Morgunblaðið - 13.07.2008, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Bandaríkja-menn ogBretar eru
æfir út í Kínverja
og Rússa fyrir að
hafa beitt neit-
unarvaldi gegn tillögu um að
grípa til refsiaðgerða gegn
stjórn Roberts Mugabe í Sim-
babve. Simbabve er ekki langt
frá því að verða óstjórnhæft
land. Efnahagsástandið er í
molum og tak Mugabes á völd-
um í landinu er byggt á að
halda íbúum þess í greipum
óttans. Mugabe var ekki tilbú-
inn að sætta sig við tap í for-
setakosningunum fyrr á árinu
og boðaði til annarrar umferð-
ar milli sín og keppinautar
síns, Morgans Tsvangirai. Síð-
an hófst herferð ofbeldis og
ógnar gegn kjósendum lands-
ins. Fórnarkostnaðurinn var
orðinn svo mikill að Tsvang-
irai dró sig í hlé áður en geng-
ið var til kosninganna til að
stöðva blóðsúthellingarnar.
Stjórnarhættir Mugabes
eru óforsvaranlegir. For-
ustumenn í Afríku hafa átt
erfitt um vik með að taka á
vandanum, ekki síst vegna
þáttar Mugabes í að binda
enda á nýlendutímann í Afr-
íku. Ekki er hins vegar hægt
að sjá í gegnum fingur sér við
hann endalaust vegna sög-
unnar. Menn á borð við Nel-
son Mandela og Desmond
Tutu hafa verið ómyrkir í
máli, en Thabo Mbeki, leiðtogi
Suður-Afríku, hefur verið
tregur til að snúast gegn Mu-
gabe. Í atkvæðagreiðslunni í
öryggisráðinu lagðist Suður-
Afíka gegn tillögunni um
refsiaðgerðir.
Fyrir öryggisráðinu lágu
tillögur um bann við vopna-
viðskiptum við Simbabve og
að setja ferðabann
á Mugabe og 13
nánustu sam-
starfsmenn hans
og frysta erlenda
bankareikninga
þeirra. Einnig átti að skipa
sérlegan erindreka Samein-
uðu þjóðanna í málefnum Sim-
babve. Tillagan fékk níu at-
kvæði og naut því fylgis
meirihluta ráðsins, en einu
gilti um það þar sem tveir
fastafulltrúar ákváðu að beita
neitunarvaldi.
Árangur af refsiaðgerðum
er umdeildur. Helsta rök-
semdin gegn slíkum aðgerðum
er að þær bitni á almenningi á
meðan ráðamenn lifi áfram í
vellystingum. Það á ekki við í
þessu tilfelli. Refsiaðgerð-
irnar hefðu beinst að ráða-
mönnum sérstaklega og
vopnasölubann hefði eingöngu
beinst að því að veikja valda-
stöðu þeirra án þess að það
hefði nokkur áhrif á afkomu
almennings.
Ef til vill er auðvelt að snið-
ganga slíkt bann, en það eru í
sjálfu sér ekki rök gegn því að
reyna. Því vaknar sú spurning
hvað vaki fyrir Kínverjum og
Rússum að veita Mugabe
skálkaskjól? Rússar báru því
við að aðgerðirnar færu út fyr-
ir umboð Sameinuðu þjóðanna
og Kínverjar sögðu að þær
myndu ekki liðka fyrir sam-
komulagi í landinu. Rússar
höfðu hins vegar áður sagt að
þeir væru fylgjandi því að
beita Simbabve meiri hörku.
Eru íbúar Simbabve orðnir að
leiksoppi í heimspólitík Kín-
verja og Rússa? Nú þurfa íbú-
ar Simbabve á stuðningi að
halda, ekki Robert Mugabe.
Hann hefur fyrirgert öllu til-
kalli til stuðnings.
Af hverju beittu
Kínverjar og Rússar
neitunarvaldi? }
Skálkaskjól Mugabes
9. júlí 1978: „Við blasir alvarlegur
vandi í atvinnulífinu. Sá vandi er
ekki til kominn vegna þeirrar efna-
hagsstefnu, sem núverandi ríkis-
stjórn hefur markað. Sá vandi er til
kominn vegna þess, að í kjarasamn-
ingum hefur verið samið um meiri
útgjaldaauka en atvinnugreinarnar
geta staðið undir. Ekki er ólíklegt,
að við Íslendingar stöndum nú á
þeim tímamótum, að lengra verði
ekki komizt með að velta vandanum
á undan sér. Nú þurfum við að taka
á honum í alvöru og þar þurfa
verkalýðsfélögin að eiga hlut að
ekki síður en aðrir. En þessi vandi
er nú orðinn svo aðkallandi, að
stjórnmálamennirnir þurfa að láta
hendur standa fram úr ermum.“
. . . . . . . . . .
10. júlí 1988: „Þetta er rétt hjá
Kristjáni Ragnarssyni. Um leið og
gerðar eru kröfur til útgerðar og
fiskvinnslu um róttæka
endurskipulagningu í atvinnugrein-
inni er full ástæða til að gera slíkar
kröfur til annarra. Olíuverzlun Ís-
lands er staðnað fyrirbæri, sem
engin breyting hefur orðið á í ára-
tugi. Þar kemst engin raunveruleg
samkeppni að. Ekki er hægt að sjá,
að olíufélögin hafi nokkurn áhuga á
að komast úr þeim sérkennilegu
viðskiptum, sem við höfum átt við
Sovétmenn í olíukaupum. Sennilega
verða Sovétmenn á undan okkur til
þess að krefjast breytinga á þess-
um viðskiptaháttum!“
. . . . . . . . . .
12. júlí 1998: „Þótt verðbólgan á Ís-
landi hafi ekki numið nema 2,1% á
tólf mánuðum frá maí á síðasta ári
til maí á þessu ári er hún samt
hærri en í flestum nágrannalöndum
okkar. Það eru einungis þrjú lönd í
Evrópu með meiri verðbólgu en við.
Meðaltal verðbólgu á þessu tímabili
í ESB-löndum er 1,6% og meðatal í
EES-löndum það sama. Meðaltal
verðbólgu í helztu viðskiptalöndum
okkar er 1,5%.
Þótt verðbólgan sé svona lítil á okk-
ar mælikvarða sýna þessar tölur að
við þurfum að gera enn betur. Nú
hafa menn áhyggjur af að verðbólg-
an muni aukast en ekki minnka.“
Úr gömlum l e iðurum
ESB-ríki taka saman
á málum innflytjenda
FRÉTTASKÝRING
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
E
VRÓPA hefur ekki getu
til að taka með reisn á
móti öllum þeim sem
líta á hana sem gós-
enland,“ hefur Nicolas
Sarkozy Frakklandsforseti sagt til
stuðnings stefnu sinni í innflytjenda-
málum. Hann tók nýlega við embætti
forseta ESB og hefur lagt áherslu á að
innflytjendamál verði í forgrunni þá
sex mánuði sem hann gegnir embætt-
inu.
Sarkozy fékk síðastliðinn mánudag
samþykki innanríkisráðherra ESB
fyrir „Evrópusamningi um málefni
innflytjenda og hælisleitenda“ að
nokkrum breytingum tilskildum.
Samningurinn þykir kveða á um
breytta tíma í innflytjendastefnu ESB
en hann verður líklega undirritaður á
leiðtogafundi í haust. Brice Hortefeux,
ráðherra innflytjendamála í Frakk-
landi, og einn aðalhugmyndasmiður
samningsins, segir markmiðið að
knýja loks í gegn sameiginlega stefnu í
innflytjendamálum, slíkt hafi verið í bí-
gerð í 20 ár.
Samkvæmt upplýsingum frá ís-
lenska dómsmálaráðuneytinu er enn
of snemmt að segja til um hvort og
hvaða áhrif stefnumörkunin muni hafa
á þau svið sem samstarfssamningar
ESB við Ísland taka til, en þar gæti
orðið einhver skörun.
Átta milljónir ólöglegar
Með samningnum er aukin áhersla
lögð á að fyrr verði brugðist við og
ólöglegum innflytjendum vikið úr
landi. Talið er að um átta milljónir
ólöglegra innflytjenda dveljist innan
ESB og verður m.a. auknu fjármagni
veitt til landamæralögreglunnar Fron-
tex til að sporna við flæðinu.
Kjarni samningsins er að stýra bet-
ur flæði innflytjenda til Evrópu.
Áhersla er lögð á að það verði gert í
samræmi við þarfir evrópska vinnu-
markaðarins þar sem ESB geti ekki
tekið á móti öllum þeim sem þar „von-
ast eftir betra lífi,“ að því er segir í
samningnum.
Í því skyni verður lögð áhersla á
hringrás (e. circular immigration) þar
sem tímabundin atvinnuleyfi verða
gefin út til innflytjenda en þeim svo
gert að snúa til heimalandsins að
nokkrum árum liðnum. Þýsk mann-
úðarsamtök hafa gagnrýnt hring-
rásar-aðferðina og segja ESB skapa
hefð fyrir vinnugesti (þ. Gastarbeiter)
í Evrópu.
Nokkrum hörðustu hugmyndum
Sarkozy var hafnað við undirritun
samningsins. Samkvæmt kröfum
Spánverja verða engin höft lögð á
fjölda útgefinna landvistarleyfa í lönd-
um sambandsins, en fyrir nokkrum ár-
um gáfu Spánverjar um 700.000 ólög-
legum innflytjendum
langtímadvalarleyfi að því tilskyldu að
þeir sýndu fram á virka atvinnuþátt-
töku.
Jafnframt var krafa um að innflytj-
endur lærðu tungumál viðkomandi
lands tekin út úr samningnum en að-
ildarlöndum gert skylt að styðja við
innflytjendur og hvetja þá til tungu-
málanáms.
Innanríkisráðherrar ESB þvertaka
fyrir að með samningnum sé verið að
treysta „Evrópuvirkið“ og gera flótta-
mönnum, hælisleitendum og innflytj-
endum erfiðara fyrir með að komast
inn á svæðið.
Wolfgang Schäuble, innanrík-
isráðherra Þýskalands, segir Evrópu
betur í stakk búna til að vinna að mál-
um ólöglegra innflytjenda á sameig-
inlegum grundvelli. Hann segir eflingu
landamæralögreglunnar mikilvæga og
þá ekki síst við Miðjarðarhafið. Talið
er að á síðasta ári hafi yfir 900 hæl-
isleitendur látist eftir að hafa reynt að
komast sjóleiðina frá Afríku til Spán-
ar. Þá eru ótaldir þeir sem hafa reynt
að komast til annarra landa.
Reuters
Neyð Mikill fjöldi fólks reynir að komast sjóleiðina frá Afríku til Evrópu á
ári hverju, ESB tekur ekki á móti öllum þeim er vænta betra lífs.
Samkvæmt nýrri tilskipun um
brottvísun ólöglegra innflytjenda
(e. EU Return Directive) sem sam-
þykkt var á Evrópuþinginu í júní
síðastliðnum er leyfilegt að halda
fólki föngnu í allt að 18 mánuði
fram að brottvísun þess.
Tilskipunin hefur vakið harða
gagnrýni mannréttindasamtaka
sem segja hana ómannúðlega. Jafn-
framt er bent á að auk varðhaldsins
sé fólkinu meinaður aðgangur að
ESB í nokkurn tíma í kjölfarið.
Í yfirlýsingu Flóttamannastofn-
unar SÞ vegna nýja samningsins
sem lýst er hér til hliðar, er nauð-
syn þess að hafa öryggi og réttindi
flóttamanna og hælisleitenda að
leiðarljósi ítrekuð. Rík ástæða sé til
að samhæfa og bæta afgreiðslu
slíkra mála. Talsmenn stofnunar-
innar segja áform í samningnum
um samevrópska miðstöð um mál-
efni hælisleitenda vera jákvæða
þróun og hafa lýst sig reiðubúna að
veita ESB liðsinni við áframhald-
andi hugmyndavinnu.
GAGNRÝNI
Á ESB
››
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Þ
að er gaman að grúska í gömlum
bréfum. Í Héraðsskjalasafninu á
Húsavík eru geymd bréf til
Björns Þórarinssonar á Vík-
ingavatni, þar á meðal frá afa
mínum Benedikt Sveinssyni. Hann hóf starfs-
feril sinn sem blaðamaður og ritstjóri, var um
langt skeið þingmaður Norður-Þingeyinga og
aðsópsmikill í sjálfstæðisbaráttunni. 14 ára
gamall hafði hann þetta að segja við frænda
sinn og vin: „Nú er ég að verða uppiskroppa
með orð til að setja í þetta bréf, en það gjörir
nú lítið þó þau vanti. Það er ekki nóg að safna
að sér ýmsum orðum nema maður kunni að
brúka þau, en ég er nú ekki svo vitur að ég
geti fundið þau orð, er við eiga, – svo oft
verður hjá mér hrossleggur á músarfæti og
hanalær á hesti.“ Þetta eru skemmtilegar
vangaveltur af svo ungum dreng, sérstaklega af því að
þær eru ekki eyðufylling, heldur rammasta alvara, eins
og brátt kom í ljós. Benedikt þótti síðar fundvís á þau
orð, sem hæfðu tilefninu hverju sinni, hann talaði ekki
um hug sér né eins og aðrir vildu heyra.
Ég hef verið að hugsa um þetta síðustu daga. Og líka
um það, hvar íslensk blaðamennska sé stödd. Mikill Ís-
landsvinur, ritstjóri og rithöfundur, Bent A. Koch, var
hér á dögunum. Hann er gagnkunnugur íslenskum mál-
efnum og áhugasamur um blaðaútgáfu hér á landi. Þar
kom spjalli okkar, að það sé æskilegt að til séu tvö öflug
dagblöð til að tryggja efnislega umfjöllun um þjóð-
félagsmál, annað til hægri og hitt til vinstri.
Hann nefndi Politiken og Jyllands Posten í
Danmörku til sögunnar. Menn viti út frá
hvaða forsendum þau eru skrifuð. Hið sama
á við hér á landi. Morgunblaðið hefur aldrei
verið flokksþræll. En það hefur staðið vörð
um hin borgaralegu gildi og ekki verið flökt-
andi í skoðunum. Þess vegna hefur það haft
traust og haldið sinni sterku stöðu í gegnum
tíðina.
Það varð að samkomulagi milli okkar
Styrmis Gunnarssonar, að ég skrifaði pistil í
sunnudagsblaðið, sem ég læsi jafnframt upp,
svo að hann mætti heyra á vefsíðu Morg-
unblaðsins. Þetta var nýlunda í íslenskri
blaðamennsku, og ég var stoltur að fá að ríða
á vaðið, þótt ég þætti ekki mikill hestamaður
fremur en afi minn, sem áður er getið. Um
hann var sagt í kosningabaráttunni um uppkastið 1908
að hugurinn væri svo mikill, að hann bæri hestinn frem-
ur en hesturinn hann yfir Holtavörðuheiði.
Ég get þess að síðustu til gamans, að sú saga flaug
um bæinn, að Jónas píramítaspámaður hefði farið á
miðilsfund og átt þar orðaskipti við Benedikt afa minn,
sem þá var látinn fyrir allnokkru. Hann spurði tíðinda,
og Jónas sagði þau helst, að nú væri hann hættur af-
skiptum af pólitík, „Mál er að linni“, sagði þá Benedikt.
Og eins er um mig. Það hefur verið skemmtilegt að
skrifa þessa pistla, en nú er mál að linni. Ég þakka fyrir
mig og sný mér að öðrum skrifum.
Halldór
Blöndal
Pistill
… hanalær á hesti