24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 30
Amsterdam 22
Alicante 27
Barcelona 28
Berlín 24
Las Palmas 24
Dublin 17
Frankfurt 21
Glasgow 16
Brussel 22
Hamborg 22
Helsinki 15
Kaupmannahöfn 17
London 22
Madrid 35
Mílanó 33
Montreal 18
Lúxemborg 20
New York 21
Nuuk 5
Orlando 26
Osló 18
Genf 30
París 23
Mallorca 28
Stokkhólmur 17
Þórshöfn 8
Austan og norðaustan 3-8 metra á sekúndu,
víða bjart veður, en skúrir inn til landsinds,
einkum síðdegis. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suð-
vestantil.
VEÐRIÐ Í DAG
9
11
6
8 9
Allt að sextán stiga hiti
Rigning verður á Norðurlandi, að minnsta
kosti hluta úr degi. Örlítið kaldara verður á
Austurlandi en rigningarlaust. Hlyjast verðu á
Suður- og Vesturlandi og rigningarlaust.
VEÐRIÐ Á MORGUN
10
11
6
9 8
Hlýjast sunnanlands
„Þessi niðurstaða kemur mér mjög á óvart og
er augljóslega á skjön við alla hugsun í lögum um
innherjaviðskipti og alþjóðlegar venjur,“ segir
Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Sam-
taka fjárfesta, um skoðun efnahagsbrotadeildar á
sölu þriggja stjórnarmanna í SPRON á hlutum
sínum í félaginu. Efnahagsbrotadeildin telur ekki
vera tilefni til þess að hefja opinbera rannsókn
„vegna gruns um refsiverða hegðun“, eins og
orðrétt segir í bréfi Helga Magnúsar Gunnarsson
saksóknara efnahagsbrota til Samtaka fjárfesta.
Hildur Petersen, Ásgeir Baldurs og Gunnar
Þór Gíslason, sem voru öll stjórnarmenn í
SPRON, seldu hluta af stofnfjárhlutum sínum
fyrir 196 milljónir að nafnvirði skömmu áður en
félagið var skráð á markað í október í fyrra.
Gunnar Þór og félög tengd honum seldu fyrir
stærsta hluta eða um 188 milljónir. Raunvirði
þessara hluta á þeim tíma sem þeir voru seldir
var á milli tveggja og þriggja milljarða.
Ekki var upplýst um sölu stjórnarmannanna
á hlutunum fyrr en hún var gagnrýnd harðlega
af Jóhannesi Karli Sveinsson hæstaréttarlög-
manni í dómsmáli Saga Capital gegn Insolidum
ehf. Insolidum, sem er í helmingseigu Daggar
Pálsdóttur varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins,
keypti hluta stofnfjárbréfanna sem Gunnar Þór
seldi. Stjórnin svaraði því til, aðspurð hvers vegna
ekki hefði verið upplýst um sölu stjórnarmann-
anna, að Fjármálaeftirlitið (FME) hefði bannað
það. Þessu mati stjórnar SPRON var Fjármálaeft-
irlitið ósammála og sagði stjórnarmenn SPRON
hafa getað upplýst um söluna ef þeir hefðu viljað.
„Það liggur í augum uppi að stjórn SPRON
hafði undir höndum innherjaupplýsingar um hag
félagsins sem aðrir höfðu ekki. Stjórn SPRON var
að skora á aðra að kaupa í félaginu með annarri
hendinni en á sama var hún að selja hluti leynilega
með hinni hendinni. Það er áfall fyrir fjárfesta,
sem hafa tapað stórkostlega á hörmulegu gengi
SPRON á markaði, að þetta skuli ekki vera rann-
sakað,“ segir Vilhjálmur.
magnush@24stundir.is
Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra (RLS) rannsakar ekki sölu stjórnarmanna í SPRON
Segir niðurstöðu RLS áfall fyrir fjárfesta
SPRON Gengi SPRON
hefur lækkað úr 18,7 í
3,58 síðan félagið var
skráð á markað.
„Hraðamerkingar eru alþjóðlegar en út-
lendingar keyra oftast mun hraðar en
Íslendingar á vegum landsins,“ segir
Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu
og bætir við að erlendir gestir bregði
því oft við að allt aðrar reglur gildi í
heimalandi sínu.
Sigurður segir að umferðarmerkingum
sé ekki ábótavant á landinu og að víða
séu útskýringar á ensku.
„Gerð var bragabót á viðurlögum vegna
hraðaksturs í fyrrasumar,“ segir Sig-
urður. Auk þessa hafði lögreglan á Hvolfsvelli og Sjóvá frumkvæði að
því að dreifa einblöðungi á ensku með upplýsingum um leyfilegan há-
markshraða og hættum á vegum.
„Slysin gerast aðallega þegar skipt er yfir á malarvegi, því erlendir gest-
ir átta sig ekki á muninum á bundnu slitlagi og möl,“ segir starfs-
maður Hertz bílaleigunnar. Hámarkshraði á malarvegum landsins er
80 km á klst. en annars er leyfður hámarkshraði 90 km á klst. áb
Hraðakstur erlendra gesta
Seðlabankinn mun í dag, fyrir
hönd ríkissjóðs, bjóða út stutt
ríkisbréf í tveimur flokkum af
þremur sem ríkisstjórnin boðaði
fyrir helgi. Boðið eru út bréf fyrir
15 milljarða króna með gjalddaga
í lok þessar árs og bréf fyrir 10
milljarða með gjalddaga um mitt
næsta ár. ejg
Ríkisbréf fyrir
25 milljarða
Kaupþing hefur tilkynnt að von
sé á nýjum íbúðalánum frá bank-
anum. Verða boðin út sérvarin
skuldabréf, með lánshæfismatinu
Aaa frá Moody’s, einu sinni í
hverjum ársfjórðungi, til að fjár-
magna nýju lánin.
Kjör á nýju íbúðalánunum fara
eftir niðurstöðu útboðsins, en lán
þessi verða með 0,9% álagi ofan á
vexti skuldabréfanna. Komi til
breytingar á vöxtum íbúðalána
vegna fyrsta útboðsins, verður
hún tilkynnt að morgni dags 30.
júní og tekur gildi þegar í stað,
segir jafnframt í tilkynningunni.
hos
Von á nýjum íbúðalánum
Eftir Ásu Baldursdóttur
asab@24stundir.is
„Við erum að vinna að fram-
kvæmdaáætlun um uppbyggingu
á búsetu fyrir fatlaða, biðlistarnir
eru of langir að okkar mati,“ segir
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og
tryggingamálaráðherra.
„Biðin eftir búsetuúrræðum
fatlaðra er mest í Reykjavík og á
Reykjanesi,“ segir hún.
Það eru um 30 fötluð börn sem
eru í brýnni þörf eftir búsetuúr-
ræðum í Reykjavík og á Reykja-
nesi en biðlistar almennt fyrir
framtíðarúrræðum eru lengri.
Fötluð börn í mikilli þörf eftir
búsetuúrræðum, skammtímavist-
un og stoðþjónustu eru á bið-
lististum víðar á landinu.
„Mjög brýnt er að bregðast við
þessu á næstu tveimur árum,“
segir Jóhanna og bætir við að fjár-
lögin ráði því hversu hratt verði
hægt að fara í uppbygginguna.
Fjármagn til ráðstöfunar
„Raunaukning við málaflokk-
inn almennt hefur verið 800-900
milljónir króna milli árana 2007-
2008,“ segir hún og bætir við að
efling stoðþjónustu á vegum
svæðisskrifstofanna og félagasam-
taka hafi gert fötluðum betur
kleift að búa heima. „Engu að síð-
ur eru of margir fatlaðir sem
þurfa á búsetu- og þjónustuúr-
ræðum að halda og munum við
vinna ötullega að lausn þeirra
mála“.
Framkvæmdaáætlanir
Á næsta ári mun ný skamm-
tímavistun fyrir fötluð börn opna
á Reykjanesi og er ætlað að mæta
biðlistum á svæðinu.
„Við munum setja fram fram-
kvæmdaáætlun til 4-5 ára vegna
uppbyggingu á búsetuúrræðum
fyrir fatlaða, til að mæta biðlist-
unum sem eru of langir,“ segir
hún.
Unnið er að flytja málaflokkinn
yfir til sveita árið 2011 og tilfærslu
fjármuna frá ríkinu til sveitafélag-
anna. „Mjög mikilvægt er að
sveitafélögin sjái um nærþjón-
ustuna eins og tíðkast í nágranna-
löndunum,“ segir Jóhanna.
Segir biðlistana
vera of langa
Jóhanna Sigurðardóttir telur brýnt að mæta búsetuþörf fatlaðra
Unnið að framkvæmdaáætlun um búsetuúrræði á næstu 2 árum
Jóhanna Telur
brýnt að bregðast
við búsetuþörf
fatlaðra.
➤ Fötluð börn í brýnni þörf eftirbúsetuúrræðum eru um 30
talsins í Reykjavík og á
Reykjanesi. Biðlistar eftir
þjónustu fyrir fatlaða eru
langir.
➤ Aðhaldsaðgerðir ríkisstjórn-arinnar í fjárlagagerð á næsta
ári munu eflaust hafa áhrif á
ráðstöfunarfjármagn mála-
flokksins.
FÖTLUÐ BÖRN BÍÐA
STUTT
● Lögreglan myndaði brot 15
ökumanna í Lönguhlíð í gær. Á
einni klukkustund fóru 162 þar
um og því óku nokkuð margir
ökumenn, eða 9%, of hratt.
Meðalhraði hinna brotlegu var
tæplega 64 km/klst. en þarna er
50 km hámarkshraði. Tveir óku
á 70 km hraða eða meira en sá
sem hraðast ók mældist á 76
km hraða.
● Tilkynning Þann 11. júlí nk.
mun verðskrá 24 stunda hækka
um 5%. Þetta á við um allar
auglýsingar. Ástæður þess að
nú er gripið til þessarar hækk-
unar er mikil hækkun á pappír
og dreifingu ásamt lægra gengi
krónunnar.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Svíar fagna alþjóðaári kartöfl-
unnar sem nú stendur yfir
með því að opna kartöflu-
skóla. Skólinn er rekinn undir
merkjum Háskóla Sameinuðu
þjóðanna, og er ætlað að leiða
saman kartöflusérfræðinga
víðs vegar að úr heiminum.
Skólinn er í bænum Alingsås,
þar sem fyrsta sænska kart-
aflan var gróðursett árið 1723.
aij
Opnar í Svíþjóð
Kartöfluskóli
SKONDIÐ
ostur.is
20% afsláttur
af Samlokuosti í sneiðum
í sérmerktum umbúðum
í næstu verslun.