Morgunblaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er miðvikudagur
25. júní, 177. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi,
hvaða dag Drottinn yðar kemur.
(Matth. 24, 42.)
Fyrir skömmu hlustaði Víkverji áauglýsingarnar á rás eitt í há-
deginu. Heyrði hann þá ekki betur en
að stórveisla væri framundan. Aug-
lýsandinn var hestamannamótið á
Hellu.
Víkverji fékk vatn í munninn og
datt fyrst í hug að nú ætluðu eig-
endur keppnishrossanna að efna til
stórslátrunar á mótinu og selja al-
þýðunni afurðirnar. Minningar um
folaldahakk, saltað hrossakjöt og
hrossabjúgu leituðu á hugann.
x x x
Víkverji mundi þá eftir því að fyrirlöngu er farið að nota orðið
veislu í yfirfærðri merkingu. Talað er
m.a. um fótboltaveislu og bílaveislu.
Þetta leiddi hugann að því hvernig
ýmsir hópar samfélagsins nota
ákveðin orðtæki og að sumir forðast
að haga orðum sínum þannig að þeir
styggi viðmælandann.
Algengt er að menn segi þegar
þeir kveðjast: „Við sjáumst.“ Ef
þetta er sagt við blindan mann
hrökkva sumir við og segja í fáti: „Ég
meina, við heyrumst“.
x x x
Fræg er sagan af útvarpsmann-inum sem var með morgunþátt
og bauð alla hlustendur velkomna á
fætur. Þátturinn var í beinni, eins og
nú er í tísku. Einn morguninn
hringdi fokreiður hlustandi og benti
umsjónarmanni á að sumir væru í
hjólastól og gætu ekki gengið. Og síð-
an væru aðrir ekki með neina fætur!
x x x
Víkverji komst að þeirri skynsam-legu niðurstöðu að sjálfsagt
væri að skreyta málfar sitt með ýms-
um litbrigðum íslenskrar tungu um
leið og enn sjálfsagðara væri að tala
eðlilegt mál við alla. Sagnirnar að sjá
og heyra hafa svo yfirgripsmikla
merkingu að óhugsandi er að komast
af án þeirra, hver sem á í hlut. Vík-
verji hyggst því njóta hverrar veisl-
unnar á fætur annarri, eyrnakon-
fekts og bókasúkkulaðis og ástunda
um leið hreyfingu og hollt mataræði.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Kanada Eva Björt fæddist í
Montréal 16. janúar kl. 4.44.
Hún vó 2.550 g og var 48 cm
löng. Foreldar hennar eru
Þórhildur Elva Þórarins-
dóttir og Kristopher Lee.
Reykjavík Ingi Ragnar
fæddist 29. apríl kl. 19.10.
Hann vó 14 merkur og var 52
cm langur. Foreldrar hans
eru Alma Ómarsdóttir og
Ingi R. Ingason.
Nýirborgarar
Krossgáta
Lárétt | 1 ísbreiðu,
4 kjökur, 7 menntastofn-
un, 8 tæli, 9 verkfæri,
11 holdug, 13 girnist,
14 aðfinnslur, 15 óþolin-
mæði, 17 ófögur, 20 títt,
22 urg, 23 stjórnar,
24 steinn, 25 samsafn.
Lóðrétt | 1 biblíunafn,
2 krakki, 3 sá, 4 gleð-
skap, 5 baul, 6 veisla,
10 gengur ekki, 12 ginn-
ing, 13 skilveggur,
15 undir hælinn lagt,
16 krafturinn, 18 kant-
ur, 19 kaka, 20 ókyrrð-
ar, 21 úrgangsfiskur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 haldreipi, 8 andrá, 9 iðjan, 10 pól, 11 dunda,
13 lundi, 15 fulls, 18 glens, 21 tál, 22 skúra, 23 Óðinn,
24 hamslausa.
Lóðrétt: 2 aldan, 3 drápa, 4 ekill, 5 prjón, 6 hald, 7 unni,
12 díl, 14 ull, 15 foss, 16 ljúfa, 17 stans, 18 glóra, 19 ef-
ins, 20 senn.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5.
Dc2 c5 6. d5 exd5 7. cxd5 Bb7 8. Bg2
Rxd5 9. O–O Be7 10. De4 Bc6 11. Re5
Rc7 12. Rxc6 dxc6 13. Rc3 O–O 14. Hd1
De8 15. Bf4 Re6 16. Rb5 Dc8 17. Bxb8
Dxb8 18. Dxc6 De5 19. Dd7 Hae8 20.
Rc3 Db8 21. Rd5 Bd8 22. e3 Rc7 23.
Hd2 Rxd5 24. Bxd5 Bf6 25. Had1 g6
26. Bc4 Kg7 27. b3 He7 28. Db5 h5 29.
a4 h4 30. Dc6 hxg3 31. hxg3 Hc8 32.
Df3 De5 33. Hd5 Dc7 34. g4 Hh8 35. g5
Bb2 36. Kf1 Db7 37. Ke2 Dc7 38. Dg4
Bd4 39. Kd3 Be5 40. f4 Bd6 41. Dg2 a6
42. Db2+ Kg8 43. Kc2 Hh2+ 44. H5d2
Hxd2+ 45. Hxd2 b5
Staðan kom upp á öflugu skákmóti
sem lauk fyrir skömmu í Foros í Úkra-
ínu. Alexei Shirov (2740) hafði hvítt
gegn Dmitry Jakovenko (2711). 46.
Df6! og svartur gafst upp enda óverj-
andi mát eftir 46… bxc4 47. Hh2.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Góð veiði.
Norður
♠DG5
♥7
♦KD82
♣DG832
Vestur Austur
♠ÁK97 ♠108
♥D432 ♥G96
♦G95 ♦Á1076
♣K10 ♣Á975
Suður
♠6432
♥ÁK1085
♦43
♣64
Suður spilar 2♥ dobluð.
Þeir fiska sem róa. Bjarni Einars-
son stakk sér inn á fjórlit í við-
kvæmri stöðu og það reyndist lykill-
inn að vel heppnaðri sekt. Spilið er
frá leiknum við Tyrki á EM. Tyrk-
inn í norður vakti á 1♦ og suður
svaraði að á 1♥. Allir á hættu og
ekki árennilegt fyrir vestur að
skella sér inn í samlokuna, en Bjarni
sagði 1♠. Pass í norður, Steinar
Jónsson í austur passaði líka, en
suður barðist í 2♥. Sú sögn gekk til
Steinars og hann doblaði. Nokkurs
konar „til-í-allt-dobl“ og Bjarni
breytti því í sekt með passi. Vörnin
var vægðarlaus: ♠ÁK og ♠7, sem
Steinar stakk og spilaði ♣Á og laufi.
Bjarni spilaði spaða í fjórða sinn,
Steinar trompaði og enn voru tveir
slagir í vændum á ♦Á og ♥D. Þrír
niður og 800.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það er óþarfi að segja allt sem
maður hugsar. Að halda aftur af skoð-
unum sínum sýnir þroska og gáfur. Fólk
kann að meta af hve miklu næmi þú nálg-
ast hlutina.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú gerðir framtíðaráætlanir ómeð-
vitað. Þær eru að koma í ljós og þú sérð
að þetta var allt skipulagt. Á vissan hátt
hefurðu geymt það besta þar til síðast.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú tekur eftir hvernig allt hreyf-
ist, og að það hreyfist ekki endilega fram
á við. Eins og reikistjörnur sýnast oft fara
aftur á bak, gerir þróunin það líka.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Stjörnurnar færa þér einstök
tækifæri. Það eina sem þú hefur ekki
stjórn á er saga þín hingað til. Stilltu lík-
ama og huga inn á byrjunarreit.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú getur ekki frestað þessu lengur.
Ekki hlusta á þína innri rödd sem varar
þig við hættunum. Í kvöld horfirðu á fólk
og býrð til listaverk úr athugunum þínum.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Lífið er stöðugur straumur, þótt
það sé ekki alltaf jafnaugljóst og nú. Þú
hefur tekið miklum framförum vegna röð
nokkurra áhugaverðra atburða.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Maður vinnur ekki allar orrustur með
árás. Stundum þarf bara að segja hvers
maður óskar og það rætist. Rannsakaðu í
kvöld hlutverk kvenlegrar orku í lífi þínu.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Eldmóður skiptir öllu máli
þegar hvetja skal áfram liðið þitt. Vertu
sá sem rífur upp stemninguna. Mættu já-
kvæður á svæðið þar sem þín er þörf.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú getur ekki breytt öðru fólk,
bara viðbrögðum þínum við þeim. Sýndu
öllum sem þú hittir fulla kurteisi. Vertu
viðbúinn hinu óvænta.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er mögulegt að bæta
hverju sem er og hverjum sem er inn í líf
þitt. Tilkynntu alheiminum óskir þínar
skýrt og skorinort, og mundu að þær
munu líklega rætast.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Ef eitthvað sem þú tekur þér
fyrir hendur er leiðinlegt, er eitthvað að.
Reyndu að komast að því hvað það er,
lagaðu það. Settu þó heilsuna í fyrsta
sæti.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú gerir allt á fullum hraða og
kemur þér beint að efninu. Þér verður
boðin aukavinna sem þú getur notað til að
hraða framanum.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
25. júní 1244
Flóabardagi, eina verulega
sjóorrusta Íslendinga, var
háður á Húnaflóa. Var hann á
milli Sturlunga (undir forustu
Þórðar kakala) og Ásbirninga
(undir forustu Kolbeins unga).
Kolbeinn missti um 80 menn
en Þórður innan við tíu.
25. júní 1809
Danski ævintýramaðurinn
Jörgen Jörgensen tók sér völd
á Íslandi og lét hreppa
Trampe stiftamtmann og fleiri
í varðhald. Hann lýsti sig „alls
Íslands verndara og hæstráð-
anda til sjós og lands“. Enskur
skipstjóri batt enda á stjórn
Jörundar 22. ágúst, við lok
hundadaga.
Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist þá…
Í dag 25. júní
er áttræður Guð-
mundur Gunn-
arsson verkfræð-
ingur, Sléttuvegi
19, Reykjavík.
Guðmundur út-
skrifaðist sem
verkfræðingur,
civ.ing., frá Dan-
marks Tekniske Höjskole 1954.
Guðmundur verður að heiman á af-
mælisdaginn ásamt konu sinni
Önnu Júlíusdóttur.
80 ára
Garðar Pét-
ursson rafvirkja-
meistari verður
áttræður í dag
25. júní og eig-
inkona hans
Svava Agnars-
dóttir verður átt-
ræð 14. október.
Í tilefni af afmæli
þeirra er vinum og vandamönnum
sem vildu samgleðjast með þeim,
boðið á Mánagrund, föstudaginn
27. júní milli kl. 18 og 22. Gjafir vin-
samlegast afþakkaðar.
80 ára
„Við ætlum að halda smáboð heima fyrir börnin
og barnabörnin,“ segir Viðar Ottesen, afmælis-
barn dagsins, aðspurður hvað hann ætli að gera í
tilefni sjötugsafmælisins. „Svo ætlum við að fara
upp í bústað um helgina,“ bætir hann við, og verð-
ur aðalfjörið á laugardaginn, þegar Viðar ætlar að
taka á móti gestum sínum og grilla.
Í 24 ár starfaði Viðar sem barþjónn á Naustinu.
„Ég náði því að verða tvisvar sinnum Íslandsmeist-
ari,“ útskýrir hann hróðugur, og á þá við kokteil-
keppni barþjóna. „Það gerðist margt á þessum
tíma, en það er sumt sem maður getur ekki sagt
frá,“ segir hann afsakandi aðspurður um sögu frá þessum tíma.
Eftir Naustið lá leiðin til Siglufjarðar, þar sem hann var hótelstjóri
í tæp tólf ár. Hann segir að heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur í til-
efni afmælis Siglufjarðar hafi staðið upp úr, en Viðar sá um stóran
hluta hátíðarhaldanna. „Árin á Siglufirði voru mjög skemmtileg og
lífleg en því miður fór fólki fækkandi og það endaði með að ég fór
líka,“ segir Viðar fullur eftirsjár.
Viðar á líka 48 ára brúðkaupsafmæli í dag. „Mér þótti það mjög
heppilegt að gifta mig á afmælisdeginum mínum, því þá myndi ég
ekki gleyma brúðkaupsdeginum mínum,“ útskýrir hann, „það er eng-
in hætta á að maður gleymi að koma heim með blóm ef maður man
eftir afmælinu sínu,“ bætir hann við glettinn. andresth@mbl.is
Viðar Ottesen sjötugur
Á líka brúðkaupsafmæli
;)Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is