Morgunblaðið - 13.07.2008, Side 1
S U N N U D A G U R 1 3. J Ú L Í 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
190. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
REYKJAVÍKREYKJAVÍK
LITSKRÚÐ OG EFNIÐ
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
FRÉTTIR
Henson heldur
minningum til haga
Leikhús
í sumar >> 49
- munurinn felst í Gaggenau
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
Eftir Oddnýju Helgadóttur
oddny@mbl.is
NEIKVÆÐAR fréttir um efnahagsástandið hafa
dunið á Íslendingum undanfarnar vikur og mán-
uði. Versnandi efnahagur, verðhækkanir og at-
vinnuleysi hanga eins og skuggi yfir fólki.
Sumir þykjast þó sjá viss tækifæri í samdrætt-
inum. Þannig vonast umhverfisverndarsinnar til
þess að fólk keyri nú minna og dragi úr sóun og
óhóflegri neyslu. Þá hefur verið bent á að fólk setj-
ist oft á skólabekk á meðan efnahagsörðugleikar
ganga yfir og sumir segja að listir og menning
arnir hafa auglýst sig grimmt undanfarna mánuði
og hugsanlega hafa auglýsingar og samkeppni
áhrif á aðsókn í háskólanám.
Listamenn virðast ekki hafa mikla trú á því að
kreppa sé listum holl. Undanfarin ár hefur um-
hverfi lista hér á landi breyst talsvert. Fyrirtæki
og einkaaðilar hafa í síauknum mæli styrkt menn-
ingarstarfsemi og listir. Þegar hallar undir fæti í
einkageiranum getur það því haft mikil áhrif á list-
sköpun. Það er ekki laust við að sjálfstætt starf-
andi listamenn séu áhyggjufullir.
Glætan í samdrættinum
Efnahagsörðugleikar geta orðið kveikja að endurskoðun lífshátta og neysluvenja Samdrátturinn er
fólki ofarlega í huga en mun það verða til þess að bensínnotkun og neysla dragist saman?
Með kreppuna | 10
blómstri þegar verst lætur. Eiga þessi sjónarmið
rétt á sér eða eru þau barnaleg bjartsýni?
Það er ekki sjálfgefið að fólk breyti neysluvenj-
um eða spari þegar harðnar á dalnum, sums stað-
ar hefur það m.a.s. sýnt sig að umframeyðsla
eykst þegar kreppir að.
Ýmislegt virðist þó benda til þess að Íslend-
ingar séu að temja sér breyttar neysluvenjur.
Fólk keyrir minna og neysla hefur almennt dreg-
ist nokkuð saman.
Umsóknir um háskólanám eru líka fleiri en
nokkru sinni fyrr. Enn er nokkuð snemmt að
tengja þá þróun beint við efnahagsástand. Háskól- Neyslan Hefur samdráttur áhrif?
Bylting í rafbílum gæti verið hand-
an við hornið. Komnar eru fram
nýjar rafhlöður sem flýtt gætu fyrir
því að bensínhákurinn verði leystur
af hólmi. Kapphlaup bílaframleið-
enda um rafbílinn er hafið.
Rafbílabyltingin
innan seilingar?
Forsetaefni repúblikana, John
McCain öldungadeildarþingmaður
frá Arizona, stendur höllum fæti í
skoðanakönnunum. En hann er
reyndur og á ýmis sóknarfæri.
Baráttujaxlinn
McCain
Sjálfsvígsárásir voru fátíðar í Afg-
anistan fyrir innrásina í Írak. Nú
eru þær óhugnanlega tíðar og fer
ástandið líka versnandi í Kabúl þar
sem mest hefur verið öryggið.
Hrina sjálfsvígs-
árása í Afganistan
SIGURÐUR Guðmundsson í
Hjálmum lætur ekki deigan síga.
Hann hefur verið í hljómsveitinni
Hjálmum í fjögur ár að undanskildu
stuttu tímabili eftir að hljómsveitin
hætti. Hjálmar hafa spilað víða inn-
anlands og erlendis og leikið með
Megasi og fleiri þekktum tónlist-
armönnum.
Hann er kominn af tónlistarfólki
og mikil tónlist var á heimilinu. Sig-
urður hefur verið í tónlist frá því
hann man eftir sér en kunni ekki við
að vera í lúðrasveit.
Á plötunni Oft spurði ég mömmu
syngur Sigurður á yfirvegaðan hátt
dægurperlur sem flestar eru komn-
ar til ára sinna. Platan hefur fengið
frábærar viðtökur og er leikin á
flestum ef ekki öllum útvarps-
stöðvum landsins um þessar mundir.
Sigurður segist telja að dægurlög
sem ná vinsældum verði smám sam-
an að þjóðlögum. „Mér finnst ekki
skipta máli hvort lag sé sungið beint
upp úr bók. Ef dægurlag verður vin-
sælt og lifir nógu lengi verður það
almenningseign og að lokum þjóð-
lag. Það syngur enginn þjóðlögin ná-
kvæmlega eins.“
Þegar hann er spurður hvað sé á
döfinni segir hann að einhver hafi
spurt hvort það verði ekki jólaplata í
haust. „Ætli sé bara ekki best að
fara að snúa sér að undirbún-
ingnum.“
Alvarlegur verður Siggi ekki hann sjálfur og við tekur andlegur dauði
Dægurperlur
eru þjóðlög
framtíðarinnar
Morgunblaðið/G.Rúnar
Vinsæl víða „Platan hefur heyrst á öllum stöðvum, allt frá FM til Gufunnar.
Ég held að það sé algert heimsmet,“ segir Sigurður um nýju plötuna.
Í HNOTSKURN
»Nýjasta plata Sigurðar,Oft spurði ég mömmu,
inniheldur 12 gömul lög og
eitt nýtt.
»Öll eru lögin tekin upp áeina rás með segulbands-
tæki.
Hrærist í tónlist | 44
VIKUSPEGILL