Morgunblaðið - 13.07.2008, Page 30

Morgunblaðið - 13.07.2008, Page 30
30 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is J ón Kristinsson fæddist á Húsa- vík 1925. Í samtali við Morg- unblaðið 1996 segir Jón: „Ég fæddist á Húsavík og ólst þar upp, kaupmannssonur, og allt var þetta hefðbundið. Ég fór síðan í MA og þar kynntist ég konunni minni, Ragnhildi Sveinbjarnardóttur og ég veit ekki hvort það er réttara að segja að ég hafi elt hana hingað suð- ur eða að hún hafi hreinlega farið með mig hing- að og við giftum okkur á Breiðabólstað 1950.“ Í Lesbókargrein 1995 um bóndann í Lambey sem teiknaði tvö þúsund auglýsingar í Raf- skinnu segir að Jón sé systkinabarn við Atla Má, auglýsingateiknara og listmálara, og ætla megi að í móðurætt Jóns hafi verið sú listræna æð sem hann býr að. Jón var síteiknandi frá barnsaldri og á náms- árum á Akureyri teiknaði hann með þeim ár- angri að hróður hans barst til Reykjavíkur, þar sem vantaði teiknara til að taka við af Tryggva Magnússyni að teikna í auglýsingabókina Raf- skinnu: tvær auglýsingar í hverri viku og það gerði Jón svo í 15 ár. Reyndar teiknaði hann margt fleira, m.a. efni til sex landbúnaðarsýn- inga og iðnsýninga og hann teiknaði á fyrstu jógúrtdósirnar og framhaldið fékk Þórhildur dóttir hans í teikniarf. Allt þetta og málverkið líka vann Jón með þeim önnum, sem búskapn- um fylgdu. Í Lesbókarsamtalinu segir hann um listina og landbúnaðinn, að hann sé sannur skepnumaður. „Ég þekkti svo til allar mínar ær og hafði yndi af að fara á hestbak. Í rauninni fannst mér álíka gaman að vinna við búskapinn og teikningarnar. Ég hvíldi mig ekki á teikning- unum; öðru nær. Mér fannst sú vinna oft fullt eins erfið.“ Líka: „Ég hef ekki tamið mér neinn ákveðinn vinnutíma. Stundum er ég kominn á fullt snemma á morgnana, þá er gott næði. Og hugmyndirnar – þær koma þegar maður er að vinna. Þær koma ekki þegar maður liggur uppi í rúmi eða horfir á sjónvarpið.“ Og í Sunnudagsblaðinu segir Jóndi: „Mér finnst skemmtilegt að fást við mörg efni, vatns- liti, olíu, akryl, túss og „krækiber.“ Ég hef mjög gaman af nærmyndum, en margir vilja þekkja landslagið og svo hefur fantasían alltaf heillað mig. Ég skissa oft úti við, en sumar myndanna lýk ég alveg við á húddinu á bílnum, hann hefur reynst mér drjúg málaratrana.“ „Auðvitað kom til greina að setjast að í Reykjavík og gerast teiknari,“ segir Jón í Les- bókarsamtalinu. En Ragnhildur vildi gjarnan búa í sveit og það hafði sín áhrif, skrifar Gísli. Ungu hjónin fengu hluta úr landi Breiðaból- staðar; raunar gamla jörð sem hét Lambey og hafði eyðzt af völdum Markarfljóts á 18du öld. Þar stofnuðu þau nýbýli 1952 og bjuggu þar all- an sinn búskap með börnin sín átta: Guðbjörgu, Þórhildi, Kristjönu, Sveinbjörn, Kristin, Katr- ínu, Þorstein og Sigrúnu. Elzta barn Jóns er Gunnar Rafn, sem hann átti á Akureyri með Ingibjörgu Gunnarsdóttur. Ragnhildur Sveinbjarnardóttir lézt fyrr á þessu ári. Jón Kristinsson dvelur í Kirkjuhvoli, Dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra á Hvols- velli. Alltaf svo hvetjandi Þórhildur segir rangt að eigna föður sínum einum listræna hæfileika þeirra systkina. Móðir þeirra; Ragnhildur Sveinbjarnardóttir frá Breiðabólstað, hafi verið mjög listfeng kona og slíkra hæfileika gætt víða í ætt hennar; t.d. var Engilbert Gíslason í Vestmannaeyjum ömmu- bróðir hennar. Kristjana man eftir móður sinni að mála og Þórhildur segir hana hafa haldið því nær eingöngu fyrir sig. Stundum máluðu þau hjónin saman á seinni árum og til eru myndverk eftir Ragnhildi og líka móður hennar. Sigrún segir ömmu sína hafa ekki síður stutt sig í myndlistinni en foreldrana. Flest muna börn þeirra ekki eftir sér öðruvísi en teiknandi. Þórhildur á fyrstu minningar frá Breiðabólstað, þar sem henni varð tíðförult á kontórinn hjá afa eftir blýanti og blaði. „Við ól- umst upp við það að vera alltaf með liti. Ef við Listagenin frá Lambey Jóndi í Lambey er kunnur lista- maður; teiknari og listmálari sem reisti Listhús í hlaðinu hjá sér. Nú hefur Jóndi lagt blýant- inn og pensilinn á hilluna. En listin lifir áfram í börnum hans, af níu fást fimm við teikningu og málverk, og hún stendur hinum nærri, þótt þau láti – að eigin sögn – listsköpun eiga sig. Og nú búast barnabörnin til þess að taka við keflinu. Morgunblaðið/Rax Lambey Með Lambey og Listhús að baki; systkinin Kristinn, Sigrún og Þorsteinn og synir Sigrúnar; Elías Páll og Matthías Jónssynir. Í grófum dráttum Á borðinu í vinnustofu meistarans ægir saman áhöldum til listsköpunar. Listhúsið Jón Kristinsson reisti Listhús í hlaðvarpanum í Lambey þar sem verk hans eru til sýnis. Í HNOTSKURN »Jón Kristjánsson, bóndi í Lambey,vakti strax á menntaskólaárunum athygli fyrir teiknihæfileika sína. »Jón fékk margvísleg verkefni, teikn-aði fjölda auglýsinga og margt fleira. Hann hefði hæglega getað lagt teikninguna alfarið fyrir sig, en kaus búskapinn í Lambey. »Ragnhildur Sveinbjarnardóttir,kona hans, var einnig listfeng og málaði. »Listagenin virðast vera ákaflegasterk í þeim hjónum og lítur út fyrir að þau ætli að ganga í erfðir kynslóð fram af kynslóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.