Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 5. J Ú N Í 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
172. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
REYKJAVÍKREYKJAVÍK
ENGIN LOGNMOLLA Í
ÁSTALÍFI MADONNU
MENNINGARFJÁRSJÓÐIR
Sinnum við ekki
arfinum nógu vel?
MIÐAÐ við 3,9% rýrnum kaupmátt-
ar landsmanna má líta svo á að ráð-
stöfunartekjur meðalheimilis hafi
minnkað um 17 þúsund krónur frá
sama tíma á síðasta ári.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hefur vísitala launa
hækkað um 7,9% frá því í maí á síð-
asta ári en vísitala neysluverðs um
12,3%. Samkvæmt gögnum Hagstof-
unnar og þróun launavísitölunnar
má ætla að meðaltekjur íslensks
heimilis séu um 440 þúsund krónur.
Miðað við rýrnunina má hugsa sér að
3,9% eða rúmar 17 þúsund krónur
séu horfnar úr veskinu. Fyrir þær
má til dæmis fylla 2-3 sinnum á bens-
íntankinn eða kaupa fjjögurra gíga-
bæta iPod Nano í Fríhöfninni.
Neyslumynstur landsmanna hefur
breyst nokkuð síðustu ár í takt við
vaxandi kaupmátt. Mælingar Hag-
stofunnar gefa til kynna að hlutfall
mat- og drykkjarvara af neysluút-
gjöldum hafi dregist saman á árun-
um 2002 til 2006. Húsnæðisliðurinn
jókst mest, þ. á m. viðhald og við-
gerðir á húsnæði. | 15
Rýrnun kaupmáttar undanfarið ár má
líkja við 17.000 kr. samdrátt meðaltekna
Launin endast skemur
Eftir Skúla Á. Sigurðarson
skulias@mbl.is
KALINA Klopova er ein þeirra sem
verða fyrir barðinu á yfirvofandi
vinnustöðvun flugumferðarstjóra en
hún ætlar til Óslóar með tvö börn sín
á föstudaginn. Þann dag skellur
fyrsta verkfallið á. Vegna verkfalls-
ins getur hún ekki treyst því að ná
tengiflugi sínu frá Ósló og hefur það
í för með sér mikil óþægindi og auk-
in útgjöld fyrir hana. Til að tryggja
að þau komist á leiðarenda þarf hún
að verja að minnsta kosti 120.000 kr.
í ýmsan aukakostnað og bætist það
ofan á þær ríflega 200.000 kr. sem
ferðin kostaði upphaflega.
„Hvernig sem þetta fer þá þarf ég
að borga þetta úr eigin vasa,“ segir
Kalina um þau svör sem hún hefur
fengið frá tryggingafélagi sínu, Ice-
landair, Neytendasamtökunum og
fleirum sem hún hefur leitað til.
Henni þykir súrt í brotið að hún og
aðrir sem eins er fyrir komið þurfi
að bera tjón sitt sjálf þrátt fyrir að
bera enga ábyrgð á stöðunni.
Boðuð verkföll koma til með að
raska ferðum fjölda farþega og hafa
bæði Flugstoðir ohf. og Samtök
ferðaþjónustunnar lýst miklum
áhyggjum sínum af því. Birkir Hólm
Guðnason, forstjóri Icelandair, seg-
ist treysta því að deilan leysist í tíma
en segir fyrirtækið ekki geta haft
nein áhrif á viðræðurnar.
Hár aukakostnaður
Greiðir yfir 100 þúsund krónur aukalega fyrir Noregsferð
vegna yfirvofandi verkfalls íslenskra flugumferðastjóra
Morgunblaðið/Golli
Ferðalangar Kalina ásamt eig-
inmanni sínum og börnum Verkföll geta truflað | 4
FORMLEGA var tilkynnt um uppsögn á þriðja
hundrað starfsmanna Icelandair í gær en fréttir
þess efnis höfðu þegar birst í fjölmiðlum sl.
sunnudag. Starfsmenn segjast margir hafa verið
viðbúnir uppsögnum en ekki í þessum mæli. Að-
gerðirnar séu þó skiljanlegar miðað við efna-
hagsástand og eldsneytisverð. Um er að ræða
138 flugfreyjur, 64 flugmenn og 35 á öðrum svið-
um. Uppsagnirnar taka gildi næsta haust. | 13
Fjöldi uppsagna óvæntur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjöldauppsögn hjá Ice-
landair tekur gildi í haust
Meira en tvö hundruð
starfsmönnum sagt upp
„Tímabundin ráðstöf-
un,“ segir einn yfirmanna
ENN eru bundnar vonir við að
samningar náist við hjúkr-
unarfræðinga áður en yfirvinnu-
bann þeirra skellur á hinn 10. júlí.
Bannið var samþykkt meðal hjúkr-
unarfræðinga með yfirgnæfandi
meirihluta greiddra atkvæða.
Unnið er að viðbragðsáætlunum
á heilbrigðisstofnunum um allt land
til að mæta þeim vanda sem steðjar
að komi til yfirvinnubannsins.
Bannið mun ná til allra stofnana
ríkisins og er talið að röskun á
starfi þeirra verði töluverð. » 2
Haldið í vonina um lausn
JÓRUNN Frí-
mannsdóttir, for-
maður velferð-
arráðs Reykja-
víkur, ætlar að
leggja fram til-
lögu á fundi ráðs-
ins í dag. Í henni
felst að óskað
verði eftir leyfi
heilbrigðisráðuneytisins til þess að
borgin geti leitað samstarfs við aðra
um rekstur hjúkrunarheimilisins
Droplaugarstaða. Samstaða er um
málið í meirihluta borgarstjórnar,
að sögn Jórunnar. » 12
Áform um breyttan rekst-
ur Droplaugarstaða
NÝJA testa-
mentið er vænt-
anlegt í hljóðbók
með haustinu en
það hefur ekki
komið út í því
formi áður. Tveir
biskupar, feðg-
arnir Karl Sig-
urbjörnsson og
Sigurbjörn Ein-
arsson, eru með-
al lesara en auk þess lesa Guðrún
Ásmundsdóttir, Ævar Kjartansson,
Hjörtur Pálsson, Örn Bárður Jóns-
son og Þórunn Hjartardóttir hið
heilaga orð.
Nánar má lesa um hljóð-
bókamarkaðinn inni í blaðinu. » 16
Orð Guðs á hljóðbók
Karl
Sigurbjörnsson