Morgunblaðið - 13.07.2008, Síða 49

Morgunblaðið - 13.07.2008, Síða 49
gaurarnir sem voru að gera þetta hérna og um allan heim höfðu svo litlu við þetta að bæta, voru bara eins og þeir væru í Bronx árið 1983.“ – En þessi Banksy-stíll, hvað finnst þér um hann? „Það er það sem ég kann að meta, þegar byrjað er að hrista aðeins upp í hlutunum og fólk er farið að gera sitt,“ svarar Davíð. Hann sé þó ekkert sérstaklega fær með úðabrúsann, hafi einfaldlega þróað sinn stíl og noti stensla, límbönd og annað til að hafa hemil á málning- unni. Truflað borð „Ég er alltaf með nokkrar myndir í gangi, ég kem mér í gang með ótrúlega grófum vinnu- brögðum, smá úða, smá málningu,“ útskýrir Davíð þegar hann er beðinn um að lýsa vinnu- ferlinu, upphafi vinnudags. Þá hreinsi hann penslana á pappír eða tré sem oftar en ekki verður grunnur að verki og á endanum full- klárað verk. Hann vinnur myndirnar lárétt, ekki á vegg eða á trönum heldur á gólfi eða borði. Talandi um borð. Davíð er einmitt að vinna verk á borðstofuborð fyrir kunningjafólk sitt. Hann lætur kunningjana reyndar sjálfa vinna verkið, stjórnar þeim við listsköpunina. Örlítil myndlistarkennsla í hjáverkum á vinnustof- unni. „Það er orðið ansi truflað þetta borð, ég efast um að það endist lengur en nokkur jól,“ segir Davíð og hlær, á þar ekki við endingu efnisins heldur að eigendurnir verði búnir að fá nóg af borðinu þá. Það væri þó glapræði að henda verki eftir Davíð, hann er rísandi stjarna í ís- lensku myndlistarlífi (ef hægt er að tala um stjörnur í því sambandi yfirleitt). Davíð segir verðið á verkum sínum vissulega hafa hækkað undanfarið, það geri það ósjálfrátt með sýningum í sölugalleríum. Hann er sáttur við sitt og minnir á að myndlistin sé lifibrauðið og verkin kosti því eðlilega sitt. „Þetta eru nátt- úrulega einstök verk og maður skilur ekki svo auðveldlega við myndirnar lengur.“ Fyrstu kaupendurnir að verkum myndlistarmanna eru iðulega ættingjar og vinir og Davíð segist þar engin undantekning. Gaf mynd og tók aftur – Mamma er alltaf besti kúnninn, er það ekki? „Ég er nú alveg búinn að svíkja mömmu mína,“ svarar Davíð áhyggjufullur á svip. „Ég gaf henni mynd um daginn og svo var ég til- nefndur til einhverra verðlauna í London, Haf- þór Yngvason (safnstjóri Listasafns Reykjavík- ur) tilnefndi mig til Sovereign European Art Prize. Ég var nýbúinn að gefa mömmu mynd og svo þegar ég fór að lesa skilmála keppninnar betur sá ég að maður varð að leggja til ákveðnar myndir í keppnina þó að maður væri ekki kominn áfram.“ Hann hafi því þurft að hirða myndina aftur af mömmu sinni sem hann var nýbúinn að gefa henni. „Ég á nefnilega svo fáar myndir, ég á eig- inlega ekki neitt,“ segir Davíð skömmustulegur og afsakandi, greinilegt að hann er mjög leiður yfir þessu. „Ég er nefnilega búinn að selja ansi vel,“ bætir hann svo við. Mamma hlýtur að gleðjast yfir því. „Núna er ég bara að einbeita mér að því að vinna, nýta mér þennan tíma sem ég er á lista- mannalaunum til að stilla upp nýrri sýningu.“ Davíð segir margt í gangi, hann hafi verið að skila tillögu að veggmynd fyrir SÍM sem fer vonandi utan á hús sambandsins við Seljaveg, þ.e. ef fjármagn fæst til þess. Þá er Davíð að fara að stýra myndlistarhluta sýningar kvikmyndafélagsins Lorts í Kling- &Bang galleríi í haust og Birta Guðjónsdóttir, sem rekur Gallerí Dverg, er hugsanlega að opna gallerí og Davíð segist spenntur fyrir því að vinna með henni ef af verður. Ekki má gleyma sýningu í næsta húsi við vinnustofuna, í Lost Horse galleríinu, þar sem Davíð á verk. Síðast en ekki síst ber að nefna hugmynd Davíðs að bókverki með tillögum að end- urbótum á íslenska fánanum. „Þá langar mig að detta inn í grafík aftur, ég ætla að vinna þessa fána með mismunandi að- ferðum og tveir fánar verða grafíkeraðir.“ Það verður spennandi að sjá þá Davíðs-fána.. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 49 LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU, 26. STARFSÁR ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR, 16. STARFSÁR KLAISORGELIÐ 15 ÁRA Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju MIÐASALA Í HALLGRÍMSKIRKJU S. 510 1000 Norræn orgelhátíð HINN HEIMSÞEKKTI BÁSÚNULEIKARI Christian Lindberg OG Gunnar Idenstam ORGELLEIKARI Í HALLGRÍMSKIRK JU SUNNUDAGINN 13. JÚLÍ KL. 20. Á efnisskránni eru þeirra eigin verk og umritanir á þekktum tónverkum m.a. BOLERO eftir Ravel. l ist vinafelag. is REYKHOLTSHÁTÍÐ 2008 Karlakórinn frá St. Basil dómkirkjunni í Moskvu, Virtuosi di Praga og Donald Kaasch verða meðal flytjenda á hátíðinni 2008, dagana 23.-27. júlí nk. Forsala aðgöngumiða á Midi.is. Nánari upplýsingar á www.reykholtshatid.is Skipulögð óreiða á vinnustofunni Hver er þessi Davíð Örn? Davíð Örn Halldórsson fæddist 26. ágúst árið 1976. Hann hóf listnám í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti árið 1994, útskrifaðist af listasviði skólans 1998 og hóf nám ári síðar við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands. Hann var skiptinemi við Academie royale des beaux-arts de liege í Belgíu árið 2001 og útskrifaðist úr LHÍ 2002. Davíð hlaut NIFCA-styrk árið 2004, dvaldi í vinnustofu í fimm mánuði í Dalsåsen í Nor- egi. Þá hlaut hann Dungal-styrk í janúar á þessu ári og lista- mannalaun í lok sama mán- aðar. Hvar hefur hann sýnt? Fyrstu einkasýninguna hélt Davíð í Gallerí Geysi árið 1999. Þá hefur hann m.a. haldið einkasýningar í Gallerí Borg á Skagaströnd, Klefanum í Nonnabúð í Reykjavík, menn- ingarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði, Safni í Reykjavík og í Slunkaríki á Ísafirði. Af völd- um samsýningum má nefna tvær með Homo graficus, hópi grafíklærðra karlmanna sem sýna karllæga grafík til verndar deyjandi tegund, Krútt í Ný- listasafninu, Pakkhús post- ulanna í Hafnarhúsi, Hérna í Hangart-7 í Salzburg í Aust- urríki og Rozamira í Moskvu. Önnur afrek? Davíð hefur auk myndlist- arstarfa unnið sem leikskóla- kennari og segist sakna þess að vinna með börnum. Eitt af hans mestu afrekum hafi verið að opna hugi leikskólabarna fyrir óhlutbundinni list, að fá þau til að vinna abstrakt-verk og meðtaka hugmyndina um óhlutbundna list. S&S Absolút gamall kastale Frá sýningunni í Gallerí Ágúst. Verk eftir Davíð Hvernig virkar borgarvirki? Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 23/8 kl. 15:00 Lau 23/8 kl. 20:00 Sun 24/8 kl. 16:00 Fös 29/8 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 15:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 15:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 16:00 Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Sun 13/7 kl. 16:00 U Fim 17/7 kl. 20:00 Fös 18/7 kl. 20:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Farandleiksýning) Sun 13/7 kl. 16:00 F Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 25/7 kl. 14:00 Lau 26/7 kl. 20:00 U Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 17/7 kl. 20:00 Fim 24/7 kl. 20:00 Fim 31/7 kl. 20:00 ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.