Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MEÐAN almennir íbúðaeigendur á landsbyggðinni mega búa við verðfall á íbúðum sínum árum saman vegna kvóta- kerfisins, þenslu á höfuðborgarsvæðinu og ruðningsáhrifa stóriðjuframkvæmd- anna, er hlaupið upp til handa og fóta til að bjarga fyr- irtækjum og lánastofnunum sem hafa vaðið áfram í offjárfestingum á suðvesturhorninu. Grátið er hástöfum yfir hundr- uðum ef ekki þúsundum óseldra íbúða í Reykjavík og nágranna- byggðum, þar sem sveitarfélögin héldu hvert og eitt að þeim bæri að byggja yfir alla fólksfjölgun og fólksflutninga landsmanna. Nú er lofað óskilgreindum fjölda milljarða í ríkisábyrgðir til handa þessum aðilum án þess að nokkur þarfagreining eða stöðuút- tekt hafi farið fram. Ofþenslan verðlaunuð Milljarðatuga byggðastyrkur til suðvesturhornsins vegna óráðssíu þykir ekkert mál meðan litið er á aðra landshluta sem ölmusuþega þegar þeir krefjast jafnræðis í að- gerðum stjórnvalda hvað búsetu varðar. Á landsbyggðinni er togast á um hundraðþúsundkalla í jöfn- unaraðgerðir en nú þarf ekki einu sinni að kalla saman fjárlaganefnd Alþingis til að fjalla um tuga millj- arða skuldbindingar af hálfu rík- issjóðs sem þó er skylt lögum samkvæmt. Á Vestfjörðum og Norðurlandi, heilu landshlutunum, hefur ekki þótt til- tökumál þótt íbúðir fólksins þar séu verð- felldar um 50 til 80% vegna aðgerða stjórn- valda. Hver man ekki eftir niðurskurðinum í vegaframkvæmdum á Vestfjörðum fyrir tveim árum til að slá á þensluna á höfuðborg- arsvæðinu? Þeir sem vildu Íbúðalánasjóð feigan! Það er skondin staða sem komin er upp þegar þeir sem hafa viljað Íbúðalánasjóð feigan beita honum nú til björgunar fjárfestingafyrir- tækjum og bönkum og sparisjóð- um sem farið hafa offari á suðvesturhorninu á undanförnum árum. Breyting á Íbúðalánasjóði í heildsölubanka með ríkisábyrgð á útlánum bankanna hlýtur mjög að orka tvímælis. Með þessu er verið að búa til einkavæddan millilið með ríkis- ábyrgð á lánveitingum til íbúða- kaupa – einskonar gjafafé til bankanna, en íbúðir fólks eru öruggustu veð sem hægt er að fá og trygg gróðalind þeim sem vilja nýta sér þá aðstöðu. Athygli vekur að engar upp- hæðir eru nefndar hvað varðar ríkisábyrgðina, heldur virðist þar gefinn út óútfylltur tékki til bank- anna. Reglur sem bönkunum eru settar virðast hinsvegar afar óskýrar. Losum bankana við íbúðalánin! Fagna ber hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs í 20 milljónir, en sú hækkun hefði átt að koma miklu fyrr og vera hærri. Enn fremur hefði átt að hækka láns- hlutfall upp í 90%, a.m.k. fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Brýnt er að koma þeim fjöl- skyldum til aðstoðar sem eru fast- ar í greip einkavæddra lánastofn- ana með íbúðalán sín. Velta má fyrir sér hvort ekki væri hreinlegra og farsælla að Íbúðalánasjóður hefði verið efldur og honum falið að yfirtaka íbúða- lán einstaklinga og félagslegra íbúða milliliðalaust og bankarnir færu út af þeim markaði. Aðkoma þeirra að íbúðalánum hefur hvort eð er hleypt þessum málaflokki í uppnám og sett í gang offjárfestingu og þenslu sem þjóðin öll sýpur nú seyðið af. Bankar og stóru sparisjóðirnir hafa kórónað ótrúverðugleika sinn með því að hlaupa inn og út af markaðnum þegar þeim sjálfum sýnist. Er ekki rétt að losa einkavæddu lánastofnanirnar alveg við þann „kaleik“ sem íbúðalánin eru og fela þau félagslegum Íbúðalána- sjóði þar sem jafnrétti gildir fyrir alla? Ég held það. Tugmilljarða byggðastyrkur til suðvesturhornsins Jón Bjarnason skrifar um húsnæðislán Jón Bjarnason »Er ekki rétt að losa einkavæddu lánastofnanirnar alveg við þann „kaleik“ sem íbúðalánin eru og fela þau félagslegum Íbúðalánasjóði þar sem jafnrétti gildir fyrir alla? Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. ÞAÐ erfiðasta við 6 vikna detox-föstu í Pól- landi nú nýverið var að ofan á mikla þreytu og orkuskort, var að vera staðin að því að ógna kvótakerfinu til sjávar og til sveita. Ég gleymdi nefnilega í gríðarlegu hungurkasti á Kastrup að hrámeti á að flytja til landsins innvortis í smokkum, ekki plastpoka. Í hungurvímu keypti ég mér freðnar andabringur á Kastrup, þær sömu og ég kaupi iðulega í Bónus eða Nóatúni. Verðið var hins vegar viðráðanlegra. Endurnar voru steindauðar, gaddfreðnar og pakkaðar í loft- tæmdar umbúðir en þar sem ég var við dauðans dyr af hungri keypti ég líka annan „útlenskan“ ósóma, nefnilega rækjur með grænmeti í grófu brauði. Eftir aðeins 500 hitaeiningar á dag í svo langan tíma í detox- meðferðinni verður hugurinn líka sljór og viti menn, ég gekk beint inn í fang tollvarðarins. Ég gleymdi ein- faldlega öndinni og rækjunni í far- angurshillu flugvélarinnar en áttaði mig á því, sennilega því miður, við töskumóttökuna. Fór miður mín í tapað/fundið og var bent á að toll- urinn hefði græna pokann minn. Þangað hafði ég aldrei komið og enginn af þessum fallegu mönnum viljað nokkuð með mig hafa þó svo ég gangi þarna hungruð og sljó um a.m.k. einu sinni í mánuði. Sennilega er ég einum of gömul og augljóslega and(a)laus fyrir ungu mennina. „Þú er með ólöglega önd, farðu þarna og gefðu skýrslu.“ „Guð minn góður,“ hugsaði ég, „er öndin dópuð? Er hún ef til vill sýkt eða fiðruð?“ Ég var beðin um að bíða meðan annar glæpamaður talaði við tollinn. Hjartað ham- aðist í brjósti mér og ég hugsaði með hryll- ingi til þess að vera að brjóta lögin, það á illa við mig, hef viðkvæma sál. Brotna niður og er lengi að ná mér við slíkt. Svo gekk ég inn og sá að andabringurnar voru á borði tolla- mannsins og enn gaddfreðnar í loft- tæmdu pakkningunni. Ég andaði léttar. Þetta hlýtur að vera misskilningur. Það er ekki dóp í þessum öndum … „Það er ólöglegt að flytja inn hrátt kjöt.“ Ég hrökk við. „En þetta eru sömu endurnar og ég kaupi í Bónus …“ „Þeir hafa leyfi til þess að flytja inn endur.“ Guð minn góður, hugsaði ég, er ég að taka af þeim Baugsmönnum pen- inga mitt í öllum öðrum vandræða- ganginum milli okkar. Ég fann til gríðarlegrar sektarkenndar og baðst afsökunar yfir að þekkja ekki innflutningslögin, en útflutnings- lögin þekki ég, enda tek ég alltaf með mér í Fríhöfninni okkar hrátt lambakjöt til Póllands. Steiki lamba- læri handa hungruðum nuddurum. Pólverjar óttast ekki hrátt kjöt, þeir óttast hungur. „Þú ferð ekki á sakaskrá fyrir þetta en þarft að greiða sekt.“ Ég horfði á manninn og fann að honum fannst þetta ekki skemmtilegt, sem betur fer, hans vegna. Hann gaf öndinni númer og setti í annan poka á gólfið. Ég varpaði öndinni léttar við að borga sekt, átti ekkert betra skilið, en vonaði að hann sæi ekki rækju- samlokuna í pokanum því rækjurnar voru líka hráar. Þá hefði ég örugg- lega fengið á mig kæru því LÍÚ er mikið öflugri mulningsvél en bændasamtökin og Framsókn- arflokkurinn. Tollarinn sá ekki samlokuna en ég brenndi hana um leið og ég kom heim og vonast til þess að enginn sýkist alvarlega enda urðaði ég rækjurnar til öryggis langt frá mannabyggðum. Næst ætla ég að éta öndina hráa áður en ég flýg heim ef vera kynni að ég standist ekki þá skelfilegu freistingu að kaupa mér freðna önd á Kastrup. Tollararnir eru sennilega vanari ristilskolunum en ég og gam- an að kynna sér íslensku aðferðina. Ég játa sekt mína og lofa að ég komi aldrei, aldrei, aldrei aftur með gallfreðna innpakkaða önd til lands- ins hvað þá hráa rækjur í brauði. Næst kaupi ég bara íslenskt lamba- læri í útlöndum, kem því aftur heim og moðsteiki það svona til öryggis. Það gæti hafa sýkst af þessum fjandans útlensku bakteríum. Ég játa líka skilningsleysi mitt. Ég játa sekt mína Jónína Benediktsdóttir játar smygl á andabringum Jónína Benediktsdóttir »Ég lofa að koma aldrei, aldrei, aldrei aftur með gaddfreðna innpakkaða önd til landsins … Höfundur er framkvæmdastjóri PPI. Á undanförnum ár- um hefur Lýðheilsustöð staðið fyrir tannvernd- arviku, með það að markmiði, meðal ann- ars, að vekja fólk til um- hugsunar um munn- og tannhirðu. Í ár var hún haldin vikuna 3. til 10. febrúar. Af því tilefni var gefið út fræðsluefni á DVD-disk sem ber yf- irskriftina Munnhirða fólks með sérþarfir. Fræðsluefnið er leið- arvísir fyrir heilbrigð- isstarfsfólk sem og all- an almenning. Það er gefið út af Lýð- heilsustöð. Með þessum skrifum vil ég beina sjónum þeirra sem veita fötl- uðum þjónustu, þá sér í lagi þroskaþjálfum sem vinna á sambýlum, skammtímavistunum og öðrum þeim stöðum þar sem fatlaðir dvelja um lengri eða skemmri tíma, á mikilvægi áð- urnefnds disks. Ástæðan fyrir því að vakin er at- hygli á þessu er, að nú er sá tími sem fólk fer í sumarleyfi og afleysing- arfólk kemur í staðinn. Sjaldan er nógu oft brýnt fyrir fólki hversu mik- ilvægt það er að góð munnhirða get- ur skipt sköpum um tannheilbrigði einstaklingsins. Yfirleitt er það vegna þess að það þykir svo sjálfsagt að flestir kunni og viti hvernig eigi að bera sig að við tannburstun, að það vill gleymast að það er tvennt ólíkt að bursta tennur í öðrum en sínar eigin tennur. Starfsfólk viðkomandi stofnanna þarf að sýna fagleg vinnubrögð með kunnáttu, festu og skilningi þegar fram- kvæmd er tann- hreinsun hjá öðrum. Framangreint fræðslu- efni sýnir á auðskilin hátt hvernig best er að bera sig að við þær að- stæður. Eftir að hafa kynnt mér fræðsluefnið mæli ég með að sem flestir nýti sér það og ræði sín á milli. Getur það enn frekar leitt af sér aukna meðvitund um mikilvægi munn- og tannhirðu og áhuga fyrir henni, sem og að fylgjast með þeim nýj- ungum í hjálp- artækjum sem til eru, til að auðvelda fólki vinnuna. Mun það vafalaust skila sér í bættum vinnubrögðum og að þeir sem á þurfa að halda fái fullkomna þjónustu. Með því að fara inn á heimasíðu Lýðheilsustöðvar: www.lyd- heilsustod.is/tannvernd er hægt að nálgast efni disksins. Lærðu rétta tannhirðu Hlíf Anna Dagfinns- dóttir skrifar um munnhirðu fólks með sérþarfir Hlíf Anna Dagfinnsdóttir » Það er nauð- synlegt fyrir þroskaþjálfa og alla þá sem vinna með fatl- aða að þeir séu vel í stakk búnir til þess að geta framkvæmt tannhreinsun hjá öðrum Höfundur er þroskaþjálfi B.Ed., tanntæknir og með diplóma í fötlunarfræði. ALLIR samgöngu- mátar eiga að vera jafnsjálfsagðir þannig að almennings- samgöngur, gangandi og hjólandi vegfar- endur standi jafnfætis einkabílnum. Til að það megi verða verður að stemma stigu við sterkri stöðu einkabíls- ins nú, fjölda ódýrra bílastæða og áherslu margra undanfarinna ára og áratuga á stofn- brautir og hraðakstur í borginni. Breytt um- ferðarmenning er ekki bara umhverfismál heldur líka mál er varð- ar efnahag og lífsgæði borgarbúa til lengri framtíðar. Stofnbrautir og stór umferðarmann- virki rista borgina í sundur frekar en að sameina hana. Nýjasta dæmið um þá hugsun er því miður fyrirhugaður stokkur undir Geirsgötu sem verður til þess að áfram verði hægt að aka hratt, rampar risti í sundur lífæðar og mannlífið líði fyrir. Nútímaleg sjónarmið leyfa ekki slíkar lausnir. Vinstri græn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa lagst eindregið gegn stokki fyrir bílaumferð undir Geirsgötu. Um er að ræða vegar- spottann frá gamla útvarpshúsinu við Skúlagötu og að Tollhúsinu við Tryggvaagötu. Í því sambandi vekur sérstakar áhyggjur að rampur vest- an megin stokksins mun rista höfn- ina frá Kvosinni og er þá algjörlega á skjön við þá sýn sem vaxið hefur ás- megin í skipulagi Kvosarinnar und- anfarin misseri. Við þá vinnu hefur áherslan verið lögð á fíngerðan skala miðborgarinnar, sögu og samhengi, hægari umferð og jafnframt að laða að gangandi og hjólandi vegfarendur. Ákvarðanir sem setja einkabílinn í forgang hafa jafnvel verið flokkaðar sem mistök líkt og færsla Hring- brautarinnar á sínum tíma sem var til þess hugsuð fyrst og fremst að greiða fyrir umferð einkabílsins. Mislæg gatnamót Kringlumýr- arbrautar og Miklu- brautar eru grein af sama meiði. Víða um heim er nú verið að hverfa frá um- ferðarlausnum af þessu tagi og meira að segja fjöldamörg dæmi þess að stokkum og mislægum gatnamót- um sé lokað og horfið til þess að hafa umferð á einu plani með mörgum gatnamótum og hægri umferð einkabílsins sem hefur ekki meiri rétt en aðrir samgögnumátar. Dæmi eru til að mynda frá Berlín þar sem stokkum hefur verið lokað á seinni árum til að bæta umferð- armenningu. Einnig má nefna dæmi frá Drachten í Hollandi, Ejby í Dan- mörku og fleiri borgum þar sem verkefnið Shared Space hefur rutt sér til rúms og mjög róttækar hug- myndir hafa verið hafðar að leið- arljósi. Um það verkefni má lesa á slóðinni www.shared-space.org. Mikilvægt er að borgaryfirvöld hugsi til framtíðar og taki mið af því sem best er verið að gera í heiminum í þessum efnum en láti ekki glepjast af kröfum og mælikvörðum sem setja einkabílinn í fyrsta sæti. Geirsgatan og framtíðin Svandís Svavarsdóttir skrifar um samgöngumál Svandís Svavarsdóttir » Stofnbrautir og stór um- ferðarmann- virki rista borg- ina í sundur frekar en að sameina hana. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.