Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 13 FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FÖSTUM starfsmönnum Icelandair fækkar um 240 í haust fyrir utan um 1.500 starfsmenn sem ráðnir voru tímabundið vegna aukinna um- svifa í sumar. Í þessum hópi eru 64 flugmenn og 138 flugfreyjur fyrir utan 24 sumarflug- menn og 116 sumarfreyjur. Ennfremur starfs- menn á tæknisviði og söluskrifstofum og flug- umsjónarmenn, alls um 35 manns. Uppsagnirnar taka gildi í október, nóvember og desember. „Þetta er tímabundin ráðstöfun til að efla og styrkja fyrirtækið til langs tíma,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmda- stjóri Icelandair. Forráðamenn Icelandair greindu í gær frá aðgerðum til að bregðast við breyttu rekstr- arumhverfi vegna hækkandi eldsneytisverðs, minni eftirspurnar eftir flugi og óvissu í efna- hagsmálum. Aðgerðirnar fela í sér samdrátt í flugi í komandi vetraráætlun, fækkun starfs- fólks, skipulagsbreytingar og eldsneytisspar- andi aðgerðir í flugi. Samdráttur milli vetr- aráætlana nemur 14% en þó verður flug aukið til New York. Einni vél lagt Skipulagsbreytingarnar miða að því að ein- falda hlutina og draga úr kostnaði. Deildir hafa verið lagðar niður og þær sameinaðar öðrum, jafnt í höfuðstöðvunum hérlendis og á skrif- stofum félagsins erlendis. Millistjórnendum hefur verið fækkað, meðal annars for- stöðumönnum Icelandair úr fimmtán í sjö, auk annarra aðhaldsaðgerða. Birkir Hólm Guðna- son segir að Icelandair hafi verið með ellefu flugvélar í sumaráætlun en átta í vetraráætlun. Næsta vetur verði fækkað um eina og því verði þær sjö. Breytilegur kostnaður, olía og fleira, sé nú 75% af fluginu og því sé í mörgum til- fellum ódýrara að láta flugvélina standa en að fljúga henni. Ekki sé gert ráð fyrir því að elds- neytið lækki og reksturinn taki mið af núver- andi stöðu. Reynt verði að bæta sætanýtinguna og auka tekjurnar. Erfiðara sé að leigja út vél- ar en áður en unnið sé að því að finna verkefni. Uppsagnir flugmanna miðast við starfsaldur, þ.e. starfsmönnum með minnstan starfsaldur er fyrst sagt upp. Birkir Hólm segir að flug- freyjum með allt að níu ára starfsaldur hafi ver- ið sagt upp en starfsaldur flugmanna sem sagt hafi verið upp sé lægri. Hins vegar sé vonast til að það komi til endurráðninga næsta vor. Ástandið í flugheiminum er mjög ótryggt um þessar mundir. Birkir Hólm segir að þau flug- félög sem bregðist hraðast við muni standa best að vígi þegar fram líði stundir. Ástandið nú sé allt annað en eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Þá hafi flugfélög lagað sig að minni eftirspurn en þau hafi enga stjórn á auknum kostnaði eins og hækkandi eldsneyt- isverði. Haldið í vonina Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, bendir á að tæplega þriðjungi flugmanna Ice- landair hafi verið sagt upp og vísar til þess að 64 flugmenn hafi fengið uppsagnarbréf auk þeirra 24 sem hafi verið ráðnir vegna flugsins í sumar. Uppsagnirnar geri það jafnframt að verkum að 45 flugstjórar færist niður í flug- mannsstöður og þar af 10 sem hefðu flust upp í stöðu flugstjóra í vor. „Þetta er ömurleg staða,“ segir Jóhannes Bjarni, en bætir við að aðgerðirnar séu skilj- anlegar, því félagið þurfi að bregðast við erf- iðum aðstæðum. Því komi uppsagnirnar ekki á óvart en þær séu samt fleiri en FÍA hafi búist við. Flugmönnum hjá Icelandair hefur fjölgað jafnt og þétt og fleiri missa nú vinnuna en áður. Jóhannes Bjarni segir að FÍA hafi óskað eftir því að viðkomandi gangi fyrir um störf hjá öðr- um flugfélögum innan Icelandair Group, ekki síst vegna þess að kjarasamningur þeirra sé við Icelandair Group/Icelandair og hugsanlega ári betur hjá hinum flugfélögunum innan sam- steypunnar, svo sem BluBird Cargo, Latch- arter í Lettlandi og Tavel Service í Tékklandi. Vel hafi verið tekið í þá bón án þess að ein- hverju hefði verið lofað, en staðan myndi von- andi skýrast á næstu vikum og mánuðum. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Jóhann- esi Bjarna að atvinnuhorfur flugmanna í haust og vetur væru mjög slæmar. Hann segir að staðan hafi verið áréttuð á fundinum í gær en jafnframt sagt að um leið og birti til hjá Ice- landair yrðu uppsagnir afturkallaðar. Það hefði gerst á nýliðnum árum og vonandi kæmi stór hluti uppsagnanna ekki til framkvæmda. Þungt högg Ástríður Ingólfsdóttir, varaformaður Flug- freyjufélags Íslands, segir uppsagnirnar skelfi- legar fyrir alla sem í þeim lenda. Þetta sé mjög þungt högg og mikil óvissa sé um framhaldið. Á fundum með yfirmönnum Icelandair hafa talsmenn FFÍ komið fram með ýmsar hug- myndir. Ástríður segir að í fyrrahaust hafi fyr- irtækið boðið fólki hlutastörf en talsmenn þess segi að það sé ekki í stakk búið til að fara þá leið núna þar sem margir séu þegar í hlutastörfum. Hins vegar hafi verið tekið jákvætt í að bjóða fólki launalaust leyfi og Icelandair ætli að fá starfsmiðlun til að aðstoða þá sem vilja til að út- búa ferilskrá og finna önnur störf. Ástandið sé hins vegar ekki bjart. Morgunblaðið/Árni Sæberg Óvissa Flugfreyjur Icelandair bíða eftir fundi með stjórnendum félagsins í gær. Þær hafa ekki fengið uppsagnarbréf í hendur og vita því ekki um framtíð sína hjá félaginu.  !" # $$ %&'()*+ %&)(,*+ --& & Beðið eftir mjúkri lendingu í fluginu  Met í uppsögnum hjá Icelandair en 240 starfsmönnum var sagt upp í einu  Framkvæmdastjórinn segir ráðstöfunina tímabundna til að efla fyrirtækið GUÐMUNDUR Gíslason, flugmaður hjá Ice- landair sl. þrjú ár, er einn þeirra 64 flug- manna sem sagt hefur verið upp vinnu frá og með haustinu. Spurður um hvort staða hans innan fyrirtækisins sé trygg segir hann: „Við erum með starfsaldurslista og það er farið eftir honum. Það var hringt í mig í gær [fyrradag],“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann nú taka við atvinnu- leit erlendis. Atvinnuástandið þar hafi verið slæmt en sé nú að lagast. Hvað möguleika á endurráðningu varðar segir Guðmundur uppsagnarfjöldann sem gefinn hafi verið upp miðast við svörtustu spár og stöðuna í dag. „Yfirleitt hafa 30-40% uppsagna verið teknar til baka en í dag er þetta öðruvísi. Það er of- boðslega mikil efnahagskreppa og olíuverð er á fullri ferð upp á við þannig að það er erf- itt að spá um það.“ Guðmundur segir að búist hafi verið við uppsögnum en jafnmörgum og raun ber vitni áttu fáir von á. „Þetta eru rosalega erfiðar aðstæður. Ég er þó persónulega mjög ánægð- ur með að það sé verulega verið að taka á málum hjá fyrirtækinu.“ Ætlar utan í atvinnuleit „ÉG held að það sé alveg ljóst að ég mun fá uppsagnarbréf,“ segir flugfreyja hjá Ice- landair sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í fjögur ár. Þar sem farið verður eftir starfs- aldri telur hún ljóst að enginn þeirra, sem fékk fastráðningu á sama tíma og hún, sleppi. Hún segist ekki búast við því að fólki bjóð- ist að minnka starfshlutfallið sitt. „Eins og staðan er í dag held ég að þetta sé óhjá- kvæmilegt í fyrirtækinu. Þetta er eitthvað sem allir bjuggust við þannig að þetta kemur manni ekki í opna skjöldu.“ Hún segir töluvert óöryggi hafa verið í fólki síðan fréttir af uppsögnunum birtust í fjölmiðlunum á sunnudaginn. „Fólk vissi ekki nákvæmar tölur en við fengum þær í dag [í gær]. Þetta er mjög nærri því sem gefið var út í fréttunum og ég held það hafi komið fólki mest á óvart hvað mörgum verður sagt upp.“ Hún segir uppsagnarbréfin hafa borist fólki í gær og muni restin verða send út í dag. Fjöldi uppsagna kom á óvart Ókyrrð í lofti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.