Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 195. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Nýr samningur í ESB  Nicolas Sarkozy Frakklands- forseti segir Evrópu ekki hafa getu til að geta tekið með reisn á móti öll- um þeim sem álíta hana gósenland. Nýr Evrópusamningur um málefni innflytjenda verður líklega undirrit- aður á leiðtogafundi Evrópusam- bandsins í haust. » 26 Mótmælabúðir á heiðinni  Samtökin Saving Iceland hafa komið upp mótmælabúðum á Hellis- heiði, nálægt Hellisheiðarvirkjun. Til stendur að mótmæla stóriðju á Íslandi. » 2 Uppbygging árið 2009  Borgarbúar bíða enn eftir sýni- legri uppbyggingu á reitnum þar sem húsin brunnu í Austurstræti 22 og Lækjargötu 2. Borgarráð sam- þykkti á fundi á fimmtudag að leggja 60 milljónir króna til undirbúnings framkvæmdanna. Eiginleg upp- bygging hefst þó ekki fyrr en á nýju ári. » 2 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Framburðarlatir frétta- menn Staksteinar: Aðgerðahópar og sell- ur? Forystugrein: Skálkaskjól Mugabes UMRÆÐAN» Mamma, af hverju varðstu þá bara ljósmóðir? Svona gerir maður ekki Að hafa atvinnu skiptir alla máli Tvisvar gripið til hópuppsagna í júní Nær tvöfalt fleiri gistinætur á hótelum Atvinnuleysi mældist 1,1% í júní ATVINNA» Heitast 17° C | Kaldast 8° C Suðvestlæg eða breytileg átt, yfirleitt 5-10 m/s og rigning eða skúrir. Bjart aust- ast fram eftir degi. » 8 Söngkonan Emmy- lou Harris hefur haldið virðingu og vinsældum þrátt fyrir krappar beygj- ur í músíkinni. » 50 TÓNLIST» Krappar beygjur FÓLK» Egill og Sigurveig giftu sig á grískri eyju. » 53 Mindbluff.com er fyrir þá sem fá ekki nóg af því að þjálfa hugann með alls kyns þrautum og gátum. » 52 VEFSÍÐA VIKUNNAR» Blekkingar hugans KVIKMYNDIR» Wall-E heillar gagnrýn- endur vestanhafs. » 55 TÍSKA» Klassískar línur, glans og skrautsaumur. » 55 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Reyndi að stinga af á 212 km 2. Grunaður um kynferðisbrot 3. IndyMac gjaldþrota 4. Stunginn hnífi í miðbænum Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „LANDSLAG væri lítils virði, ef það héti ekki neitt“ segir í ljóðinu Fjallganga eftir Tómas Guðmunds- son og hefur hann eflaust eitthvað til síns máls. Það þyrfti þó harðasta náttúruhatara til að draga úr ágæti þessa gullfallega foss ein- göngu vegna þess að hann ber formlega ekkert nafn. Í munn- mælum hefur hann þó gengið undir nöfnunum Silfurfoss og Litli- Gullfoss og vísa báðar nafngiftir til þess að hann er eins og smækkuð mynd af frægasta fossi Íslands, Gullfossi. Einhverja kann að undra að svo stór og mikill foss sé ekki á ör- nefnaskrá en að sögn Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, útivistargarps og höfundar Hálendishandbókar- innar, er nafnleysi mjög algengt í íslenskri náttúru, ekki síst á fá- farnari slóðum á hálendinu. Foss- inn er enda vel falinn í Syðri-Ófæru og hefur því ekki verið kennileiti sem vísa þurfti til, jafnvel þótt hann sé á gömlu smalasvæði. Í dag er aðgengi að fossinum gott, þangað liggja troðnar slóðir frá Hólaskjóli og því óhætt að mæla með gönguferð upp að þess- um fallega nafnleysingja. Gullfalleg- ur foss Nafnleysi er algengt á fáförnum slóðum í íslenskri náttúru Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is EKKI fara allir troðnar slóðir þegar þeir velja sér starf, eins og Colleen Kinder skrifar um í bók sinni „Delaying the Real World“ en talað er við hana í Morgunblaðinu í dag. Í bókinni talaði hún við yfir hundrað manns sem eltu drauma sína að lokinni skólagöngu en sóttust ekkert endilega eftir „örugg- asta“ starfinu eða því sem vænlegast er upp á frek- ari starfsframa. Hrafnhildur Sverrisdóttir er ein þeirra Íslend- inga sem farið hafa ótroðnar slóðir en leiðin lá út fyrir landsteinana árið 2000 er hún fór í kosninga- eftirlit til Kosovo og vann í Lipjan-héraði á vegum Sameinuðu þjóðanna. „Í þessu héraði bjuggu bæði Serbar og Albanir, sem gerði þetta að mjög áhrifa- ríkri reynslu, sem reyndi á allan tilfinningaskalann. Eftir níu mánuði í Kosovo var í raun ekki aftur snú- ið og í dag er ég í mínu fimmta alþjóðaverkefni.“ Nú starfar hún á vegum íslensku friðargæslunn- ar í Norður-Afganistan þar sem hún vinnur að þró- unarverkefnum. Og verkefnin síðustu árin hafa verið af ólíkum toga. Hún var við störf hjá Alþjóða- ráði Rauða krossins frá 2005-2008, fyrst á Fíla- beinsströndinni og svo í Búrúndí, þar sem hún heimsótti fangelsi og kannaði aðstæður fanga. Þar var hún einnig í leitarþjónustuverkefnum, þar sem margar fjölskyldur urðu viðskila vegna stríðs. – Saknarðu þess ekkert að ganga bara að sama skrifborðinu á sama stað á hverjum morgni? „Jú, stundum geri ég það,“ segir hún brosandi. „En á sama tíma geng ég að skrifborðinu mínu á hverjum degi þó að ég viti í raun aldrei hvernig dagurinn muni ganga fyrir sig. Kostirnir við svona líf eru margir. Ég kynnist ólíkum menningarheim- um og starfa með fólki hvaðanæva að úr heiminum. Ég hef eignast marga góða vini, sem ég verð í sam- bandi við ævilangt … vona ég! En það sem mér finnst skemmtilegast er að fá tækifæri til að fara inn í lítil þorp og spjalla við fólk sem býr við að- stæður sem maður hélt að heyrðu sögunni til.“ En það eru líka ókostir við svona starf. „Ég er fjarri vinum og fjölskyldu, einkum frændsystkinum mínum tveimur. Og ég hoppa ekkert á Bæjarins bestu eða skrepp í bíó eða á kaffihús. Á Fílabeins- ströndinni varð ég að sætta mig við að fá mér kaffi í eina bakaríinu í bænum – ef kaffivélin var ekki bil- uð! Ég fór reyndar í bíó í Búrúndí. Bíóið var eins og gamla Tónabíó þegar ég var lítil og myndin, sem byrjaði eftir hálftíma af amerískum tónlistarmynd- böndum, var svo ekki sú sem var á auglýstri dag- skrá. Það gerði þetta að skemmtilega gremjulegu föstudagskvöldi.“  Fólk sem fer ótroðnar slóðir | 24 Skrepp ekki á Bæjarins bestu  Hrafnhildur Sverrisdóttir hefur sinnt fjölbreyttum störfum í Kosovo, Afganistan og Afríku  Ekki allir fara troðnar slóðir þegar kemur að starfsvali Meðal barna Hrafnhildur heimsækir börn á munaðarleysingjahæli í Afríkuríkinu Búrúndí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.