Morgunblaðið - 13.07.2008, Page 4

Morgunblaðið - 13.07.2008, Page 4
4 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sigurð Boga Sævarsson LEIT að betra lífi og frelsisþrá er það sem ís- lenskir landnámsmenn og fimmmenningarnir í rokksveitinni Rolling Stones eiga sammerkt. Löngunin í kraftmikla tónlist og eitthvað annað en staðnað tónlistarlíf Bretlands varð hvatinn að því að hljómsveitin var stofnuð og varð, ásamt öðru, kyndilberi frelsis í stöðnuðu þjóðfélagi bug- uðu af afleiðingum loftárása Þjóðverja. Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, sem fór fyrir kvöldgöngu á Þingvöllum sl. fimmtudagskvöld þar sem arkað var um Almannagjá og þinghelgina. Sterk líkindi Fjölmargir tóku þátt í kvöldgöngunni með sýslumanni Árnesinga sem þekktur er sem gall- harður aðdáandi Rolling Stones og þekkir sögu sveitarinnar flestum betur. Á Þingvöllum er stað- ið fyrir skipulögðum gönguferðum á hverju fimmtudagskvöldi í allt sumar. Göngurnar leiðir fólk sem er gagnkunnugt Þingvöllum og þekkir sögu staðarins, hvert frá sínu sjónarhorni. Eink- um og helst hafa menn nálgast söguna með til- vísun til hins íslenska menningararfs. Óvenju- legra er hins vegar að ræða í sömu andrá um Þingvelli og rokksveit hinna rúllandi steina. Til- svörunin er hins vegar býsna sterk þegar nánar er skoðuð eins og Ólafur Helgi benti á með traustum rökum. „Heimspeki félaganna í Rolling Stones fólst fyrst og fremst í því að njóta sjálfstæðis og bera ekki ok fyrri kynslóða á herðum sínum. Þar eru komin afar sterk líkindi með þeim félögum og Ís- lendingum sem stofnuðu Alþingi í framhaldi þess að hafa flúið ok Noregskonunga og haldið til Ís- lands. Til hvers notuðu Íslendingar frelsi sitt? Til þess að koma hér upp eigin ríki, goðaveldi eða þjóðveldinu eins og það hefur stundum verið nefnt og var við lýði frá 930 til 1262.“ Sveigja undir siðferði Ólafur Helgi gekk með hópinn meðfram Drekkingarhyl, hvar konum var drekkt fyrr á öldum ættu þær börn með mönnum sem þær vildu ekki þýðast. Sagði hann að nútímamenn ættu sjálfsagt erfitt með að skilja þá grimmd- arhugsun sem þar hefði að baki búið. Slíkt hefði þó væntanlega verið sprottið af þörf yfirvalda til hafa tak á þegnunum og sveigja undir æskilegt siðferði. Í þessu sambandi vísaði Ólafur Helgi aftur til Rolling Stones og lags sveitarinnar frá 1966, „Under my thumb“ sem þýða mætti Undir þuml- inum. Þar er sungið um hvernig sögumaður hefur náð að kúga stúlku undir vilja sinn svo hún klæð- ist þeim fötum sem söngvarinn vill hverju sinni. „Það er karlmaðurinn sem valdið hefur. Hvar hefst kúgun kvenna og hvar lýkur henni? Þeirri spurningu verður ekki svarað auðveldlega en ljóst er þó að oft tekur kúgunin sjálf völdin af kúgaranum og gengur lengra en upphaflega hugsunin náði til. Einhverra hluta vegna tengdist þetta annars ágæta lag í vitund minni Drekking- arhyl og sú hugsun hefur oft vaknað síðan þegar ég fer hér um.“ Ólafur Helgi tíndi til ýmis fleiri dæmi um frels- isþrá Rollinganna og Þingvallasögur frá fyrri öld- um og lagði að jöfnu. Bætti við að hvað sem mönnum þætti annars um hljómsveitina væru liðsmenn hennar hæst launaðir skemmtikrafta í heiminum í dag. Þeirra víkingaferð væri ekki lok- ið þótt íslenskir víkingar legðu ekki í hernað með sama hætti og fyrr. Þeir slægju hvert metið af öðru í tekjuöflun líkt og Íslendingar hafa gert fram undir þetta. Fyrir tæpum 20 árum gaf Rolling Stones út lagið „Continental Drift“ sem þýðir einfaldlega Landrek. Sá titill á vel við á Þingvöllum því hvergi hérlendis gætir áhrifa landreksins jafn greinilega – enda er staðurinn á skilum jarðfleka tveggja heimsálfa. Frelsisþrá á flekaskilum  Ólafur Helgi Kjart- ansson sýslumaður bar íslenska landnámsmenn saman við Rolling Ston- es á kvöldgöngu um Þingvelli Ljósmynd/Sigurður Bogi Eftirtekt Göngufólk áði á Lögbergi og hlustaði af eftirtekt á sögu Þingvalla, helgasta stað Íslendinga, út frá sérstæðu sjónarhorni. „VAR tilviljun að forfeður okkar völdu á sínum tíma til þinghalds þann stað á Íslandi þar sem náttúran er hin fegursta, þar sem Evrópa og Ameríka mætast og hverfa hvor í sína áttina. Hér er landrekið sýnilegt og hefur áhrif á þá sem með fylgjast þótt hægt fari. Hér á Þing- völlum skulum við hafa í huga mikilvægi þess að Íslendingar haldi saman í framtíðinni og læri af því sem hér hefur gerst um aldir. Hér hefur íslenska þjóðin risið hæst og náð mest- um lægðum,“ sagði Ólafur Helgi. Þingvellir engin tilviljun Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Jón Hallsson frá Silfrastöðum í Blönduhlíð, nú vist- maður á Heilbrigðisstofnun Skaga- fjarðar, er eitt hundrað ára í dag. Jón fæddist á Brekkukoti ytra í Blönduhlíð 1908 en foreldrar hans þau, Ólína Jónasdóttir skáldkona og Hallur Jónsson, höfðu þá nýlega byrjað þar búskap. Ekki naut Jón föður síns lengi því Hallur drukknaði í Vesturósi Hér- aðsvatna ári síðar að vini sínum Jóni Ósmann ferjumanni ásjáandi, sem ekki fékk rönd við reist. Að Halli látnum brá Ólína búi og var með einkason sinn í vistum og vinnumennsku á ýmsum bæjum í Skagafirði, allt þar til Jón varð vinnufær, en þá varð hann sjálfur að sjá sér farborða og var ýmist í vega- vinnu eða vinnumennsku auk þess að vera tvær vertíðir í Sandgerði sem landmaður. Alla tíð hefur Jón átt lögheimili í Blönduhlíð utan þriggja ára sem hann var með móður sinni í vist í Vík í Staðarhreppi, frá 1935 á Silfrastöð- um en áður sjö ár á Úlfsstöðum í sömu sveit og enn er hann skráður til heimilis á Silfrastöðum þótt hann hafi nú dvalið nokkuð á annan tug ára á Heilbrigðisstofnuninni á Sauð- árkróki. Jón er stálminnugur og hress í tali og segir gott að geta litið sáttur yfir ævidaginn, sér hafi alla tíð liðið vel og gott hafi verið að búa hjá Silfra- staðafólkinu. Hann var lengstum fjármaður og gekk til beitarhúsa í Bessakoti hvern vetur um árabil. „Jarðsæld er ákaflega mikil á Silfrastöðum,“ segir Jón, „og sagt var að það væri grimmur góudagur ef ekki tæki í fjallinu,“ en nær alltaf hafi verið næg hey á Silfrastöðum enda féð létt á fóðrum vegna góðrar beitar, og segist hann líklega hafa gefið tæplega bagga á hverja á yfir veturinn. Jón var þaulkunnugur á öllum af- réttum, fór í göngur hvert ár frá unglingsárum og allt fram undir átt- rætt og sótti skilaréttir norður í Hörgárdal. Jón Hallsson kvæntist aldrei en á einn son, Ólaf Íshólm, sem búsettur er á Selfossi. Vinir og ættingjar Jóns munu halda honum kaffisamsæti á Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga í dag. 100 ára í dag og segir gott að geta litið sáttur yfir ævidaginn Morgunblaðið/Björn Björnsson Í nefið Jóni Hallssyni þykir gott að fá sér í nefið sér til hressingar. ÖLVAÐUR ökumaður slapp með skrekkinn þegar hann ók út af veg- inum á vegamótum Biskupstungna- brautar og Suðurlandsvegar í gær- morgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi sakaði manninn ekki en bif- reiðin er mikið skemmd. Maðurinn má þakka bílbeltum að ekki fór verr. Hann var sviptur ökurétt- indum til bráðabirgða. Lögreglan stöðvaði akstur tveggja annarra ökumanna aðfara- nótt laugardags vegna gruns um ölvun. Auk sektar mega þeir búast við ökuleyfissviptingu. Á föstudagskvöld stöðvaði lög- regla ökumann bifhjóls en sá ók hjóli sínu á 161 km hraða. Ók ölvaður út af veginum STUTT MIKILL munur er á kostnaði í tengslum við fótboltaiðkun barna fæddra 1994 og 1995 milli sveitarfé- laga. Ódýrast er að æfa fótbolta í Grindavík og Hafnarfirði. Þetta kemur fram á heimasíðu neytenda- samtaka Íslands. Í Grindavík greiða börn á grunn- skólaaldri engin æfingagjöld stundi þau íþróttir þar í bæ og sveitarfélag- ið greiðir íþróttafélögunum fyrir hvern iðkanda. Í Hafnarfirði er árs- gjaldið 40.000 krónur og íþrótta- styrkur sveitarfélagsins hljóðar upp á 36.000 krónur. Greiðsla iðkanda er því 4.000 krónur á ári. Dýrust er knattleiksiðkunin í Ár- borg. Þar er ársgjaldið 46.800 krón- ur og enginn styrkur fæst frá sveit- arfélaginu. 11 af 24 sveitarfélögum veita enga íþrótta- og tóm- stundastyrki en rétt er að taka fram að flest þeirra styrkja íþróttafélög fjárhagslega að einhverju leyti. haa@mbl.is Fótbolti mis- jafnlega dýr SKRÁÐ atvinnuleysi var 1,1% í júní og það er örlitlu hærra hlutfall en í maí. Að meðaltali voru 1.842 at- vinnulausir á mánuðinum eða 103 fleiri en í maí, að því er segir á vef ASÍ. Líkt og að undanförnu er ástand- ið verst á Suðurnesjum og Norður- landi eystra. Mjög gott ástand hefur verið á at- vinnumarkaði hér á landi síðustu ár en nú eru blikur á lofti. Búast má við að atvinnuleysi aukist hratt með haustinu. Dregið hefur úr fjölgun starfa og víða tilkynnt um upp- sagnir. Atvinnuleysi eykst TÖLUVERÐUR viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli á tíunda tím- anum í gærmorgun, í kjölfar þess að flugmaður lítillar Cessnu til- kynnti flugstjórn um bilun í öðrum hreyfli flugvélarinnar. Flugmanninum, sem var einn í vélinni, tókst að lenda heilu og höldnu á einum hreyfli. Lenti Cessnu á einum hreyfli Sögustund sýslumanns Ólafur Helgi Kjart- ansson á Hakinu. Í frásögn sinni lagði hann frels- isþrá félaganna í Rolling Stones og íslenskra landnámsmanna að jöfnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.