Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 31
nágrönnum. Þangað var gott að koma. Amma var mikil félagsvera, alltaf tilbúin til að koma út að viðra sig, koma með á tónlistarviðburði og myndlistarsýningar, en á því síðar- nefnda hafði hún mikinn áhuga. Þegar ég bjó í Þrándheimi heimsóttu amma og mamma mig og áttum við frábæra og eftirminnilega ferð, þar sem við keyrðum um dali og sveitir Noregs. Sérstaklega fannst henni gaman að vera á slóðum Kristínar Lavransdótt- ur en afi hafði lesið fyrir ömmu söguna um hana þegar þau voru ung. Eftir að amma lærbrotnaði í febrúar 2007 fór heilsu hennar hrakandi og því miður gat hún ekki notið vistarinnar á hinu góða dvalarheimili Sóltúni eins vel og við hefðum öll vonað. Um aldur og ævi mun ég geyma í hjarta mínu mynd af ákveðinni, dug- legri og góðhjartaðri konu. Það er mynd af þér elsku amma mín, þú ert fyrirmynd mín í svo mörgu. Kossar og hlýjar minningar. Sigríður. Þegar ég var lítill var fátt betra en að koma á heimili ömmu Sigríðar og afa Kjartans á Flókagötu. Ristaða brauðið var skorið í lengjur, ilmurinn úr eldhúsinu var alltaf ómótstæðileg- ur og garðurinn ævintýraheimur. Það var því með gleði og ánægju sem ég flutti á unglingsárunum með foreldr- um mínum í húsið sem afi og amma höfðu reist á Flókagötunni. Ekki síður var gott að taka þar í kjallaranum fyrstu skrefin með eigin smáfjöl- skyldu nokkrum árum síðar. Amma kom þá oft í heimsókn og gekk stund- um niður götuna til okkar þegar veður og heilsan leyfðu. Sat hún þá oftar en ekki í garðinum og virti fyrir sér blóm- in og trén – en þó ekki síður fólkið sem gekk hjá. Helst af öllu vildi hún þó heyra góða sögu eða eitthvað nánar um það sem var að gerast í heiminum. Fyrir þremur sumrum keyrði ég með ömmu Sigríði inn Fljótshlíðina á góðum sumardegi. Þar hafði hún átt frændur og heimsótt þá og annað skyldfólk sitt á sumrin fyrir miðja síð- ustu öld. Þegar við keyrðum svo loks inn hlíðina var sjónin hennar var farin að daprast en hún þekkti vel kennileit- in þegar ég þuldi upp fyrir hana hvert við vorum komin. Áhuginn fyrir öllu sem fyrir bar var enn samur og hún vildi fá að vita hver bjó hvar og hverj- um hann var skyldur – þótt enginn væri enn eftir sem hún hafði þekkt. Í þessum bíltúr og samræðunum sem upp úr honum spruttu gerði ég mér hugsanlega í fyrsta skipti grein fyrir því hversu mikil áhrif amma Sigríður hafði á mig. Hún var ekki aðeins góð amma – og ekki síðri langamma með fullar krukkur af brjóstsykrum – heldur einnig sérstaklega sterk kona sem hafði byggt upp eigið fyrirtæki, farið víða, séð margt og hafði með elju, dug og afa Kjartani lagt grunninn að tækifærum barna sinna og barna- barna. Fátt finnst mér leiðinlegra í þessu lífi en að hafa verið svo fjarri þegar þú fórst loks amma mín. Það verður tóm- legt að snúa aftur heim nú í sumar og finna þig ekki þar. Það er þó huggun harmi gegn að hafa geta heimsótt þig í vor og vita að nú hefur þú fengið lang- þráða hinstu hvíld eftir góða ævi. Tómas Brynjólfsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 31 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík MAX 1 sófasett og sófaborð til sölu MAX 1 sófasett (ca. 1950) með mjög vönduðu áklæði og í góðu standi, sófaborð þarfnast þó lagfæringar. Verð: Tilboð. Upplýsingar í síma 895 7139. Dýrahald 2 hvolpar gefins Gefins eru 2 hvolpar. Ein tík og einn rakki. Eru fædd 26.11.´07. Eru blanda af langhundi og bordercollie. Uppl. 846 7000 (Jóhanna) eða mt4@hive.is Garðar Ódýr garðsláttur Gerum tilboð í garðslátt í sumar fyrir húsfélög og einstaklinga. Hringdu og við komum og gerum þér tilboð. Nánari upplýsingar fást í síma 857-3506. ENGI ehf. Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum LR-kúrinn er ótrúlega auðveldur og einfaldur. Engin örvandi efni. Uppl. Dóra, 869-2024, www.dietkur.is Hvað fékkst þú þér í morgunmat? Herbalife næringardrykkurinn er bragðgóður, hollur og ódýr valkostur. Hringið eða sendið e-mail og fáið nánari upplýsingar. Viðar - 822-3657, vidarei@internet.is Húsgögn Maddömurnar á Selfossi Dollur og dúkkur, skápar og silfur, lampar og ljós, bekkir og borð og allt þar á milli - kíktu á síðuna okkar og í búðina: maddomurnar.com Langur laugardagur 5. júlí. Húsnæði í boði Í göngufæri við Háskóla Íslands Vönduð íbúð í kjallara til leigu, 3-4 herbergi, sér inngangur. Tilvalið fyrir háskólanema. Leigist með heimilis- tækjum. Verð 150.000 á mánuði. Laus strax. Sími 892 8308. Einbýlishús til leigu á besta stað Einbýlishús með bílskúr til leigu, 160 fm. Staðsett rétt fyrir utan Hveragerði. Leiga 120 þ. á mánuði. Bankaábyrgð. Upplýsingar í síma 862 5303, eftir kl. 18:00. Sumarhús Sumarhúsalóðir í Grímsnesi Sumarhúsalóðir á besta stað í Grímsnesi. Eignarlóðir í Ásgarðslandi með frábæru útsýni. Meiri uppl. www.sumarhusalodir.net eða í síma 893 7141. Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Glæsilegar sumarhúsalóðir! Til sölu afar fallegar lóðir í kjarri- vöxnu landi við Ytri-Rangá. Stórkostlegt útsýni. Mikil veðursæld. Allt eignarlóðir. 100 km frá Reykjavík. Útivistarmöguleikar og náttúrufegurð í sérflokki. Uppl. í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Tómstundir Nýkomin sending af plastmódelum í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is. Golf Golfhjól og rafskutlur á frábæru verði Rafskutlur kr. 149.000. Golfhjól kr.156.000. Golfbílar kr.599.000, H-Berg ehf. www.hberg.is Sími 866-6610. Til sölu Fyrirtæki Bifreiðarverkstæði til sölu Til sölu bifreiðaverkstæði og parta- sala á höfuðborgarsvæðinu, uppl. í s. 864 4105. Þjónusta Gæðabón Ármúla 17a, það besta fyrir bílinn þinn. Alþrif, mössun, teflon, djúphreinsun. Opið mán.-fö 8-18. S. 568 4310. Málarar Alhliða málun og viðgerðir Tökum að okkur alla alhliða málun að utan sem innan, einnig spörslun og múrviðgerðir. Gerum tilboð að kostnaðarlausu. Góð verð. Grunnur og Tvær ehf. Sími 696 3639. Ýmislegt Kanadískir gæðapottar Þola -50 gráður frost Eigum gríðarlegt úrval af tröppum og öllum fylgihlutum fyrir potta. Sendum hreinsiefni og síur um allt land. www.heitirpottar.is Kleppsvegur 152, sími 554 7755 (Ath. áður barkarí Jóa fel) Teg. 11001 - glæsilegur í C,D,E,F skálum á kr. 2.950,- buxur í stíl á kr. 1.450,- Teg. 16361 - flottur í B,C,D skálum á kr. 2.950, buxur í stíl á kr. 1.450,- Teg. 42027 mjög mjúkur og þægi- legur í C,D,E,F skálum á kr. 2.950 og buxur í stíl á kr. 1.450,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, Lokað á laugardögum. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum í sumar. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann- gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Léttir og flottir sumarsandalar úr leðri í úrvali. Verð. 8.450.- Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070 opið mán-fös 10-18 Ath. lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta, fagleg ráðgjöf Iðnaðartjöld 82 fm til 182 fm, hátt til lofts og vítt til veggja. Verð frá 750.000 Sturtukerra m/ fjarstýringu, verð 1.000.000 Sjá nánar á www.carmax.is Uppl. 660-7750 Blómakór. Margir litir. Eitt par 1.000 kr., tvö pör 1.690 kr. og barnaskór 500 kr. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12. Sími 562 2466. Alhliða málningaþjónusta inni- og útimálun, sandspörslun, fagmennska í fyrirrúmi. Upplýsingar í síma 868 5171. Vélar & tæki Til leigu með/án manns. Gerum einnig tilboð í hellulagnir og drenlagnir. Steinöld ehf, sími 696 6580. Bátar Gúmmíbátar Slöngubátar í 3 stærðum: 3,6 m verð frá kr. 122.000, 3,8 m verð frá kr. 138.000, 4,3 m verð frá kr. 163.000. S: 893-3347, www.hberg.is hberg@hberg.is Bílar Til sölu Afskráður Volkswagen Transporter með Syncro gírkassa. Frekari upplýsingar í síma 893 6787. FORD FOCUS STATION Skráður ´03, ek. 119 þ km, kúlutengi. Nýskoðaður. Tilboð óskast. Uppl. í síma 669 1237. 30 % afsláttur af low profile dekkjum gegn framvísun auglýsingar. Gildir til 30. júní 2008. Kaldasel ehf, dekkjaverkstæði, Dalvegi 16b, Kópavogi, s. 544 4333. Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Mótorhjól Til sölu Peugeot XR6 Glæsilegt hjól, 50 cc, árg. 2005. (70cc) búið að "tjúna". Uppl. 840 0228 eða 896 1666.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.