24 stundir


24 stundir - 26.06.2008, Qupperneq 18

24 stundir - 26.06.2008, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Bankarnir liggja undir grun um að hafa sýslað með krónuna. Með gjaldeyrisviðskiptum hafa þeir náð að hala inn 80 milljörðum í tekjur á þessum ársfjórðungi. Mestur hefur hagnaður Kaupþings verið, um eða rúmur helmingur upphæðarinnar. Akkur bankanna sé að sýna fram á betri afkomu í ársfjórðungsuppgjöri sínu út á við. Nei, segja bankarnir en af veikum mætti. „Alls ekki,“ sagði Lárus Welding, forstjóri Glitnis, í viðtali við Mark- aðinn í gær. Hann bætti svo við. „En það er ljóst að af því að við þurfum að hafa eigið fé okkar í krónum neyðumst við til að verja okkar eigið fé.“ Þessi gengishagnaður bankanna samrýmist ekki hag almennings, sem við veikingu krónunnar, greiðir hærri afborganir af erlendum lánum, meira fyrir matvöruna og eldsneytið, svo eitthvað sé nefnt. Dýrara verður að lifa. Í forsíðufrétt 24 stunda í gær segist Edda Rós Karlsdóttir, hjá greining- ardeild Landsbankans, ekki telja að bankarnir hafi vísvitandi fellt gengi krónunnar. „Ég hef ekki trú á að því að einhver bankanna standi að þessu.“ Svo bendir hún á að fólk megi ekki gleyma því þegar það talar um veikingu krónunnar að hún komi ekki aðeins illa við viðskiptavini banka heldur einnig bankana sjálfa til lengri tíma. Eru orðin þrjú í lok setningarinnar lykilorðin? Einmitt þau að veikingin kemur aðeins illa við bankana til lengri tíma? Það er þegar fólkið getur ekki lengur staðið undir skuldbindingum sínum? Og hvað þarf mörg gjaldþrot til að dekka 80 milljarða hagnað – áttatíu þúsund milljónir króna? Viðskiptaráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV að hann biði eftir niðurstöðu athugunar Seðlabankans á því hvers vegna gengið féll í mars. Það þurfi að vera þekkt hvað valdi snörpum gengisbreytingum. Sér- staklega þegar menn liggi undir ámæli um að stuðla að því. Hreinsa þurfi borðið með afgerandi hætti. Það hlýtur að vera bönkunum mikilvægt að hrista óorðið af sér, nú þegar bankamenn neita að hafa vís- vitandi haft áhrif á gengið til að fegra bókhaldið. Það er alvarlegt að liggja undir ámæli um að rýra kjör allra landsmanna í gróðavon. Og ef bankarnir telja ásak- anirnar óverðskuldaðar þætti mörgum eðlilegt að sjá þá leggja meira í sölurnar til að bjarga trúverðugleika sínum. Þeir ættu ekki að bíða eftir niðurstöðu rannsóknar Seðlabankans. Er eins dauði annars brauð? Með því að hafa eigin gjaldmiðil búum við yfir sveigjanleika sem ekki gefst kostur á í mynt- samstarfi, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra sem ávarpaði málþing fjárfesta í London. Með þessum orðum er forsætisráðherra að segja að hann ætli að halda áfram á þeirri leið sem hefur leitt yfir okkur það ástand sem við bú- um við og staðfestir úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar. Það liggur fyr- ir að það dugi vart minna en 1.000 milljarða til þess að koma í veg fyrir sveiflur krónunnar. Rík- issjóður botnskuldsetur sig … Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is BLOGGARINN Úrræðaleysi Um leið og maður skilur það vel að flugfélögin þurfi að draga saman seglin, vonast maður til þess að þetta verði gert á þann veg að það verði ekki verra að ferðast með þeim en í dag. Nógu slæmt finnst manni nú oft ástandið, þegar maður er að ferðast með þessum flugfélögum. Ekki skiptir þá máli hjá hvoru maður er að ferðast. Mest vorkennir maður auðvitað starfsfólkinu þessa dagana. Ótrú- legt hvað það er farið mörg ár aft- ur í tímann miðað við fréttir kvöldsins. Fólki sagt upp með allt að 9 ára starfsreynslu! Tómas Hafliðason eyjan.is/goto/tomash Slæmt ástand Getur verið að gjaldfelling krón- unnar undanfarið sé ekki ein- ungis bönkunum hagstæð vegna ársfjórðungs- uppgjörsins, heldur eykur ekki síður sem þrýst- ingur á Seðla- banka Íslands að heimila þeim að gera upp í evrum? Seðlabankinn og forsætisráðherra hamast hins vegar á móti, því sú heimild er jú enn eitt skrefið í átt til óbeinnar Evruvæðingar ís- lenska hagkerfisins. Eins og venjulega borgar almenn- ingur stríðskostnaðinn … Það væri fróðlegt að sjá sam- antekt á því hver hann er orðinn. Gestur Guðjónsson gesturgudjonsson.blog.is Stríðskostnaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Fjöldauppsagnir flugfólks hjá Icelandair hafa verið mikið til umfjöllunar í fjöl- miðlum síðustu daga og m.a. hér í þessu blaði. Það er afskaplega sorglegt þegar burðarásar í atvinnulífinu eins og Icelandair þurfa að grípa til jafnróttæks nið- urskurðar og raunin er. Verði af þessum uppsögnum mun það hafa gríðarlega slæm áhrif á mörg heimili. Mig langar hins vegar til að vekja hér athygli á nokkru sem er EKKI í fréttum og tengist stétt flugmanna. Það eru engar fréttir af niðurskurði hjá Iceland Express, sem kallar sig flugfélag að tilefnislausu. Ástæðan er sú að þar starfa alls engir flugmenn. Fyrirtækið nýtir er- lend flugfélög sem yfirleitt hafa verktaka í vinnu, en ekki launamenn. Íslenska flugfélagið JetX er annað fyrirtæki sem er ekki í fréttum vegna niðurskurðar. Það flugfélag keppir við Icelandair á íslenskum mark- aði, en hefur ekki boðið einum einasta flugmanni að starfa samkvæmt íslenskum kjarasamningi. Icelandair er rótgróið fyrirtæki og virðist að sumu leyti gjalda þess. Þar starfa allir flugmenn og flugfreyjur/-þjónar samkvæmt íslenskum kjarasamningi. Forysta stétt- arfélags flugmanna (FÍA) hefur lengi vakið athygli á misjafnri aðstöðu flugfélaga sem keppa á markaðnum til og frá Íslandi. Þessi aðstöðumunur felst m.a. í mis- jöfnu starfsmannahaldi, þ.e. hvort flugmenn sinna vinnu sinni sem verktakar eða sem launþegar. Þennan aðstöðumun þarf að laga. Eins og staðan er núna virð- ast launaþegarnir vera á undanhaldi og verktakavæð- ingin að ná fótfestu, sem er afspyrnuslæm þróun. Það er hins vegar ljóst að fyrirtækin verða að aðlaga sig. Ef það á að vera viðurkennt að einstaklingur geti verið sitt eigið fyrirtæki/verktaki, til þess að fyrirtækin og einstaklingar greiði minni skatta, þá skulum við einhenda okkur í það. Af- leiðingin verður þá sú að færri standa undir okkar sameiginlega sjóði, rík- issjóði, og því sem undir hann heyrir. Vonandi er það ekki framtíðin að flugmenn verði allir sitt eigið ehf. með höfuðstöðvar í erlendum skattaparadísum? Með von um betri tíð Höfundur er formaður Félags íslenzkra at- vinnuflugmanna. Flugið er stór iðja ÁLIT Jóhannes Bjarni Guðmundsson

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.