Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður Guð-mundsdóttir,
iðnrekandi, fædd-
ist í Reykjavík 28.
júní 1913. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 18.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Brynjólfsson, tré-
smiður, f. 5. júní
1865, d. 22. mars
1955, og Ólafía
Ingibjörg Gríms-
dóttir, f. 15. des-
ember 1880, d. 10. apríl 1953.
Sigríður var yngst fjögurra
systkina, Ingunn var elst, f. 21.
nóvember 1903, d. 14. apríl
1977, Dagbjört, f. 26. febrúar
1908, d. 13. október 1973, og
Brynjólfur, f. 10. ágúst 1911, d.
26. október 1930.
Sigríður giftist 31. desember
1943 Kjartani Magnússyni,
heildsala, f. 18. janúar 1913, d.
23. júlí 1994. Börn þeirra eru 1)
Brynjólfur, f. 9. júlí 1944,
kvæntur Margréti Guðmunds-
dóttur, f. 22. júní 1944. Börn
þeirra eru a) Sigríður, f. 30. júlí
1969, gift Ólafi Hersissyni, f. 6.
apríl 1966. Börn þeirra eru
Hersir Aron, Karítas, Gréta og
Bynjólfur. b) Guðmundur Þór, f.
22. maí 1973, sambýliskona Hlín
Bjarnadóttir, f. 1. apríl 1971.
Sonur þeirra er Bjarni Freyr. c)
Tómas, f. 25. mars 1980, sam-
býliskona Hjördís Kristinsdóttir,
f. 22. október 1979. Sonur henn-
ar og uppeldissonur Tómasar er
Kristinn Kári. 2) Guðrún, f. 9.
mars 1953. Börn hennar eru a)
Anna Sigríður Ólafsdóttir, f. 3.
febrúar 1974, gift Alfonsi Ra-
mel, f. 16. október 1971. Börn
hún vör við skort á marg-
víslegum varningi og hún sá
tækifæri í framleiðslu á nátt-
kjólum og undirfatnaði. Stofnaði
hún þá ásamt vinkonu sinni úr
Fatabúðinni, Sigríði Bjarnadótt-
ur, Nærfatagerðina Artemis sf.
Þetta var skömmu eftir 1940.
Fljótlega keypti hún meðeig-
anda sinn út úr rekstrinum og
rak saumastofuna áratugum
saman í samstarfi við eiginmann
sinn.
Kjartan og Sigríður byggðu
sér hús á Flókagötu 37 og flutt-
ust þangað á árinu 1944. Kjart-
an stofnaði heildsölu sína
skömmu síðar og þau ráku fyr-
irtæki sín í húsinu í nokkur ár
þar á eftir, en síðar á Háteigs-
vegi 20 og loks á Grensásvegi 3.
Þegar móðir Sigríðar féll frá
1953 tók hún föður sinn og Dag-
björtu systur sína inn á heimili
sitt á Flókagötu. Faðir hennar
lést skömmu síðar en Dagbjört
starfaði á saumastofunni með
Sigríði til dauðadags 1973. Sig-
ríður seldi Artemis árið 1981 en
Kjartan rak heildverslunina til
dauðadags. Sigríður hafði gam-
an af garðrækt og safnaði ís-
lenskum plöntum.
Hún þótti einstaklega hand-
lagin og var dugleg til allra
verka. Sigríður og Kjartan
höfðu yndi af ferðalögum. Þau
fóru í mikið ferðalag 1949 frá
Englandi, um Belgíu og Þýska-
land til Danmerkur. Þessi ferð
markaði upphaf að fjölmörgum
ferðalögum erlendis næstu ára-
tugina um Evrópu og síðar til
fjarlægari landa. Eftir fráfall
Kjartans 1994 flutti Sigríður í
fjölbýlishús fyrir aldraða í Ból-
staðarhlíð 45 og undi hag sínum
þar vel og eignaðist þar ágætar
vinkonur. Hún hélt góðri heilsu
fram yfir 93 ára aldur, bjó ein
og hélt áfram að bregða sér í
lengri og styttri ferðalög.
Útför Sigríðar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
þeirra eru Jakob
Yngvi og Helena
Lea. b) Magnús
Friðrik Ólafsson, f.
25. júlí 1979, sam-
býliskona Hafdís
Einarsdóttir, f. 21.
október 1981. c)
Kjartan Friðrik
Ólafsson, f. 25. júlí
1979, sambýliskona
Andrea Fanney
Jónsdóttir, f. 27.
september 1982. d)
Egill Friðrik Ólafs-
son, f. 12. ágúst
1992. 3) Ingibjörg, f. 5. ágúst
1958, gift Hreini Loftssyni, f.
12. janúar 1956. Börn þeirra eru
a) Erna, f. 12. október 1981, b)
Loftur, f. 10. nóvember 1988 og
c) Kjartan, f. 31. ágúst 1992.
Sigríður ólst upp hjá for-
eldrum sínum og bjó fjölskyldan
öll bernsku- og unglingsár
hennar á Vegamótastíg 3. Hún
gekk í Miðbæjarbarnaskólann
og síðan í Kvennaskólann í
Reykjavík. Á árinu 1930 var
hún ein þeirra Reykjavík-
urstúlkna sem störfuðu við
landssýninguna á íslenskum
heimilisiðnaði í tilefni Alþing-
ishátíðarinnar, en sýningin var
haldin í Menntaskólanum það
sumar til kynningar á íslensku
handverki. Hún vann við af-
greiðslustörf í Fatabúðinni við
Skólavörðustíg og í Verslun Eg-
ils Jacobsen í Austurstræti á
fjórða áratugnum þar sem hún
eignaðist sínar bestu vinkonur.
Skömmu fyrir stríð (1939) fór
hún til nokkurra mánaða dvalar
í Kaupmannahöfn og vann þar
sem stofustúlka hjá danskri fjöl-
skyldu. Við verslunarstörf sín á
kreppu- og stríðsárunum varð
Sigríður Guðmundsdóttir var at-
hugul og greind kona. Augun leiftr-
uðu af fjöri og andlitið lifnaði á sér-
stæðan og smitandi hátt þegar hún
brosti sínu kankvísa brosi. Húmorinn
mátti vera grár því hún var ekkert
fyrir tepruskap. Af gömlum myndum
má sjá að hún hefur verið glæsileg
sem ung kona og alveg örugglega ein
af þeim „Ástum og Tótum“ sem Tóm-
as Guðmundsson orti svo eftirminni-
lega um í Fögru veröld frá 1933 ,,með
æskuléttan svip og granna fætur“.
Þau orð eiga einkar vel við því Sigríð-
ur var Reykjavíkurmær og hóf lífs-
starf sitt sem afgreiðslustúlka í Aust-
urstræti hjá Agli Jacobsen á fjórða
áratug síðustu aldar og fagnaði því og
hló á gangstétt hins sögufræga stræt-
is þegar hún var ung og framtíðin
blasti við henni.
Sigríður sagði mér þá sögu af föður
sínum að hann hefði orðið munaðar-
laus um fermingu og þurft að ganga
14 ára gamall frá Vesturkoti á Skeið-
um alla leið austur í Fljótsdal við
Markarfljót til systur sinnar en þar
var ekki hægt að taka við honum. Því
hélt hann göngu sinni áfram einsam-
all til frændfólks síns í Keflavík og hóf
þar ævistrit sitt. Síðar gerðist hann
trésmiður í Reykjavík og vann við
húsasmíðar alla tíð. Guðmundur
Brynjólfsson var fæddur 1865 svo
hann hefur gengið alla þessa leið um
1880. Þessa seiglu og æðruleysi hefur
Sigríður erft frá föður sínum því hún
stofnaði sitt eigið fyrirtæki árið 1941
eða 1942 og var þá enn innan við þrí-
tugt. Fyrirtækið, Artemis, rak hún
með myndarbrag um áratugaskeið
ásamt eiginmanni sínum, Kjartani
Magnússyni. Hún veitti að jafnaði 15
til 20 manns atvinnu við framleiðslu á
náttkjólum og undirfatnaði.
Ekki fer á milli mála að Sigríður
var brautryðjandi í atvinnurekstri
kvenna og auðvelt var að átta sig á
ástæðunni þegar maður kynntist
henni. Hún var sjálfstæð í skoðunum
og athöfnum, tók ákvarðanir sínar að
yfirlögðu ráði. Hún sótti kaupstefnur
innanlands og utan og tileinkaði sér
nýja strauma og stefnur í framleiðsl-
unni.
Sigríður og Kjartan reistu sér fal-
legt hús og heimili á Flókagötu 37 þar
sem þau stunduðu garðrækt af elju-
semi í frístundum sínum og söfnuðu
íslenskum plöntum. Þau fluttu í hús
sitt lýðveldisárið 1944. Garðræktin
vakti athygli og hlutu þau verðlaun
fyrir. Þau voru einkar samhent og
sem dæmi þá taldi Kjartan út
munstrið í frægum rekkjurefli Jóns
Espólíns á Þjóðminjasafninu eftir
ljósmynd og Sigríður saumaði hann
síðan út samkvæmt þeirri forskrift.
Kjartan skar loks út listann sem ref-
illinn hangir í. Þetta hefur verið heil-
mikið verk því refillinn er tæpir fjórir
metrar á lengd og um hálfur metri á
breidd. Eftir að Kjartan lést sumarið
1994 (þau voru þá að undirbúa ferð á
slóðir Egils sögu í Noregi) þá bjó Sig-
ríður ein og sá um sig sjálf til 93 ára
aldurs. Hún flutti í fjölbýlishús fyrir
eldri borgara í Bólstaðarhlíð 45 árið
1996 og undi hag sínum þar vel.
Æðrulaus sem ávallt áður. Æviganga
Sigríðar var orðin nokkuð löng þegar
yfir lauk, 95 ár. En ,,lífið heldur
áfram, Austurstræti“ og þetta voru
blessuð ár og hamingjurík. Blessuð sé
einnig minning tengdamóður minnar
Sigríðar Guðmundsdóttur.
Hreinn Loftsson.
Á yndislegri sumarnóttu kvaddi
amma mín þetta líf. Tilbúin til að fara,
enda komin á tíræðisaldur og södd líf-
daga.
Fyrstu minningar mínar um ömmu
og afa eru frá heimili þeirra á Flóka-
götu, í húsinu sem þau byggðu. Ynd-
islegu húsi sem ég hef átt heima í af
og til frá fæðingu og foreldrar mínir
búa í í dag. Þangað var t.d. gaman að
koma á sunnudagseftirmiðdögum til
að horfa á Stundina okkar, en í þá
daga áttu þau litasjónvarp sem var
sjaldgæft á þessum árum. Það var
alltaf hægt að treysta því að þau ættu
nýjustu tæki og tól, enda voru þau
mikið á ferðinni til útlanda og gátu
kynnt sér nýjar vörur og strauma á
netlausum tímum. Ég man hvað það
var spennandi að koma á saumastof-
una á Grensásveginum, saumavélar í
röðum, stórt sníðaborð, endalausar
hilluraðir af efnum, afgangar í dúkku-
föt, rauður sendiferðabíll fullur alls
kyns vörum og afi að bardúsa í heild-
sölunni. Ömmu var kaupmannseðlið í
blóð borið og vissi alltaf hvað var í
tísku. Henni fannst t.d. ótækt að ég á
mínum unglingsárum neitaði að fara í
stutt pils og hætti ekki fyrr en ég
samþykkti að hún saumaði á mig eitt,
sem reyndar endaði með að hún
þurfti að sauma allmörg. Fyrir ung-
lingsstelpu búsetta í Garðabæ en í
skóla í miðbæ Reykjavíkur var gott
að eiga ömmu og afa í göngufæri við
skólann. Það kom sér t.d. sérstaklega
vel í stúdentsprófunum að hafa at-
hvarf hjá þeim og geta gengið í próf-
in.
Amma og afi voru samrýnd hjón,
dæmi um gott hjónaband einstak-
linga með sameiginleg markmið og
lífssýn. Skömmu eftir að afi dó flutti
amma í þjónustuíbúð í Bólstaðarhlíð,
þar sem hún átti góð ár með góðum
Sigríður
Guðmundsdóttir
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og
vinur,
HULDA JÓNSDÓTTIR,
sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 18. júní,
verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju föstudaginn
27. júní kl. 13.30.
Margrét Ragna Arnardóttir, Hrafn Sigvaldason,
Stefán Örn Hrafnsson,
Sigmundur Freyr Hrafnsson,
Birgir Hrafn Hrafnsson,
Valdimar Þór Hrafnsson,
Viktoría Huld Hrafnsdóttir,
Regína Þórunn Hrafnsdóttir,
Hrefna Jónsdóttir,
Gréta Jónsdóttir,
Sigvaldi Þorsteinsson,
Kristín Mogensen.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
stjúpmóður, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu okkar,
KRISTVEIGAR JÓNSDÓTTUR,
Hólmgarði 15,
áður Bakka á Kópaskeri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landa-
kots L-5 og Gunnar Guðmundsson lungnalæknir.
Árni Hrafn Árnason, Hlín P. Wíum,
Gunnar Árnason, Sólveig Jóhannesdóttir,
Ástfríður Árnadóttir, Þorsteinn Helgason,
Einar Árnason, Ragnheiður Friðgeirsdóttir,
Jón Árnason, Metta Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
PÁLL PÁLSSON,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 20. júní á líknardeild Landa-
kotsspítala, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 27. júní kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill,
landssamtök hjartasjúklinga.
Inga Ásgrímsdóttir,
Páll Pálsson, Hafdís Halldórsdóttir,
Ásgrímur Gunnar Pálsson, Helga Tryggvadóttir,
Arndís Pálsdóttir, Rafn Árnason,
Auðunn Pálsson, Anna Baldvina Jóhannsdóttir,
Björgvin Rúnar Pálsson, Fríður Reynisdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð í
veikindum og við andlát okkar ástkæra sonar,
bróður, mágs og frænda,
FANNARS LOGA JÓHANNSSONAR,
Furubyggð 23,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar,
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og Toyota Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhann S. Þorsteinsson, Þórunn G. Bergsdóttir,
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Magnús Kr. Guðmundsson,
Daníel Ingi Jóhannsson,
Þorsteinn Freyr Jóhannsson,
Sindri Steinn Þorsteinsson.
✝
Elskuleg stjúpmóðir okkar, tengdamóðir og amma,
MOLLY CLARK JÓNSSON,
Hagamel 16,
sem lést 15. júní, verður jarðsungin frá Neskirkju
föstudaginn 27. júní kl. 11.00.
Jón Steingrímsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Skorri Steingrímsson
og barnabörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar