Morgunblaðið - 13.07.2008, Side 46

Morgunblaðið - 13.07.2008, Side 46
46 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er sunnudagur 13. júlí, 195. dag- ur ársins 2008 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Víkverji finnur ekki fyrir krepp- unni. Víkverji veit að þetta er nokk- uð sem ekki er rétt að hafa orð á en samt er það svo að líf hans er í sama góða gírnum og síðustu ár. Ef eitt- hvað er þá er staðan örlítið betri. Víkverji hefur ekki hátt um þetta hlutskipti sitt. Hann veit að það þyk- ir ekki við hæfi að vera ánægður með kjör sín á tímum sem kenndir eru við kreppu.     Innst inni finnur Víkverji fyrir votti af skömmustutilfinningu vegna þess að kreppan leggst ekki af helj- arþunga á hann. Hann lætur því stundum eins og hann finni fyrir kreppunni. Áður henti Víkverji mat einfaldlega vegna þess að hann lang- aði í eitthvað annað en hann hafði keypt. Kjötfarsið sem keypt hafði verið í Nóatúni lá því í ísskápnum þar til komið var yfir síðasta söludag og rataði þá í ruslið. Nú nýtir Vík- verji matinn sem hann kaupir. Í þessu felst vissulega nokkur sparn- aður en matartímarnir eru ekki eins skemmtilegir og ófyrirsjáanlegir og áður. Það er farið að hvarfla að Víkverja hvort þessar sparnaðartilraunir séu þess virði. Af hverju að spara þegar maður þarf þess ekki? hugsar Vík- verji en veit um leið að slíkar hugs- anir bera vott taumlausa léttúð þess sem vill kökur í stað brauðs.     Víkverja er sagt að kreppan muni skella á af fullum þunga í haust. Vík- verji er viðbúinn. Stundum hugsar hann með sér að það sé allt í lagi að hann finni fyrir kreppunni. Honum hefur liðið svo vel síðustu ár að hann er ekki frá því að mótlæti muni ein- ungis herða hann og þroska. Í stað þess að borða grillaðar lambakótil- ettur mun hann nærast á kjötboll- um. Það hefur hann gert áður án þess að verða meint af. Víkverji bíður haustsins því óhræddur. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hola, 4 sól, 7 mánaðar, 8 ákveð, 9 ótta, 11 hey, 13 fyrr, 14 þrætu, 15 þunn gras- torfa, 17 mjög, 20 töf, 22 verðleiki, 23 gjafmild, 24 þátttaka, 25 glymur. Lóðrétt | 1 steinar, 2 döpur, 3 sleifar, 4 snúra, 5 líffærið, 6 tómur, 10 ómerkileg manneskja, 12 keyra, 13 hæða, 15 verða hljóður, 16 hrópi, 18 stygg, 19 upptök, 20 hjartarkolla, 21 svöl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 heilræðið, 8 lánið, 9 iðnað, 10 inn, 11 nösin, 13 gunga, 15 stóll, 18 salli, 21 eik, 22 trauð, 23 auðna, 24 haganlegt. Lóðrétt: 2 efnis, 3 loðin, 4 æfing, 5 innan, 6 slen, 7 eðja, 12 ill, 14 una, 15 satt, 16 óðara, 17 leðja, 18 skafl, 19 lið- ug, 20 iðan. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp á Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Danski alþjóðlegi meistarinn Simon Bekker–Jensen (2392) hafði svart gegn Daða Ómarssyni (2027). 47… Bd3! 48. Hc1 hvítur hefði orðið mát hefði hann tekið biskupinn á d3. Í framhaldinu kemst svarti kóngurinn enn lengra inn fyrir víglínur andstæð- ingsins og við það bresta varnir hvíts. 48…Ke3 49. Rf1+ Kf2 50. Rd2 Be2 51. Hh1 Rxf3 52. gxf3 Ke3 53. Rb1 Kxf3 54. c3 Kxe4 55. cxb4 Ke3 56. Rc3 Bf3 57. Hh7 Hc7 58. Rb5 Hd7 59. Rxd6 Hxd6 60. Hxf7 Bd5 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Yfirsetuþraut. Norður ♠-- ♥K2 ♦5432 ♣10975432 Vestur Austur ♠432 ♠765 ♥1086 ♥G975 ♦10987 ♦KD6 ♣DG8 ♣ÁK6 Suður ♠ÁKDG1098 ♥ÁD43 ♦ÁG ♣-- Suður spilar 6♠. Sænski spilarinn Per Olov Sundelin skaut inn í mótsblöð EM þungum spiladæmum á opnu borði “fyrir pörin sem sitja hjá,“ sagði hann. Flestir keppendur nota reyndar yfirsetutím- ann til hvíldar, en ýmsir aðrir höfðu gaman af þrautum Sundelins. Hér á suður að vinna 6♠ með ♣D út. Lausn: Suður trompar og tekur alla spaðana. Engin þvingun myndast hins vegar, því austur getur haldið eftir fjórlitnum í hjarta og ♦KD. Vestur sér um laufvaldið. Í svona stöðum þarf að gefa slag til að ná réttri slagatalningu, en suður glatar hótunarspili ef hann hendir tígli eða hjarta í ♣D. Ekki er þó of seint að leiðrétta talninguna. Sagn- hafi spilar hjarta á kóng og ♣10 úr borði. Vestur fær á ♣G, en fyrst þarf austur að gefa úrslitaslaginn með því að henda rauðu spili á undan sagnhafa. Í dag, 13. júlí er hinn eldhressi Hjörtur Hafliða- son, húsasmíða- meistari, Dalbraut 27 í Reykjavík, níutíu og fimm ára. Hann verður ekki heima í dag, en heldur upp á daginn með fjölskyldunni. 95 ára Hafliði Þ. Jóns- son, píanóleikari og fyrrv. gjald- keri Bún- aðarbanka Íslands og FÍH, verður ní- ræður 16. júlí nk. Í tilefni þess er ætt- ingjum og vinum boðið til kaffi- samsætis í Safnaðarheimili Fríkirkj- unnar að Laufásvegi 13, Rvk, á af- mælisdaginn milli kl. 15 og 18. 90 ára Sigríður Kristinsdóttir, sjúkraliði og fyrrverandi formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, fagn- ar 65 ára afmæli sínu í dag. Hún er búsett í Vest- urbænum í Reykjavík. Aðspurð hvernig hún hyggist eyða deginum segir Sigríður: „Ég er að hugsa um að skreppa út á land og fara út að borða með mínum nánustu.“ Hún kveðst ekki alveg viss hvert ferðinni sé heitið en eru þó greinilega Þingvellir ofarlega í huga. Sigríður segir að fimmtugsafmæli sitt hafi ver- ið sérlega eftirminnilegt. „Þá hélt ég 170 manna veislu en svo man ég vel eftir afmælisdögum þeg- ar ég var barn í sveit. Þá bjó ég á Glúmsstöðum í Fljótsdal og þá var alltaf sól á afmælinu í minningunni.“ Í sumar ætlar Sigríður að skella sér austur á land og skoða fornar slóðir og halda svo til kóngsins í Kaupmannahöfn í ágúst. Innt eftir því hver hennar helstu áhugamál séu segir Sigríður: „Það eru pólitík og stéttarfélagsbarátta hvers konar. Svo hef ég einnig mikinn áhuga á kvenréttindamálum og þá á ég við í víðum skilningi en ekki í þröngum skilningi efri millistéttarkvenna- femínista. Ég hef einnig farið núna á hverjum degi í sumarfríinu mínu klukk- an 12 á hádegi niður í Skuggasund út af málefnum Paul Ramses. Ég vona innilega að það mál fái góða lausn hér á landi.“ haa@mbl.is Sigríður Kristinsdóttir 65 ára í dag Pólitík og kvenréttindamál Ásvaldur Andrésson bif- reiðasmiður, Forsölum 1 í Kópavogi, er átt- ræður í dag, 13. júlí. Ásvaldur var formaður Félags bifreiðasmiða til margra ára og verkstjóri hjá Agli Vilhjálmssyni hf. Ásvaldur eyðir deginum í faðmi fjölskyldunnar. 80 ára ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is 13. júlí 1787 Fimm verslunarstaðir fengu kaupstaðarréttindi en misstu þau aftur 1807 til 1836. Þessi staðir voru Grundarfjörður, Ísafjörður, Akureyri, Eski- fjörður og Vestmannaeyjar. Þetta gerðist þá … (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ef þú gætir átt í persónulegu sam- bandi við hvaða mentor sem er, hver myndi það vera? Ímyndaðu þér samtal við hann eða talaðu við hann í annarri vídd. (20. apríl - 20. maí)  Naut Vertu þolinmóður gagnvart sjálfum þér. Þú gerir breytingar þegar þú ert tilbúinn, ekki fyrr. Þú þekkir mögu- leikana og eyðir engum tíma til einskis. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Góður ásetningur sigrar alltaf þann slæma, auk þess sem ástin sigrar alltaf að lokum. Trú þín á það mun koma þér og þínum á hærra plan. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Vinnan er verðlaun velmegunar. Ef þú trúir því ekki að fyrirhöfnin verði til þess að þú eignist betra líf, er ekkert sem hvetur þig til verka. Trúðu á sjálfan þig. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Rifrildi mun eiga sér stað um hver elskar hvern meira. Ójafnvægi í sam- böndum veltir þeim um koll að lokum. En staðan gæti breyst til batnaðar. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það sem bragðast vel er áreið- anlega ekki það besta fyrir þig. Freud hefði sagt að „það“ og „sjálfið“ væru að slást um yfirráðin. Slakaðu á og reyndu að hemja hvatvísina. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Sumir trúa því að lífið þitt sé allt ritað niður af þínum eilífa anda. Ef það skyldi vera satt, máttu treysta því að undir- meðvitundin leiðir þig á réttar brautir. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Að lesa og hlusta á hvetjandi verk verður bráðnauðsynlegt þroska þín- um í næstu viku. Kraftmiklar hugmyndir verða eldsneyti fyrir mikilvæg verkefni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú getur verið ánægður með hlutina eins og þeir eru, en samt leitað framfara. Vertu opinn fyrir því sem má betur fara, breyting getur haft áhrif. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þegar smáatriðin raðast ekki upp eins og vera skal, missir þú trúna á alheimsaflið. Það er ástæða fyrir öllu, þó það taki daginn eða áratug að koma í ljós. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú álítur leyndardóminn gjöf frá alheiminum – eins og þroskaðan ávöxt sem bíður þess að vera borðaður. Nú verður erfitt en gaman að komast að safa- ríkasta hlutanum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Varnar- og öryggislausu tilfinning- arnar eru þær sem tengja þig við aðra. Þegar þú veist ekki hvers skal vænta, kemur ástin þér að óvörum. Stjörnuspá Holiday Mathis María S. Her- mannsdóttir Smáratúni 20, Keflavík, er átta- tíu og fimm ára í dag, 13. júlí. Dagsins ætlar hún að njóta um- vafin stór- fjölskyldu sinni á heimili dóttur sinnar í Hveragerði. 85 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.