Morgunblaðið - 19.07.2008, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
ÁFORM eru uppi um að á Þingvöll-
um verði höfð forusta fyrir skráningu
víkingaminja í heiminum öllum.
Frumkvæðið kemur frá Þjóðverjum.
Mun íslenska heimsminjanefndin,
undir forræði menntamálaráðherra,
sjá um raðskráningu víkingaminja í
fjölmörgum löndum. Þetta kom fram
í máli Björns Bjarnasonar, dóms-
málaráðherra og formanns Þingvalla-
nefndar, í kvöldgöngu sem hann fór
fyrir um vellina í fyrrakvöld.
„Þingvellir verða nýttir sem móð-
urskip í því að fá víkingastaði, bæði
vestanhafs og austan, skráða sem
heimsminjar og alheimsmenning-
arverðmæti,“ sagði Björn.
Þingvellir eru eini staðurinn í
heiminum sem hefur verið við-
urkenndur af UNESCO sem menn-
ingarstaður sem tengist víkinga-
menningunni.
Endurskoða þarf forsendur
fyrir hótelrekstri
Í stefnumótun Þingvallanefndar
segir að endurskoða þurfi forsendur
hótelrekstrar í Valhöll með tilliti til
viðhalds hússins, ártíðasveiflna í
gestafjölda og tæknilegra atriða eins
og frárennslis. Stefnt er að því að
draga úr hótelrekstri á þeim stað sem
Valhöll er nú, en búið verði svo um
hnútana að áfram verði þar hægt að
kaupa veitingar. Hugað verði að því
að staðurinn verði vettvangur fyrir
Alþingi og ríkisstjórn til að koma
saman til funda og hægt verði að efna
þar til málþinga og annarra manna-
móta, án þess að alfarið verði girt fyr-
ir gistiaðstöðu.
„Hugmynd Þingvallanefndar er sú
að Þingvallabær verði ekki sumarhús
fyrir forsætisráðherra, eins og verið
hefur, en verði þess í stað aðdrátt-
arafl fyrir ferðamenn að skoða þegar
þeir fara um Þingvelli,“ sagði Björn.
Stílbrot að reisa hús fyrir
Alþingi á Þingvöllum
Á vettvangi nefndar, sem fjallar
um hvernig skuli standa að 200 ára
afmæli Jóns Sigurðssonar, hafa verið
ræddar hugmyndir um að koma upp
aðstöðu til þingsetningar á Þingvöll-
um. „Það yrði mikið stílbrot miðað við
okkar sögulegu hefð ef það yrði
byggt hús yfir þinghald á Þingvöllum,
enda var þing alltaf háð þar undir
beru lofti,“ sagði Björn. Þess ber að
geta að Tómas Sæmundsson var á
þeirri skoðun að þing yrði lagað eftir
hinu forna Alþingi á Þingvöllum, en
Jón Sigurðsson var sjálfur andvígur
Þingvöllum sem þingstað. Alþingi
kom síðast saman á Þingvöllum árið
2000 til að minnast 1000 ára afmælis
kristnitökunnar.
Í ársbyrjun 2006 voru áform uppi
hjá þáverandi forsætisráðherra um
að efnt yrði til samkeppni um það
hvernig hús yrðu á svæðinu við Val-
höll og hvernig skipulag svæðisins
yrði. Engin slík samkeppni hefur ver-
ið haldin en ítarleg úttekt var gerð á
Valhöll af Þorsteini Gunnarssyni
arkitekt og húsafriðunarmönnum og
var niðurstaðan sú að húsið hefði ekki
mikið varðveislugildi.
Stefnt er að því að Þingvallakirkja,
sem verður 150 ára á næsta ári, verði
lagfærð. Gert verður við grunn henn-
ar og jafnframt verður aðgengi að
kirkjunni bætt. Enginn prestur býr á
Þingvöllum en séra Kristján Valur
Ingólfsson, þingvallaprestur, heldur
þar reglulega guðsþjónustu.
Móðurskip víkinga
Þingvellir verða í forystu fyrir skráningu víkingaminja í heiminum Skiptar
skoðanir um nýbyggingu bústaða Dregið verður úr hótelrekstri Valhallar
Morgunblaðið/hag
Framtíðarsýn Björn Bjarnason, formaður Þingvallanefndar, fór fyrir kvöldgöngu um Þingvelli á fimmtudagskvöld.
Þá kom fram að áform eru uppi um að Þingvellir verði í forystu fyrir skráningu víkingaminja í heiminum öllum.
Mikil ásókn er í sumarbústaði á
Þingvöllum. Dæmi eru um að fólk
kaupi bústaði dýrum dómum, rífi
þá, og byggi nýja í þeirra stað. Sum-
arbústaðirnir eru flestir við vest-
anvert Þingvallavatn. Þá eru sjö bú-
staðir innan þjóðgarðs, við
Gjábakkaland, sá síðasti reistur á
sjöunda áratugnum. Mikið var deilt
um byggingu þeirra og eftir það
hefur engu nýju landi verið úthlutað
undir sumarbústaði þar. Heimilaðar
hafa verið endurbætur og end-
urbygging sumarbústaða. Fyrir
Þingvallanefnd liggur núna tillaga
um að það beri að standa þannig að
endurgerð sumarbústaða að þeir
breyti ekki um ásýnd þegar þeir eru
keyptir. Þingvallanefnd hefur hins
vegar á undanförnum árum lagt
blessun sína yfir byggingu bústaða
með sniði nútíma byggingarlistar,
en tekin verður afstaða til tillög-
unnar í haust.
Bústaðir breyti ekki um ásýnd
FRÉTTIR
„ÞETTA hefur
verið áhugaverð-
ur tími,“ segir
Ásmundur Stef-
ánsson rík-
issáttasemjari
sem mun láta af
störfum 1. nóv-
ember nk. eftir
fimm ár í emb-
ætti. „Ég ætla að
hætta störfum
og svo kemur í ljós hvernig lífið
verður að því loknu.“
Ásmundur segir nýafstaðna
samningatörn skera sig úr á ferl-
inum enda hafi hún verið afar
skemmtileg. „Þetta hefur verið
mjög flókið og náðst giftusamlega
að komast í gegnum það án þess að
það yrðu nein meiriháttar átök.
Mér finnst menn hafa staðið sig
mjög vel í þessari samningalotu
sem nú er að ljúka.“ Spurður hvort
hann muni sakna vafflnanna svarar
hann hlæjandi: „Ég á sjálfur vöfflu-
járn þannig að ég get vel haldið
áfram að baka vöfflur.“ ylfa@mbl.is
Ríkissátta-
semjari
hættir
Ásmundur
Stefánsson
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„SALA hefur minnkað í ýmsum teg-
undum eldsneytis en ekki öllum.
Mest er minnkunin í flugvélaelds-
neyti, en salan hefur líka minnkað í
bensíni,“ segir Magnús Ásgeirsson,
innkaupastjóri hjá N1. Þó minnk-
unin sé orðin sjáanleg í bílabensíni
kveður hann það ekki minnkun sem
marki nein djúp spor enn sem kom-
ið er.
Hann segir brugðist við þessu hjá
fyrirtækinu með því að hafa lengra
á milli sendinga til landsins og með
því að breyta samsetningu þeirra.
Magnús vill ekki nefna prósentur
um minnkunina og segir lengri
tíma þurfa til að sjá trúverðugar
tölur í þeim efnum. Sveiflur geti
verið nokkrar á milli einstakra
mánaða. Hann býst við meiri sam-
drætti í haust þegar ferðalög sum-
arsins klárast.
Vanir því að sjá söluna vaxa
Már Erlingsson, innkaupastjóri
hjá Skeljungi, segir sölutölur
komnar út fyrir vikmörk í áætl-
unum félagsins. Þau vikmörk þurfi
því að endurskoða fyrir næstu áætl-
anir fram í tímann. „Við erum vanir
að horfa á þetta vaxa ár frá ári.
Þeim vexti er lokið, en maður veit
ekki hvað það varir lengi,“ segir
Már. Minnkunin sé aðeins rétt byrj-
uð að koma fram, en hann búist
frekar við því að hún komi fram
þegar líður á næsta haust.
Að sögn viðmælenda hjá Olís er
minnkun ekki farin að skila sér í
minni innflutningi eða breyttum
áætlunum á þeim bænum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Neysla Verð hefur hækkað og skil-
ar sér líklega brátt í minni sölu.
Minnkandi
bensínsala