24 stundir - 26.06.2008, Síða 4

24 stundir - 26.06.2008, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir Frábærir ferðafélagar DVD myndir í úrvali Tónlist fyrir ferðalagið NÝ OG GLÆSILEG BÚÐ Í HOLTAGÖRÐUM VIKUTILBOÐ OPIÐÖLL FIMMTUDAGSKVÖLD TIL KL. 21:00 Í SUMAR VÍKURHVARF 6 SÍMI 557 7720 WWW.VIKURVERK.IS Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Droplaugarstaðir glíma við halla- rekstur og ná ekki endum saman í rekstri. Daggjöld á mann á Drop- laugarstöðum nema rúmum 18 þúsund krónum, meðan einkarek- in hjúkrunardeild á Landakoti fær tæpar 20 þúsund krónur fyrir hvern vistmann. Ný hvíldarinn- lagnadeild Heilsuverndarstöðvar- innar þiggur nærri 23 þúsund krónur í daggjöld á hvern sjúkling. Skorið við nögl „Hér vantar meiri peninga. Reksturinn er ekki slæmur, en hver maður sér að það er of naumt skammtað,“ segir Ingibjörg Bern- höft, forstöðukona á Droplaugar- stöðum. „Meðan daggjöld hækk- uðu um 2,4% hækkaði neysluvísitalan um 5,8% og laun um 2,5%, þannig að daggjalda- hækkunin dugði ekki fyrir áhrifum vísitölunnar, hvað þá launahækk- unum.“ Nú stefnir í 40-50 millj- ónir í mínus fyrstu mánuði þessa árs. „Ef það er í lagi að taka boði um 22.960 kr. í daggjöld frá einka- aðila, þá hlýtur eins að vera hægt að hækka daggjöldin okkar til þess að við getum rekið heimilið sóma- samlega,“ segir Ingibjörg, en heim- ilið er með skuldahala frá 2004. Meiri skyldur en lakari kjör Munurinn á daggjöldum er mest nærri fimm þúsund krónur á mann á dag. Heilbrigðisráðuneytið segir húsaleigu og endurhæfingu skýra muninn. Ingibjörg bendir hinsvegar á að Heilsuverndarstöð- in hafni þyngstu sjúklingunum en Droplaugarstaðir taki við öllum. Sömuleiðis liggi fyrir að einka- rekna deildin á Landakoti njóti að- stoðar sem létti á rekstrinum, þar sem spítalinn taki þrjár næturvakt- ir í viku á deildinni, sem samt fær hærri daggjöld en Droplaugarstað- ir. Ákvörðun um útboð frestað Jórunn Frímannsdóttir, formað- ur velferðarráðs Reykjavíkurborg- ar, lagði í gær fram tillögu í velferð- arráði um að rekstur Droplaugarstaða yrði boðinn út. Tillagan hlaut ekki afgreiðslu en var frestað, að beiðni minnihlut- ans. „Ég átti alveg eins von á því,“ segir Jórunn. Hún segir meirihlut- ann stefna að því að fá heimild til að bjóða reksturinn út í haust. „Borgin nær ekki að reka heimilið á þeim daggjöldum frá ríkinu sem flestir fá.“ Reksturinn er samt eft- irsóttur af öðrum að mati Jórunn- ar. „Sóltún hefur sent formlegt er- indi en fleiri hafa líka sýnt áhuga.“ Jórunn segir ekki hægt að bera saman daggjöld vegna hvíldarinn- lagna og önnur daggjöld. „Þetta er ólík þjónusta.“ Við Snorrabraut Ríkið vill ekki borga hærri daggjöld og skuldahali Droplaugarstaða lengist sífellt. Ólík daggjöld, ólíkur rekstur  Tillögu um að bjóða út rekstur Droplaugarstaða var frestað í gær  Heimilið tapar tugmilljónum árlega því daggjöldin duga ekki ➤ Hjúkrunarheimilið Droplaug-arstaðir við Snorrabraut er rekið af Reykjavíkurborg og nær ekki endum saman. ➤ Uppsafnaður halli allt fráárinu 2004 nemur 175 millj- ónum. DROPLAUGARSTAÐIR Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Að þessu sinni var gerð verðkönnun á poka af Extra- tyggjói með „sweat fruit“-bragði, 25 stk. eru í pok- anum. Í flestum tilfellum eru aðrar bragðtegundir á sama verði. Verðmunurinn var talsverður eða 75% á hæsta og lægsta verði. Athugið að könnunin er ekki tæmandi. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýs- ingum. 75% munur á Extra Kristín Einarsdóttir NEYTENDAVAKTIN Extra tyggjó í poka Söluaðili Verð Munur Bónus 108 Fjarðarkaup 138 27,8% Select 145 34,3% N1 155 43,5% Aktu taktu 175 62,0% 10-11 189 75,0% Hveragerðisbær þarf að bera mik- inn kostnað vegna klórslyss- ins í Varmá í nóv- ember á síðasta ári. Veiðifélag Varmár og Þor- leifslækjar hafa farið fram á að bærinn greiði þeim 2,3 milljónir í bætur. Ekki er mælt með veiði í ánni í sumar en bótakrafan miðast við leigu- greiðslu árinnar í eitt ár. Hveragerðisbær leitaði eftir fjár- stuðningi frá ríkinu vegna máls- ins en var hafnað. Rannsókn- arkostnaður í og við ána, aðgerðir við sundlaug bæjarins og aðgerðir til úrbóta bætast svo væntanlega við kostnað hjá sveit- arfélaginu. áb Klórslysið í fyrra kostnaðarsamt Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík sími 568 2870 Útsala! www.friendtex.is Mikið úrval af fallegum fatnaði Dúndur útsala !

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.