Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 11 FRÉTTIR Besta kaffihúsið í bænum UM helgina mætti hvorki meira né minna en 571 hrein- ræktaður hund- ur af 84 hunda- kynjum í dóm á hundasýningu Hundarækt- arfélags Íslands í Reiðhöllinni í Víðidal. Megintil- gangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu. Á sýningunni gefst gestum auk þess kostur á að kynna sér ólík hundakyn. Hundar mæta fyrir dómara Á laugardaginn sl. var slegið met hjá Sæferðum í Stykkishólmi þegar 1.109 farþegar sigldu með skipum fyrirtækisins. Farnar voru fjöl- margar ferðir þennan dag, bæði til Flateyjar, í ævintýrasiglingu, hvalaskoðun og sjóstöng. Vinsæl- ustu ferðinar eru til Flateyjar enda eyjan sjarmerandi með ósnortna náttúru og einstakar söguslóðir. jonhelgi@mbl.is Morgunblaðið/Gunnlaugur Árna Flatey vinsæl Borgarnes | Reiðhjól sem fyrir- tækið Vodafone hefur dreift til 13 sveitarfélaga á landsbyggðinni sem ókeypis farkosti fyrir bæj- arbúa rötuðu m.a. í Borgarnes. Þær Rósa Kristín Indriðadóttir og Elísabet Fjeldsted, starfsmenn íþróttamiðstöðvarinnar í Borg- arnesi, segja hjólin mikið notuð enda allir á leið í sund í blíðunni. Að sögn Indriða Jósafatssonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbyggðar, fór verkefnið vel af stað og áhugi á hjólunum mik- ill. Áhugasamir gefa upp nafn og kennitölu, fá þá hjól að láni ásamt hjálmi. Síðan fer fólkið sína leið og skilar hjólinu aftur áður en íþróttamiðstöðinni er lok- að. Morgunblaðið/Theodór Reiðhjólum dreift um allt RÚMLEGA 35 millj. kr. söfnuðust í í tengslun við söfnunarþáttinn „Á allra vörum“, sem sýndur var á Skjá einum. Ágóðinn rennur í sjóð samnefnds söfnunarátaks, sem hef- ur það að markmiði að aðstoða Krabbameinsfélag Íslands við að kaupa stafrænt röntgentæki sem getur greint brjóstakrabbamein á frumstigi. jonhelgi@mbl.is 35 milljónir söfnuðust STUTT Siglufjörður | Óskalagaþáttur sjó- manna „Á frívaktinni“ var end- urskapaður á Jónsmessuhátíð Síld- arminjasafns Íslands. Hátíðin var að þessu sinni haldin í samvinnu við sveitarfélagið Fjallabyggð í tilefni 90 ára afmælis Siglufjarðarkaup- staðar. Á tónleikunum í Bátahúsinu á laugardagskvöldið voru lesnar spaugsamar kveðjur til sjómanna og Tríó Sturlaugs Kristjánssonar ásamt söngvurunum Þorvaldi Hall- dórssyni, Mundínu Bjarnadóttur og Þórarni Hannessyni flutti fjölda sjómannalaga frá síldarárunum. Húsfyllir var á tónleikunum og skemmtu samkomugestir sér hið besta. Um miðjan laugardag var efnt til málþingsins „Menningarbær á tímamótum“ þar sem fjallað var um framtíðina og hvernig menningar- starf gæti verið atvinnuskapandi um leið og það yki hróður sveitarfé- lagsins.Morgunblaðið/Ómar Garðarson Óskalögin leikin á Jónsmessuhátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.