Morgunblaðið - 13.07.2008, Side 24
24 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Fólk sem fer ótro
Ekki fá allir sér vinnu í banka, á lögfræðistofu eða á dagblaði eftir að skóla lýkur, heldur kjósa að elta drauma sína og slá fullorð-
insárunum á frest. Pétur Blöndal talaði við Colleen Kinder, bandarískan rithöfund, sem skrifaði bók um einmitt það, ungt fólk
sem fer óhefðbundnar leiðir. Einnig er talað við tvo menn sem elta drauma sína, annar lét slag standa þegar að námi loknu og
hinn kominn á miðjan aldur.
Þ
egar Colleen Kinder var á
fyrsta ári í menntaskóla og
var á „blind date“ með eldri
nemanda, þá kviknaði hug-
mynd að bók í fyrstu sam-
ræðunum. Hún spurði hann
hvað hann ætlaði sér að
gera eftir menntaskóla og
bjóst við að svarið yrði lögfræðingur, lyfja-
fræðingur eða bankamaður.
„En hann svaraði brosandi að hann ætlaði
að verða „ski bum“, sem er slangur yfir ungan
mann sem elskar að vera á skíðum gerir hvað
sem er til að afla sér lifibrauðs á skíðastöðum,
hvort sem hann er skíðakennari, vinnur við
skíðalyftuna eða á barnum í skíðabænum,“
segir Colleen.
„Þá áttaði ég mig á því að kannski væru ekki
allir að keppast um best launaða starfið eða að
byggja upp starfsframa, heldur litu sumir á
fyrstu árin eftir menntaskóla sem tækifæri til
að gera þveröfugt við það sem búist væri við af
þeim – leið til að upplifa ævintýri. Í þessu til-
felli veit ég að draumurinn rættist, hann vann
sem skíðakennari og kenndi meðal annars
Britney Spears, vann síðan á blaði í Kína um
skeið og er núna í hjálparstörfum.“
Colleen byrjaði að safna sögum af ungu
fólki, sem fór á vit ævintýranna eftir mennta-
skóla, skrifaði fyrstu drög að bókinni „Delay-
ing the Real World“ fyrir lokaárið í skólanum
og tókst að selja útgáfufyrirtæki hugmyndina.
En henni fannst sem hún yrði sjálf að lifa eftir
heimspekinni og fékk styrk til að gerast sjálf-
boðaliði á elliheimilum á Kúbu.
„Ég held að það hafi hjálpað til við að selja
bókina að ég tileinkaði mér sjálf boðskapinn,
enda var útgáfufyrirtækið spennt yfir því,“
segir hún. „Þetta þýðir ekki að fólk eigi að slá
öllu upp í kæruleysi, heldur að það sé allt í lagi
að taka áhættu ungur og elta drauma sína. Ég
talaði við yfir hundrað manns og það sló mig
hversu yfirveguð ákvörðun þetta var hjá flest-
um. Enda vita þeir sem reynt hafa hversu mik-
ið mál það er að fara utan, útvega sér vinnu,
finna íbúð, verða sér úti um tryggingar og
komast í gegnum pappírsfrumskóginn. Þó að
titillinn gefi annað til kynna, þá þarf fólk ein-
mitt að vera staðfast og einbeitt.“
Hún segir að það sé röng ályktun hjá sum-
um að fólk verði að hafa mikið af peningum til
ráðstöfunar. „Vissulega fengu sumir háar fjár-
hæðir frá foreldrum sínum þegar þeir útskrif-
uðust, en margir stóðu alfarið straum af þessu
sjálfir, útveguðu sér styrk eða urðu sér úti um
vinnu, svo sem með að senda tölvupóst til stað-
arblaðsins eða fara á atvinnumiðlun og ráða
sig í starfið sem er laust. Peningar geta verið
fyrirstaða, en ef löngunin er nógu mikil, þá
reddast það. Þetta er spurning um að hafa
gildi og að láta frelsi og sveigjanleika hafa for-
gang – að kynnast heiminum en ekki aðeins
efnisheiminum.“
Eftir förina til Kúbu varð Colleen „heims-
ferðalangur“, fráhverf hefðbundnum dag-
vinnustörfum í New York. „Þó að ég gæti
borgað reikninga fann ég að það var ekki fyrir
mig.“ En dvölin á Kúbu mótaði hana einnig
sem rithöfund. „Ég talaði spænsku allan tím-
ann og slípaði hana, skrifaði tímaritsgreinar á
mínum hraða og þróaðist sem rithöfundur á
skeiði sem þarfnast tíma og innblásturs.“
Úr varð að Colleen fór í þriggja ára há-
skólanám í skapandi skrifum, ekki þó í skáld-
sagnagerð. „Ég eyddi miklum tíma á Kúbu í að
skrifa mína fyrstu skáldsögu, en næstsíðasta
daginn var ég timbruð og í vondu skapi, og það
rann upp fyrir mér að það lægi ekki fyrir mér.
Enda er Kúba áhugaverð frá sjónarhóli
Bandaríkjamanna, því þeim er bannað að
ferðast þangað, og þarf ekki að skálda neitt í
kringum það. Þörfin verður minni fyrir að
skrifa sögur á svona forvitnilegum stað og mér
fannst vera mitt hlutverk að skrifa um það sem
ég varð vitni að.“
– Þú fórst einnig til Líberíu?
„Ég fór þangað síðasta sumar til að skrifa
tímaritsgrein. Líbería er fyrsta ríkið í Afríku
með lýðræðislega kjörinn leiðtoga sem er kona
og hún hefur fengið marga kvenleiðtoga til
starfa í ráðuneytinu. Ég tók viðtöl við þær og
skrifaði um hvernig lagt væri upp með að
byggja upp landið, sem er að hruni komið eftir
fjórtán ára borgarastyrjöld.“
– Og nú ertu á Íslandi.
„Ég er að vinna að bók um brottflutta
Bandaríkjamenn, af hverju þeir fundu sér nýj-
an samastað, hvernig þeim gengur að aðlagast
lífinu þar og hvaða áhrif það hefur haft á við-
horf þeirra til lífsins. Hér á Íslandi búa 650
Bandaríkjamenn, að ótöldum þeim sem eru
komnir með íslenskan ríkisborgararétt, og ég
hef rætt við um tuttugu þeirra. Svo fékk ég
styrk til að halda áfram að vinna að verkefninu
í Mexíkó á næsta ári, en margir Bandaríkja-
menn setjast þar í helgan stein. Það er augljós
kostur, því margir tala spænsku og þar er
ódýrt að búa.“
Allt í lagi að elta drauma sína
Morgunblaðið/Valdís Thor
Rithöfundur Colleen Kinder hefur lifað eftir heimspekinni sem hún boðaði í sinni fyrstu bók.
Í
túninu við útihúsin á Gröf á
Snæfellsnesi er bátur. Stef-
án Herbertsson er í vinnu-
gallanum og það styttist í
að útgerðin hefjist. Hann
stefnir að því að sigla bátnum í
þessari viku til Tasiilaq á Austur-
Grænlandi, þar sem hann ætlar að
hefja siglingar með erlenda ferða-
menn.
„Þar verður siglt um stórkost-
lega náttúru, stóra og djúpa firði,
innan um tilkomumikil fjöll og
borgarísjakann. Svo þessar litlu
byggðir á Austurströndinni, frum-
stæðustu þorpin sem eftir eru á
Grænlandi; þar kemst maður næst
menningunni og það er mikil upp-
lifun að koma í þessi þorp.“
Stefán hefur verið viðloðandi
Grænland í tíu ár, en þá fór hann
þangað í fyrsta skipti. „Ég heim-
sótti kunningja minn og veiddi með
honum, en smám saman lét ég
meira til mín taka í félagsmálum.
Ég kynntist Hrafni Jökulssyni og
fór að vinna með Hróknum við
skákútbreiðslu á Grænlandi. Þá hef
ég verið formaður Kalak í þrjú ár,
vinafélags Íslands og Grænlands.“
Það hefur verið gott samstarf
milli Kalak og Hróksins. „Saman
höfum við boðið öllum börnum á
skólaaldri á Grænlandi upp á skák-
kennslu og gefið þeim skáksett. Við
höfum farið tvisvar til þrisvar á ári
til að kenna og halda skákmót og
einnig unnið að því að bjóða ellefu
ára börnum á Austur-Grænlandi til
Kópavogs í hálfan mánuð til að læra
að synda. Í gegnum þetta starf hef
ég kynnst land og þjóð náið og líkað
vel.“
Stefán hætti störfum hjá Olíufé-
laginu í mars í fyrra eftir að hafa
unnið þar í átta ár. „Síðan hef ég
verið í ígripavinnu með þessum
bátasmíðum. Ég á orðið tvö hús á
Grænlandi, sjálfur verð ég til húsa í
Tasiilaq, en í húsinu í Kulusuk get
ég boðið upp á svefnpokapláss.“
– Þetta er mikil ævintýra-
mennska.
„Já, ég legg mikið undir. En ég
vildi prófa þetta og sjá hvað gerð-
ist. Það er ekki á vísan að róa í
Ekki á vísan að róa
Morgunblaðið/Pétur Blöndal
Ævintýraþrá Trillu breytt í farþegabát fyrir ferðamenn við Grænland.
» „Þar verður siglt um
stórkostlega náttúru,
stóra og djúpa firði, inn-
an um tilkomumikil fjöll
og borgarísjakann. Svo
þessar litlu byggðir á
Austurströndinni, frum-
stæðustu þorpin sem
eftir eru á Grænlandi;
þar kemst maður næst
menningunni og það er
mikil upplifun að koma í
þessi þorp.“