24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir
Heppinn áskrifandi að Lottóinu fer á
Ólympíuleikana í Peking í ágúst.
Nú fer hver að verða síðastur að gerast áskrifandi!
Dregið 28. júní.
Keppni
í heppni!
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórn-
arandstöðuflokks Simbabve, segir
að alþjóðasamfélagið verði að taka
einarða afstöðu gegn forsetanum
Robert Mugabe. Óttast hann að ella
steypist landið í frekari hörmungar.
Tsvangirai hefur undanfarna
daga hafst við í sendiráði Hollend-
inga í Harare, höfuðborg Sim-
babve. Þar leitaði hann hælis, þar
sem hann óttaðist um líf sitt. Dvöl-
ina í sendiráðinu hefur hann nýtt
til að senda leiðtogum grannríkj-
anna skeyti. Í gær birti breska blað-
ið Guardian bréf eftir Tsvangirai,
þar sem hann lýsti áhyggjum sínum
af framvindu mála.
Kallar eftir alþjóðaliði
„Afríka hefur auðvitað séð þetta
allt saman áður,“ segir Tsvangirai í
bréfinu sem Guardian birti. „At-
burðarásin í Simbabve er skugga-
lega kunnugleg. Valdasjúkur harð-
stjóri heldur þjóð sinni í gíslingu
sinna eigin ranghugmynda, brýtur
niður von þjóðarinnar og leikur á
alþjóðasamfélagið.“
Tsvangirai gagnrýndi málamiðl-
unartilraunir Mbekis, forseta Suð-
ur-Afríku, sem hann segir sýna
Mugabe of mikla linkind. „Við
biðjum Sameinuðu þjóðirnar að
ganga lengra en þær gerðu í ályktun
sinni – að fordæma ofbeldið í Sim-
babve, að taka upp virka einangr-
unarstefnu gagnvart einræðisherr-
anum Mugabe.“
Í því skyni vill Tsvangirai að al-
þjóðlegt herlið verði sent til að gæta
friðar í landinu.
„Ég er ekki að biðja um hvaða
hernaðaríhlutun sem er, heldur vil
ég sjá vopnaða friðargæsluliða,“
segir Tsvangirai. „Sáttaumleitunina
má ekki vinna með hangandi
hendi. Tími aðgerða er runninn
upp. Þjóðin þolir enga bið.“
Kosið án andstöðunnar
Mugabe forseti hyggst halda því
til streitu að láta seinni umferð for-
setakosninga fara fram á morgun –
þótt hann sé orðinn einn í fram-
boði. Í ríkisrekna dagblaðinu Her-
ald er haft eftir Mugabe að hann sé
reiðubúinn til viðræðna, en á sín-
um forsendum. Er það talið til
marks um að hann vilji nota kosn-
ingarnar á föstudag til að festa sig í
sessi í forsetastólnum, enda hafi
hann hlotið færri atkvæði en mót-
herji sinn í fyrri umferð kosning-
anna. Þegar sú staðfesting verði fyr-
ir hendi verði hann tilbúinn til
viðræðna.
Tsvangirai kveður fast að orði
um kosningarnar á morgun. „Þetta
eru ekki kosningar. Þetta er stríð.
Mugabe hefur lýst yfir stríði og við
viljum ekki taka þátt í því.“
Leiðtogar ríkja í sunnanverðri
Afríku ræddu ástandið í Simbabve í
gær. Hvöttu þeir Mugabe til að
fresta kosningunum og báða aðila
til að ræða málin.
Tsvangirai óttast að
vont versni í Simbabve
Hvetur alþjóðasamfélagið til að einangra Mugabe forseta Vill að alþjóðalið gæti friðar í landinu
Meðmæli Stuðningsmenn
stjórnarflokks Mugabes létu
í sér heyra í gær. ➤
Morgan Tsvangirai hefur sett
fram fjórar kröfur sem hann
segir vera lykilinn að lausn
deilunnar í Simbabve.
➤ Til að viðræður um kröfurnarkomist af stað segir hann alla
aðila verða að viðurkenna
umfang vandans.
➤ Ofbeldi ljúki þegar í stað.Hópar vígamanna snúi til síns
heima og vegatálmar verði
teknir niður.
➤ Mannúðaraðstoð verði leyftað berast til landsins.
➤ Allir sem hlutu þingkosningu29. mars síðastliðinn verði
svarnir í embætti.
➤ Allir pólitískir fangar verðileystir úr haldi.
KRÖFUR TSVANGIRAIS
Bill Clinton, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseti, mun leggja lóð sín á
vogarskálarnar til að Barack
Obama hafi betur í slagnum um
Hvíta húsið í haust. Hefur hann
heitið Obama fullum stuðningi,
eftir að hafa verið tregur til.
Obama var helsti keppinautur
Hillary, eiginkonu Clintons, um
útnefningu Demókrataflokksins í
forsetasæti.
Hvert framlag Clintons til bar-
áttunnar verður er enn ekki ljóst,
en hann nýtur mikilla vinsælda í
ýmsum þjóðfélagshópum sem
Obama þykir ekki ná nógu vel til –
sér í lagi hvíts lágtekjufólks í dreif-
býli.
Obama fagnar stuðningsyfirlýs-
ingunni, og segist þurfa aðstoðar
beggja Clinton-hjónanna við til að
ná kjöri. „Þau þurfa að beita sér
mikið í þágu forsetaframboðsins,“
sagði Obama í viðtali við frétta-
stöðina CNN. „Ég mun þurfa á
þeim að halda.“
Obama og Hillary Clinton
munu halda sameiginlega fjáröflun
á morgun, þar sem meðal annars
stendur til að safna 10 milljónum
dala til að greiða niður skuldir
Clinton vegna framboðs síns. aij
Grær um heilt í Bandaríkjunum
Bill Clinton styður
Barack Obama
Sáttur Forsetinn fyrrverandi veðjar á
Obama í næstu kosningum.
Mismunun og ofbeldi á grund-
velli kynþáttar eru viðvarandi
vandamál innan Evrópusambands-
ins, sem of fá aðildarríki berjast
nægjanlega gegn. Þetta kemur fram
í ársskýrslu Evrópustofnunar um
grundvallarréttindi.
Bretland og Frakkland eru efst á
lista yfir níu ríki sem stunda virka
baráttu gegn kynþáttafordómum
og útlendingahatri. Á árunum
2006-7 féllu þar til að mynda 95
dómar – fleiri en samanlagt í öðr-
um aðildarríkjum ESB.
Í tólf ríkjum var enginn dæmdur
á tímabilinu – sem stofnuninni
þykir frekar benda til þess að laga-
úrræði skorti, en að kynþáttafor-
dómar séu þar engir. aij
Tólf Evrópusambandsríki átalin
Of miklir fordómar