Morgunblaðið - 13.07.2008, Síða 39

Morgunblaðið - 13.07.2008, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 39 MINNINGAR ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, UNNUR HERMANNSDÓTTIR, andaðist á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.00. Ásthildur Ólafsdóttir, Guðjón Bjarnason, Þorbjörg Ólafsdóttir, Guðfinna Ólafsdóttir, Guðmundur H. Eiríksson, Erla Ólafsdóttir, Páll Ólafsson, Þuríður K. Heiðarsdóttir og ömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR ALEXANDERSSON frá Grindavík, Prestastíg 11, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítala við Hringbraut föstudaginn 11. júlí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 18. júlí kl. 14.00. Hildur Júlíusdóttir, Almar Eiríksson, Kittý Magnúsdóttir, Leifur Eiríksson, Þórey G. Guðmundsdóttir, Margrét B. Eiríksdóttir, Edvard G. Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku hjartans mamma okkar, tengdamamma, systir og amma, JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Rjúpufelli 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 14. júlí kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Karitas heimahjúkrun og SOS-barnaþorpin. Guðmundur Þór Sigurgeirsson, Sigríður Margrét Sigurgeirsdóttir, Jón Arason, Katrín Jóna Sigurgeirsdóttir, Guðbergur Sigurpálsson, Hólmfríður Jóna Kramer, Ray Kramer, Páll Helgason, Silla Runólfsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, KRISTJANA V. GUÐMUNDSDÓTTIR, Skúlagötu 40, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 27. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Kristjana Kjartansdóttir, Kári Jónsson, Bjarni Bragi Kjartansson, Kjartan Kárason, Berglind Guðmundsdóttir, Aron Kárason, Anton Kári Kárason, Júlía Hrefna Bjarnadóttir, Guðmundur Atlas Kjartansson, Ragnheiður Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær frænka mín, HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, Brekkustíg 14, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum að kvöldi fimmtudags 10. júlí. Jarðarför verður tilkynnt síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hlíf Thors Arnlaugsdóttir. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, Álfheimum 23, Reykjavík, lést miðvikudaginn 25. júní á líknardeild Landakotsspítala. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Þökkum samúð og hlýhug. Steinvör Edda Einarsdóttir, Rögnvaldur S. Gíslason, Svanhildur Traustadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku vinkona, nú er komið að kveðjustund og söknuðurinn er mik- ill. Vinátta og um- hyggja Öldu var gjöf, meðal bestu gjafa sem auðnast. Þessi vinátta byrjaði í janúar 1981 er ég fór að vinna í íþróttahúsi Njarðvíkur undir hennar handleiðslu. Hún hefur kennt mér margt í þessu lífi, styrkt mig þegar sorg mín var mikil. Þá var gott að geta grátið hjá henni og Bigga, fengið huggun fyrir mig og börnin mín. Hún sagði þeim að hún væri Alda Njarðvíkuramma sem alltaf væri til staðar fyrir þau. Við áttum svo margar skemmtileg- ar stundir saman, fórum til útlanda, hittumst í sumarbústaðnum og fórum árlega á vortónleika Karlakórs Reykjavíkur. Þín verður sárt saknað við hverja þessara athafna sem og allra þeirra sem hún kom að í lífi mínu. Takk elsku vinkona fyrir allt sem þú varst mér og minni fjölskyldu. Megi englar guðs vera með þér og hvíldu í friði. Elsku Biggi minn ég veit að sorg þín er mikil en ég vona að ég geti fært þér hluta af þeirri hugarró sem þið færðuð mér. Hugur minn er hjá ykk- ur öllum. Sveindís Árnadóttir. Alda Jónsdóttir ✝ Alda Jónsdóttirfæddist á Siglu- firði 28. júní 1937. Hún lést á Sjúkra- húsinu í Keflavík 21. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Njarðvík- urkirkju 26. júní. Við kveðjum með trega og söknuði elsku- legu Öldu okkar. Hún var okkur svo kær, tók ávallt á móti okkur með opnum örmum og umvafði með sinni einstöku nærveru og væntum- þykju. Minning um ein- staka konu mun búa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Takk fyrir allt elsku Alda. Við færum Bigga, börnum, barna- börnum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðakveðjur Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur). Ingvi Steinn og Ingunn Þormar. Elsku besta amma mín er farin frá mér. Ég veit samt að andi hennar er hér enn og hún fylgist áfram með okkur með sinni einstöku alúð og um- hyggju. Ég kýs því að beina orðum mínum beint til hennar. Elsku amma, ég trúi ekki að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur, eigi aldrei eftir að sitja með þér við eld- húsborðið á Holtsgötunni, eigi aldrei eftir að heyra röddina þína í síman- um, eigi aldrei eftir að faðma þig og kyssa. Ég á eftir að gera svo margt í lífinu sem ég vildi deila með þér. Ég gat alltaf leitað til þín, þú hafðir alltaf tíma til að hlusta og mundir eftir öllu sem ég sagði þér. Það segir held ég mest um þig, elsku amma mín, að öll- um barnabörnunum fannst sem þau væru í uppáhaldi. Þú veittir okkur, hverju og einu, alla þá ástúð og at- hygli sem hægt var að fá frá einni manneskju. Þegar ég var lítil flúði ég til þín þegar ég var ósátt. Hélt þá upp Þóru- stíginn þar sem þú tókst á móti mér, varst í viðbragðsstöðu eftir að hafa fengið símtal þar sem tilkynnt var að hin skapstóra nafna þín væri á leið- inni. Það sem hjálpar mér mest núna eru allar yndislegu minningarnar um þig. Þegar ég byrjaði að skrifa þessar línur rifjuðust upp svo mörg atriði um þig að ómögulegt er að gera þeim nægilega góð skil hér. Ég get þó ekki sleppt því að minnast á hvað þú varst alltaf vel til höfð, þrættir fyrir að hafa dottað yfir sjónvarpinu alveg fram á síðasta dag, öll heilræðin sem þú bjóst yfir, hvað þú varst orkumikil þegar þú hljópst óteljandi ferðir upp og niður stigann á hverju kvöldi, rauði hringurinn þinn, lottó á laug- ardögum, jólakökurnar og hakkboll- urnar. Ég veit að þú varst besta amma í heimi. Nú er ég mjög þakklát fyrir sam- veruna með þér og afa á föstudaginn þar sem ég eldaði handa þér í fyrsta og eina skiptið. Það var gott að geta launað þér að einhverju leyti allar máltíðirnar sem þú gafst mér. Þegar ég fór varstu byrjuð að dotta í stóln- um þínum en þrættir auðvitað fyrir það þegar afi spurði, vildir sko ekki viðurkenna að vera þreytt. Ég þakka einnig sérstaklega fyrir daginn þegar við systurnar fórum með þig og afa í bæjarferð í mars, fjölskyldu–kvöldið í apríl, sveitaferðina um páskana og verslunarferðina í maí. Þú varst svo ánægð með þessa hittinga og þakk- aðir svo vel fyrir þig. Faðmaðir mig lengi og sagðir hvað þú værir ánægð með allt saman. Ég mun aldrei gleyma því samtali. Þú áttir svo erfitt með að vera veik en ég veit að þér líður betur núna. Þú ert sú sem ég lít mest upp til í lífinu og ég á þér svo margt að þakka, þú studdir mig alltaf og samgladdist. Þú varst svo stolt af mér, alnöfnu þinni og elsta barnabarninu. Ég þakka fyr- ir að vita af því. Ég veit líka að þú veist hvað ég elskaði þig mikið og vildi allt fyrir þig og afa gera. Ég lofa af öllu hjarta að við munum hugsa vel um afa, ekki hafa neinar áhyggjur af því. Núna ert þú engillinn minn sem fylgist með mér og verður ávallt til staðar í hjarta mínu. Elsku amma mín, ég ætla að halda áfram að gera þig stolta af nöfnu þinni, „Öldu litlu“. Hvíl í friði. Alda Jónsdóttir. Hvað sjá þau og heyra sem fæddust upp úr síðustu alda- mótum og verða ern um næstu aldamót? Stundum má velta fyrir sér hvernig breyting- arnar á Íslandi frá 1920 til dagsins í dag verkuðu á huga þess fólks sem lifði þá byltingarkenndu tíma og hvernig þeir mótuðu Íslendinginn. Verða hughrifin jafndjúpstæð og umfangsmikil eftir þessa 21. öld okkar og eftir öldina sem leið? Nokkrum körlum og konum hef ég kynnst um ævina, fulltrúum þessarar kynslóðar, sem náði að lifa dramatískan umsnúning þjóðfélags- ins, og auðvitað fækkar þeim óðum. Með einhverjum hætti þykist mað- ur sjá ákveðna drætti meðal fólks- ins, án þess að alhæfa; sérstætt sambland af nægjusemi, hjálpsemi og sjálfsbjargarviðleitni í einn stað en áræðni og þrákelkni í annan. Flest eða allt þetta átti við Sig- urgest Guðjónsson og svo sem meira til; manninn sem fæddist inn í aldagamla samfélagið, lærði því Sigurgestur Guðjónsson ✝ SigurgesturGuðjónsson fæddist á Stokks- eyri 5. júní 1912. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 6. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 16. júní. næst að gera við þar um bil Gamla Ford en fylgdi síðan áhuga- samur tæknibylting- unni, einkum eftir seinni heimsstyrjöld- ina, og baráttu fag- hóps bifvélavirkja langt fram eftir öld- inni. Samtímis braust hann áfram til al- mennilegra húsa- kynna og ágæts lífs við Hrauntungu í Kópavogi, með góða konu sér við hlið og fjögur börn. Sú ferð var lík mörg- um öðrum meðal þeirrar alþýðu sem lærði undurfljótt til nýrra verka og vann þau af mikilli trú- mennsku og virðingu við fag og við- skiptavini. Sá tími var líklega býsna ólíkur því sem við þekkjum núna en menn gætu engu að síður lært eitt og annað af honum. Ég kynntist Sigurgesti af því að við Ásgeir sonur hans gerðumst fóstbræður á námsárunum og það er auðvelt að muna hægðina, föð- urlegar, viturlegar en fáorðar ráð- leggingar og laumulegan húmor sem einkenndi manninn; auðvelt að kinka kolli, brosa út í annað yfir minningunum og þakka elskulega viðkynningu. Um leið er sorg í hjarta og samúð auðsýnd öllum að- standendum öldungsins. Ari Trausti Guðmundsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.