Morgunblaðið - 13.07.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.07.2008, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is H reinskilni og hugrekki eru eiginleikar sem lengi hafa þótt ein- kenna John McCain og komu þeir glöggt í ljós þegar hann ræddi við kjósendur í Michigan í vikunni. Hefðbundnar iðngreinar eins og bílaframleiðsla eru öflugar í ríkinu og eiga mjög í vök að verjast, ekki síst vegna samkeppni frá erlendum framleiðendum. Mörg hefðbundin störf hafa tapast. Ýmsir kenna NAFTA og öðrum fríversl- unarsamningum um ástandið, Bandaríkin eigi að vernda eigin störf og segja slíkum samningum upp eða amk. endurskoða þá. En McCain er sem fyrr staðfastur fríverslunarsinni, jafnvel þótt at- kvæði séu í hættu, þar er hann jafn staðfastur og í málefnum Íraks þar sem hann vill hvergi hvika. Hann var spurður á umræddum fundi í Michig- an hvað honum fyndist um verk- smiðjueigendur sem nýttu sér frjálsa heimsverslun og flyttu framleiðsluna til annarra landa. „Ég verð að segja ykkur - og ég veit að það er ekki vinsælt - að ég hef fulla trú á því að þegar upp sé staðið hafi frjáls viðskipti jákvæð áhrif,“ svaraði hann. Bjartsýni og ættjarðarást McCain hefur lengi reynt að spila á strengi bjartsýninnar en á erfiðara með það nú en fyrir nokkrum mán- uðum, svo mörg óveðursský hafa hrannast upp. Hann er repúblikani og því óhjákvæmilegt að hann verji að einhverju marki stefnu George W. Bush forseta þótt allir viti að hann er ósammála forsetanum á mikilvægum sviðum, t.d. varðandi baráttu gegn gróðurhúsaáhrifum. En gangi McCa- in of langt í gagnrýni á forsetann gæti hann glatað endanlega trúnaði þeirra sem eru langt til hægri í flokknum og halda enn tryggð við Bush. Miðjumaðurinn McCain þarf einnig atkvæði þeirra fjölmörgu trúuðu Bandaríkjamanna sem fylktu sér um Bush en tortryggja mjög McCain, manninn sem svo oft hefur staðið uppi á hárinu á flokksforyst- unni og gengið á hólm við bakhjarla repúblikana viðskiptalífinu. Sóma- kærir íhaldsmenn tortryggja ein- herjann fyndna og skapbráða sem fjölmiðlar dáðu meira en aðra stjórn- málamenn þangað til annar, mun yngri, stökk inn á sviðið: Barack Obama. Gamla kempan McCain hefur áður lent í mótbyr og gefst auðvitað ekki upp. Hann treystir því að almenn- ingur sætti sig við að heyra óþægi- legan sannleika. Og hann bætir smá- vegis bjartsýni og ættjarðarást út í beiska kaleikinn. „Ég ætla að horfast aftur í augu við ykkur og segja ykkur að sum störf munu ekki verða endurheimt,“ sagði hann á Michigan-fundinum en bætti við að í staðinn myndu verða sköpuð ný við að þróa umhverf- isvæna tækni og aðrar uppfinningar. „Ég verð að minna ykkur á að hugvit og tækni og framtak þessa heims er enn í Bandaríkjunum. Sérhvert framfaraspor í tækni á 21. öldinni og alla 20. öldina hefur verið stigið í Bandaríkjunum.“ Hvorki meira né minna. McCain er stoltur af landi sínu og þjóð, hikar aldrei við að láta það í ljós þótt hann gagnrýni ýmislegt í sam- félaginu. Kannanir síðustu vikur og mánuði hafa flestar sýnt talsvert meiri stuðning við demókratann Obama. En McCain á einnig sína aðdáendur og margir stjórn- málaskýrendur segja að barátta hans sé fjarri því að vera vonlaus, margt geti gerst á lokasprettinum. Síðustu fréttir benda einnig til þess að hon- um gangi nú mun betur en áður að safna fé í kosningasjóðinn en kunnáttumenn um bandarísk stjórn- mál segja að fátt sé betri mælikvarði Með vindinn í fangið McCain er þrautreyndur en berst við erfiðan og vinsælan keppinaut og geldur fyrir miklar óvinsældir Bush forseta og efnahagsvandann sem margir álíta að verði mál málanna í nóvember AP Slakað á John McCain í þotunni sem hann notar í baráttunni. Slagorðið Straight Talk Express [Hraðlest hreinskipt- innar umræðu], vísar til þess að McCain segir oft skoðanir sínar umbúðalaust, þótt þær falli í grýttan jarðveg. Í HNOTSKURN »John McCain studdi fráupphafi eindregið innrás- ina í Írak en gagnrýndi harka- lega framkvæmdina. Hann lagði á undan öðrum áhrifa- mönnum til að fjölgað yrði í bandaríska liðinu til að efla öryggi í Írak og nýtur þess nú að ástandið hefur stórlagast. »Hann hefur oft verið einná báti meðal repúblikana í öldungadeildinni en hefur átt gott samstarf um einstök mál við þekkta demókrata, m.a. í baráttu gegn gróðurhúsa- áhrifunum og við umbætur á fjármögnun kosningabaráttu. »McCain hefur á hverju áribeitt sér gegn ósvífnu kjördæmapoti. Sitja þingmenn oft og nísta tönnum þegar hann rekur hvernig þeir hafa laumað inn alls kyns und- arlegum framlögum til að slá sig til riddara í heimahéraði. Hann er beittur og háðskur, getur verið fljótfær og kímni hans fer stundum langt yfir mörk þess sem siðlegt þykir. Erlent | John McCain er þekktur fyrir hreinskilni og hugrekki, en efnahagsþrengingar og óvinsældir Bush munu gera honum erfitt fyrir í baráttunni við Barack Obama. Samgöngur | Er rafbílabyltingin handan við hornið? Hryðjuverk | Sjálfsvígsárásir voru óþekktar í Afganistan fyrir innrásina í Írak, en valda nú ógn og skelfingu. VIKUSPEGILL» Erlent McCain er þrautreyndur stjórnmálamaður sem gæti komið sér vel á óvissutímum þegar kreppa og jafnvel stríð gætu skollið á. Hann sannaði hugrekki sitt og staðfestu þegar hann barðist í Víetnam, einkum í fangavistinni þar sem hann var pyntaður árum saman. McCain hefur á þingi unnið með demókrötum að ýmsum málum og hefur verið duglegur við að leita málamiðlana. McCain er of gamall til að gegna embættinu, nái hann kjöri verður hann elsti Bandaríkjaforseti frá upphafi. Hann er of herskár, sagður velta alvarlega fyrir sér árás á Íran. Hann hefur viðurkennt að efnahagsmál séu ekki hans sterka hlið sem er óheppilegt, þau gætu reynst helsta viðfangsefni næsta forseta. Plúsar&mínusar George W. Bush er einhver óvinsælastiforseti í sögu landsins á seinni tímum,mikil óvissa ríkir efnahagsmálum og margir Bandaríkjamenn eru annaðhvort bún- ir að missa húsin sín vegna lánakreppunnar eða óttast að verða fyrir þeim örlögum. Og líklega er erfiðast fyrir þjóðina að sætta sig við að bensínið er orðið svo dýrt að menn verða jafnvel að ganga eða hjóla nema þeir geti tekið strætó í borgum sem bjóða upp á slíkan munað. Bílaþjóðin er í sálarkreppu. McCain á því á brattann að sækja. En hvað ætlar hann að gera til að snúa taflinu sér í vil? Oft er sagt að það séu fastir liðir eins og venjulega þegar forsetaefni fara að biðla til miðjufólks og þurfa þá oft að éta ýmislegt of- an í sig úr prófkjörsslagnum. En ritið The Economist, sem lengi hefur haft taugar til McCains, er nú standandi hissa á honum. Í stað þess að gera það sama og Obama, færa sig inn á miðjuna, hefur McCain að und- anförnu gerst ákveðnari hægrimaður en nokkru sinni en hann hefur lengi verið vin- sæll meðal hófsamra og óflokksbundinna landa sinna. Nógu slæmt hafi það verið í fyrra þegar McCain, sem allir vita að er innst inni umburðarlyndur í trúmálum, rétt eins og Ronald heitinn Reagan, skyldi viðra sig upp við þröngsýna, hægrisinnaða trúmenn þegar hann var að berjast fyrir tilnefningunni. En nú komi hver kollsteypan á fætur annarri. „Hann var einu sinni ákafur andstæðingur skattalækkana Bush, nú segist hann ekki bara vilja halda fast í þær heldur lækka skatt- ana enn meira,“ segir The Economist. „Einu sinni barðist hann fyrir grænum umbótum, nú hefur nú ekki bara lagt til dýrt afnám á bensíngjaldi (tillaga sem Obama var nógu klókur til að forðast) heldur vill hann hefja aftur olíuborun við strendur Bandaríkjanna. Undarlegar stefnubreytingar Einu sinni vildi hann loka Guantanamo- búðunum, nýlega gagnrýndi hann hæstarétt fyrir að dirfast að gefa í skyn að fangarnir ættu rétt á að koma fyrir dómara. Hann hefur einnig þokast til hægri á tveim sviðum þar sem hann uppskar á sínum tíma hatur íhaldsmanna í flokknum sem töldu hann vera hættulegt ólikindatól: pyntingum (hann vill ekki banna með öllu vatnspynt- ingar) og umbætur á innflytjendalögum (hann segir að fyrst verði að tryggja landa- mærin sem mun taka óratíma).“ The Economist er ekki eitt um að furða sig á þessari stefnu sem sumir segja að stafi af því að fólk með ólíkar skoðanir takist á í her- búðum McCains. Og þar endurspeglast m.a. deila milli tveggja hópa úr röðum hagfræð- inga og stjórnmálamanna. Annars vegar þeirra sem vilja leggja ofur- áherslu á að reka ríkissjóð án halla, tryggja að útgjöld lækki um leið og skattar lækki og hins vegar þeirra sem segja að skattalækk- anir muni hleypa svo miklum krafti í efna- haginn að hallinn muni fljótlega gufa upp vegna þess að aukinn hagvöxtur efli heild- arskatttekjurnar. McCain var lengi talinn til- heyra fyrri hópnum en nú virðist hann ekki vita hvað hann vill. Trúverðugleiki hans í augum almennings gæti dvínað hratt, nú þeg- ar efnahagsmálin eru efst á baugi. Er pólitískur áttaviti McCains ekki í lagi? Stríðshetja Richard Nixon forseti heilsar McCain eftir að flotaflugmaðurinn var látinn laus úr fangelsi Norður-Víetnama 1973.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.