Morgunblaðið - 13.07.2008, Side 22
22 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
B
jálkahús eitt stórbrotið
stendur undir Eyja-
fjallajökli á jörðinni
Lambafelli. Hús þetta
mun vera kynjað frá
Kanada. Fjölmargir vegfarendur þar
eystra hafa verið forvitnir um þetta
hús og er ég ein af þeim hópi. Þegar
ég komst að því að þarna hefði fyrir
skömmu verið farið að leigja út næt-
urgistingu með morgunverði ók ég
heim að húsinu og kvaddi þar dyra,
hverjar eru prýddar fögru járnverki.
Í ljós kemur að í húsi þessu ræður
nú ríkjum Guðrún Hjörleifsdóttir og
kom það nokkuð á óvart. Guðrún er
ekki síður forvitnileg en húsið, sjá-
andi með meiru, hefur starfað sem
slíkur um árabil og þekkt á þeim
vettvangi.
Ekkert sagði Guðrún sjálfsagðara
en að sýna mér umrætt 720 fermetra
bjálkahús. Þegar inn var komið og ég
sé gríðarlegan stiga upp á loftið
hugsaði ég með sjálfri mér að varla
væri betur viðað hús til á Íslandi, svo
gríðarleg eru burðartré þau sem sjá-
anleg eru í stofu og víðar. Ég gekk
um húsið og varð undrandi á að sjá
þar í stofum og herbergjum húsgögn
í stíl Lúðvíks 16. Frakkakeisara. Sér-
staka athygli mína vekur há himna-
sæng í hjónasvítu hússins. Glæsi-
legar hurðir með frönskum gluggum
eru í veggjum milli herbergja. Eld-
húsið reyndist ekki síður standa und-
ir væntingum, allt þar minnir helst á
herragarð í útlöndum og út um
glugga þar sést í heitan pott sem grá-
grýtissteinar standa umhverfis.
Guðrún Hjörleifsdóttir reynist góð
heima að sækja, en hún gegnir þarna
ráðskonuhlutverki í sumar fyrir
hjónin sem eiga húsið, þau Þorstein
Njálsson lækni og Ólöfu Péturs-
dóttur, sem málað hefur fagrar
blómamyndir sem prýða marga
veggi þessa umfangsmikla húss.
Guðrún býður mér sæti við bráð-
myndarlegt eldhúsborðið og býður
mér kaffisopa – sem ég þigg. Ég spyr
hana hvernig á veru hennar þarna
standi.
Af galdramannakyni
„Ég er vinkona hjónanna sem eiga
húsið og þegar þau fluttu til Kanada
eftir skamma búsetu hér þá báðu þau
mig að vera í húsinu um tíma og ég
sagði að ekkert væri sjálfsagðara.
Þetta er eins og margt í mínu lífi –
hreint ævintýri,“ segir Guðrún og
hlær. Hún er glæsileg kona, klædd
að indverskum hætti en segist fædd
á Siglufirði.
„Ég er næstyngst átta systkina,
fædd 1953. Faðir okkar var kallaður
bæjarfógetafulltrúi en móðir okkar
var hjúkrunarkona. Hún fór 18 ára til
hjúkrunarnáms í Danmörku 1929,
það þótt sérstakt í þá daga,“ segir
Guðrún.
Hún segir það hafa verið skemmti-
legt að alast upp á Siglufirði í faðmi
stórrar fjölskyldu á menningarheim-
ili.
„Mér fannst menning ráða ríkjum,
– ekki aðeins á heimili okkar heldur í
Appelsínurautt Litur orkunnar segir Guðrún Hjörleifsdóttir.
Morgublaðið/RAXStofan Þarna er vel viðað
Svíta Himinsængin er glæsileg.
„Völvan í höllinni,“ kall-
aði einn gestur nýs gisti-
heimilis að Lambafelli
Guðrúnu Hjörleifsdóttur
sjáanda. Guðrún Guð-
laugsdóttir heimsótti
þessa nöfnu sína og
ræddi við hana um hæfi-
leika hennar og bjálka-
húsið stóra, þar sem hún
ræður ríkjum í sumar.
Völvan í höllinni
Guðrún Hjör-
leifsdóttir
féllst á að
leggja tarot-
spil til þess
að reyna að
sjá hvað bíð-
ur okkar Ís-
lendinga á
næstunni.
„Ég sagði fyrir tveimur árum
að það yrði lægð á þessum tíma,
en ég sagði líka að það yrði ekki
hrun,“ segir hún meðan hún
breiðir úr appelsínurauðum klút
á borðið, klút sem hún segir
„orkuklút“.
„Ef fólk vill fá aukakraft á
það að fara í flík með þessum lit,
það er líka gott að hafa hjá sér
blóm í vatni, það gefur orku,“
segir hún og lætur mig draga tíu
spil sem fulltrúa íslensku þjóð-
arinnar. Ég vanda mig mjög og
hún leggur spilin hæglátlega á
sinn stað. Svo tekur hún að tala:
„Núna í haust förum við að
finna fyrir breytingu upp á við,“
segir hún og stór augu hennar
stara fram fyrir sig en ekki á
spilin á borðinu.
„Þetta er keltneski krossinn
sem ég hef lagt,“ segir hún og
lítur nú niður á spilin.
„Tarotspilin eru nákvæm og
leiðbeinandi og þau geyma laun-
helgar. Það geta ekki allir lesið
þau – þó að þeir kunni á þau.
Fólk þarf að hafa tengingu.
Það sem er að gerast er að
það verður ekki eins mikið hrun
og fólk er að tala um. Það ríkir
of mikil svartsýni miðað við það
sem ég sé. En „rauða spjaldið“
sem við fengum er hins vegar
þjóðinni til góðs. Við vorum
komin á leið til of mikillar
græðgi og vorum hætt að meta
það sem við höfðum.
Ég tel að lendingin sé stað-
reynd og næstu ár verði ekki
eins slæm og um hefur verið tal-
að, en hins vegar getur árið
2012 orðið okkur erfitt. Þá
koma utan að komandi áföll. En
undirbúningur okkar núna
verður til þess að við munum
þola þá kreppu.
Fjölskyldurnar í landinu
þurfa á því að halda nú að komið
sé til móts við þær á markvissari
hátt en gert hefur verið hingað
til. Þær þola ekki langvarandi
þrengingar. Ekki síst er lág-
launafólk í hættu. Ég hef hins
vegar þá tilfinningu að komið
verið til móts við þessar þarfir
með haustinu. En gangan liggur
upp í móti næstu 15 mánuði. Við
þurfum að ganga upp tröpp-
urnar. En það gerist eitthvað
með haustinu sem gerir hina
fjárhagslegu stöðu betri en nú
er gert ráð fyrir og hjálpar þjóð-
inni. Ég á ekki við lán erlendis
eða því um líkt.
Ég sé mikla möguleika í vatn-
inu, án þess getur manneskjan
ekki verið og af því höfum við
nóg. Sú auðlind er fyrir kom-
andi kynslóðir sem við þurfum
að gæta vel að.
Í spilunum sé ég blessun yfir
landinu og þjóðinni – við verð-
um bænheyrð. Við förum ekki
neðar, við förum að endurnýj-
ast.
Sem sagt: Engin sverðganga
er framundan og efnahagsleg
staða okkar reynist betri en tal-
ið hefur verið, það verður vegna
óvæntrar uppákomu sem veitir
þjóðarbúinu tekjur.
Í ríkisstjórninni verður óró-
leiki og togstreita – mars og
apríl á næsta ári gæti orðið erf-
iður tími. En ef samstarfið
stendur þetta af sér mun stjórn-
in sitja kjörtímabilið á enda.
Staða Íslands á erlendum
vettvangi mun batna. Við eigum
stóra drauma og við munum
komast þangað sem við ætlum ef
við gætum þess að láta ekki nei-
kvæðar hugsanir eyðileggja fyr-
ir okkur.
Við þurfum að vagga saman
skynsemi og áræðni því þær eru
systur og þurfa að spila saman.“
Hvað bíður
okkar?