Morgunblaðið - 13.07.2008, Page 23

Morgunblaðið - 13.07.2008, Page 23
umhverfinu á Siglufirði í þá daga,“ segir hún. Móðurfólk Guðrúnar kemur að vestan. „Langalangafi minn er Galdra- Finnur sem margar sagnir eru til af, þaðan kemur mitt galdrakyn,“ segir hún kankvís á svip. „Mamma sagði mér að í líkkistu afa míns hafi verið settar bækur frá Finni, galdrabækur sem ekki máttu vera á glámbekk.“ En hvenær skyldi Guðrún hafa orðið vör við að hún væri sjáandi? „Bara sem lítil stúlka. Ég sá alltaf fólk og skynjaði og fann fyrir hlut- um. Þetta ónáðaði mig stundum sem barn en svo fór ég að læra að lifa með þessu. Ég er sú eina af systkinum mínum sem er sjáandi en næmni er í fleirum,“ segir hún. En hvað sögðu foreldrarnir? „Pabbi sagði ekki margt en mamma hafði áhuga á svona málum, hún talaði um drauma, fór á miðils- fundi og var hrifin af Hafsteini miðli. Hún keypti mikið af dulrænum bók- um. Hún tók þessum eiginleika mín- um því af skilningi.“ En hvað sá Guðrún? „Ég sá látið fólk. Einnig er ég næm á þann hátt að finna ýmislegt á mér, hvað er í aðsigi – hvað muni gerast. Ég finn líka hvernig fólki líð- ur og skynja jafnvel sjúkdóma þess. Sérstaða mín er líklega mest að því leyti að ég sé stundum fram í tímann. Með þessu hef ég stundum getað hjálpað fólki – á minn hátt. Ég hjálpa því á vissan hátt að takast á við lífið.“ Stjórnmál og verslunarstörf En hver er bakgrunnur Guðrúnar auk þess sem fram hefur komið um æsku hennar? „Ég gifti mig ung og eignaðist þrjú börn. Ég ætlaði raunar að verða hjúkrunarkona og var á leiðinni til bróður míns sem bjó þá í New York til að læra þar ensku og undirbúa mig undir ævistarfið. En ég varð ófrísk og líf mitt breytt- ist. Ég lærði ekki það sem ég hafði ætlað mér í upphafi, þess í stað stofnaði ég verslun sem ég rak í mörg ár á Siglufirði, seldi blóm og leikföng. Einnig hóf ég þátttöku í stjórnmálum 25 ára, var bæjarfulltrúi á Siglufirði í átta ár. Ég er ein af þeim sem mest hef lært í skóla lífsins.“ Guðrún og maður hennar slitu samvistum þegar yngsta barn henn- ar var þriggja ára. „Þá flutti ég frá Siglufirði og gerð- ist deildarstjóri hjá Kaupfélagi Suð- urnesja og bjó í Keflavík,“ segir hún. „Ég tók að mér stóra deild og rak hana. Ég vildi mennta börnin mín og þess vegna flutti ég suður,“ bætir hún við. Börn hennar hafa öll gengið menntaveginn. „Ég þurfti að vinna mikið til að þetta gæti gengið og ég hef ekki gift mig aftur – alltént ekki ennþá,“ segir hún og hlær. Það er stutt í hláturinn hjá þessari atorkusömu konu sem sér og finnur meira en annað fólk. „Á Suðurnesjum átti ég sæti í ýmsum nefndum og ráðum fyrir Framsóknarflokkinn. Síðar flutti ég til Hafnarfjarðar og tók talsverðan þátt í bæjarmálum þar. Nú bý ég í Garðabæ.“ Hún kveðst hafa verið að baka heima á Siglufirði þegar bankað var upp á og hún beðin að taka þátt í stjórnmálum. „Ég veit nú ekki til að ég hafi mikið vit á þeim málaflokki,“ sagði ég og burstaði af mér hveitið.“ En fyrirspyrjandinn svaraði að einhvers staðar yrði að byrja og þar með var þeim teningi í lífi Guðrúnar kastað. Á sviði dulrænna mála En hvenær fór hún að nýta sér dulræna hæfileika sína? „Eftir að ég flutti frá Keflavík 1993 fór ég að vinna á sviði dulrænna mála,“ svarar hún. „Ég fór í miðlaskóla í Bretlandi og var þar á námskeiðum með vissu millibili í sex ár. Þar lærði ég að höndla þessa hæfileika mína. Eftir 1997 fór ég að fara til Indlands sömu erinda. Þar hef ég lært heimspekileg fræði með meiru af Sri Sathya Sai Baba.“ En hefur þetta nám styrkt hina upprunalegu hæfileika? „Þetta er reynsla af öðrum toga. Í náminu öðlast maður þekkingu og skilning. Það sem ég hef lært hefur hjálpað mér að skilja margt. Eftir að ég fór að fara til Indlands jókst mjög áhugi minn á heimspeki og lífinu sjálfu.“ Hefur þú aldrei óttast sýnir þínar? „Nei, ég er aldrei hrædd. Ekki heldur hér, þar sem ég ríki nú um tíma – „völva í höllinni“ eins og einn gestur hér orðaði það,“ segir Guðrún og hlær hjartanlega. Draumur sem rættist Við horfum báðar í kringum okkur í húsinu mikla sem er aðeins þriggja ára gamalt og var hugsað sem heimili fyrrnefndra hjóna sem hugðust reisa neðar í landi sínu Lambfelli, spa- stórhýsi, heilsuhótel, en þær ráðagerðir eru ennþá á teikniborð- inu. „Þær bíða þess að fjárfestar komi hugsanlega til sög- unnar sem hafa áhuga á að taka þátt í slíkum framkvæmdum,“ segir Guð- rún og sýnir mér teikningar af þessu ráðgerða stórhýsi sem líka á að verða byggt úr kanadískum bjálkum og er hugsað til að auka lífsgæði fólks. „Þau Þorsteinn og Ólöf eru í hópi þeirra sem eiga hugsjónir og láta drauma sína rætast. Þau vildu reisa sér stórt og fallegt bjálkahús og það tókst þeim sannarlega,“ segir Guð- rún. Lambafell er miðsvæðis á Rang- árvöllum og hafa eigendur hússins hugsað sér að reka í því gistiheimili sem fyrr kom fram og jafnvel að selja ef svo bæri undir. Enn undrast ég að spámiðill sé far- inn að reka gistiheimili. „Líf mitt hefur alltaf verið svona. Dalai Lama sagði einu sinni að ef vindarnir blésu í átt til manns ætti maður að fara inn í þá. Það hef ég gert. Ég lendi alltaf í ævintýrum, lík- lega vegna þessarar afstöðu minnar, ég er svo heppin kona,“ segir Guð- rún. „Mér finnst gott að vera hér. Ég er oft undir miklu álagi í minni and- legu vinnu og finnst gott að fá frí og geta verið úti í náttúrunni og kyrrð- inni. Vera með fuglunum sem trítla á landinu og sjá kýr á beit út um eld- húsgluggann. Ég hef jafnvel séð ref bregða fyrir,“ segir hún. Guðrún kveðst lítið þurfa að sofa í sveitinni. „Hér er svo orkumikið umhverfi að ég á erfitt með að sofa mjög lengi. Samt er ég full af orku. Ég er stolt af að vera með í að opna þessa starf- semi og ég finn fyrir miklum áhuga á þessu húsi. Útlendingar koma hér mikið og þeir eru mjög hrifnir að hitta fyrir dulræna konu sem leggur fyrir þá tarot-spil. Stundum spyr þetta fólk um „the hidden people“. Það hefur áhuga á þjóðsögum okkar um álfa og huldufólk.“ En hefur Guðrún séð huldufólk? „Ég hef einu sinni séð álfkonu í kletti í Hafnarfjarðarhrauni. Ég sat og hvíldi mig og skyndilega sá ég hana og heyrði hörputónlist leikna inni í klettinum. Álfkonan var klædd bláum kyrtli og hafði fallegt gulllitað hár. Það lék bjarmi í kringum hana – svo dagaði þetta uppi. Kletturinn sem um ræðir er eins og kirkja í lag- inu.“ En látna fólkið – dagar það uppi? „Já, það leysist upp. Maður sér svipinn og svo hverfur það. Ég þekki það stundum og stundum ekki. Fylgjur sé ég stöku sinnum og liti sé ég í kringum fólk. Þeir eru mis- miklir, jafnvel eftir dögum, ég sé stundum að það vantar í gula eða græna litinn, þá er sálarástandið ekki nógu gott. Mér finnst ég fá skilaboð send og ég, ef svo má segja, stilli mig inn á þá tíðni, þá skynja ég betur, það er engu líkara en maður fari inn í sérstakt rafsegulsvið eða tíðni. Það þykir kannski einkennilegt að líkja sér við hund en hundar skynja meira en flest fólk gerir, mið- ill hefur skynjun í ætt við þá sem hundar hafa allajafna. Fjarskyggnin byggist hins vegar á því að sjá fram í tímann. Stundum órar mig fyrir því sem hendir mig og dreymir fyrir því, ég þekki drauma mína. Þetta eru oft dýrmætar aðvaranir, fyrir kemur að ég fer ekki eftir þeim – þá fer verr en skyldi.“ gudrung@mbl.isHvíld Heitur pottur í garðinum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 23 Ég sá látið fólk. Einnig er ég næm á þann hátt að finna ýmislegt á mér, hvað er í aðsigi – hvað muni gerast. Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlutunar á eftirtöldum lóðum: 1. Austurkór 49- 53 - Raðhús á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð fyrir raðhús á tveimur hæðum með innbyggðri bílageymslu. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 132 m² með bílageymslu. Heildarlóðargjöld eru kr. 34.957.848. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 600 m³. Ef byggt er umfram 600 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld. 2. Almannakór 2 - Einbýlishús á einni eða tveimur hæðum. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni eða tveimur hæðum með innbyggðri eða stakri bílageymslu. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 250 m² með bílageymslu. Heildarlóðargjöld eru kr. 14.887.402. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld. 3. Þrúðsalir 13 - Einbýlishús á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri eða stakri bílageymslu. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 180 m² með bílageymslu. Heildarlóðargjöld eru kr. 14.887.402. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld. 4. Arakór 5 - Einbýlishús á einni hæð með kjallara. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð með kjallara með innbyggðri eða stakri bílageymslu. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 235 m² með bílageymslu. Heildarlóðargjöld eru kr. 14.887.402. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld. 5. Austurkór 8 - Einbýlishús á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri eða stakri bílageymslu. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 250 m² með bílageymslu. Heildarlóðargjöld eru kr. 14.887.402. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld. 6. Austurkór 107 - Einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 400 fm. Heildarlóðargjöld eru kr. 14.887.402. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld. 7. Austurkór 113 - Einbýlishús á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 400 fm. Heildarlóðargjöld eru kr. 14.887.402. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld. Ofangreindar lóðir eru byggingarhæfar. Nánar verður kveðið á um afhendingu í úthlutunarbréfi. Lóðargjöld eru bundin byggingarvísitölu og breytast með henni. Úthlutunargögn ásamt umsóknareyðublöðum og úthlutunarreglum, fást afhent frá miðvikudeginum 4. júní hjá þjónustuborði Kópavogs, Fannborg 2, 1. hæð, alla virka daga frá kl. 8-16. Úthlutunargögn fást afhent fyrir kr. 1.000 en einnig er hægt að nálgast gögnin á vefsíðu Kópavogs www.kopavogur.is. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 16 þriðjudaginn 18. júní nk. Vakin er athygli á reglum Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarétti fyrir íbúðarhúsnæði. Þá er jafnframt vakin sérstök athygli á því að umsóknum einstaklinga um byggingarétt þarf að fylgja staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðsluhæfi. Fyrir umsækjendur einbýlishúsalóða kr. 35 milljónir. Fyrirtækjum ber að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2007. Yfirlýsing frá banka og lánastofnunar um greiðsluhæfi og lánamöguleika umsækjenda skal vera án fyrirvara. Æskilegt er að umsækjendur leggi inn skattframtal. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Kópavogsbær Úthlutun á byggingarétti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.