Morgunblaðið - 13.07.2008, Page 42
42 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæru
VALGERÐAR SVEINSDÓTTUR,
Sigtúni 57,
Patreksfirði.
Sigþrúður Sveinsdóttir,
Pálmey Gróa Bjarnadóttir,
Klara Sveinsdóttir,
Ingveldur Gestsdóttir, Haraldur Arason.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
GUÐLAUGAR PÁLSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Eir.
Inga Pála Björnsdóttir,
Magnús G. Björnsson, Laila Björnsson,
Björn Espen Magnússon,
Kjartan Tumi Magnússon,
Ynja Gry Magnúsdóttir,
Sunna Nagri Magnúsdóttir
og barnabarnabörnin.
✝
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar kæru
ELÍSABETAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Skiphyl,
Ánahlíð 16,
Borgarnesi.
Guðmundur Þorgilsson, Lilja Jóhannsdóttir.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
INDRIÐI INDRIÐASON
ættfræðingur og rithöfundur
frá Fjalli,
sem lést föstudaginn 4. júlí, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. júlí
kl. 11.00.
Minningarathöfn verður í Húsavíkurkirkju mánu-
daginn 14. júlí kl. 14.00.
Indriði Indriðason,
Ljótunn Indriðadóttir,
Sólveig Indriðadóttir, Björn Sverrisson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝ Salla Sigmars-dóttir fæddist á
Akureyri 1931.
Hún var bráðkvödd
á heimili sínu 17.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigmar Hó-
seasson og Hólm-
fríður Helgadóttir.
Móðir Söllu lést
þegar hún var 3
ára, og var hún
sett í fóstur til Sæ-
bjargar Ísleifs-
dóttur, sem átti
fyrir þrjá syni, Richard, Björn
og Emil. Hún ólst upp á Akur-
eyri.
Eiginmaður Söllu var Leon
Einar Carlsson. Hann lést af
slysförum 24. febrúar 1973. Þau
kynntust 1954, og hófu búskap í
Reykjavík. Börn þeirra eru: 1)
Sævar Þór Carlsson, f. 1955,
maki Dagmar Jó-
hanna Heiðdal.
Börn Rebekka Rut,
f. 1976 og Þór, f.
1988. 2) Greta
Carlsson f. 1958.
Börn Leon Einar, f.
1977, Magnús Karl,
f. 1979, Baldur
Freyr, f. 1986, og
Andri Már, f. 1990.
3) Jóhanna Carls-
son, f. 1962, maki
Þórhallur Kristins-
son. Börn Fannar,
f. 1988, Karen, f.
1993. Barnabarnabörn Söllu eru
fimm.
Salla starfaði á Vífilsstöðum í
Garðabæ við aðhlynningu í 23
ár, eða þangað til hún lét af
störfum sökum aldurs.
Útför Söllu fór fram frá Foss-
vogskapellu 27. júní, í kyrrþey
að ósk hennar.
Á einu augnabliki þú hvarfst mér á braut.
Ég sakna þín svo mikið,
það er svo sár þraut,
að halda áfram, án þín,
eigi ég skilið fæ,
í huga verður hjá mér,
til þín ég þannig næ.
Elsku mamma mín, nú hefur þú
hvatt þennan heim allt of fljótt, ég
var viss um að ég hefði þig hjá mér
í mörg ár í viðbót.
Þú varst yfirleitt alltaf svo hress,
kenndir þér sjaldan meins, og
kvartaðir aldrei yfir neinu.
Þér þótti svo vænt um okkur
systkinin og barnabörn, og varst
alltaf svo góð við okkur.
Þótt þú hafir ekki haft mikið á
milli handanna, þá var alltaf eins
og þú værir milljónamæringur, ég
gat alltaf leitað til þín með allt.
Ég elska þig svo mikið, og sakna
þín óendanlega.
Veit eiginlega ekki hvernig lífið
verður án þín, elsku mamma mín.
Það eina sem huggar mig núna
er að þú hafir hitt pabba og alla
sem þú þekktir hinum megin.
Megi guð og englarnir passa þig
og varðveita.
Þín dóttir,
Greta.
Elskuleg tengdamóðir mín er
látin.
Þegar ég læt hugann reika þá er
eiginlega eitt sem er mér efst í
huga varðandi hana Söllu, hún var
svo skemmtileg, og fyndin, með al-
veg sérstakan húmor, sem er ekki
öllum gefin.
Ég var rúmlega 17 ára gömul
þegar ég læddist inn í líf þessarar
konu, sem tók mér strax opnum
örmum.
Fyrst í stað var ég ósköp feimin
við hana, sem skiljanlegt er, ég eig-
inlega flutti nú bara inn til hennar í
kjallarann í Faxatúninu, en hún
var alltaf að boðin og búin til að
hjálpa mér í einu og öllu, og sér-
staklega þegar Rebekka Rut fædd-
ist, þá var nú aldeilis dekrað við
mann.
Hundurinn á heimilinu var
kynntur sérstaklega fyrir barninu
þegar frumburðurinn kom heim af
fæðingardeildinni, Salla sagði mér
að setja burðarrúmið á gólfið og
leyfa Jobba að kynnast fyrsta
barnabarninu, ég var nú ekkert
hrifin af því þar sem ég er alls ekki
nein hundakona, en Salla sagði mér
að treysta sér, þetta væri það sem
þyrfti, að leyfa Jobba að þefa að-
eins af barninu.
Og hún tengdamóðir mín vissi nú
alveg hvað hún var að gera, Jobbi
var upp frá þessu hin besta
barnapía.
Það var eitt sem við Salla áttum
sameiginlegt, það er að við vorum
brjálaðar í súkkulaði! Þannig að
það varð að þegjandi samkomulagi
okkar á milli, að þegar ég færi út
fyrir landsteinana, þá kæmi ég með
Lindt súkkulaði með hnetum, og þá
meina ég stóra stykkið.
Og þegar ég svo mætti til hennar
með glaðninginn, þá sagði hún oft
og iðulega: Ég er búin að vera að
bíða eftir þessu, takk fyrir, og svo
skellihló hún.
Góðmennsku hennar fæ ég seint
þakkað, hún var alveg einstök
kona, varð ekkja rúmlega fertug,
með þrjú börn á framfæri, og ótrú-
lega vinnusöm.
Eiginmanni hennar Leoni kynnt-
ist ég aldrei, hann var látinn þegar
ég kom til sögunnar.
Í seinni tíð höfðum við Sævar
gert það að sið að kíkja alltaf til
Söllu á laugardagskvöldum í smá
kaffisopa, en lífið er allt breyting-
um háð, þannig að allir kaffibollar
sem drukknir verða á laugardags-
kvöldum hér eftir eru þér til heið-
urs.
Ég hefði ekki getað óskað mér
betri tengdamömmu, það er eig-
inlega bara eins og ég hafi valið
hana sjálf, elsku Salla, takk fyrir
mig.
Þín verður sárt saknað.
Dagmar.
Salla Sigmarsdóttir
Kær vinur og ná-
granni er fallinn frá
og margs er að minnast eftir um
það bil 40 ára samleið. Við höfðum
mikið saman að sælda og á tímabili
stunduðum við „heilsubótargöng-
ur“ um nágrennið með þeim Ásu í
öllum veðrum, og því skemmti-
legra voru þær sem veðrið var
verra. Ennfremur fórum við oft
saman á gönguskíðum heiman að
og upp að Akrafjalli. Þetta var á
meðan enn voru almennilegir
snjóavetur og engar girðingar
heftu för.
Það er erfitt að minnast Gunn-
ars án þess að nefna Ásu, svo sam-
ofin eru þau í minningunni. Það
varð honum, fjölskyldu og vinum
því mikið áfall þegar hún féll frá
fyrir tíu árum. Þau voru hrókar
alls fagnaðar hvar sem þau komu
og ákaflega gestrisin og góð heim
að sækja enda mikill gestagangur
á heimilinu og oft sungið og trallað
langt fram á nótt. Þau ferðuðust
mikið bæði innanlands og utan og
eitt er víst, þau nutu lífsins og
lifðu því lifandi. Þau höfðu mjög
gaman af veiðiskap, aðallega sil-
ungsveiði, og fóru árum saman á
Arnarvatnsheiði, og eitt skiptið
gengu þau af heiðinni og niður í
Miðfjörð, berandi allan útbúnað.
Annars get ég lítið tjáð mig um
Gunnar
Bjarnason
✝ Gunnar Bjarna-son fæddist í
Brekkugerði á
Búðum í Fáskrúðs-
firði hinn 17. sept-
ember 1927. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Höfða á Akra-
nesi 24. júní síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá
Akraneskirkju 3.
júlí.
veiðiskapinn því á
þeim vettvangi vor-
um við hjónin ekki
þátttakendur.
Gunnar var mikill
náttúrunnandi og
áhugasamur um úti-
vist og ferðalög og
kynnti sér allt ræki-
lega áður en lagt var
af stað.Við höfum nú
um áraraðir nokkur
hópur af góðum vin-
um ferðast vítt og
breitt um byggðir og
óbyggðir og var hann
með okkur í ferðinni síðastliðið
sumar þrátt fyrir að heilsunni væri
farið að hraka. Í þeirri ferð sann-
aðist eins og svo oft áður hve
óhemju fróður og minnugur hann
var um ólíklegustu staði. Við vor-
um að nálgast náttstað skammt frá
Hólmavík og ég fór að dást að litlu
gili sem við ókum framhjá. Þá seg-
ir hann: „Já, og ef þú gengur spöl-
korn þarna inneftir gætirðu fundið
steingervinga“. Þá kom í ljós að
þau Ása höfðu tjaldað þarna í
grenndinni einhvertíma í „fyrnd-
inni“. Mér varð að orði hvort til
væri þúfa á landinu þar sem þau
Ása hefðu ekki annaðhvort tjaldað
eða áð.
Þessi vinahópur er að stofninum
til gamlir félagar úr björgunar-
sveitinni „Hjálpinni“ á Akranesi.
Fyrir utan sumarferðir og aðrar
samvistir höfum við í fjölda ára
komið saman á þorranum og etið
sviðalappir í bílskúr eins félagans.
Þetta var alfarið Gunnars hug-
mynd og efa ég að nokkrum öðrum
hefði dottið annað eins í hug. Hóp-
urinn kallar sig „Lappahópinn“, og
Gunnar titlaður „Yfirlappinn“. Ég
veit að ég tala fyrir munn alls
hópsins þegar ég segi að hans
verði sárt saknað í komandi ferð-
um og lappaveislum.
Þrátt fyrir hrakandi heilsu og
þrek var gamansemin aldrei langt
undan. Til dæmis kallaði hann
göngugrindina „Járnfrúna“ og
sömuleiðis var hann mjög ánægður
að hafa rekið sig uppundir nýlega
því að það kæmi ekki fyrir nema
hæstu menn.
Nokkur hin síðari ár hefur hann
átt góða vinkonu, hana Systu, sem
honum þótti mjög vænt um og
ferðuðust þau nokkrum sinnum til
sólarlanda meðan heilsan leyfði og
fær hún bestu þakkir frá okkur
öllum.
Að lokum flyt ég fjölskyldunni
innilegar samúðarkveðjur og bið
þeim guðsblessunar.
Ingibjörg Ingólfsdóttir.