konu sem nú er kvödd hinstu kveðju. Harma það sárt ást- vinir og fjölmargir samverkamenn á starfsvettvangi og utan en Elsa var félagslynd og lagði hönd á plóg til framdráttar þjóðþrifamálum og heilbrigðum hugsjónum. Aðrir verða til að greina frá verkum vís- indamannsins og störfum víða en fá- einum orðum minnist ég nú á kveðjustund fyrir hönd samherja í Oddafélaginu elskulegra kynna við Elsu, atorku hennar og baráttugleði sem hvatti aðra til dáða. Oddafélag- ið eru samtök áhugamanna um end- urreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum, stofnuð í Odda 1. desember 1990. Í félaginu eru heimamenn í Rangárþingi og raun- ar Suðurlandi öllu, eða fólk sem þangað rekur ættir sínar, en einnig lærðir og leikir úr öðrum sveitum og landshornum, áhugamenn og fræðimenn á sviði sögu og náttúru- fræða. En það er ætlan Oddafélags- manna að Oddi sé einn mesti sögu- staður landsins sem þjóðinni ber að Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.