Morgunblaðið - 13.07.2008, Síða 11
Umsóknum um pláss í Háskólann í Reykjavík
fjölgaði mjög. Þar sóttu í fyrsta sinn fleiri en
2000 manns um pláss, og fengu um 40% þeirra
sem sóttu inngöngu. Mest fjölgaði umsóknum
um nám í tölvunarfræði, lýðheilsu og kennslu-
fræði. Eina deildin sem stóð í stað var við-
skiptafræðideild. Umsóknum í Listaháskóla Ís-
lands fjölgaði einnig nokkuð, mest á fata- og
vöruhönnunarbraut.
Fátækir listamenn
„Því er stundum haldið fram að fólk sæki
frekar í menningu og afþreyingu þegar kreppir
að og vissulega hefur listsköpun stundum staðið
í blóma þegar efnahagsástand hefur verið
slæmt,“ segir Gunnar Gunnsteinsson leikstjóri
og formaður sjálfstæðu leikhúsanna. „En ég er
ekki viss um að það sé rétt að tala um kreppu
eins og stendur.“ Hann segist þó finna fyrir
vissum beyg hjá leikurum sem starfa sjálfstætt
og telur að draga kunni úr framlögum einka-
aðila til lista á næstunni.
Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri,
segist bjartsýn á næsta leikár. „Þjóðleikhúsið
býr svo vel að vera fjármagnað af hinu opinbera
og er þar af leiðandi ekki háð samstarfsaðilum.
Auk þess er leikhús tiltölulega ódýr afþreying,
þannig að við höfum þá trú að aðsókn verði
áfram góð. Sagan segir okkur að samdráttur í
efnahagslífinu þarf ekki endilega að hafa í för
með sér samdrátt í listum og menningu, stund-
um er því þveröfugt farið.“
Magnús Geir Þórðarson, borgarleikhússtjóri,
telur líka að leikhúsið standi af sér samdrátt.
„Fólk þarf alltaf á menningu að halda, ekki síst
þegar illa árar. Ég gæti jafnvel trúað því að leik-
húsgestum fjölgaði á næstunni,“ segir hann.
Örn Daníel Jónsson, prófessor við við-
skiptaskor Háskóla Íslands, hefur rannsakað
samspil menningar og markaðs. Hann bendir á
að átök og hörmungar séu oft viðfangsefni lista-
manna, en telur ofmælt að segja að listir
blómstri þegar hart er í ári. Það sem hann telur
hafa mest áhrif á listsköpun á Íslandi í dag er
breytt umhverfi lista.
Hann segir að undanfarin ár hafi einkaaðilar
styrkt listamenn í auknum mæli. Þetta sé þróun
í átt að bandarískri fyrirmynd og frá norræna
ríkisstyrkjakerfinu. Gallinn við þetta fyrir-
komulag sé að þegar hallar undan fæti hjá fyrir-
tækjum bitnar það beint á listsköpun.
Halldór Björn Runólfsson, forstöðumaður
Listasafns Íslands, tekur undir þetta viðhorf.
„Okkur hefur verið uppálagt að leita styrkja hjá
einkaaðilum. Nú er það orðinn þungur róður og
ég er hræddur um að þetta bitni hræðilega á
listum og menningu.“
Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri og
forseti Bandalags íslenskra listamanna, er sama
sinnis. „Sumir virðast hafa þá trú að listamenn
eigi að vera fátækir. Það finnst mér fráleitt og
hef enga trú á því að kreppa geti verið menning-
unni vítamínsprauta. Íslenskir rithöfundar fá
t.d. þegar svo lág laun að þeir eru í hálfgerðri fá-
tæktargildru og það er ekki á það bætandi.“
Ljós í myrkri?
Þótt samdráttartímabil séu mörgum erfið,
má finna í þeim vissa ljósa punkta. T.d. virðist
fólk keyra minna en áður. Í staðinn gengur það
eða hjólar. Farþegum Strætó hefur enn ekki
fjölgað, en fleiri kaupa farartæki sem menga
minna en einkabílar. Þá virðist hafa dregið
nokkuð úr neyslu og hugsanlega nýtir fólk mat
og aðra vöru betur en áður. Umsóknum um
skólavist hefur fjölgað talsvert, þótt fullsnemmt
sé að tengja það beint við efnahagsástand.
Undanfarin ár hafa einkaaðilar styrkt listir í
ríkum mæli. Þegar harðnar á dalnum hjá þeim
getur það því haft bein áhrif á listsköpun. Lista-
menn sem eru upp á styrki frá einkaaðilum
komnir virðast því óttast samdrátt, en hinir eru
ekki eins áhyggjufullir. Fæstir taka þó undir
það viðhorf að samdráttur sé listum hollur.
en fótinn á bensíngjöfinni
Morgunblaðið/Ómar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 11
Það sem kemur á óvart erhversu litlu peningar ráða
í raun um hamingju fólks. Fólk
verður t.d. mun hamingjusam-
ara af því að hlúa að þeim sem
standa því næst og rækta sam-
skipti við maka en við að
hækka í tekjum,“ segir Dóra
Guðrún Guðmundsdóttir, sál-
fræðingur og aðstoðarmaður
forstjóra Lýðheilsustöðvar.
Dóra, sem er einn af höf-
undum geðorðanna tíu, hefur
undanfarið rannsakað hvaða
þættir hafa helst áhrif á ham-
ingju fólks. Rannsóknir hennar
beinast að Íslendingum, en eru
hluti af stærri evrópskri rann-
sókn.
Helstu niðurstöður hennar
eru að félagsleg tengsl, heilsa
og samskipti við maka hafi
mest áhrif á hamingju Íslendinga. Peningar og
fjárráð skipta mun minna máli, svo lengi sem
fólk er í vinnu og hefur í sig og á. Atvinnuleysi
hefur mjög neikvæð áhrif á líðan fólks.
Aðrir þættir, á borð við kyn, aldur og
menntun, hafa lítil áhrif á hamingju Íslend-
inga. „Það er áhugavert hversu lítil áhrif
menntun hefur á Íslendinga. Hún ræður meiru
um hamingju fólks í öðrum löndum,“ segir
Dóra. „Ég held að hún hafi minna að segja hér
á landi vegna þess að fólk hefur nokkuð jöfn
tækifæri og hefur á tilfinningunni að það ráði
eigin örlögum. Þetta er einn helsti kostur nor-
ræna velferðakerfisins, sem vekur áhuga
þeirra sem rannsaka hamingju um allan
heim.“
Hún bendir á að jöfnuður
hafi almennt mikil áhrif á ham-
ingju. „Það er margsannað að
samanburður við aðra ræður
miklu um líðan fólks. Fólk vill
frekar hafa minna milli hand-
anna og standa jafnfætis öðr-
um, en hafa meira og vera eft-
irbátur annarra.“
Dóra segir að Ísland sé sér-
staklega hugleikið sérfræð-
ingum í hamingju. „Íslendingar
koma alltaf mjög vel út úr mæl-
ingum á hamingju, mun betur
en aðrir Evrópubúar, og eru
þess vegna athyglisvert rann-
sóknarefni. Auk þess telja sum-
ir að enska orðið „happiness“
sé dregið af íslenska orðinu
happ. Það er nú ekki amalegt,
að vera uppspretta hamingj-
unnar!“
Spurð um áhrif samdráttar á hamingju seg-
ir Dóra að hún telji að aðstæður fólks hafi ekki
breyst svo mjög að þær ættu, út af fyrir sig, að
hafa mikil áhrif á líðan þess. Hins vegar geti
áhyggjur af því sem koma skal dregið úr ham-
ingju. „Umræðan í samfélaginu getur valdið
kvíða, jafnvel þótt fólk finni enn ekki fyrir
miklum breytingum á eigin skinni. Við þær að-
stæður er mikilvægt að reyna að átta sig á því
hverju maður hefur stjórn á og hverju ekki.
Fæstir eru í þeirri stöðu að geta haft áhrif á
gang efnahagsmála. Allir geta hins vegar gert
ráðstafanir til að draga úr áhyggjum af eigin
fjármálum. Íslendingar þurfa að læra að sníða
sér stakk eftir vexti. Við eigum alveg örugg-
lega ekki heimsmet í því,“ segir Dóra og hlær.
Hamingjan fæst ekki keypt
Lífsgleði Dóra Guðrún
Guðmundsdóttir veit hvað
gerir fólk hamingjusamt.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Vefsíður með hollráðum fyrir þá semvilja spara skjóta nú upp kollinum
hver á fætur annarri.
Sumt af því sem þar kemur fram er
ekki líklegt til að vekja lukku hjá meðal-
manninum. T.d. má gera ráð fyrir því að
fæstir fullorðnir vilji eða geti keypt föt í
barnadeildum verslanna, þótt þau séu
ódýrari þar. Eins má ætla að fæstir katta-
eigendur vilji venja kettina sína á að nota
klósett til að spara kattasand. Og vonandi
eru þeir ekki margir sem ljúga því til að
þeir séu í útlöndum um jólin, til þess eins
að geta keypt jólagjafir á janúarútsölum.
Þá mæla tannlæknar varla með því, sem
sagt er frá á einni síðunni, að hengja
tannþráð til þerris eftir notkun og nota
hann svo aftur. Eins þykir ekki snyrtilegt
að sturta bara niður einu sinni á dag. Á
einni síðu er mælt með því að fólk forðist
að skilja; það sé svo óskaplega kostn-
aðarsamt.
Þótt þessar ráðleggingar séu á mörk-
unum eru mörg góð ráð á þessum síðum.
T.d. er bent á að fólk getur sparað fúlgur
fjár á því að koma með kaffi að heiman, í
staðinn fyrir að kaupa það dýrum dóm-
um, oft í einnota umbúðum, á kaffihúsum.
Einnig er mælt með því að fólk smyrji sér
nesti og taki strætó eða hjóli í vinnuna.
Víðast er fólki einnig bent á hefð-
bundnar aðferðir til að tryggja aðhald í
fjármálum: Halda bókhald, endurskoða
samninga við trygginga- og símafyrir-
tæki, forðast að eyða á krít og þar fram
eftir götunum.
Þá eru praktísk húsráð áberandi: Edik,
vatn og matarsódi eru gagnleg við þrif;
og auk þess bæði ódýrari og umhverfis-
vænni en mörg af þeim hreinsiefnum sem
hægt er að kaupa úti í búð. Þá er víst
hægt að nota bananahýði og vaselín til að
pússa skó. Sjampó, næringu, upp-
þvottalög og fljótandi sápu má drýgja
með því að blanda vatni.
Einnig er sýnt fram á að hægt sé að
gera ýmislegt skemmtilegt án þess að
kosta miklu til. Víðast er t.d. annað hvort
ódýrt eða ókeypis að taka bækur og bíó-
myndir á bókasafni. Það kostar heldur
ekkert að fara í heimsókn til vina og fjöl-
skyldu.
Þeim sem eiga börn er bent á að föndra
úr afgangsblöðum og sneplum, búa til
trölladeig, útbúa ratleiki og fara í úti-
leiki. Þá má skiptast á leikföngum við
aðrar barnafjölskyldur og kaupa notaðar
barnabækur.
Góð ráð og vond