Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það eru ýmsirsamverk-andi þættir í efnahags- og at- vinnumálum sem benda til þess að miklir erfiðleikar séu framundan og ástandið eigi eftir að versna til muna þegar nær dregur hausti. Icelandair kynnti í gær að- gerðir félagsins til þess að bregðast við breyttu rekstr- arumhverfi vegna hækkandi eldsneytisverðs og óvissu í efnahagsmálum. Aðgerðirnar fela í sér samdrátt í vetr- aráætlun fyrirtækisins, fækk- un starfsfólks, skipulags- breytingar, fækkun í stjórnendahópi og eldsneyt- issparandi aðgerðir í flugi. Alls verður starfsmönnum fé- lagsins fækkað um 240 og þar af fá liðlega 200 einstaklingar uppsagnarbréf nú fyrir mán- aðamótin. Að undanförnu hafa borist fregnir um fækkun starfs- manna í fyrirtækjum tengd- um byggingariðnaði, fjár- málageiranum, verslun og þjónustu. Vísast eru ekki nándar nærri allar uppsagnir komnar fram og því viðbúið þegar vel er komið fram á haustið að mun dekkri mynd blasi við en gerir nú. Hafa ber einnig í huga að þeir sem hafa á undanförnum vikum og mánuðum fengið uppsagnarbréf eru í flestum tilvikum á launum í nokkra mánuði frá því að uppsögn tekur gildi, sumir jafn- vel í hálft ár eða lengur. Væntanlega hafa slíkir starfs- menn í huga að nota sumarið og haustið til þess að leita að nýju starfi. En miðað við horfurnar framundan er með öllu óljóst hvernig þessu fólki mun ganga að finna atvinnu á ný. Augljóslega verður mjög erfitt fyrir starfsmenn Ice- landair, ekki síst flugliða, að finna starf í fluggeiranum, því hann er að skreppa saman al- þjóðlega og ekkert sem bend- ir til að þar verði breyting til hins betra á næstu misserum. Fram kemur í væntinga- vísitölu Gallup, sem birt var í gærmorgun, að hún mælist aðeins 67,9 stig í júní og hefur lækkað um 17,9% frá maí- mánuði. Vísitalan er nú 53% lægri en fyrir ári. Þetta er þó ekki með öllu slæmt, því það er jú af hinu góða að landsmenn geri sér grein fyrir því að erfiðleikar eru framundan og sníði sér stakk eftir vexti. Þegar harðnar á dalnum og óvissutímar eru framundan er rétt og eðlilegt að brugðist sé við með auknu aðhaldi og auknum sparnaði, með það að leiðarljósi að hægt og bítandi munum við vinna okkur upp úr öldudalnum. Rétt og eðlilegt að brugðist sé við með auknu aðhaldi og auknum sparnaði} Harðnar á dalnum? Erfiðleikar íefnahagslíf- inu snerta fjöl- skyldurnar í land- inu. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að rýrnun kaupmáttar síðastliðna tólf mánuði hefði ekki verið meiri í tíu ár. Á meðan vísitala launa hefur hækkað um 7,9% hækkaði vísitala neysluverðs um 12,3%. Reiknuð kaup- máttarrýrnun á ári er 3,9% Síðastliðin tíu ár hefur kaupmáttur ráðstöfunar- tekna aldei minnkað jafn- mikið milli ára. Við höfum bú- ið við aukinn kaupmátt í nær sjö ár sem hefur skilað sér til fólksins þegar jafna þarf út- gjöld heimila um hver mán- aðamót. Skynsamlegar kröfur laun- þegasamtaka við gerð kjara- samninga og stöðugur hag- vöxtur hafa ráðið mestu um þennan árangur. Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag eru meðaltekjur fjölskyldna í landinu um 440 þúsund krón- ur. Miðað við þessar tölur má ætla að ráðstöf- unartekjur heim- ilanna lækki um sautján þúsund krónur um hver mánaðamót. Marga munar um minna. Minni kaupmáttur kemur fljótt fram í veltu fyrirtækja. Almenningur er þegar byrj- aður að bregðast við lakari af- komu. Það má sjá á sam- drætti kredit- og debetkortaveltu. Þetta minnir okkur á hversu mikilvægt það er að ná aftur jafnvægi í efnahagslíf- inu og ná tökum á verðbólg- unni. Það er ekki auðvelt verkefni þegar stöðugar fréttir berast af hækkandi heimsmarkaðsverði á ýmsum hrávörum. Hins vegar er þessi viðureign ekki einkamál Seðlabankans. Það verða stéttir sem nú setja fram launakröfur sínar að hafa í huga. Mikilvægt er að við- halda kaupmættinum. Í því felst kjarabót og um það snú- ast hagsmunir launafólks. Samfelld aukning kaupmáttar hefur verið rofin} Kjör fólksins Á byrgð okkar fjölmiðlafólks er mik- il, hvað varðar það að segja satt og rétt frá. Við höfum atvinnu af því, að upplýsa lesendur, áheyr- endur og áhorfendur, um það sem er að gerast, á sem hlutlægastan hátt. Við reynum að halla ekki réttu máli, við reynum að taka ekki afstöðu í frásögninni og halda eigin persónu og skoðunum fyrir utan fréttaflutning- inn. Flest erum við mjög meðvituð um þessar skyldur okkar, þótt öll séum við mannleg og breysk, og eigum hvert og eitt, misjafnlega marga fótbrjóta, í einkasafni minninganna – fótbrjóta, sem við viljum ekkert endilega vera að flíka. Blaðamenn og fréttamenn setur alls ekki niður við að leiðrétta það sem þeir hafa farið rangt með. Þeir gerðu það í góðri trú, en þegar þeir kom- ast að „hinu sanna“ og sannleikurinn er á skjön við þá frá- sögn sem blaðamaðurinn hefur látið frá sér fara, þá á hann aðeins einn leik í stöðunni, að leiðrétta frásögn sína og biðjast afsökunar. Aðeins þannig heldur blaðamaðurinn trúnað við les- endur, áhorfendur, áheyrendur, en trúverðugleiki er jú dýrmætasta atvinnutæki hvers blaðamanns, ekki satt? Mér er þetta nokkuð hugleikið, því stundum verðum við vitni að því að menn slá eign sinni á eitthvað, sem þeir eiga ekki heiðurinn af. Ef við látum þá komast upp með það, og endurspeglum í frásögnum okkar, heiðursstuldinn, þá er- um við um leið að leggja okkar af mörkum, til þess að sagan verði ranglega skráð. Fjöl- miðlar eru auðvitað sá gagnabrunnur, sem sagnfræðingar framtíðarinnar munu leita í, þegar nútíminn verður skráður, sem hluti Ís- landssögunnar. Það er því ekki bara í þágu les- enda, áhorfenda og áheyrenda, að við náum að endurspegla það sem raunverulega gerist, heldur einnig í þágu komandi kynslóða, sem fá þá söguna eins og hún var, eða vonandi mjög nærri sanni. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, varð áttræður á sunnudaginn og óska ég honum til hamingju með þann áfanga. Ég átti alltaf sérlega gott fjölmiðla- samband við Steingrím. En í afmælisgreinum sem ritaðar voru hon- um til heiðurs, var t.d. ekki farið mjög ná- kvæmlega með staðreyndir, um það hverjir áttu heiðurinn af þjóðarsáttarsamningunum 1990. Að vísu eru grein- arhöfundar ekki blaðamenn, heldur stjórnmálamenn og þeim er hættara við, en öðrum, að skreyta sig með láns- fjöðrum. Höfundarnir minntust ekki einu orði á þá Einar Odd Kristjánsson, heitinn, þáverandi formann Vinnuveit- endasambands Íslands, Guðmund J. Guðmundsson, heit- inn, þáverandi formann Verkamannasambands Íslands og Ásmund Stefánsson, þáverandi formann Alþýðu- sambands Íslands. Þeir voru auðvitað guðfeður þess að þjóðarsáttarsamningar náðust. Þeir voru í aðal- hlutverkum, stjórnvöld í aukahlutverkum. agnes@mbl.is Agnes Bragadóttir Pistill Sagan sögð Virkjanirnar í Þjórsá færast nær veruleika FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is A ðalskipulag sveitarfélag- anna við neðri hluta Þjórsár er nú á góðri leið með gera ráð fyrir þremur virkjunum á svæðinu, Urriðafossvirkjun, Hvamms- og Holtavirkjun. Breyting Skeiða- og Gnúpverjahrepps til sam- ræmis við tvær síðarnefndu virkj- anirnar gekk í gegn á mánudag og verður því auglýst. Að sama skapi auglýsti Flóahreppur í síðustu viku aðalskipulag fyrir hinn gamla Vill- ingaholtshrepp, sem gerir ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Ásahreppur og Rangárþing ytra hafa lokið þessari vinnu. Skipulags- stofnun gefur umsögn um að- alskipulag og umhverfisráðherra staðfestir það formlega en skipu- lagsvaldið er hjá sveitarfélögunum. Hvað þau snertir er því bara eftir að gera deiliskipulag, um þriggja mánaða ferli gangi það snurðulaust fyrir sig, og gefa út framkvæmda- leyfi þegar þar að kemur. Enn langt í stöðvarhúsin Sveitarfélögin eru reyndar ekki allsráðandi. Landsvirkjun vinnur að samningum við landeigendur. „Við höfum að undanförnu verið að ræða við landeigendur um landnot og bæt- ur. Erum búin að semja við nokkra og eigum eftir að semja við ýmsa, bæði eigendur að jörðum þar sem Títansamningarnir gilda og landeig- endur sem eiga sjálfir vatnsrétt- indi,“ segir Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, sem fagnar fyrrgreindri aðalskipulagstillögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann segir að metið verði hvenær rétt sé að sækja um virkjanaleyfi til iðnaðarráðuneytis. Sú umsókn má ekki koma of snemma í skipulags- ferlinu því frá útgáfu leyfisins hefur Landsvirkjun 90 daga til að ljúka þeim málum alfarið. Friðrik býst ekki við því að fram- kvæmdir við virkjanirnar sjálfar geti hafist fyrr en síðari hluta næsta árs og samsinna aðrir viðmælendur því. Ráðgert er að fara í virkjanirnar þrjár og Búðarhálsvirkjun, sem er uppi við mót Tungnaár og Þjórsár, í tímaröð frá efstu virkjun til neðstu. Öll leyfi eru til fyrir Búðarháls- virkjun og formlega ekkert að van- búnaði að hefja þar framkvæmdir. Út frá stjórnsýslunni eru því ekki mörg skref eftir. Frá sjónarhóli þeirra sem berjast gegn þremur neðstu virkjununum er baráttunni hins vegar fráleitt að ljúka. Samtökin Sól á Suðurlandi vinna að henni bæði beint og óbeint, t.d. með því að aðstoða landeigendur í viðræðum við Landsvirkjun og gera athugasemdir við aðalskipu- lagstillögur, auk þess sem Atli Gísla- son, þingmaður Vinstri-grænna og félagsmaður samtakanna, kemur að málshöfðun landeiganda gegn Landsvirkjun sem lögmaður. Í mál- inu er deilt um gildi og inntak Títan- samninganna frá 1914 og 1915. Það mál fékk flýtimeðferð og gæti klár- ast á þessu ári, en að sögn Atla er önnur málshöfðun í farvatninu. Yfirtaka Landsvirkjunar á vatns- réttindum á svæðinu, títtnefndum Títan-samningum, í maí 2007 er af ríkisendurskoðun talin hafa skort lagaheimild frá Alþingi. Lagabreyt- ingar sé þörf til þess að sú yfirtaka teljist bindandi fyrir ríkið. Þá má fastlega búast við stjórnsýslukærum vegna útgáfu framkvæmdaleyfanna þegar þar að kemur, sem lengir málsmeðferðina eitthvað. Enn eru líka þeir bændur beggja vegna Þjórsár sem ekki vilja semja við Landsvirkjun um landnot yf- irleitt. Því er ekki útilokað að eign- arnám sé enn nauðsynlegt eigi áformin að verða að raunveruleika. Morgunblaðið/RAX Í þokunni Undirbúningur fjögurra virkjana á vatnasvæði Þjórsár er langt kominn, þrátt fyrir að almenningur virðist telja nóg komið af þeim í bili. Virkjunaráform í neðri hluta Þjórsár eru ekki ný af nálinni. Þrætuepli lög- fræðinga enn þann dag í dag eru vatnsréttindi samkvæmt svo- nefndum Títan-samningum frá 1914- 1915, sem nýlega voru framseld til Landsvirkjunar. Samningarnir draga nafn sitt af Fossafélaginu Títan. For- svarsmenn Títans ætluðu að virkja Þjórsá en félagið lognaðist út af vegna fjárskorts. Félaginu var þó ekki slitið formlega fyrr en 1951. Árið eftir keypti ríkið vatnsréttindi Títans og 1965 voru þau hluti af stofnframlagi þess til Landsvirkj- unar. Óbyggðanefnd komst svo að þeirri niðurstöðu árið 2002 að ríkið ætti réttindin en ekki Landsvirkjun, því Gnúpverjahreppur hefði ekki ver- ið löglegur eigandi réttindanna þegar Títan keypti, heldur ríkið. Framsal réttindanna til Landsvirkjunar á síð- asta ári, sem nú er umdeilt, hefur því áður farið fram, en á öðrum for- sendum. Gömul áform

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.