Morgunblaðið - 13.07.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 13.07.2008, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ arna fara saman persónu- legur áhugi og viðskipta- legur. Ég hef áhuga á nýt- ingu vistvænnar orku út frá umhverfissjónarmiði, mér finnst nánast óhjá- kvæmilegt að hafa þann áhuga. Þar felast ákveðin tækifæri,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, nýr hluthafi og stjórnarformaður í Geysi Green, aðspurður hvers vegna hann hafi ákveðið að fjárfesta í orkugeiranum. „Þeir sem eru viðrið- nir Geysi Green leituðu til mín á sínum tíma og spurðu hvort ég væri tilbúinn að vera þeim innan handar þegar þeir voru að koma fyr- irtækinu á koppinn. Þegar ég fór að skoða málið nánar fannst mér það mjög áhugavert og sogaðist inn í það.“ Hvaða möguleika sérðu í þessum geira? „Það er mikið um að vera á þessu sviði vegna þess að olíuverð hefur rokið upp úr öllu valdi og í kjölfarið orkuverð almennt. Menn vita að olíuna mun þrjóta, hún er ekki eilíf uppspretta. Menn spyrja hvað sé til ráða og velta alls konar möguleikum fyrir sér. Við Ís- lendingar kunnum ágætlega að búa til orku úr jarðvarma og við lærðum það á þann hátt sem er mikilvægastur, með því að prófa okkur áfram með tilraunum og gera mistök eins og gengur. Þegar ég var strákur heyrði ég sög- urnar um Kröfluvirkjun. Það situr enn í hausnum á mér að þegar fréttir voru skrifaðar um þá virkjun þá voru það iðulega einhverjar hörmungarsögur. Þau mistök hafa reynst vel því menn hafa lært af þeim og þeir sem til þekkja segja mér að nú sé Kröfluvirkjun til fyrirmyndar. Enda lærir maður mest af mis- tökunum. Jarðvarmi er praktískur orkugjafi sem er víða um heim á háhitasvæðum. MIT-háskólinn í Massachusetts spáði því fyrir nokkru að eftir um það bil áratug mundi þessum svæðum fjölga því tækninni mun fleygja fram og hægt verði að bora mun dýpra og þá niður í glóandi stein og búa til gufu. Ef þeir reynast sannspá- ir, sem ég held að þeir verði, mun þetta hafa gífurleg áhrif. En menn eru nú ekki beinlínis að bíða eftir þessu því um allan heim er byrjað að nýta það sem til er. Það er mikil gróska í þessum geira og við Íslendingar erum ekki einir um áhugann eða kunnáttuna. Samkeppni er víða orðin mikil, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem eru vænleg háhitasvæði á vest- urströndinni. Alls staðar er verið að leita nýrra leiða vegna olíu- og orkuverðs. Við kunnum að beisla jarðvarmann Íslendingar en þurfum samstarfsmenn erlendis. Við í Geysi Green höfum þá sums staðar og erum að vinna í að styrkja okkur annars staðar.“ Þetta er sem sagt góður bisness? „Ef þetta er vel gert og skynsamlega og menn týna sér ekki í einhverri Innansveit- arkróniku eða draumum um skjótfenginn gróða þá er þetta góður bisness. Þarna fer það saman, sem gerist ekki alltaf í viðskiptum, að hægt er að hagnast og líða vel að því leyti að hvorki er verið að skaða náttúruna með þess- um orkugjafa né náungann. En það er mikið verk að vinna og við verðum að forðast það sem gerðist hér á landi þegar vottur af gullæði greip menn fyrir nokkrum misserum þegar byrjað var að tala um nýtingu vistvænnar orku. Menn ætluðu að hagnast óskaplega á skömmum tíma. Þetta er langtíma fjárfesting og unnið verður að verkefnunum á mörgum árum. Þetta mun taka tíma en þannig verða nú alvöru verðmæti yfirleitt til.“ Tími gífuryrða liðinn Fylgdistu með REI-málinu og þeim deilum sem hér urðu? „Já, ég gerði það.“ Hvernig horfir það mál við þér? „Klúðraðist ekki nánast allt sem klúðrast gat? Menn benda hver á annan og kenna öðr- um um en ég held að mál sé að linni því þannig leysum við engan vanda. Mjög agressívir fjár- málamenn komu inn í þennan geira og verklag þeirra var kannski ekki það ákjósanlegasta miðað við aðstæður. Síðan blandaðist pólitík saman við og úr þessu varð sprengja. Ég held að menn hafi gert hluti í fljótfærni og eftir það komst málið í hnút sem hefur hingað til virst erfitt að leysa. Einhverjir þurfa að toga í spottann til að leysa hnútinn en sumir hafa kannski forðast það því óneitanlega hafa þeir sem hafa komið nálægt málinu lent í ýmiss konar kröggum. Þess vegna hefur allt setið fast mánuðum saman og þessi orkugeiri lítið þróast. Menn verða að hætta að finna blóraböggla og láta af því að velta sér upp úr því sem orðið er því fortíðinni breytir enginn. Það er búið og gert. Tími stóryrða og gífuryrða er liðinn. Menn verða að horfa fram á veginn og skyn- samt fólk þarf að setjast niður og leysa þessi vandamál. Ég held að það sé hægt. Geysir Green verður til dæmis í samráði við sam- starfsaðila okkar að leysa mál við Orkuveituna í sambandi við Hitaveitu Suðurnesja, sér- staklega þegar ljóst er að Orkuveitan má ekki eiga meira í henni en 10 prósent. Það ætti að vera öllum til góðs ef skynsamlega er að því staðið.“ Ekki frjálshyggjumaður Finnst þér að fyrirtæki í ríkiseigu eigi að vera í áhætturekstri? „Hvað varðar REI og Orkuveituna þá kem- ur mér í raun ekki við hvað önnur fyrirtæki gera. Við hjá Geysi Green eigum alveg nóg með okkur. Í öllum viðskiptum er það mín fíló- sófía að ég eigi nóg með mitt og það sé fullt starf sem þarfnist fullrar einbeitingar að starfa sæmilega í þágu þeirra fyrirtækja sem ég er viðriðinn. Þess vegna eyði ég ekki miklu púðri í að hafa skoðanir á því sem aðrir eru að gera. Það má hins vegar kannski segja að REI-málið sanni að þetta fari ekki alltof vel saman. Við Íslendingar verðum að gæta okkar á því að þótt við höfum ákveðna þekkingu á sviði jarðvarma þá vinnum við það verk ekki héðan þegar við förum út fyrir landsteinana. Til að skýra þetta er auðveldast að nefna dæmi sem snýr að okkur hér innanlands. Setjum sem svo að jarðvarmafyrirtæki í Argentínu færi að bora og virkja einhvers staðar hér á landi og hefði ekki í þjónustu sinni starfsmenn sem þekktu íslenskan raunveruleika. Við vitum öll hvernig það færi. Eru opinber fyrirtæki tilbú- in að byggja upp starfsemi erlendis með þeim tilkostnaði og áhættu sem því fylgir? Persónu- lega finnst mér það ekki sérlega sniðugt.“ Finnst þér að einkaaðilum ætti að vera kleift að eiga stóran hlut í orkuauðlindum, jafnvel meirihluta? „Nei, ekki auðlindum. Það er mjög eðlilegt að auðlindin sé í eigu sveitarfélaga og einka- fyrirtæki semji við sveitarfélögin um nýtingu auðlindarinnar. Ég sé ekki að þetta standi einkafyrirtækjum nokkuð fyrir þrifum og þetta fyrirkomulag verndar það sem vernda þarf, sem er auðlindin og dreifikerfið. Frum- varp ríkisstjórnarinnar sem nú er orðið að lög- um er á þessum nótum. Mér finnst þetta mjög gott fyrirkomulag en kannski er ég ekki nógu mikill frjálshyggjumaður!“ Söguleg skáldsaga í smíðum Þú hefur oft lýst því hvernig þú skrifar fyrir hádegi og sinnir viðskiptum eftir hádegi. Ríkir þessi skipting ennþá? „Já, ég verð að hafa morguninn til skrifa, það hentar mér mjög vel að ná fjórum tímum á dag í skriftir. Ég get ekki skrifað á öðrum tím- um dags. Morgunninn er alltaf heilagur. Í Geysi Green sinni ég stjórnarformennsku, ekki í daglegum rekstri og í fjölmiðlabisness er ég ennþá hjá Time Warner og þar hef ég svigrúm en það getur vel verið að ég minnki þá vinnu með tímanum. Ef eitthvað þarf undan að láta, þá mun starf mitt í viðskiptum ekki taka tíma frá skriftunum heldur skriftirnar taka tíma frá viðskiptunum. Með aldrinum verður maður enn nískari á tímann en áður.“ Ertu með bók fyrir þessi jól? „Nei, ekki þessi jól. Ég er að vinna að bók sem ég fékk hugmynd að fyrir um sex árum. Grunnhugmyndin hefur ekki breyst mikið á þessum tíma en sögusviðið færðist milli heims- álfa. Þær bækur mínar sem ég hef verið ánægðastur með eiga það sameiginlegt að það tók langan tíma að finna bygginguna og sögu- sviðið. Mér finnst nauðsynlegt að ramma sög- una inn áður en ég byrja á henni. Í þessu til- viki var meðgangan lengri en nokkru sinni áður, í um fjögur ár var ég að velta fyrir mér möguleikum og skrifaði aðrar bækur á meðan. Nokkrum sinnum í undirbúningi þessarar bókar náði ég því sem pabbi kallaði náð- arstundir, það er þegar einhverju niður lýstur í höfuðið á manni og lýkur upp lausn sem ann- ars hefði tekið langan tíma að finna og hefði kannski aldrei fundist.“ Er gaman að skrifa þessa bók? „Í þessu tilviki var mig farið að klæja því mig langaði svo til að byrja. Ég hélt hins vegar aftur af mér því maður má ekki byrja fyrr en maður er tilbúinn. Í upphafi þarf að ná tóni og stemningu. Það tókst í fyrra og þá sleppti ég mér af stað. Ég var orðinn viðþolslaus þegar ég byrjaði loks á henni þessari. Forleggjarar mínir ýttu á mig, sem er þeirra starf, og vildu fá bókina fyrir þessi jól en ég ákvað að slá ekki undir nára. Ég held að það hafi stafað af ákveðinni eigingirni því ég nýt þess að skrifa þessa bók. Hún er ekki auðveld og það koma dagar sem eru erfiðari en aðrir. En þetta hef- ur gengið vel og ég vil ekki fara út af því spori og flýta mér. Svo, eins og ég segi, þá nýt ég þess svo mjög að skrifa hana að ég vil ekki klára hans strax.“ Um hvað er þessi bók? „Þetta er söguleg skáldsaga sem gerist að miklu leyti á Ítalíu fyrir og í seinni heimsstyrj- öld, bæði í Róm og suðurhluta Toscana. Í þess- ari bók er ég að kannski að skrifa um sköp- unarþrána og þá um leið getuna, því þráin til að skapa og getan til að skapa fara ekki alltaf saman. Í þetta blandast svo stríðið og þar nýt ég þess að hafa komist í mjög góðar heimildir. Tvær aðalpersónur bókarinnar eru konur en kona hefur ekki verið aðalpersóna í bókum mínum síðan í Slóð fiðrildanna, þannig að ég vitja kvenna að nýju.“ Gallharðir Íslendingar Þú sinnir skriftum fyrir hádegi og við- skiptum það sem eftir lifir dags. Þú átt konu og þrjú börn, yngsta barnið er fjögurra ára. Hefurðu tíma til að sinna fjölskyldunni eins og þú vildir? „Ég er mikill fjölskyldumaður og við hjónin njótum þess bæði að vera með börnunum svo það er mér ekki bara skylt heldur líka ljúft. Strákarnir okkar eru orðnir fimmtán og þrett- án ára og það er gaman að spjalla við þá um þeirra áhugamál og sparka með þeim bolta. Örverpið, dóttir okkar, er eins og þú segir ekki nema fjögurra ára, afskaplega tápmikil og gleður hjartað daglega. Við reynum fjöl- skyldan að koma saman daglega, borðum til dæmis saman kvöldmat eins oft og við getum, ég fórna oft boðum og samkvæmum til þess og þykir það satt best að segja ekki miklar fórnir. Þau verða vaxin úr grasi áður en maður veit af.“ Hversu oft kemurðu heim til Íslands með fjölskylduna? „Við komum hér á sumrin og um jól. Krakk- arnir eru í skóla í New York og það bindur okkur nokkuð. Börnin eru gallharðir Íslend- ingar. Þau velkjast ekki í neinum vafa um þjóðerni sitt, sem er eins gott! Sú litla sagði við vinkonu sína um daginn að hún væri að fara til Íslands vegna þess að hún þyrfti að slípa íslenskuna, hitta vini sína og frænkur. Svo sagði hún: Þegar ég kem í haust þá tala ég enga ensku.“ Heldurðu að þú eigir eftir að flytja til Ís- lands til að setjast hér að? „Ég veit það ekki. Mér líður mjög vel hérna. Ég hef aldrei skilið þegar menn flytja til út- landa og lýsa því yfir að það sé gott að hafa farið burt og vera laus við allt og alla. Mér finnst alltaf gott að koma hingað. Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég tek þátt í Geysi Green. Ef ég get lagt hönd á plóg er ég ánægð- ur því það skiptir máli fyrir Íslendinga að koma orkumálunum á sæmilegan rekspöl, við eigum möguleika en höfum ekki nýtt þá sem skyldi. En önnur ástæða, sem mér finnst ekki verri, er að geta átt meiri samskipti við landa mína. Ég er Íslendingur og hef ekki áhuga á að vera neitt annað.“ Mega ekki týna sér í Ólafur Jóhann Ólafsson rithöf- undur er nýr stjórnarformaður Geysis Green, auk þess að starfa hjá Time Warner. Hann vinnur nú að nýrri skáldsögu. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi við hann. Forleggjarar mínir ýttu á mig, sem er þeirra starf, og vildu fá bókina fyrir þessi jól en ég ákvað að slá ekki undir nára. Ég held að það hafi stafað af ákveðinni eigingirni því ég nýt þess að skrifa þessa bók. Hún er ekki auðveld og það koma dagar sem eru erfiðari en aðrir. En þetta hefur gengið vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.