Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 19
Loksins er sumarið komið og margirfagna langþráðu sumarfríi þarsem markmiðið er oft að komastfrá streitu og álagi, drekka í sig sól og sumaryl, upplifa eitthvað nýtt og endurnýjast áður en hausta tekur. Sumir hlakka mikið til en aðrir fyllast kvíða við til- hugsunina um að halda út í þá óvissu sem ferðalög hafa í för með sér. Einnig er hugs- anlegt að fólk hafi blendnar tilfinningar, þar sem tilhlökkun og kvíði skiptast á að vera ríkjandi. Margir hafa fastmótaðar hugmyndir um það hvernig hið fullkomna sumarfrí á að vera, t.d. að fara með fjölskylduna til sólar- landa þar sem hinir fullorðnu flatmaga í sól- inni með svaladrykk í hönd og horfa á ánægða ungana sína leika sér í sandi eða sundlaug. Í þessari ímynd eru allir síkátir, hamingjusamir og lausir við áhyggjur eða streitu. Veruleikinn vill hins vegar stundum verða annar en áætlað var í upphafi. Ferðalögum fylgir oftast ákveðin streita. Það reynir t.d. á þolinmæði þreyttra for- eldra þegar ungarnir byrja að suða á fyrstu mínútum ferðarinnar og vilja kaupa nýtt dót eða sælgæti í hverri búð eða sjoppu sem verður á veginum. Erlendis gæti hiti og þorsti gert börnunum erfitt fyrir og svo bætast stundum við ýmiss konar óþægindi, s.s. flugnabit eða magakveisa. Það getur einnig valdið vonbrigðum að hótelið er ekki nákvæmlega eins og búist var við og mat- urinn ekki eins og börnin eru vön heima. Síðast en ekki síst reynir það á sam- komulagið innan fjölskyldunnar að vera saman allan sólarhringinn þar sem fjöl- skyldumeðlimir eru vanir að vera aðskildir í skóla og vinnu a.m.k. hluta úr degi meiri- hluta ársins. Gott frí þarf ekki að vera fullkomið Niðurstaðan er sú að hið fullkomna frí er vandfundið en gott frí þarf ekki að vera fullkomið. Það er óraunhæft að búast við fullkomnun í þessu sem öðru í lífinu. Vænt- ingarnar skipta meginmáli og þær þurfa að vera raunhæfar. Það er mikilvægt að þola ákveðna óvissu þegar kemur að sumarfríi. Ferðalög innan- eða utanlands fela óhjá- kvæmilega í sér ákveðna óvissu. Við getum aldrei skipulagt allt í þaula eða komið í veg fyrir að eitthvað fari úrskeiðis. Óvissa getur kryddað fríið með óvæntum skemmtilegum uppákomum og við þurfum að geta tekið áskorunum þegar hlutirnir ganga ekki eins og best verður á kosið. Það neikvæða sem gerist í fríinu þarf ekki að eyðileggja allt. Jafnvel minni háttar óhöpp eða hrakfarir geta orðið að jákvæðri reynslu í minningunni. Það er mikilvægt að leggja af stað í fríið með raunsætt jákvætt hugarfar. Það er gott að vera raunsær og gera sér grein fyrir því að ýmislegt geti farið öðruvísi en áætlað var en jafnframt að leyfa sér að hlakka til og reyna að gera það besta úr því sem gerist. Tökum óvissunni fagnandi því hún getur gert fríið meira spennandi. Munum að það að upplifa einhvern kvíða í nýjum aðstæðum er eðlilegt og að kvíði er einungis tilfinning. Að kvíða fyrir fríi er ekki spá um að fríið eigi eftir að mislukkast eða að eitthvað hræðilegt gerist. Hóflegur kvíði getur meira að segja hjálpað okkur til að undirbúa okkur betur og þannig getur hann fyrirbyggt vandræði. Kvíði sem fer úr böndunum getur hins vegar verið mjög hamlandi og jafnvel komið í veg fyrir að fólk treysti sér til að halda út í óvissuna. Látum ekki kvíða eða lítið óvissuþol spilla sumarfríinu. Fögnum nýjum upplifunum og óvæntum uppákomum. Góða skemmtun! Guðbjörg Daníelsdóttir, sálfræðingur á geðsviði LSH og stundakennari Morgunblaðið/Brynjar Gauti Væntingar Það getur verið ávísun á vonbrigði að stefna að hinu fullkomna sumarleyfi. Sumar í fríi út í óvissuna MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 19 Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 6. flokkur, 24. júní 2008 Kr. 1.000.000,- 6564 F 31881 B 32775 B 33696 F 33978 F 41088 E 41496 H 43368 E 45951 F 53375 F VINNINGSHAFAR! TIL HAMINGJU Inda Marý er elst systkinanna, fædd 1949. Hennarmaður er Sigurður Friðbjörnsson, Vopnfirðingur oger forstöðumaður loðnubræðslu Vinnslustöðv- arinnar. Þau byrjuðu ung saman og hófu búskap á æsku- stöðvum bóndans. „Við bjuggum í tvö ár fyrir austan en komum aftur árið 1968,“ segir Inda Marý um þetta framhjáhlaup sitt í búsetumálum. „Svo kom gosið 1973 og þá fluttum við upp á land eins og allir Eyjamenn. Gosið byrjaði í janúar en við fluttum aftur til Eyja í september um haustið,“ sagði Inda sem átti eftir að halda framhjá Vestmannaeyjum enn og aftur. „Við fluttum aftur til Vopnafjarðar 1975 og bjuggum þar í sex ár. Þegar ég fór sagði kona í Eyjum við mig: Hvað ert þú að flytja sem ert svo mikill Vestmannaeyingur. Hún hafði sennilega rétt fyrir sér því hingað fluttum við aftur 1981 og í þetta hús árið eftir,“ segir Inda og vísar til húss fjölskyld- unnar sem stendur við Ásaveg 29. Og hún heldur áfram: „Hér viljum við búa og hvergi annars staðar.“ Ættin sundraðist í gosinu Þó foreldrar Indu búi í skjóli fimm barna í Eyjum gildir ekki það sama um hennar stráka, Friðþjóf sem fæddur er 1969 og Kristján Inga sem fæddist 1974 en báðir búa þeir í Reykjavík. „Svona er þetta og ekkert við því að gera en kannski koma þeir aftur. Við höfum þrjú systkinin reynt að búa annars staðar en alltaf skilað okkur aftur til baka.“ Var það eitthvað í uppeldinu? „Ég veit það ekki en mamma kemur frá Seyðisfirði og telur sig alltaf vera Seyðfirðing. Fyrir gosið 1973 áttum við hér stóra ætt. Hún sundraðist í gosinu en þessi leggur varð eftir. Kannski er- um við bara svona miklir Vestmannaeyingar en málið er að hér er gott að búa. Það eina sem plagar okkur eru samgöngurnar en vonandi er lausn þar í sjónmáli,“ sagði Inda sem þar horfir til Landeyjahafnar sem tekin verður í gagnið 2010 gangi áætlanir eftir. „Þegar maður ræðir við fólk á fastalandinu um stöðuna í samgöngum Eyjanna bendir það á að þetta sé okkar val. Það er rétt en ég held að Reyk- víkingar yrðu ekki sáttir ef þeir kæmust ekki úr bænum þegar þá langar til.“ Eðlileg tengsl við meginlandið Inda segir að Eyjamenn hafi of mikið látið yfir sig ganga á undanförnum árum, hafi sýnt of mikla þolinmæði en nú sé það tímabil vonandi á enda runn- ið. „Auðvitað hefði maður viljað fá göng en ég hef fulla trú á að Landeyja- höfn eigi eftir að gagnast okkur. Sjávarpláss eins og Vestmannaeyjar þarf á góðum samgöngum að halda og með þeirri byltingu sem framundan er á því sviði komumst við loks í eðlileg tengsl við meginlandið. Þá verður enn þá betra að búa hér,“ sagði Inda Marý að lokum. Hér viljum við búa Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd skrifar að ísbjarnaumræðan sé töluverð, margir séu ósáttir við meinta „skotgleði“, en vill þó benda á að „sælt er sameiginlegt fall“: Jafnréttið fékk jafna spyrnu, játum það svo ríki friður. Sama gilti um Björn og Birnu, bæði voru skotin niður! Einar Kolbeinsson bendir á að þetta sé öðrum bjarndýrum víti til varnaðar: Örþreyttur í söltum sjá, sár með tóman magann, ef þú værir ísbjörn þá, ættirðu að forðast Skagann! Hallmundur Kristinsson heyrði af bjarndýrssporum á Auðkúlu- heiði, sem reyndust vera eftir hesta: Hrossanöfn lesa og læra nú börn. Það er langur og mikill bálkur: Hófaljón, fákur og hálendisbjörn hestur, færleikur, jálkur. Kristján Eiríksson orti af sama tilefni: Nú sólin skín sífellt á oss, nú syngur hver lind eins og foss. Allt skiptir um lit eins og skógarins glit og húnvetnskur björn verður hross. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Enn af ísbjörnum smáauglýsingar mbl.is  Gerum raunhæfar jákvæðar væntingar til frísins.  Setjum markið á gott frí en ekki full- komið.  Skoðum það sem veldur okkur kvíða en reynum að sætta okkur við að geta ekki skipulagt allt.  Munum að kvíði er tilfinning, ekki spá- dómur um hrakfarir.  Leyfum okkur að hlakka til. Góð ráð fyrir fríið framundan hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.