Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 15
Útflutningsráð skipuleggur m.a. eftirfarandi
viðskiptasendinefndir næsta haust.
Vegna sumarleyfa (hér og erlendis í ágúst) er áríðandi að
þátttökutilkynningar berist Útflutningsráði sem allra fyrst.
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
81
30
9
Viðskiptatækifæri að hausti
–Kasakstan, Þýskaland og Jórdanía
Borgartún 35 / 105 Reykjavík / sími 511 4000 / fax 511 4040 / utflutningsrad@utflutningsrad.is
Þátttaka er ekki einskorðuð við ákveðnar greinar heldur verður
reynt að skipuleggja viðskiptafundi eftir þörfum hvers
þátttakanda. Áhugasamir hafi samband við Þorleif Þór Jónsson,
thorleifur@utflutningsrad.is, eða Elsu Einarsdóttur,
elsa@utflutningsrad.is, eða í síma 511 4000 fyrir 1. júlí nk.
Kasakstan 22. til 25. september: Farið til borganna Astana
og Almaty. Miklir möguleikar í uppbyggingu orkuöflunar og
dreifingar, byggingariðnaði, menntun o.fl.
Þýskaland 29. til 30. október: Viðskiptasendinefnd í tilefni af
opinberri heimsókn forseta Íslands til Þýskalands.
Jórdanía 10. til 13. nóvember: Tækifæri í Mið-Austurlöndum.
Viðskiptamöguleikar opnast til annarra landa frá Jórdaníu þar
sem aldagömul hefð er fyrir viðskiptum og samstarfi yfir
landamæri.
www.utflutningsrad.is
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!
" #
!
EINS og fram kom í Morgunblaðinu í gær reiknaðist
kaupmáttur landsmanna í maí 3,9% minni en hann var í
maí árið 2007. Niðurstaðan byggir á því að vísitala
launa hefur hækkað um 7,9% en vísitala neysluverðs
um 12,3%. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og þróun
launavísitölunnar má ætla að meðaltekjur íslensks
heimilis séu um 440 þúsund krónur. Miðað við rýrnun-
ina má hugsa sér að 3,9% eða rúmar 17 þúsund krónur
séu horfnar úr veskinu. Fyrir þær má til dæmis fylla
2-3 sinnum á bensíntankinn eða kaupa 4ra gígabæta
iPod Nano í fríhöfninni. Þá kostaði páskamatarkarfan
sem Morgunblaðið gerði verðkönnun á í mars síðast-
liðnum rétt undir 16 þúsundum.
Neyslumynstur landsmanna hefur breyst nokkkuð
síðustu ár í takt við vaxandi kaupmátt. Mælingar Hag-
stofunnar gefa til kynna að hlutfall matar og drykkjar-
vara af neysluútgjöldum hafi dregist saman á árunum
2002 til 2006. Húsnæðisliðurinn jókst mest, þ.á.m. við-
hald og viðgerðir á húsnæði. Kaup öku- og raftækja
jukust um meira en 60% og útgjöld til tómstunda og
stærri tækja, s.s. tjaldvagna, meira en tvöfölduðust.
Á árunum 2004-2006 voru heildarútgjöld þeirra
heimila sem voru undir meðaltekjum 73 þúsund krónur
umfram ráðstöfunartekjur. Ef þær tekjur eru skertar
um 3,9% eru útgjöldin 95 þúsund krónum, þ.e. 18%,
meiri en tekjurnar. halldorath@mbl.is
17 þúsund á meðalheimili
Þriðjungur matarútgjalda á mánuði eða einn iPod Nano
Hlutfall matvæla í útgjöldum hefur dregist saman
.
/
0
1
!"#
$
2 $
$!
$!
3
4
$ % # $ % ! &'( ) * +,- ! +.
5 67 76
$%&' (&)* +,
''-.& (&)* +,
#/0% +,
(10%0& 2'0 +,
3, #04'0*,516 71
8910& (&)* +,
:)*06 ' +,
;2'0 71 +,
&1 +,
"<=
"%&)4)&>)&?&@ A@&,2 +,
!B40 +,
C)& +,
895
:3
+,
$1,9 +,
$%1%09 $0&B
$%1%09 <%&1)4 <D
#0' '0
E&B '
F+&A0 +,
!&B660640?%.?0 +,
G01)%.?0 +,
$;:< =
H%)&B $1)40)4 H
3 (&0 +,
34*0?A +,
> 4
7
G0?'0*%0
60
!012? I 1' 6 :)* "1
>
>
>
>
>
>
K
K K
K K K K
K
K
K K
K
K
>
>
>
>
K
K
K
K K
K
K K
K
K
K
K K
K K >
K
K >
K
A.10
-0?'0*%
>
>
>
>
>
>
>
6%06
-0?'-&?
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís-
lands lækkaði um 0,29% í Kaup-
höll Íslands í gær og var lokagildi
hennar 4.499,76 stig þegar mark-
aðir lokuðu. Icelandair hækkaði
um 1,61% og Kaupþing um
0,38%. Century Aluminium lækk-
aði um 4,32%, Föroya Banki um
4,11% og þá lækkaði Glitnir um
1,54%. Krónan styrktist um 0,16%
í gær og var lokagildi gengisvísi-
tölu 167,8 stig. Velta á markaði
nam tæpum 40 milljörðum króna.
bjarni@mbl.is
Lækkun í kauphöll
KAUPÞING banki hefur gengið
frá sambankaláni fyrir 275 millj-
ónir evra sem jafngildir um 35,8
milljörðum íslenskra króna á nú-
virði. Lánið er til tveggja ára og
ber 1,5% álag á EURIBOR-milli-
bankavexti, sem eru mun betri kjör
en skuldatryggingarálag bankans
hefur gefið til kynna, en í gær var
tryggingarálagið um 7,00%.
Guðni Níels Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri fjárstýringar Kaup-
þings, segir að þegar þóknun til
lánveitenda er tekin með í reikn-
inginn séu kjör lánsins um 2% yfir
millibankavöxtum, sem hafa verið í
kringum 5,5% undanfarið.
„Hafa ber í huga að skuldatrygg-
ingarálagið mælir ekki kjör á lán-
töku heldur ræður spákaup-
mennska ferðinni að vissu marki á
eftirmarkaði. Lánið sem við tökum
nú eins og þau sem við höfum verið
að taka undanfarið er hins vegar
tekið hjá bönkum sem þekkja
rekstur Kaupþings mjög vel og
mun betur en þeir sem horfa að-
eins á tryggingarálagið við ákvarð-
anir um lánveitingu.“
Lántaka Kaupþings nú kemur í
kjölfar 80 milljarða láns, sem
pólskt símafélag í eigu Björgólfs
Thors Björgólfssonar fékk hjá kín-
verskum banka. bjarni@mbl.is
Mun betri lánskjör en trygg-
ingarálag gefur til kynna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ánægður Talsmaður Kaupþings er
ánægður með kjör lánsins.
● BAUGUR Group hefur selt allan
hlut sinn í matvælaheildsölukeðj-
unni Booker Group. Alls er um
34,1% af heildarhlutafé keðjunnar
að ræða. Kaupþing hefur einnig selt
6,2% hlut í Booker.
Ekki fæst uppgefið hvað Baugur
hagnaðist á hlutnum í Booker né
hvort félagið hyggist nýta það sem
fékkst fyrir hann til kaupa í öðrum fé-
lögum.
Hlutabréf Booker lækkuðu um
4,4% í kauphöllinni í Lundúnum í
gær. bjarni@mbl.is
Baugur alfarið úr
hluthafahópi Booker
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björgvin Guðmundsson
og Snorra Jakobsson
NOKKUR óvissa hefur verið í kring-
um breytingar á Íbúðalánasjóði sem
ríkisstjórnin kynnti á fimmtudaginn.
Þeir sem Morgunblaðið talaði við í
gær sögðu að svo virtist sem það ætti
eftir að ganga frá lausum endum er
sneru að markaðsaðilum.
Í fyrsta lagi er ekki vitað hvernig
staðið verður að útgáfu tveggja nýrra
lánaflokka hjá Íbúðalánasjóði né
hvert umfang þeirra lánaflokka verð-
ur. Þetta skiptir máli fyrir þróun á
ávöxtunarkröfum annarra lána-
flokka.
Í öðru lagi vita stjórnendur fjár-
málafyrirtækja ekki hvernig fyrir-
komulagi fjármögnunar núverandi
íbúðalána verður háttað. Hrannar B.
Arnarsson, aðstoðarmaður félags-
málaráðherra, segir skilmálana ekki
enn tilbúna. Málið er á forræði ráðu-
neytisins og því veit starfsfólk Íbúða-
lánasjóðs minna.
Breytir samningsstöðu SPRON
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er stærsti hlutinn af íbúða-
lánum stóru viðskiptabankanna þeg-
ar fjármagnaður. Samkvæmt yfirliti
frá Seðlabanka Íslands námu fast-
eignaveðlán bankanna til heimilanna
513 milljörðum króna um síðustu ára-
mót. Fyrrnefnd tala er aðeins brot af
heildarútlánum bankanna þriggja
eins og meðfylgjandi tafla sýnir.
Viðskiptabankarnir þrír munu því
að litlu leyti endurfjármagna íbúðar-
lán sín í gegnum Íbúðalánasjóð.
Hins vegar skiptir þessi leið spari-
sjóðina miklu máli. Þeir hafa ekki
lánshæfiseinkunn og eiga erfiðara
með að fjármagna útlán sín við nú-
verandi aðstæður á lánsfjármörkuð-
um.
Viðmælendur Morgunblaðsins
sögðu þessar aðstæður breyta stöðu
SPRON mikið. Hægt væri að kalla
breytinguna á Íbúðalánasjóði björg-
unaraðgerð fyrir sparisjóðinn. Það
gerði samningsstöðu SPRON enn
betri í viðræðunum við Kaupþing.
Bentu þeir á að hægt væri að líta á
ergelsi Hreiðars Más Sigurðssonar,
forstjóra Kaupþings, í tölvupósti síð-
astliðinn föstudag í því samhengi.
Sparisjóðirnir hafa stóra hlutdeild
í viðskiptabankaþjónustu hér á landi
en þeirra helstu viðskiptavinir eru
fyrst og fremst einstaklingar og
smærri fyrirtæki. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins námu fast-
eignaveðlán SPRON 97 milljörðum
en heildarútlán sjóðsins til viðskipta-
manna námu tæplega 162 milljörðum
í lok árs 2007. Fasteignaveðlán
SPRON eru því tæplega 60% af
heildarútlánasafni bankans.
SPRON stendur því frammi fyrir
að þurfa að fjármagna sig að mestu á
innlendum markaði þar sem kjörin
eru mjög óhagstæð og nafnvextir um
20% fyrir óverðtryggð bréf og um
10% fyrir verðtryggð bréf. Aðgerðir
ríkisstjórnarinnar koma því á góðum
tíma fyrir stjórnendur sparisjóðsins.
Hins vegar er óvissan í kringum
framkvæmdina óþægileg fyrir þá og
vísbending um að tillögurnar hafi
verið kynntar í flýti.
Óvissa um breytingu á ÍLS
Heildaríbúðarlán fjármálafyrirtækja eru 513 milljarðar króna. Endurfjármögn-
un í gegnum Íbúðalánasjóð gagnast sparisjóðunum Óvissa um framkvæmdina
:)*06
;2'0
(10%0&
"<=
<9 :
::
?@
%>
06>
-?1@
4'&
301&>
%1@ %01
-0?'0*%>
4
4'&
31)%,11
I2?>
1@
-A
'A
'A
,
-('
B(C
B(B
C,()