Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 36
UNDIRBÚNINGUR stendur nú
sem hæst í Laugardalnum vegna
náttúrutónleikanna sem þar eru fyr-
irhugaðir næstkomandi laugardag.
Tónleikarnir verða í svonefndri
Þvottalaugabrekku og áætlað að um
24-30.000 manns komist þar fyrir.
Tónleikasvæðið verður opnað kl.
17:00 og þá mun Radium, samstarfs-
verkefni þeirra Finnboga Péturs-
sonar og Ghostigital (Einar Örn
Benediktsson og Curver Thorodd-
sen) hefja tónlistarflutning og spila
til kl. 19:00 þegar Sigur Rós stígur á
svið. Ólöf Arnalds leysir Sigur Rós
af og á eftir henni kemur svo Björk
Guðmundsdóttir.
Ýmislegt fleira verður á boð-
stólum í Laugardalnum á þessum
tíma; Húsdýragarðurinn verður
þannig opinn til miðnættis og að-
gangur ókeypis og eins verður
ókeypis aðgangur að Laugardals-
laug og hún líka opin til miðnættis.
Útsending um heim allan
Einar Örn Benediktsson, sem
borið hefur hitann og þungann af
skipulagningu tónleikanna, segir að
talsvert af fólki sé væntanlegt að ut-
an og eins komi nokkuð af erlendum
blaðamönnum hingað til lands til
sækja tónleikana, til að mynda
blaðamenn frá El País, Times, Gu-
ardian, Onion og CNBC.
Tónleikarnir verða sendir beint út
á netinu um allan heim, mbl.is sér
um útsendingu hér heima en Nation-
al Geographic ytra. Einnig geta
áskrifendur Nova horft á tónleikana
í farsímum sínum í gegnum þriðju
kynslóðar símkerfi Nova sér að
kostnaðarlausu.
Í ljósi þess að tónleikarnir verða
hljóðritaðir og kvikmyndaðir vegna
útendingarinnar er Einar Örn
spurður hvort til standi að gefa þá
út. „Það er ómögulegt að segja, mað-
ur veit aldrei hvernig tónleika-
upptökur koma út fyrr en þeim er
lokið. Ef þetta heppnast vel væri
langbest að gefa fljótlega út „boot-
leg“ af tónleikunum,“ segir Einar
Örn og bætir við að ljósabúnaður á
tónleikunum miðist við árstíma, en
ekkert sé til sparað í hljóðkerfi.
arnim@mbl.is
Náttúran í Laugardalnum
Morgunblaðið/Golli
Stórtónleikar Talið er að 24-30.000 manns komist fyrir í Þvottalauga-
brekkunni, en tónleikasvæðið er 14.000 fermetrar.
Undirbúningur stendur sem hæst fyrir tónleika á laugardag
Aldarfjórð-
ungsgömul stutt-
mynd eftir lista-
hópinn Oxsmá í
leikstjórn Óskars
Jónassonar er
meðal efnis á nýju
tölublaði DVD-sjónritsins Raf-
skinnu sem kemur út í byrjun næsta
mánaðar. Óskar og Hrafnkell Sig-
urðsson, myndlistamaður og aðal-
leikari myndarinnar tala yfir eina
útgáfu stuttmyndarinnar (e. com-
mentary) en þar kemur fram að
hugmyndin hafi kviknað eftir að
þeir félagar sáu kvikmyndina Leit-
ina að eldinum. „Við [...] vorum að
tala um hvað það væri auðvelt að
gera svona mynd,“ segir Óskar um
tilurð þessarar framtíðarmyndar
um frumstæðu plánetuna Oxsmá.
„Við þyrftum bara að fara með
nokkra apabúninga upp í Heiðmörk
og málið væri dautt.“ Með birtingu
myndarinnar í Rafskinnu gefst nú
loks kostur á því að berja þennan
týnda gullmola íslenskrar kvik-
myndasögu augum.
Oxsmá Óskars Jón-
assonar í Rafskinnu
Hægt er að nálgast stiklu (e.
trailer) úr kvikmyndinni Journey
to the Center of the Earth á You-
Tube og ekki verður annað sagt
en að myndin líti nokkuð vel út.
Af stiklunni að dæma má gera ráð
fyrir að Anita okkar Briem komi
töluvert við sögu og fylli þó
nokkra ramma en hvað sjálfan
leik hennar varðar virðist sem
hann verði að einhverju leyti ein-
skorðaður við mismunandi andlits-
svipi, öskur og loftfimleika ýmiss
konar, þegar í iður jarðar er loks-
ins komið. Sérstök frumsýning á
myndinni verður haldin á sunnu-
dag í LA en hér á landi vænt-
anlega fyrir næsta haust.
Stikla á YouTube
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
EITT af þeim afrekum sem unnin voru innan
íslenskrar dægurtónlistar í fyrra var frum-
burður Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons. Þar fer
fullkomin samsuða popps og kammermúsíkur,
örugglega ein allra besta plata ársins. Svefn-
galsinn sem talað er um í titlinum er þá orðinn
sumarlegur; en í dag gaf Hjaltalín út spánnýtt
lag í líki stafrænnar smáskífu, lagið „Þú komst
við hjartað í mér“, sem fyrst kom út á sóló-
plötu Páls Óskars frá því fyrra, Allt fyrir ást-
ina.
Lagið er fáanlegt á öllum betri stafrænum
miðlum og verslunum af því tagi. Í fyrradag
barst svo til landsins vínylútgáfa af Sleepdrunk
Seasons og því allt að gerast hjá sveitinni, en
nóg er auk þess að gera við spilamennsku.
„Hugmyndin var sú að taka svona „house“-
teknólag, fara með það að sama punkti og upp-
runalega útgáfan gerir en með öðrum leiðum,“
segir Högni Egilsson, söngvari og gítarleikari
sveitarinnar. „Við erum semsagt að spila það í
akústískri útgáfu, með blæstri og slíku, en
reynum að dýrka upp svipaða stemningu með
allt öðrum hætti.“
Hjaltalín flutti lagið 17. júní síðastliðinn á
Arnarhóli en laginu var síðan rúllað inn á band
í gær í Hljóðrita, Hafnarfirði. Laginu var svo
skotið út á landann í dag. Allt gerist þetta því
með tiltölulega miklum hraði.
„Svona er best að gera þetta í dag,“ segir
Högni. „Þetta er stafræn smáskífa og fer sem
slík inn á útvarpsstöðvar og alla þessa helstu
miðla. Við erum dálítið að nikka til gamalla
tíma, en á sjöunda áratugnum tíðkaðist að
ábreiður yfir lög kæmu út nokkrum mánuðum
eftir að fyrsta útgáfan leit dagsins ljós.“
Sex lög í breyttri útgáfu
Högni og co. eru ekki bara með báða fætur í
heimi popps og klassíkur, heldur og í hinum
nýgilda, stafræna heimi og svo hinum gamla
(sígilda?) heimi hliðrænnar tækni, þ.e. seg-
ulbanda og vínyls.
„Við fengum plötuna okkar í vínylútgáfu í
fyrradag,“ segir Högni hróðugur. „Öll um-
slagsvinna sýnir sig betur en auk þess eru sex
lög í breyttri útgáfu, það er meira að gerast í
þeim, fleiri rásir í gangi. Við og Benni Hemm
Hemm erum að spá í að halda sérstaka tón-
leika vegna þessa en nýja platan hans er líka
að koma út á vínyl.“
Með sumar í hjarta
Morgunblaðið/Golli
Hjaltalín „[Á] sjöunda áratugnum tíðkaðist að ábreiður yfir lög kæmu út nokkrum mánuðum eftir að fyrsta útgáfan leit dagsins ljós.“
Þá skylmdumst við
niður Bankastræti
og alla leið út á
Austurvöll … 39
»
reykjavíkreykjavík