Morgunblaðið - 13.07.2008, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 27
Morgunblaðið/RAX
T
ímabært er að leysa úr læð-
ingi krafta einkaframtaks-
ins svo að íslensk sérþekk-
ing og hugvit fái notið sín til
fulls í útrás orkufyr-
irtækja,“ segir í stjórn-
arsáttmála núverandi rík-
isstjórnar.
Þetta er að öllu leyti
skynsamlegt stefnumið.
Orkugeirinn er tvímælalaust næsta útrás-
aratvinnugrein. Aðstæður á alþjóðavettvangi
gera að verkum að gífurleg eftirspurn er eftir
þeirri þekkingu, sem Íslendingar hafa komið
sér upp á virkjun endurnýjanlegrar orku, ekki
sízt jarðhita. Hækkandi orkuverð, vaxandi um-
hverfisvitund og áherzlan á að draga úr losun
gróðurhúsaáhrifa hefur í för með sér að öll ríki,
sem eiga jarðhita í einhverjum mæli, leitast nú
við að nýta hann. Möguleikarnir eru nánast
óendanlegir, en um leið blasir við að í mörgum
tilfellum er um að ræða verkefni, sem fela í sér
umtalsverða áhættu.
Úps, opinber orkuútrás
Hver hefur þróunin svo verið síðan rík-
isstjórnin birti stjórnarsáttmála sinn vorið
2007? Sú orkuútrás, sem mesta athygli hefur
vakið, hefur verið á vegum opinberra aðila, en
ekki einkaframtaksins. Tvö stærstu orkufyr-
irtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita
Reykjavíkur, hafa stofnað „útrásararma“ til að
taka þátt í orkuverkefnum erlendis. Annars
vegar er um að ræða Landsvirkjun Power, hins
vegar hið alræmda Reykjavík Energy Invest,
eða REI. Nokkur einkafyrirtæki taka þátt í út-
rásinni og þar fer Geysir Green Energy fremst
í flokki. Samt getur ekki verið að hægt sé að
kalla útrás tveggja stærstu opinberu fyrirtækj-
anna í orkugeiranum „að leysa úr læðingi
krafta einkaframtaksins“.
Hin pólitíska stefna um orkuútrásina er eng-
an veginn á hreinu. Fyrsti borgarstjórn-
armeirihluti kjörtímabilsins í Reykjavík
sprakk vegna deilna um REI. Meirihluti borg-
arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins vildi ekki
að opinbert fyrirtæki eins og Orkuveita
Reykjavíkur legði fé almennings í áhættusöm
útrásarverkefni. Borgarfulltrúar flokksins
vildu heldur ekki fallast á sameiningu REI og
Geysis Green Energy með tilheyrandi sam-
krulli opinbers rekstrar og einkarekstrar.
Í fyrstu vildu sjálfstæðismenn selja verkefni
REI frá Orkuveitunni. En svo skrifuðu fulltrú-
ar þeirra einhverra hluta vegna upp á álit stýri-
hóps um að REI ætti að vera áfram í fullri eigu
Orkuveitunnar og fyrirtækið heldur útrás-
arverkefnum sínum áfram, eins og skýrt hefur
komið fram í fréttum Morgunblaðsins und-
anfarna daga og vikur. Í Afríkuríkinu Djíbútí
og á Filippseyjum er REI á fullri ferð í orkuút-
rás. Sjálfstæðisflokkurinn hefur heldur ekki
séð neitt að því að Landsvirkjun legðist í vík-
ing.
Orkuútrás á vegum opinberra aðila er dæmd
til að verða hálfkák af því tagi, sem Kjartan
Magnússon, stjórnarformaður REI, reynir að
lýsa í samtali við Morgunblaðið í dag, laug-
ardag. Verið er að leita leiða til að halda útrás-
inni áfram án þess að leggja í hana peninga!
Þetta er stefna, sem mun ekki ganga upp. Út-
rás og áhætturekstur hentar einfaldlega ekki
opinberum fyrirtækjum. Í rekstri þeirra gilda
allt önnur lögmál en í einkarekstri. Þau eru
svifaseinni og geta ekki leyft sér að taka
áhættu. Orkuútrás, sem knúin er áfram af fyr-
irtækjum í opinberri eigu, verður ómarkviss og
fálmkennd og mun aukinheldur valda stöð-
ugum pólitískum deilum eins og REI-málið
sýnir vel.
Þarf ekki að ræða einkavæðingu?
Það er orðið tímabært að ræða hvernig hægt er
í alvöru að leysa krafta einkaframtaksins úr
læðingi í orkuútrásinni með einkavæðingu
orkufyrirtækja. Áhrifin af slíku gætu orðið
sambærileg og af einkavæðingu ríkisbankanna
á sínum tíma. Ekki fer á milli mála að útrás og
alþjóðavæðing íslenzks atvinnulífs undir for-
ystu bankanna hefur skilað miklum árangri,
þótt á móti blási nú um stundir á ýmsum al-
þjóðlegum mörkuðum. Sú umbreyting atvinnu-
lífsins hefði ekki átt sér stað ef bankarnir hefðu
ekki verið leystir úr fjötrum opinbers eign-
arhalds. Það sama á við í orkugeiranum; hið op-
inbera eignarhald er honum fjötur um fót.
Illu heilli hafa ekki farið fram neinar mark-
vissar umræður um hvernig slíkt geti átt sér
stað. Nú hafa hins vegar skapazt nýjar for-
sendur fyrir slíkum umræðum með samþykkt
orkufrumvarps Össurar Skarphéðinssonar iðn-
aðarráðherra fyrir þinglok í vor. Frumvarpið
var samþykkt á Alþingi með atkvæðum allra
flokka nema Vinstri grænna, sem sátu hjá við
afgreiðslu þess, og verður því að ætla að það
geti verið grundvöllur sæmilegrar pólitískrar
samstöðu um næstu skref.
Í umræðum um einkarekstur í orkugeir-
anum hefur borið á ýmsum misskilningi. Það
virðist til að mynda ekki alltaf liggja ljóst fyrir
að hægt sé að einkavæða rekstur orkufyr-
irtækja án þess að einkavæða sjálfar orkuauð-
lindirnar, vatnsföll og jarðhita. Sömuleiðis hef-
ur borið á þeirri röksemd að ekki megi
einkavæða þau einokunarfyrirtæki sem orku-
fyrirtækin séu.
Með nýrri löggjöf liggur þetta allt skýrara
fyrir. Með Evrópureglum, sem Ísland hafði
þegar undirgengizt, hafði starfsemi orkufyr-
irtækja verið skipt í fernt; vinnslu, flutning,
dreifingu og sölu orku. Í flutningi og dreifingu
eru orkufyrirtækin í náttúrulegri einok-
unarstöðu og sú starfsemi því háð sérleyfum. Í
vinnslu og sölu á orku getur hins vegar verið
samkeppni – og fyrir liggur að talsverð sam-
keppni er nú í orkuvinnslu; orkufyrirtæki
keppa t.d. um vænlega virkjunarkosti.
Ný lög, nýjar forsendur
Með eldri reglum var orkufyrirtækjum skylt
að halda samkeppnisstarfsemi sinni, þ.e.
vinnslu og sölu orku, aðskilinni í bókhaldi frá
sérleyfisþáttunum, flutningi og dreifingu. Nýju
lögin gera kröfu um fyrirtækjaaðskilnað; að
sérleyfisþættirnir, flutningur og dreifing, verði
reknir í sérstökum fyrirtækjum. Aukinheldur
kveða nýju lögin á um að dreifiveiturnar verði
að vera í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga.
Þar með liggur fyrir að sá hluti orkumarkaðar-
ins, sem veitir almenningi þjónustu, verður
ekki einkavæddur, nema þá að minnihluta.
Ríkið og sveitarfélög munu halda sínum yf-
irráðum yfir dreifiveitunum.
Mikill meirihluti vatns- og jarðhitaréttinda á
Íslandi er í eigu ríkis og sveitarfélaga, en nokk-
ur hluti þó í einkaeigu. Samkvæmt nýju lög-
gjöfinni verður eignarréttur að vatns- og jarð-
hitaréttindum, sem nú eru í eigu opinberra
aðila, ekki framseldur beint eða óbeint með
varanlegum hætti. Þar með hefur verið tryggt
að auðlindirnar, sem nú eru í eigu almennings,
verða ekki einkavæddar.
Hins vegar er í lögunum heimild fyrir opin-
bera aðila að semja um tímabundinn afnotarétt
að réttindunum til allt að 65 ára í senn. Að liðn-
um helmingi leigutímans getur handhafi tíma-
bundna afnotaréttarins farið fram á viðræður
um framlengingu á leigu réttindanna.
Loks kveða lögin á um að forsætisráðherra
skuli semja um endurgjald fyrir afnotarétt
réttinda undir yfirráðum ríkisins. Forsætisráð-
herra ber að skipa nefnd til að fjalla um leiguna
á þessum réttindum. Hún á m.a. að skoða með
hvaða hætti verði valið á milli þeirra, sem
áhuga hafa á að nýta auðlindirnar. Nefndin á
að skila tillögum fyrir 1. júní 2009. Með þessum
ákvæðum laganna hefur verið tryggt að orku-
fyrirtæki, sem vilja nýta orkulindir í eigu al-
mennings, greiði auðlindagjald fyrir afnota-
réttinn.
Allt þetta þýðir að nú er hægt að fara að
ræða í alvöru einkavæðingu í orkugeiranum.
Þær umræður munu í ljósi hinnar nýju lög-
gjafar takmarkast fyrst og fremst við orku-
vinnsluhluta markaðarins. Orkulindir og dreifi-
veitur verða ekki einkavæddar. En það er
hvort sem er vinnsluþátturinn, sem er í útrás.
Þar búa íslenzku orkufyrirtækin yfir verð-
mætri og einstakri þekkingu. Aðrar þjóðir
kunna alveg að flytja, dreifa og selja orku. En
þær hafa ekki sömu þekkingu og íslenzku orku-
fyrirtækin á nýtingu hinna vistvænu, end-
urnýjanlegu orkulinda, jarðhitans og vatnsafls-
ins.
Breyting á eignarhaldi fyrirtækja í orku-
vinnslu er flókið mál. Fyrst þarf sá aðskilnaður
samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi, sem ný lög
kveða á um, að eiga sér stað. Nefnd forsætis-
ráðherra þarf að móta stefnu um auðlinda-
gjaldið og útfærslu þess. Ótal atriði varðandi
útfærslu og framkvæmd eru órædd, til dæmis
hvaða kröfur ætti að setja um dreift eignarhald
við einkavæðingu og hvaða reglur þarf að setja
til að orkuframleiðsla í landinu safnist ekki á
fáar hendur. Þetta mun taka langan tíma.
Stóra myndin er hins vegar þessi: Nýja lög-
gjöfin býr til ramma um orkumarkað, þar sem
einkarekin orkuvinnslufyrirtæki myndu semja
við ríki og sveitarfélög um afnot af orkulindum
í eigu almennings. Þessi fyrirtæki myndu
borga auðlindagjald fyrir þau afnot. Þau
myndu selja orku til dreifiveitna, sem væru að
meirihluta í almannaeigu. Og þau væru frjáls
að því að nýta þekkingu sína, reynslu og fjár-
muni í útrásarverkefnum.
Hvað finnst stjórnarflokkunum?
Er líklegt að þessi mynd verði að veruleika?
Annar núverandi ríkisstjórnarflokka er að
minnsta kosti í orði klárlega hlynntur einka-
væðingu í orkugeiranum. Í ályktunum síðasta
landsfundar Sjálfstæðisflokksins sagði þannig:
„Landsfundur fagnar aðkomu einkaaðila að út-
rás orkufyrirtækjanna. Tímabært er að leysa
úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að ís-
lensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls
í þeirri útrás. Landsfundur leggur til að skoð-
aðir verði kostir þess að færa eignarhald rík-
isins á orkufyrirtækjum yfir til einkaaðila, sér-
staklega með tilliti til samkeppnis- og
jafnræðissjónarmiða.“
Geir H. Haarde vakti oftar en einu sinni, sem
fjármálaráðherra og utanríkisráðherra, máls á
einkavæðingu í orkugeiranum og nefndi þá sér-
staklega að lífeyrissjóðir gætu gerzt langtíma-
fjárfestar í Landsvirkjun. Það minnir á að
einkavæðing fyrirtækja í opinberri eigu stuðlar
ekki aðeins að meiri samkeppni og betri nýt-
ingu fjármuna, heldur býr hún einnig til mik-
ilvæga fjárfestingarkosti fyrir fjárfesta á borð
við lífeyrissjóðina.
Undanfarið hefur forsætisráðherra hins veg-
ar sagt að einkavæðing Landsvirkjunar sé ekki
á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Staðreyndin er
sú að REI-klúðrið ógurlega hefur gert sjálf-
stæðismenn ósköp feimna við að halda fram
grundvallarstefnu sinni um einkavæðingu í
orkugeiranum.
Hvað um Samfylkinguna? Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra sagði hér í
blaðinu í febrúar síðastliðnum að flokkurinn
vildi greiða fyrir samkeppni og útrás á orku-
sviðinu. Orkufyrirtæki, sem framleiddu fyrst
og fremst fyrir hinn almenna markað ættu að
vera í opinberri eigu, en tímabært væri að ein-
stakar virkjanir, sem tengdust stóriðju, yrðu
byggðar og reknar á markaðslegum forsendum
og lytu þannig eðlilegum arðsemiskröfum.
Ekki má heldur gleyma þessum kafla í
greinargerð með frumvarpi Össurar Skarphéð-
inssonar: „Aðskilnaður samkeppnis- og sér-
leyfisþátta, áframhaldandi opinbert eignarhald
auðlinda sem nú eru í eigu opinberra aðila og
meirihlutaeignarhald opinberra aðila yfir fyr-
irtækjum sem stunda sérleyfisstarfsemi eru
grundvallarforsendur þess að unnt sé að halda
áfram markaðsvæðingu raforkugeirans.“
Er ekki tímabært að ríkisstjórnin marki sér
sameiginlega stefnu um hvernig á að markaðs-
væða raforkugeirann í því skyni að greiða fyrir
hinum gríðarlegu möguleikum sem felast í
orkuútrásinni? Það er langtímaverkefni en ein-
hvers staðar verður að byrja. Ramminn utan
um einkavæðingu í orkugeiranum er kominn
og hægt að byrja að smíða inn í hann – ef menn
þora.
Kraftar einkaframtaksins leystir úr læðingi?
Jarðhiti á Íslandi
46%
í þjóðlendum
42%
í annarri opinberri eign
12%
í einkaeign
Heimild: Orkustofnun.
Gróflega áætlað.
Reykjavíkurbréf
120708