Morgunblaðið - 13.07.2008, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 17
í júlí frá kr. 44.990 Heimsferðir bjóða frábært sértilboð til Fuerteventura, sem hefur svosannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Bjóðum takmarkaðan
fjölda íbúða á þremur af okkar vinsælu gististöðum, Maxorata
Beach, Oasis Dunas og Oasis Papagayo á hreint ótrúlegum kjörum.
Íbúðahótelin eiga það sameiginlegt að vera vel staðsett í Corralejo
og nálægt miðbænum. Á hótelunum er góð aðstaða, s.s
sundlaugargarðar, sólbaðsaðstaða, barnaleiksvæði, veitingastaðir
og fjölbreytt aðstaða til íþróttaiðkunar. Það er því því nóg um að
vera við leik og skemmtun. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á
þessum vinsæla sumarleyfisstað við góðan aðbúnað. Að sjálfsögðu
nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Verð kr. 44.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna
og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á
Maxorata Beach, Oasis Dunas eða
Oasis Papagayo í viku.
Aukavika kr. 15.000.
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna
og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á
Maxorata Beach, Oasis Dunas eða
Oasis Papagayo í viku.
Aukavika kr. 15.000.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
*** Góð gisting ***Fuerteventura
Maxorata Beach - Oasis Dunas - Oasis Papagayo
Frábær
sértilbo
ð yfir
verslun
armann
ahelgin
a
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur
sigridurv@mbl.is
Aðfaranótt mánudags hrökkhinn afganski Fahim Kas-hefi upp með andfælum ííbúð sinni í London. Hann
hafði dreymt yngri bróður sinn sem
býr í heimabæ þeirra bræðra í Afg-
anistan. Draumurinn var martröð.
Fahim tók upp símann, hringdi í
bróðurinn og bað hann að fara eins
varlega og hann gæti.
Seinna sama dag frétti Fahim af
hryllilegustu sjálfsmorðsárásinni
sem gerð hefur verið í höfuðborginni
síðan talibanastjórninni var steypt
fyrir sjö árum. Yfir 40 manns létu líf-
ið þegar sprengja sprakk við ind-
verska sendiráðið.
Árásin var í Kabúl. Bróðirinn var í
Herat annars staðar í landinu. Fa-
him andaði léttar. Síðan byrjaði hann
að hugsa um afleiðingar árásarinnar
og alla þá sem létu lífið. Ekki höfðu
allir verið jafnheppnir.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Fahim hrekkur upp um miðjar næt-
ur og hringir í ættingja sína. Atburð-
ir síðastliðinnar viku urðu ekki til að
auka með honum ró.
Sprengd í biðröð
Fahim bjó í Afganistan þangað til
haustið 2006 þegar hann fékk styrk
til framhaldsnáms í Norwich í Bret-
landi. Það var þá sem leiðir okkar
lágu saman. Hann fór síðar til Lond-
on þar sem hann dvelur í dag. Þegar
ég hringdi í hann eftir árásina í Ka-
búl var þungt í honum hljóðið.
„Manni brá auðvitað mjög mikið
við að frétta þetta – að heyra af jafn-
mannskæðri árás, sem í þokkabót
var gerð á sendiráð Indlands. Skot-
markið verður að teljast óvenjulegt,
auk þess sem sendiráðið er í hverfi
sem áður var talið vera einna örugg-
ast. Það sem er samt kannski óhugn-
anlegast er að atburðurinn sýnir
áþreifanlega hvernig eðli átakanna í
Afganistan hefur breyst. Árásum á
óbreytta borgara fjölgar stöðugt.“
Fyrir árið 2004 þekktust sjálfs-
vígsárásir vart í Afganistan. Margir
benda á áhrif frá Írak í þessum efn-
um. Eftir innrásina í Írak 2003 urðu
sjálfsvígsárásir og bílsprengjur
þekkt tæki þar til að skapa skelfingu.
Árið 2005 voru sjálfsvígsárásir 17 í
Afganistan en árið eftir stórjukust
þær og voru 123. Í fyrra voru þær yf-
ir 140.
Fahim bendir á að þessi þróun
veki ugg hjá fólki. Ekki einungis sé
árásaraðferðin ný heldur skapi hún
óneitanlega ringulreið. „Áður beind-
ust árásirnar fyrst og fremst að
hernum, Sameinuðu þjóðunum eða
ríkisstjórninni. Núna er þetta allt
orðið miklu óljósara. Skotmarkið er
óljóst og það veldur skelfingu,“ segir
hann.
Meirihluti þeirra sem létust í árás-
inni í Kabúl á mánudag voru óbreytt-
ir borgarar sem biðu eftir vegabréfs-
áritun í sendiráðinu og fólk að versla
á nálægum markaði.
„Hvernig á maður að komast hjá
því að lenda í svona? Hvað getum við
gert til að sleppa við sprengjuárás?
Forðast það að fara á markaðinn?
Forðast Sameinuðu þjóðirnar – eða
einmitt ekki? Fólk veit einfaldlega
ekki hvað það á að gera!“
Engin skyndilausn
Fahim er þróunar- og átakafræð-
ingur og rannsakaði í lokaverkefni
sínu uppgang andspyrnuhópa í Afg-
anistan. „Það er náttúrlega mjög
skrýtið að sjá verða að veruleika það
sem ég var að spá og spekúlera þegar
ég vann verkefnið. Ég óttaðist þá
mjög að andspyrnuhópum myndi
vaxa fiskur um hrygg. Ég sé ekki al-
veg hvar þetta mun enda núna. Of-
beldið hefur aukist mjög mikið. Mál-
ið er flókið og engin ein skyndilausn
á því.“
Sjálfur er hann vonsvikinn yfir því
hvernig mál hafa þróast í Afganistan.
Hann sá ekki fyrir sér að mörgum
árum eftir innrásina myndi hann ótt-
ast um öryggi fjölskyldu sinnar sök-
um sjálfsvígsárása. Fjölskyldan var
flutt til Kabúl en er farin aftur vestur
til Herat. Að vera óbreyttur borgari
á leið á markað í Kabúl er ekki eft-
irsóknarvert þessa mánuðina.
Átti þetta ekki að vera auðvelt?
Þegar leiðtogar heimsins lofuðu
Afgönum að þeir myndu „standa með
þeim þangað til málið væri til lykta
leitt “ sáu margir þeirra líklega ekki
fyrir sér hversu langt og flókið það
yrði. Í þetta sinn átti Afganistan að
vera auðvelt.
Eftir að talibanastjórninni hafði
verið steypt varð einungis fámennt
friðargæslulið eftir í landinu. Um
hóp 5000 hermanna var að ræða, sem
allir voru staðsettir í Kabúl.
Þetta álítur Fahim ámælisvert.
Landsbyggðin hafi verið sett til hlið-
ar, hún orðið útundan, hreinlega
gleymst. „Öll áherslan var lögð á Ka-
búl, á eina borg, og annað látið sitja á
hakanum. Auðvitað átti það eftir að
verða afdrifaríkt, með tilheyrandi
hættu á uppgangi andspyrnuhópa úti
á landi.“
Í dag eru um 70.000 hermenn í
Afganistan og bandaríska varnar-
málaráðuneytið íhugar að senda
þangað 7000 til viðbótar. Þrátt fyrir
það og jafnvel þótt aldrei hafi verið
fleiri hermenn í Afganistan en nú,
telja margir að herliðið sé enn of fá-
mennt. Til samanburðar eru tæplega
150.000 hermenn í mun fámennara
og minna landi: Írak.
Stríð háð af vanefnum
Fyrrverandi yfirmaður í herliðinu
í Afganistan, Dan K. McNeill, kallaði
aðgerðirnar þar „stríð sem háð væri
af vanefnum“. Hann varaði auk þess
við því, sem ótal margir hafa bent á,
að pakistönsk yfirvöld gerðu ekki
nægilega mikið til að stemma stigu
við straumi bardagamanna frá Pak-
istan yfir til Afganistan. Þeir komast
óáreittir á milli landanna tveggja og
eiga að margra mati öruggt skjól í
Pakistan.
Samband Afganistan og Pakistan
er og hefur verið stirt. Afganski inn-
anríkisráðherrann fullyrti eftir
sprenginguna í seinustu viku að þeir
sem stóðu að baki henni hefðu ber-
sýnilega hlotið þjálfun sína í þjálfun-
arbúðum í Pakistan. Pakistönsk yf-
irvöld fordæmdu aftur árásina og
neituðu allri aðild að henni.
Fahim bendir á að til að skilja and-
spyrnuna í Afganistan sé nauðsyn-
legt að líta lengra en eingöngu til
uppreisnarhópanna sjálfra. Hann
tekur sem dæmi að glæpir hafi al-
mennt aukist mikið í landinu undan-
farin ár. Í lögleysu og refsileysi þríf-
ist svo margt – sem aftur grafi undan
stjórninni. Nauðsynlegt sé að styrkja
stöðu og innviði hennar.
Eftir innrásina hafi eiturlyfja-
smygl og heróínræktun auk þess
vaxið mikið, sem aftur skapi augljós
vandamál. Og einhvern veginn verði
að finna út úr hinum opnu landamær-
um Afganistan og Pakistan.
Hverjir eru „talibanarnir“?
Það hver er óvinurinn í Afganistan
verður æ flóknara. Margvíslegir hóp-
ar standa á bak við hinar auknu árás-
ir. Þeir eru þó oft settir undir einn
hatt og vísað til þeirra sem „tali-
bananna“. Fahim bendir á að oft geti
verið erfitt að átta sig á því hverjir
þetta séu eða hvað vaki fyrir þeim.
Þannig er til dæmis enn óljóst hver
stóð á bak við sjálfsvígsárásina á
mánudag.
Sjö árum og milljörðum dollara
síðar lofar ástandið í Afganistan því
miður langt í frá góðu.
Reuters
Hvað svo? Drengur drekkur vatn í Kabúl. Árásir hafa aukist mikið í Afgan-
istan upp á síðkastið og fylgir því mikið óöryggi og óvissa.
„Skotmarkið er óljóst og
það veldur skelfingu“
Sjálfsvígsárásir þekktust vart áður í Afganistan
Nú fjölgar þeim og ástandið í landinu verður æ ótryggara
Mannskæðasta sjálfsvígs-
árás sem framin hefur verið í
borginni gerð á mánudag.
Að minnsta kosti 250
óbreyttir borgarar taldir hafa
látist í seinustu viku.
Talið að yfir 2000 manns hafi
látist í átökum það sem af er
árinu.
Meira mannfall í júní í hópi
NATO-hermanna en nokkrum
mánuði síðan ráðist var inn
2001.
Versnandi ástand
!
"
!
Hryðjuverk