Morgunblaðið - 13.07.2008, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Á miðvikudags-kvöld tókst
samninga-nefndum ríkisins
og hjúkrunar-fræðinga að
undir-rita samn-inga eftir
langar og strangar við-ræður
alla vikuna.
Að sögn Elsu B.
Friðfinnsdóttur, for-manns
Félags íslenskra
hjúkrunar-fræðinga, náðist
fram það megin-markmið að
menntun og dag-vinna
hjúkrunar-fræðinga verði
metin að verð-leikum svo
vægi yfir-vinnu minnki.
Í samn-ingunum eru 3
megin-breytingar: lækkun
yfirvinnu-prósentu,
breyt-ingar á vakta-skrá og
breyt-ingar á rétt-indum
hjúkrunar-fræðinga 55 ára og
eldri.
„Ég held að við getum verið
mjög ánægð með þetta, búin
að leggja í þetta vit og strit og
nú erum við að upp-skera
eins og við sáðum,“ segir
Elsa. Nú tekur við
kynningar-starf fyrir
félags-menn og síðan fer
fram raf-ræn
atkvæða-greiðsla, sem búist
er við að ljúki fyrir 20. júlí.
Hjúkrunar-fræðingar semja
Morgunblaðið/Frikki
Hjúkrunar-fræðingar eru ánægðir með samn-ingana.
Surtsey hefur verið
sam-þykkt á heimsminja-skrá
Menningar-málastofnunar
Sam-einuðu þjóðanna
(UNESCO). Til-nefning
Surts-eyjar var sam-þykkt
ein-róma á 32. fundi
heimsminja-nefndarinnar í
Quebec í Kanada.
Í rök-stuðningi segir meðal
annars að það sé einna
merki-legast að Surts-ey hafi
verið vernduð frá því hún
mynd-aðist.
„Það er mikið gleði-efni að
okkur skuli hafa tekist að fá
aðra til-nefningu okkar á
heimsminja-skrá,“ sagði
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
menntamála-ráðherra, en
Þing-vellir voru sam-þykktir
sem menningar-minjar árið
2004.
Surtsey
á heims-
minjaskrá
Surtseyjar-gos 1963.
Alþjóða-viðskipta-stofnunin
(WTO), sem 152 ríki eiga
að-ild að, ætlar að gera
breyt-ingar á styrkjum og
tollum í land-búnaði
aðildar-ríkja. Það mun hafa
mikil áhrif á íslenskan
matvöru-markað. Meira
verður um er-lenda mat-vöru,
það setur þrýsting á verð
inn-lendrar mat-vöru.
Lagt verður til að heim-ildir
til framleiðslu-hvetjandi
innanlands-stuðnings til
land-búnaðar lækki um
52,5%, og á það við um
Ísland, og að toll-bindingar á
Íslandi lækki um 66 til 75%.
Þýða þessi hlut-föll að
íslensk stjórn-völd verði að
draga úr beinum stuðn-ingi
við land-búnað.
Erna Bjarnadóttir,
hag-fræðingur hjá
Bænda-samtökum Íslands,
segir sam-tökin hafa áhyggjur
af drögunum, þau geti ekki
þýtt annað „en að það þurfi
að koma til frekari
endur-skoðun á því um-hverfi
sem land-búnaðurinn er í“.
Áhyggjur af
tollum og
styrkjum
Útlit er fyrir mestu aukningu
atvinnu-leysis í þrjá ára-tugi.
Horfur á vinnu-markaði eru
með þeim hætti að
atvinnu-leysi gæti á
skömmum tíma farið úr 1% í
rúm 3% þegar sumarfríum
lýkur í haust.
Í dag eru um 2000 manns
án at-vinnu, en ef
svart-sýnustu spár rætast,
upp á 3,8% atvinnu-leysi á
næsta ári, þýðir það að um
6.700 manns verði
atvinnu-lausir.
Atvinnu-lausum gæti því
fjölgað um allt að 4000
næsta árið eða svo.
Gissur Pétursson, for-stjóri
Vinnumála-stofnunar, segir
að breyt-ingin verði meiri en
margir geri sér í hugar-lund.
Atvinnu-
leysi eykst
Þriggja daga fundi leið-toga G8-ríkjanna
lauk í Japan á miðviku-dag með lof-orðum
um að reyna að lækka matvæla- og
olíuverð, en olíu-verðið hefur fimm-faldast
frá árinu 2003. Þeir hvöttu öll ríki heims til
að af-nema hömlur á matvæla-útflutningi
svo hægt verði að senda mat-væli til landa
þar sem skorturinn er mestur.
Ekki tókst að jafna djúp-stæðan
ágreining iðn-veldanna og þróunar-landa
um að-gerðir til að hefta
loftslags-breytingar af manna-völdum.
Sam-tök sem berjast fyrir aukinni
að-stoð við Afríku gagn-rýndu G-8-ríkin fyrir
að hafa ekki staðið við lof-orð frá 2005 um
aukna að-stoð upp á 2000 milljarða króna.
Enn vanti um 770 milljarða króna þar upp
á.
Leið-togar G8-ríkjanna sögðu í
loka-yfirlýsingu fundarins að þótt
hag-vöxturinn í heiminum hefði minnkað
væru horfurnar bjartar í efnahags-málum.
Leiðtoga-fundur
G8-ríkjanna
Reuters
Lög-reglan heldur aftur af mót-mælendum.
Íslenska leik-konan Anita Briem leikur
eitt af aðal-hlutverkunum í Hollywood-
kvik-myndinni Journey to the Center of
the Earth 3D, sem var frum-sýnd í
vikunni. Anita leikur íslenskan
leiðsögu-mann þeirra Brendans
Frasers og Josh Hutchersons.
Dómarnir sem birst hafa eru frekar
já-kvæðir, en myndin þykir fín
poppkorns-skemmtun og Anita standa
sig með prýði
Mark Peikert á New York Press
fannst myndin ekki skemmti-leg en er
mjög hrifinn af Anitu. „Briem er
upp-götvun myndarinnar. Fallegri og
kven-legri en nokkur leiðsögu-maður á
rétt á að vera, hún ein tekur myndina
pass-lega alvar-lega, alltaf ein-læg
með blik í augunum fyrir hina
full-orðnu í áhorfenda-skaranum.“
Anita Briem fær fínustu
dóma í Hollywood
Reuters
Aníta Briem
Ekki til Aston Villa
Aston Villa vildi á
dögunum fá Eið
Smára Guðjohnsen
í sínar raðir en hann
vísaði enska
félaginu strax á
bug. West Ham og
Portsmouth eru
einnig sögð
áhuga-söm að fá Íslendinginn.
Eiður Smári á tvö ár eftir af samn-ingi
sínum við Barcelona, en framtíð hans
hjá spænska stór-liðinu skýrist
væntan-lega í næstu viku.
Stúlkurnar á HM
Íslenska kvenna-landsliðið í
hand-knattleik skipað leik-mönnum 20
ára og yngri tekur þátt í HM í Makedóníu
sem hefst eftir 10 daga.
Bæði Úrúgvæ og Chile drógu
þátt-töku sína til baka og bauðst þá
Íslandi þátt-taka á mótinu.
Íþróttir
Morgunblaðið/Eyþór
Eiður á æfingu.
Netfang: auefni@mbl.is