Morgunblaðið - 13.07.2008, Side 21
var að komast á unglingsárin. Þá fór
hann í skiptinám til Noregs í þrjár
vikur og lenti hjá mjög trúaðri fjöl-
skyldu. Honum leiddist dvölin ótta-
lega mikið og var iðinn við að hringja
heim. Eitt skiptið, þegar hann
hringdi, sagði ég honum að setjast
niður og skrifa um þetta. Það gæti
verið skemmtilegur lestur að nokkr-
um árum liðnum. Um svipað leyti tók
ég líka eina kvöldstund í að kenna
honum fullkomlega rétta fingrasetn-
ingu. Upp úr þessu held ég að hann
hafi byrjað að skrifa og ég veit að
hann vill halda áfram á þeirri braut.
Róandi að vera smiður
En þegar ég ráðlagði honum að
skrifa um dvölina í Noregi, var ég
ekki að reyna að ýta honum út í rit-
störf, síður en svo. Ég hafði alltaf
viljað að hann yrði smiður. Pabbi
hans hefur smíðað eitt og annað, til
dæmis húsið okkar, og það virkar svo
róandi starf. Það þarf ekkert að
smíða heilt hús, það gæti allt eins
verið stóll eða bara hvað sem er.
Hann er líka svo handlaginn. Því
kom mér á óvart þegar hann fór að
skrifa rapptexta á fullu og fór út í
blaðamennsku. En ég er auðvitað
mjög stolt af honum, hann er dugleg-
ur við það sem hann tekur sér fyrir
hendur.
Hann komst heldur ekki upp með
neitt letilíf á sumrin, heldur vann
hann í sumarfríinu frá skóla. Íslensk
ungmenni búa svo vel að þau eru tek-
in alvarlega úti á vinnumarkaði strax
um fermingu. Þau læra fljótt að
vinna og það auðveldar þeim að
sækja um vinnu síðar meir og að
ganga á eftir því sem þau vilja gera.
Það gat oft verið erfitt að vera skóla-
krakki og alast upp í Mosfells-
dalnum. Hann þurfti auðvitað að
taka rútu eldsnemma á morgnana að
næstu stoppustöð, þar sem hann tók
strætó í skólann. Af þeim sökum
skammaði hann okkur oft fyrir að
búa úti í sveit. Og þó var hann ótrú-
lega heppinn með að hann var einn af
sjö krökkum í dalnum, sem voru jafn-
aldrar. Þessir krakkar hafa alltaf
verið vinir og haldið hópinn saman.
Enn í dag líður varla sú helgi að þau
hittist ekki. Þegar hann var í
menntaskóla prófaði hann að búa í
miðbænum, en hann entist ekki nema
í tvö ár.
Núna er hann fluttur næstum alla
leið til baka og býr við Álafoss, í
gömlu ullarverksmiðjunni.
Halldór Ég hélt alltaf aðég myndi langt
aftur í tímann. Þegar ég hugsa málið
betur, held ég samt að ég muni fyrst
eftir mér þegar ég var þriggja ára,
sem er samt nokkuð langt. Þá stóðu
yfir tökur á Kristnihaldi undir jökli á
Snæfellsnesi, sem mamma leikstýrði.
Ég fór þangað með Siggu, systur
mömmu, á litlum Citroen og varð al-
veg brjálaður þegar mamma hafði
ekki tíma til að tala við mig. Hún var
upptekin við vinnuna og gat ekki
hlaupið beint til mín. Þá fannst mér
ekki skipta máli hvort það var mikið
að gera hjá henni eða ekki, enda
skildi ég fátt á þeim tíma. Ég vildi
bara fá minn skerf af óskertri athygli
og varð frekar fúll.
Ég fékk mjög gott uppeldi.
Mamma og pabbi voru alls ekki
ströng og þau hafa alltaf treyst mér.
Þau voru mjög róleg og afslöppuð.
Ég lærði snemma að ég lenti í miklu
meiri vandræðum ef ég laug, þannig
að ég valdi að segja þeim alltaf satt
og að vera hreinskilinn við þau. Það
var heldur ekkert tiltökumál að ég
var með kippu af bjór í ísskápnum
sextán ára gamall, á fyrsta ári í
menntaskóla.
Óttaðist að fara út í eiturlyf
Mamma hefur alltaf verið í mjög
mikilli snertingu við náttúruna og í
stuttu máli sagt reyndi hún að fá mig
til að gera allt sveitalegt, sem hún
gerði sem barn. Vandamálið var
samt að ég er með heymæði og vildi
bara vera inni. Ég vildi vera í byssó
og leika mér sjálfur, en ekki vera
þetta brjálaða náttúrubarn sem hún
sá fyrir sér. Hún vildi að litli strák-
urinn sinn væri Emil í Kattholti. Ég
var sannfærður um, að eftir alla ein-
angrunina í sveitinni myndi ég bókað
fara beint út eiturlyf og vitleysu þeg-
ar ég kæmist þaðan. Núna sé ég hlut-
ina hins vegar í öðru ljósi og ég veit
að hún var bara að reyna að gera mér
gott. Ég taldi mig missa af mjög
miklu út af því að við bjuggum uppi í
sveit. Mamma og pabbi fengu líka að
heyra það stanslaust, hversu öm-
urlegt það var að búa þarna. En í
raun var það ekkert slæmt. Það var
allt morandi í skemmtilegum krökk-
um þarna á mínum aldri og nóg að
gera. Enn í dag höldum við krakk-
arnir hópinn, þótt við höfum ekki öll
farið í sama skóla eftir grunnskóla.
Ákveðin pressa innan
fjölskyldunnar
Ég hef lært að meta umhverfið og
það góða við lífið. Mamma og pabbi
eru bæði kvikmyndagerðarmenn og í
því starfi eru miklar hæðir og lægðir.
Stundum er til nóg af peningum til að
búa til bíómynd og stundum er ekk-
ert til og enginn býr til bíómynd. Það
hefur kennt mér að peningar og ham-
ingja fara ekki alltaf saman, það er í
það minnsta vel hægt að vera ham-
ingjusamur án þeirra. Ég var líka
duglegur í félagslífi í skólanum og ut-
an hans. Ég var bæði í leiklist og
handbolta um tíma. Svo sat ég í nem-
endaráði skólans þangað til ég var
rekinn fyrir að kjafta frá einhverju
balli sem við ætluðum að halda. En
ég hafði alla vega nóg fyrir stafni.
Ég var mjög rólegt og kurteist
barn. Kannski frekar stór eftir aldri.
Ég var sanngjarn og nægjusamur,
myndi ég segja. Samt var ég krakki,
ekki vatnsgreiddur herramaður. Ég
var líka með frjótt ímyndunarafl. Ég
byrjaði að skrifa eftir að ég byrjaði
að rappa. Rappið var það sem kom
þessu í gang. Og því meira sem ég
skrifa, því meira þarf ég að lesa. Það
er ákveðin pressa í þessari fjöl-
skyldu, hvað varðar hvað maður á að
lesa og hversu mikið. Mamma hefur
alltaf sagt að ég lesi ekki nógu mikið
og þeirri skoðun er erfitt að breyta.
Það er ekkert grín þegar foreldr-
arnir lesa hvort um sig fimm bækur á
viku. Pabbi er sérstaklega hraður í
lestri. Hann kaupir að meðaltali
þrjár nýjar bækur á viku, en svo les
hann alla vega tvær gamlar sem til
eru í hillunni. Meðalmaður, hins veg-
ar, les aðeins hægar. Það er bara
staðreynd.
Mér finnst ekkert sérstaklega
gaman að það gangi sögur um að ég
hafi fallið á Halldórs Laxness-prófi í
MH. Í fyrsta tímanum, þegar spurt
var út í upphafið á Sjálfstæðu fólki,
sneru sér allir að mér og biðu eftir
upplýsandi svari frá mér. Þá nennti
ég þessu ekki og skrópaði í nokkrar
vikur. Svo illa vildi til að ég skrópaði
óvart í prófinu líka, sem var frekar
óheppilegt. En þegar ég loksins tók
prófið, fékk ég níu í Laxness-
hlutanum. Svo í raun er þessi saga
ekki alveg rétt.
Mamma er án efa fyndnasta mann-
eskja í heiminum og einstaklega orð-
heppin. Það er sérstaklega skemmti-
legt að fara með henni til útlanda. Ég
ferðaðist mikið með mömmu og
pabba þegar ég var lítill, en hætti því
þegar ég varð unglingur og það var
ekki lengur svalt. Ég sé eftir því
núna, því það er alltaf jafngaman. Ég
fór með þeim út til að taka upp atriði
fyrir Veðramót og það var frábært.
Londonferðirnar sem við fórum sam-
an eru minnisstæðar, en mamma var
í skóla þar. Hún þekkti hvern einasta
krók og kima og óð áfram eins og
enginn væri morgundagurinn. Það
var gaman að fylgjast með henni,
hún átti það til dæmis til að rífast og
skammast í betlurunum. Þegar
mamma og pabbi voru að byrja að
hittast, fóru þau í frí til London. Þau
fóru á Covent Garden, þar sem
mamma hafði verið í námi og hún tók
hann á uppáhalds krána sína. Þegar
þau gengu inn, heyrist frá barþjón-
inum úti í horni; „Oh no, it’s you
again!“ Þá hafði hún ekki skapað sér
sérstakar vinsældir þar.
Marx-lenínískir vestrar
Ég man líka eftir ferð sem við fór-
um til Írlands að hitta gamlan kenn-
ara hennar. Sá maður var í meira lagi
undarlegur. Hann var rekinn úr
Bandaríkjunum fyrir að gera marx-
leníníska vestra og vann á Írlandi við
að lesa handrit fyrir hina og þessa.
Ferðin var álíka undarleg og kenn-
arinn en afskaplega skemmtileg.
Mamma á það líka til að hverfa
sporlaust. Stundum þegar ég tala við
hana, hverfur hún án þess að ég svo
mikið sem taki eftir því. Svo, hálftíma
síðar eða svo, kemur hún til baka og
lætur eins og ekkert hafi í skorist.
Hún getur líka verið ótrúlega gam-
aldags. Gamlar myndbandsupptöku-
vélar þarf að þræða blindandi í
myrkri og það er ekki létt verk. Hún
getur vel gert það á innan við mínútu,
en það er ekki möguleiki að hún geti
lært að nota stafræna vél. Það er allt
of flókið.
Ég stefndi ekki á ritstörf þegar ég
var yngri. Það heillaði mig snemma
að verða smiður. Þá sérstaklega af
því að ég sá að ég gæti jafnvel gert
eitthvað annað samhliða því. Ég
byrjaði líka snemma að pæla í lista-
tengdum störfum, enda meirihluti
fjölskyldu minnar ýmist í kvik-
myndagerð eða rithöfundar. Núna bý
ég hjá Álafossi, en í framtíðinni get
ég vel hugsað mér að búa í Mosfells-
dalnum. Það er alls ekki svo slæmt.Morgunblaðið/Árni Sæberg
attholti
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 21