Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 33
Tilkynningar
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
Auglýsing um nýtt
deiliskipulag og breytingar
á deiliskipulagsáætlunum
í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér
með auglýstar tillögur að nýjum og breyttum
deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík.
Kárastígsreitur, 1.182.3
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.182.3,
Kárastígsreitut austur, sem afmarkast af
Skólavörðustíg, Frakkastíg og Kárastíg. Tillagan
gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóðum
við Kárastíg 3, 5, 11 og 13, Frakkastíg 24, 24A
og 26 ásamt Skólavörðustig 45. Ekki er gert ráð
fyrir að fjölga bílastæðum á einkalóðum. Lagt
er til að hús á baklóð Skólavörðustígs 43 njóti
verndar 20. aldar byggingar, hús byggð fyrir
1918 eru háð lögum um húsafriðun og lagt er
til að byggðamynstur við Kárastíg njóti verndar
samkvæmt Húsverndarskrá Reykjavíkur. Einnig er
lögð til verndun m.a. götumynda og húsaraða.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Laugardalur, íþróttasvæði Þróttar
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir
íþróttasvæði Þróttar í Laugardal. Breytingin felst
í því að þrjár lóðir eru sameinaðar í eina, lóð D,
E og E1 verða lóð D sem verður 28.404 m² að
stærð. Þessu samhliða verður lagður niður stígur
sem liggur milli lóða E og E1. Að öðru leyti gilda
áður samþykktir skilmálar og greinargerð.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir
Norðlingaholt vegna lóða fyrir atvinnuhús að
Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12. Breytingin felst í því
að leyfilegt verði að byggja þriggja til fjögurra
hæða hús á áðurnefndum lóðum í stað tveggja
til þriggja hæða. Hámarkshóti þaks efstu hæðar
er sú sama og áður eða 93,5 og hámarksstærðir
húsa verða eftir breytingu 5050 – 7900 m².
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Jafnasel 6-10
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Jafnasel
6-10 vegna lóðar númer 6. Breytingin felst í því
m.a. að hús verður stækkað um allt að 60m² til
norðausturs og keyrsludyr settar á suðausturhlið.
Lóðin verði stækkuð ú suðaustur um allt að
247m². Legu göngustígs, suðaustan megin við
lóðirnar, verður breytt og einnig verður sett kvöð
um gróður sem kostaður verður af lóðarhöfum
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags-
og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni
3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 25. júní 2007
til og með 6. ágúst 2008. Einnig má sjá tillögurnar á
heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna
sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum
við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið
skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs
eigi síðar en 6. ágúst 2008. Vinsamlegast notið
uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir
með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir
innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 25. maí 2008
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Félagslíf
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Auglýsing um
skipulagsmál í Rangárvallasýslu
Ásahreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra
Samkvæmt 1. mgr. 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst
eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur.
Selholt í Ásahreppi, deiliskipulag frístundabyggðar og landbúnaðarsvæðis í landi Húsa 1
Deiliskipulagið nær til ríflega 40 ha svæðis úr landi Húsa 1, í Ásahreppi. Skipulagssvæðið liggur
vestan Kálfholtsvegar, að Syðri-Hömrum.
Deiliskipulagið nær til 4 frístundalóða sunnan þjóðvegar, austan í svonefndu Steinsholti. Þá er
gert ráð fyrir tveimur stærri landspildum L1og L2 sem verða landbúnaðarsvæði. Aðkoma að
svæðinu verður af Kálfholtsvegi.
Í staðfestu aðalskipulagi Ásahrepps 2002 - 2014 er svæðið sunnan Þjóðvegar 1 skilgreint til
frístundabyggðar en ekki svæðið norðan þjóðvegar. Aðalskipulagið er í breytingarferli þar sem
gert verður ráð fyrir þeirri landnotkun sem deiliskipulagstillaga þessi felur í sér.
Heklusel, Deiliskipulag 19,84 ha spildu úr landi Efra-Sels
í Rangárþingi ytra
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir frístundahúsi, gestahúsi og hesthúsi á afmörkuðu svæði inni á
spildunni.
Heimilt verður að byggja allt að 500 m² frístundahús á einni hæð, með hámarkshæð allt að
5,25 m, gestahús með hámarksstærð 250 m² og hámarkshæð 4,75 m og hesthús allt að 250 m²
með hámarkshæð 5,25 m.
Samkvæmt aðalskipulagi Rangárþings ytra 2002-2014 er svæðið skilgreint sem svæði fyrir
frístundabyggð. (F22) Aðkoma að svæðinu er af þjóðvegi nr. 268.
Deiliskipulag frístundalóðar í landi Stóru-Merkur 2, í Rangárþingi eystra
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir reit undir eitt sumarhús. Stærð húss verður allt að 200m².
Heildarstærð lóðar er um 3600 m². Aðkoma að lóðinni er um Þórsmerkurveg nr. 249.
Mikligarður, Króki II, Ásahreppi
Deiliskipulag 6,5 ha spildu
Deiliskipulagið nær til um 6,5 ha svæðis úr landi Króks 2, í Ásahreppi. Skipulagssvæðið liggur
sunnan Heiðarvegar (nr. 284) og hefur landnr. 208423 og verður nefnt Mikligarður.
Deiliskipulagið nær til byggingar á íbúðarhúsi, gestahúsi og skemmu (hesthúsi).
Aðkoma að svæðinu verður af Þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi og um Heiðarveg. Skipulagið er í
samræmi við gildandi aðalskipulag Ásahrepps 2002-2014, með síðari breytingum.
Efri-Kvíhólmi, Rangárþingi eystra
Deiliskipulag 5 ha spildu úr landi Efri-Kvíhólma
Nýtt svæði – dsk landspildu út úr landi Efri-Kvíhólma, undir Eyjafjöllum. Landið er skilgreint til
landbúnaðar og verður svo áfram.
Deiliskipulagið nær til um 5 ha svæðis af 12 ha eignarspildu (landnr. 212293) úr landi Efri-
Kvíhólma. Skipulagssvæðið liggur sunnan Þjóðvegar 1. Deiliskipulagið nær til byggingar á
íbúðarhúsi, gestahúsi og skemmu (hesthúsi).
Aðkoma að svæðinu verður af Þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi og síðan um Sandhólmaveg (nr. 247).
Svæðið verður áfram nýtt sem landbúnaðarsvæði og skipulagið er í samræmi við gildandi
aðalskipulag Rangárþings eystra 2003 - 2015.
070 2008 Haukadalur land B. Rangárþingi ytra
Deiliskipulag lóðar í landi B. (lóð B. landnr. 210911)
Deiliskipulagið nær til um 5 ha svæðis úr landi Haukadals í Rangárþingi ytra. Skipulagssvæðið
liggur austanYtri-Rangár og nokkuð vestan Þingskálavegar. Deiliskipulagið nær til lóðar þar sem
gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, skemmu/hesthúsi og gestahúsi. Aðkoma að svæðinu verður af
Þingskálavegi, nr. 268.
Samkvæmt 1. mgr. 26.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir
athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar.
Hvolstún, Hvolsvelli, Rangárþingi eystra
Breyting á deiliskipulagi íbúðarhúsa í Hvolstúni, Hvolsvelli
Breytingin felur í sér að einbýlishúsalóðunum nr. 30-35 er breytt í par- og raðhúsalóðir.
Uppdrættir og önnur meðfylgjandi gögn liggja frammi á skrifstofu byggingar- og skipulags-
fulltrúa, Ormsvelli 1, Hvolsvelli, frá 25. júní til og með 23. júlí nk.
Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 6. ágúst 2008. Athugasemdum, ef einhverjar
eru, skal skila á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa, fyrir lok ofangreinds frests. Þeir sem
ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. Ath. athugasemdir skulu berast
skriflega.
f.h. hreppsnefndar Ásahrepps,
f.h. hreppsnefndar Rangárþings ytra,
f.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra,
Hvolsvelli 25. júní 2008,
Rúnar Guðmundsson
byggingar- og skipulagsfulltrúi
Rangárþings bs.
Raðauglýsingar 569 1100