Morgunblaðið - 13.07.2008, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÝMSIR hafa upp á
síðkastið rokið fram á
ritvöllinn og úthrópað
Össur Skarphéðinsson
iðnaðarráðherra sem
svikara vegna þess að
hann fyrir hönd rík-
isstjórnarinnar und-
irritaði nýverið viljayfirlýsingu
ásamt fulltrúum Norðurþings og Al-
coa um áframhald þeirra rannsókna
sem staðið hafa yfir um hagkvæmni
þess að reisa álver á Bakka við
Húsavík.
Afstaða sumra kemur ekki á óvart,
þeir eru á móti öllum áformum um
nýtingu þeirra auðlinda sem felast í
vatnsafli og jarðvarma í landinu. Af-
staða annarra kemur meira á óvart.
Fyrir síðustu kosningar lagði Sam-
fylkingin fram ákveðnar hugmyndir
í umhverfismálum undir slagorðinu
Fagra Ísland, en eitt megininntak
þeirrar stefnu fólst í að fresta áform-
um um frekari uppbyggingu stóriðju
á meðan unnið væri að kortlagningu
á verðmætustu náttúrusvæðum
landsins. Skýrt var tekið fram þá og
ítrekað við gerð stjórnarsáttmála
ríkistjórnarflokkanna að ekki yrðu
stöðvaðar þær framkvæmdir eða
rannsóknir sem þegar eru í gangi. Á
þeim svæðum sem verið er að rann-
saka í Þingeyjarsýslum
var þegar búið að gefa
grænt ljós á virkjanir
svo framarlega sem
nægjanleg orka yrði til
staðar.
Við Íslendingar
þurfum á því að halda
að nýta náttúru-
auðlindir okkar til at-
vinnusköpunar.
Framhjá því verður
heldur ekki horft að
það þarf stóra og öfl-
uga kjölfestu í atvinnu-
líf landsbyggðarinnar til að snúa við
þeirri fólksfækkun sem þar hefur átt
sér stað undanfarin ár, þetta á ekki
hvað síst við á Norðausturlandi þar
sem íbúum hefur fækkað verulega á
síðasta áratug. Það dugar lítið að
benda á að atvinnuleysi nú sé lítið
þegar rúmlega 12% íbúanna hafa
flust burt, hver væri staða þessara
12% íbúa á norðausturhorni landsins
hefðu þeir ekki flúið sína heima-
byggð?
Hástemmdum yfirlýsingum
stjórnmálamanna um eflingu byggð-
ar í landinu verða að fylgja athafnir.
Það dugar ekki að segja að í stað
fiskvinnslu og fiskiðnaðar skuli íbúar
landsbyggðarinnar bara taka sér
eitthvað annað fyrir hendur og að
hvergi megi hrófla við náttúru lands-
ins. Fiskiðnaður verður aldrei aftur
sú undirstaða byggðar í landinu sem
hann var, og skiptir þá ekki máli
hvort afli við Íslandsstrendur glæð-
ist á ný. Það þarf í dag ekki nema
þriðjunginn af þeim mannskap sem
þurfti fyrir 10 árum til að vinna þann
afla sem á land berst. Ferðaþjónusta
er góðra gjalda verð en árstíða-
bundin atvinnugrein og landsbyggð-
arfólk eins og aðrir þurfa atvinnu og
tekjur allt árið. Gríðarlegur flutn-
ingskostnaður kemur í veg fyrir eða
hamlar mjög allri framleiðslu-
starfsemi á landsbyggðinni a.m.k.
þeirri sem byggist á vöruútflutningi
og skiptir þá engu hvort um er að
ræða flutning á stærsta markaðs-
svæði landsins eða til útlanda. Þetta
eru staðreyndir sem ekki verður svo
auðveldlega horft framhjá.
Einstrengileg vinnubrögð í at-
vinnumálum sem flokka atvinnulífið í
landinu í gott og slæmt skila okkur
ekki fram á veginn. Hlutverk stjórn-
málaflokka er að móta stefnuna og
setja atvinnurekstrinum lagaramma
sem tryggir að fyrirtæki, hverju
nafni sem þau nefnast, vinni innan
setts ramma, sem þá um leið tryggir
að unnið sé í sátt við umhverfið.
Að hafa atvinnu skiptir alla máli
Umhverfismál
skipta okkur öll
máli, en það gera
atvinnumálin líka,
segir Ásgeir
Magnússon
Ásgeir Magnússon
»Einstrengileg vinnu-
brögð í atvinnu-
málum sem flokka at-
vinnulífið í landinu í gott
og slæmt skila okkur
ekki fram á veginn.
Höfundur er forstöðumaður
Skrifstofu atvinnulífsins
á Norðurlandi.
UNDANFARNA
daga hafa margir tjáð
sig um mál Ken-
ýamannsins Paul Ram-
ses sem var fluttur héð-
an í varðhald á Ítalíu,
burt frá konu sinni og
ungu barni. Flestir
virðast reiðir yfirvöld-
um og telja að þau hafi
farið offari. Sumir tala
um að reglur um dvalarleyfi hér á
landi séu of strangar. Aðrir efast um
að yfirvöld hafi farið að lögum.
Ég þekki ekki reglurnar sem ráða
því hvort útlendingar mega flytja til
Íslands og get því ekki gagnrýnt þær
af neinu viti. Ég held samt að þær
hljóti að vera óþarflega strangar því
mjög fáir flóttamenn fá hæli hér á
landi og fólk sem vill flytja hingað frá
löndum utan Evrópska efnahags-
svæðisins fær yfirleitt ekki atvinnu-
og dvalarleyfi. Hér hefur mannekla
verið vandamál svo ár-
um skiptir. Það ætti því
að vera öllum til góðs
að hleypa fleirum inn í
landið.
Ég kann heldur ekki
nóg í lögum til að geta
fullyrt hvort meðferðin
á Paul var lögleg. Mér
finnst þó undarlegt ef
hún stenst meðalhófs-
reglu stjórnsýslulaga
og mér finnst líka und-
arlegt að yfirvöld geti
leyft sér að birta úr-
skurð um flutning manns úr landi kl.
16 þann 2. júlí og framkvæma hann
kl. 6 morguninn eftir eins og gert
var. Ætli það sé einber tilviljun að
birtingin var þegar embætti, sem
hægt var að krefja svara, höfðu lokað
skrifstofum sínum og brottflutning-
urinn fór fram áður en þau opnuðu
daginn eftir? Var þarna eitthvað á
ferð sem illa þolir dagsins ljós að sjá?
Það er von að fólk spyrji. Það er
líka von að fólk bollaleggi um þessi
lögfræðilegu atriði þegar fréttist af
nöturlegri meðferð á fjölskyldu með
nokkurra vikna gamalt barn. En ég
held samt að þessar pælingar um
reglur og lög nái ekki utan um allt
sem hér er í húfi.
Við sem erum reið erum, að ég
held, fæst reið vegna þess eins að
hugsanlega hafi verið vikið frá ein-
hverjum lagabókstaf. Við erum reið
vegna þess að hvað sem öllum lögum
og reglum líður er framkoma yfir-
valda við Paul og fjölskyldu hans
ómannúðleg. Ég held að hjá mörgum
okkar tengist þessi reiði særðu þjóð-
arstolti.
Það þykir sumum fínt nú um
stundir að gera heldur lítið úr þjóð-
arstolti. En það er grunnfærnislegt
að vísa því algerlega á bug. (Ég hef
reynt að útskýra þetta í grein um
þjóðernisstefnu sem liggur frammi á
http://this.is/atli/.)
Stór hluti Íslendinga vill ekki bara
trúa því að landið sé fagurt og bók-
menntarfur þjóðarinnar merkilegur.
Heilbrigt þjóðarstolt margra, von-
andi flestra, byggist líka á þeirri trú
að hér sé mannúðlegt stjórnarfar,
mannréttindi séu virt og alþýða fólks
fái um frjálst höfuð strokið.
Stolt af þessu tagi ýtir undir sam-
stöðu um mikilsverð gildi og ég held
að það sé öllum til góðs að menn, sem
trúað er fyrir pólitísku valdi og op-
inberum embættum, reyni að hlúa að
því.
Okkur sem mislíkar meðferðin á
Paul og hvernig yfirvöld fara að
minnsta kosti alveg að mörkum þess
sem lög og mannréttindasáttmálar
leyfa – okkur mislíkar kannski mest
vegna þess að okkur finnst stjórn-
völd gera lítið úr gildum sem þjóðin
ætti öðru fremur að standa saman
um.
Landflótta Kenýamaður og
sært þjóðarstolt
Atli Harðarson
skrifar um mál
Pauls Ramses
Atli Harðarson
» Okkur sem mislíkar
meðferðin á Paul
finnst stjórnvöld gera
lítið úr gildum sem þjóð-
in ætti öðru fremur að
standa saman um.
Höfundur er heimspekingur og
starfar við Fjölbrautaskóla
Vesturlands
... í öruggum höndum
Fjarðargötu 19 • Fax 565 5572 Opið: mán-fim 9-18 og fös 9-17
Traust og góð þjónusta + Örugg skjalagerð = Vel heppnuð fasteignaviðskipti
Gunnar Sv. Friðriksson hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali
www.fasteignastofan.is • Allar eignir á mbl.is 565 5522
Álfaskeið - Hafnarfirði
Í einkasölu 163,7 fm. einlyft raðhús með bílskúr á þessum vinsæla
stað, miðsvæðis í Hf. Skjólgóður garður í suður, þrjú svefnher-
bergi, sólhýsi og parket á gólfum. Stutt í skóla og alla þjónustu.
Verð 41,2 millj.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
ÆGISÍÐA - GLÆSILEG
EFRI SÉRHÆÐ
Glæsileg og mikið endurnýjuð 169
fm efri sérhæð með fernum svölum
auk 32,8 fm sérstæðs bílskúrs við
opna svæðið á Ægisíðunni. Eldhús
með nýjum sérsmíðuðum innrétt-
ingum, stórar samliggjandi stofur,
þrjú herbergi og endurnýjað bað-
herbergi með vönduðum tækjum.
Ris yfir íbúðinni nýtt sem þvottaherbergi og geymsla auk sér geymslu í
kjallara. Útsýnis nýtur úr stofum og af svölum út á sjóinn að Reykjanesi
og víðar. Teikn. liggja fyrir að nýrri rishæð ofan á húsið. Verð 85,0 millj.
TJARNARGATA
Mjög fallegt og mikið upprunalegt
232,1 fm einbýlishús á þessum fal-
lega stað við Reykjavíkurtjörn. Hús-
ið sem er kjallari, tvær hæðir og
geymsluris er í dag innréttað sem
tvær íbúðir. Eignin skiptist m.a. í
samliggjandi skiptanlegar stofur
með skála útaf og útgangi á lóð, 4
herbergi, eldhús og baðherbergi
auk þvottaherbergis og sér 2ja
herb. íbúðar í kjallara.
SÓLEYJARGATA
Virðulegt og glæsilegt einbýlishús á
þessum eftirsótta stað í miðborg-
inni. Eignin er 3 hæðir og kjallari um
365 fm auk 24 fm bílskúrs. Fjórar
stórar stofur, tvö eldhús og fjöldi
herbergja. Aukin lofthæð á aðal-
hæð um 2,75 metrar. Stórar svalir
úr stofum aðalhæðar, svalir út af
tveimur herbergjum 2. hæðar og
útgangur á þrennar svalir úr stofum 3. hæðar. Lóðin er eignarlóð 826 fm
að stærð.
SUMARBÚSTAÐUR
VIÐ MEÐALFELLSVATN
Bústaðurinn er 46,2 fm að stærð
auk geymsluskúrs sem stendur á
skjólsælum stað undir hlíð með út-
sýni yfir vatnið og fjallahringinn.
Verönd umlykur bústaðinn á þrjá
vegu. Lóðin er 2.500 fm eignarland
við vatnið og er í góðri rækt um-
hverfis húsið. Verð 18,5 millj.
MELABRAUT - SELTJARNARN.
ENDURNÝJAÐ EINBÝLI
MEÐ BÍLSKÚR
Einbýli á 3 hæðum sem er 236,6 fm
auk 26,8 fm bílskúrs á 802fm eign-
arlóð. Samþykktar teikningar fyrir
120fm stækkun á húsinu. Aukaíbúð
er í kjallara hússins sem er í útleigu.
Nánari upplýsingar á skrifstofu.
KIRKJUSANDUR - LÚXUSÍBÚÐ
Á EFSTU HÆÐ
Glæsileg 195 fm íbúð á efstu hæð
auk 37,2 fm geymslu og vínkjallara
og tveggja sér bílastæða í bílakjall-
ara. Íbúðin er innréttuð á afar vand-
aðan og smekklegan hátt. Glæsi-
legar, rúmgóðar stofur, arinstofa og
borðstofa, sjónvarpshol, vel útbúið
eldhús, 2 herbergi og baðherbergi
auk gesta w.c. Tvennar flísalagðar svalir. Útsýni yfir borgina, sundin og
víðar. Húsvörður.Eign sem vert er að skoða. Verðtilboð.
LINDARGATA
ELDRI BORGARAR
Góð 52 fm íbúð á 4. hæð í nýlegu
lyftuhúsi fyrir 67 ára og eldri. Stofa
með opnu eldhúsi, 1 herb. og bað-
herb. með sturtu og þvottaað-
stöðu. Svalir í vestur. Sérgeymsla á
neðstu hæð. Öll þjónusta og fé-
lagsþjónusta í húsinu. Húsvörður.
Laus strax. Verð 20,5 millj.