Morgunblaðið - 13.07.2008, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.07.2008, Qupperneq 13
hljóðnemann. Vinkona mín benti mér á þetta og ég breytti því. En ég naga mig ennþá í handarbökin yfir breytingunni. Ég held að ég hafi örugglega ekki heyrt upprunalegu útgáfuna af lag- inu Ég veit þú kemur, en mér finnst ég hafa komið andblænum rétt til skila og ekki breytt neinu að ráði.“ – Eru þessi tvö lög kannski orðin þjóðlög? „Já alveg örugglega. Það kunna þau allir og þau eru sungin alls stað- ar. Ef maður reynir að njörva þau niður glatast eitthvað og þau missa flugið. Það syngur heldur enginn þjóðlögin eins.“ Ný jólaplata í haust Umræðan berst nú út um víðan völl. Mér leikur hugur á að vita hvernig Sigurði gangi að lifa á list- inn. „Það eru forréttindi að geta haft aðaltekjur sínar af tónleikahaldi og upptökum. Þetta gengur yfirleitt sæmilega ef maður er iðinn. Annars koma magrir tímar, sérstaklega eft- ir áramótin.“ Ég spyr hvað sé framundan. „Ég ætla að halda áfram við það sem ég geri best og það sem ég geri verst.“ – Og hvað gerirðu verst? „Ætli það sé ekki að taka til heima hjá mér. Einhver spurði hvort næst yrði það jólaplata í haust. Ætli maður fari bara ekki að hugsa fyrir henni.“ Við Sigurður höfum setið yfir kaffibolla í Norræna húsinu. Nú fylgjumst við að út í góða veðrið. Þar bíður hans Harley Davidson. „Vinur minn lánaði mér þetta, en sjálfur á ég rússneskt Úral- mótorhjól með hliðarvagni,“ segir hann og setur á sig hjálminn. Við kveðjumst. Handtak hans er þétt. Morthens og Ragga Bjarna Morgunblaðið/G.Rúnar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 13 Siggi í Hjálmum eða Sigurður Hall- dór Guðmundsson, eins og hann heitir fullu nafni, er elstur fimm systkina. Þau eru 9-18 árum yngri en hann. Sigurður segist því fyrir löngu hafa svalað þörf sinni fyrir smábörn. Foreldrar hans eru Gróa Hreins- dóttir, kórstjóri og píanókennari, og Guðmundur Sigurðsson. Guð- mundur hefur sungið með ýmsum kórum og gerir enn. Gróa kennir um þessar mundir við Hafralækj- arskóla norður í Aðaldal og stjórn- ar þar kórum. Bróðir Sigurðar, Guðmundur Óskar, gerir það nú gott með hljómsveitinni Hjaltalín. Gróa segir að fljótlega hafi kom- ið í ljós að Sigurði léti betur að spila eftir eyranu en nótum. Hún hafi því ekki haldið nótnalestri að honum. „Hann sér eftir því núna,“ bætir hún við. „Fyrir nokkrum árum bað ég hann að leysa mig af við messu. Þá skammaði hann mig fyrir að hafa ekki lamið sig áfram við nótnalesturinn. Honum hefur samt gengið býsna- vel og er skapandi listamaður og nú skammast ég mín fyrir að geta ekki spilað eftir eyranu eins og hann.“ Spilar eftir eyranu Kórstjóri Gróa er nú potturinn og pannan í tónlistarlífi Aðaldælinga og víðar. Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355 Opið 10-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · 555 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Tvær verslanir - Frábært úrval m bl 10 22 08 7 Tankini - 8.700 Sundbolur - 7.200 Bikini 8.420 Bh - 5.500 Boxer - 3.100 Tankini - 8.460 Náttföt 8.750 Bikini 8.420 Bh - 4.800 Buxur - 2.100 Bh - 5.500 Boxer - 3.100 Glæsilegur kvenfatnaður frá 30% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.