Morgunblaðið - 13.07.2008, Síða 34

Morgunblaðið - 13.07.2008, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ er notalegt að vera boðið upp á kaffi í heita pottinum í sundlauginni. Það er heimilislegt að sundkortin séu geymd undir nafni í afgreiðslunni. Það er sérstök þjónusta að fá reið- hjólin að sunnan upp að dyrum og að þau séu sótt á sama stað á brottfar- ardegi. Og það er skemmtilega óvænt að vera spurður að því á golfvellinum hvort mig vanti ekki tí. Starfsmenn vallarins höfðu heyrt að ég hefði spurt um þau í kaupfélaginu deginum áður og brugðust við með það sama. Það sem skapar notalegt andrúms- loft, hvort sem það er á heimili eða í heilu bæjarfélagi, er fólkið sem þar býr. Ég átti því láni að fagna að dvelja á Skagaströnd allan júní, í íbúð sem er í boði NES-listamiðstöðvar sem var nýlega sett á laggirnar. Glæsileg gistiaðstaða er í boði fyrir fjölda lista- manna og vinnuaðstaðan er ekkert slor – fallega uppgert frystihús. Bæj- aryfirvöld á Skagaströnd og menn- ingarnefndin eiga hrós skilið fyrir metnaðarfull áform, sérstaka natni við að gera vel við listamennina og síðast en ekki síst frábærar viðtökur. Á Skagaströnd býr yndislegt fólk. Viðhorf þess til lífsins, gestrisnin, nægjusemin og hlýleikinn er öðrum til eftirbreytni. Ég kynntist fjölda fólks í Kántrí- bænum og það segir líklega allt um það hversu vel mér líkaði að ég var farinn að líta í kringum mig eftir laus- um íbúðum! Kaffihúsið er með þeim huggulegri sem ég hef komið á, mat- urinn í Kántríbæ fyrsta flokks, þjón- ustan í söluskálanum eftirminnileg, dömurnar í kaupfélaginu kátar og vöruúrvalið framúrskarandi. Ég bjóst svo sem ekki við öðru en að kunna vel við mig fyrir norðan því ég ólst upp í Ólafsvík frá tíu ára aldri og þekki því þorpslífið vel. Fyrir norðan var yndislegt að upplifa gleðina og spenninginn í börnum mínum sem komu hvað eftir annað hlaupandi frá bryggjunni með mar- hnút eða þorsk. Og hlusta á þau segja frá uppgötvun dagsins. Allur bærinn var þeirra leiksvæði og heimalning- arnir tóku þeim opnum örmum. Og fyrir hreina tilviljun var fjölskyldan stödd á veginum við Hraun þegar ís- björninn dundaði sér í æðarvarpinu. Saga fæddist og þriðji ísbjörninn gengur laus! Hjartans þakkir fyrir gestrisnina íbúar Skagastrandar. Dvölin verður mér og börnum mínum, sem og frændsystkinum þeirra, lengi í minn- um höfð. ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON, rithöfundur. Þú yndislega Skagaströnd Frá Þorgrími Þráinssyni SÍÐASTLIÐINN vetur var ég að ræða við son minn um gildi þess að mennta sig og stunda námið sitt vel. Ég var að reyna að sannfæra hann um að það borgaði sig að læra fyrir próf og leggja svo- lítið á sig til þess að uppskera svo ár- angur erfiðisins, gleðina sem fylgir því að standa sig vel. Hann spurði mig þá hvernig mér hefði gengið í skóla, og ég sagði hon- um sem satt er, að mér hefur alltaf fundist gaman í skóla og gengið vel. Þá horfði hann á mig í svolitla stund og sagði svo: „En mamma, fyrst að þér gekk svona vel í skóla, af hverju varðstu þá bara ljósmóðir? Af hverju valdirðu ekki eitthvert annað starf sem er betur launað?“ Ég hef mikið hugsað um þetta síð- an og velt þessu fyrir mér. Er ég góð fyrirmynd fyrir börnin mín? Þýðir eitthvað fyrir mig að segja við börnin mín að það borgi sig að mennta sig? Ég er búin að verja sex árum í há- skóla til að læra að verða ljósmóðir. Fyrst varð ég hjúkrunarfræðingur, vann við það í nokkur ár, lagði svo á mig tveggja ára háskólanám í viðbót og varð ljósmóðir og lækkaði við það í laun- um miðað við það sem ég hafði sem hjúkr- unarfræðingur, vegna þess að sem nýút- skrifuð ljósmóðir var ég orðin nýgræðingur í starfi, og reynsla mín og menntun sem hjúkr- unarfræðingur var þá allt í einu einskis metin, þrátt fyrir að það sé skilyrði fyrir því að geta orðið ljósmóðir!! Finnst einhverjum þetta sann- gjarnt? En af hverju varð ég „bara“ ljós- móðir? Ég varð ljósmóðir vegna þess að ég gat ekki og get ekki enn ímyndað mér skemmtilegra starf. Ég var alltaf ákveðin í að verða ljósmóðir frá því að ég var fimm ára gömul, og ég er mjög stolt af að tilheyra þessari stétt sterkra kvenna með fallegasta starfs- heiti í heimi. Ljósmóðurstarfið er ótrúlega krefjandi, gefandi, skemmtilegt og fjölbreytt. Það er líka mjög ábyrgð- armikið og oft erfitt, engu má skeika. Vaktirnar eru oft langar og strang- ar og mannekla viðvarandi vandamál. Blessuð börnin fæðast á hvaða tíma sólahringsins sem er og því er vinnutíminn ekki fjölskylduvænn. Um síðustu jól var ég t.d. á næt- urvakt á jólanótt, mætti í vinnuna kl 23 á aðfangadagskvöld, dauðþreytt eftir yndislegan og fjörugan að- fangadag á mínu sex manna heimili. Síðustu tvö árin þar á undan var ég á næturvakt á nýársnótt. Við þetta má bæta að það er margsannað að vaktavinna er ekki heilsusamleg, vaktavinnufólk lifir að meðaltali skemur en þeir sem ekki vinna vaktavinnu og konur sem vinna næturvaktir eru í aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein svo eitthvað sé nefnt. En það er alveg sama hversu skemmtilegt mér þykir í vinnunni, það er alveg jafn-dýrt fyrir mig að fæða og klæða börnin mín fjögur og námslánin mín lækka heldur ekki neitt, þrátt fyrir að ég sé í drauma- starfinu mínu. Núna er staðan þannig, að af þeim starfsstéttum sem starfa hjá ríkinu eru ljósmæður ein þeirra stétta sem eru með hvað lengst nám á bak við sig, en eru jafnframt með hvað lægstu launin. Mér finnst það ekki ósanngjörn krafa að ljósmæður fái sömu laun og aðrar stéttir sem starfa hjá ríkinu og eru með sambærilega langt nám að baki. Hvað finnst þér? Mamma, af hverju varðstu þá bara ljósmóðir? Karítas Halldórsdóttir skrifar um starf og launakjör ljósmæðra Karítas Halldórsdóttir »Ég varð ljósmóðir vegna þess að ég gat ekki og get ekki enn ímyndað mér skemmti- legra starf. Höfundur er ljósmóðir. Við erum að leita að íbúðarhúsnæði til leigu í allt að þrjú ár frá ca. 1. sept./1. okt. 2008. Húsnæðið þarf að bjóða upp á þann möguleika að hafa séraðstöðu t.d. aukaíbúð/íbúðarherbergi eða bílskúr sem væri hægt að nota sem íbúð. Við erum samsett þannig: fimmtug hjón með 9 ára dreng og eldri son okkar, 30 ára, sem fær til sín 11 ára og 5 ára dætur sínar aðra hverja helgi (hann er í námi). Við erum algerlega reglusöm, reykjum ekki og engin húsdýr. Stærð húsnæðis er ekki aðalatriðið, heldur skipulagið. Þannig að margt kemur til greina. Upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 891 9218 eða á ingibjorgth@simnet.is ÍBÚÐARHÚSNÆÐI ÓSKAST Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Opið hús í dag á milli 13-15 að Þórðarsveig 4 Um er að ræða mjög góða ca. 85 fm 3ja herbergja íbúð á 4.hæð í góðri vel staðsettri lyftublokk. Íbúð fylgir gott stæði í lokuðu bílskýli. Þvottahús í íbúð, suðursvalir. Parket og flísar á gólfum. Góð vel skipulögð íbúð á góðum stað. Íbúð er laus við kaupsamning. Áhv. Ca 13,7 m. V. 23,9m. Bjarki og Kolbrún taka í móti þér og þínum á milli 13 og 15 Opið hús Þórðarsveigur 4 Óskum eftir einbýlishúsum/par eða raðhúsum á söluskrá, fagljósmyndari tekur myndir. Hafið samband: Bárður Tryggvason S. 896 5221 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Laugarnesvegur Góð og mikið endurbætt 85 fm, 3ja herbergja íbúð á 3. hæð. Nýtt eldhús og vönduð gólfefni. Góðar suðvestur svalir og stór skjólgóður bakgarður. V. 22,9 m. Góð 80 fm, 3ja herbergja íbúð í kjallara á fallegum rólegum stað í vesturbænum. Sérinngangur, tvö svefnherbergi, opin stofa og eldhús. Stór skjólgóður bakgarður í suður í góðri rækt . V. 22,9 m – Laus strax. TIL SÖLU Tómasarhagi Nánari upplýsingar veitir Bogi Molby Pétursson fasteignasali. 699 3444 Mjög falleg 134 fm þakíbúð á frá- bærum stað við Eiðistorg með glæsi- legu útsýni. Íbúðin er á tveimur hæðum og með þremur svölum. Neðri hæðin skiptist í rúmgott eldhús með góðri borðaðstöðu og útgengi út á austur svalir. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Lagt fyrir þvottavél og þurrkara. Mjög stórt ca 25 fm hjónaherbergi með góðum skápur og útgengi út á vestur svalir. Efri hæðin skiptist í parketlagða stofu með góðri lofthæð, parketlagt svefnherbergi og stórar 16,5 fm þaksvalir með mynsturhellum og glæsilegu útsýni. Lagt fyrir heitum potti. Berg fasteignasala, Bolholt 4 Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is Grétar J. Stephensen löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Eiðistorg 9 - Bjalla merkt 403 - Seltjarnarnes Opið hús í dag milli klukkan 16:00 og 18:00 M b l1 02 62 59 Gunnar og Hrafnhildur taka á móti áhugasömum Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808 fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is 5 900 800 SÖLUSÝNING Í DAG KL: 14–16:00 Eigendur á staðnum M b l1022447 Sýnum glæsilegt og vandað 90,4 fm vel skipulagt heilsárshús við Lækjarmýri í landi Mýrarkots rétt við Hraunborgir, hús stendur á eignarlóð. Húsið er byggt á staðnum og er úr fyrsta flokks harð- við, reist á steyptum sökklum og eru allar hitalagnir í gólfplötu. Húsið er fullbúið að utan sem innan með innréttingum, lóð gróf- jöfnuð. Verð kr: 27.9.- Tilboðsverð út júní 2008 kr: 20.9.- Upplýsingar: Sveinn Eyland sölumaður fasteign.is gsm: 6-900-820

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.