Morgunblaðið - 19.07.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.07.2008, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 27 UNDANFARNA mánuði hefur undirbúningur að nýju fjölmiðla- frumvarpi staðið yfir og til stendur að kynna frumvarpið fyrir Alþingi næsta haust. Ástæða þessa nýja frumvarps er ný sjónvarpstilskipun frá ESB sem ber að innleiða fyrir árslok 2009. Það ber að hrósa menntamálaráðuneytinu fyrir það hvernig það hefur staðið að und- irbúningi frumvarpsins, tilskipunin og ýmsir þættir sem tengjast henni voru kynnt ítarlega á málþingi á vegum menntamálaráðuneytisins í byrjun apríl. Tilskipunin felur í sér margt já- kvætt fyrir Íslendinga. Sem dæmi má nefna að tryggt er að hægt verður að sýna fréttir frá eftirsókn- arverðum íþróttaviðburðum þrátt fyrir að slíkt efni sé keypt með einkarétti til sýninga í lokaðri dag- skrá og yfirvöldum ber að hvetja til þess að aðilar á markaði setji sér reglur sjálfir eða í samvinnu við hið opinbera um auglýsingar á óhollu fæði gagnvart börnum. Tilskipunin felur jafnframt í sér að heildarmagn leyfilegra auglýs- inga verður rýmkað úr 15% af dag- legum útsendingartíma í 20%. Til- skipunin gefur tækifæri til þess að setja takmörk á umsvif ríkissjón- varps á auglýsingamarkaði umfram einkastöðvarnar. Ríkissjónvarps- stöðvar sem hafa meg- intekjur sínar af af- notagjöldum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Bretlandi eru ekki á auglýsingamarkaði og Frakkar hafa þegar tekið ákvörðun um að ríkissjónvarpsstöðvar skuli draga sig út af auglýsingamarkaði. Því til viðbótar eru mörg önnur dæmi í Evrópu um að þrengri reglur gildi um umsvif ríkissjónvarps á auglýs- ingamarkaði en einkarekinna sjón- varpstöðva. Fyrir nokkrum árum síðan færðu Samtök auglýsenda rök fyrir því að Ríkissjónvarpið ætti heima á auglýsingamarkaði. Margt hefur breyst í umhverfi sjónvarpsstöðva síðan þá. Helstu rökin á sínum tíma voru þau að Ríkissjónvarpið væri eina sjónvarpsstöðin sem næði til stærsta hluta Íslendinga, aug- lýsendur sem stefndu að því að ná til margra neytenda vikulega í sjónvarpi þyrftu að leita í aðrar miðlategundir til að ná markmiðum sínum, með tilheyrandi kostnaðar- aukningu. Nýjar rafrænar mæl- ingar á sjónvarpsáhorf sýna að áhorf á sjónvarp er um þriðjungi meira en dagbókarmælingar sýndu áður. Nýjar rafrænar mælingar sýna til dæmis að vikulegt upp- safnað áhorf á SkjáEinn, sem er ókeypis sjónvarpsstöð og dreift er um allt land í gegnum stafrænt Sjónvarp Símans, Digital Ísland og eigin dreifikerfi er að meðaltali um 80% í aldurshópnum 12-80 ára og um 85% í aldurshópnum 12-49 ára. Menntamálaráðherra, starfs- menn ráðuneytisins, margir þing- menn og hagsmunaaðilar hafa tekið á móti upplýsingum og rökum fyrir breytingum á þeim lið nýja fjöl- miðlafrumvarpsins sem snýr að stöðu ríkissjónvarps á auglýs- ingamarkaði frá fulltrúum Skjás- ins. Viðtökurnar hafa í öllum til- fellum verið góðar og skilningur á því að leiðrétta þurfi samkeppn- isumhverfi sjónvarpsstöðva. Málið er því í skoðun hjá ráðuneytinu. Það má með sanni segja að unn- ið hafi verið að því undanfarnar vikur og mánuði að leiðrétta sam- keppnisumhverfi einkarekinna sjónvarpsstöðva á Íslandi og und- irrituð trúa því að sú vinna eigi eft- ir að bæta rekstrarumhverfið og tryggja Íslendingum áfram val- frelsi þegar kemur að sjónvarpi. Hvort sem fólk velur að horfa á ríkissjónvarp, áskriftarsjónvarp eins og Stöð 2 eða ókeypis sjón- varp eins og SkjáEinn. Það er mikilvægt að umræða um stöðu ríkissjónvarps á auglýs- ingamarkaði sé fagleg og á rökum reist. Það er almennur vilji til þess að ríkið eigi og reki fjölmiðil, um- ræðan má ekki snúast um tilvist RÚV ohf., nú tökum við umræðuna um það tækifæri sem er fram- undan til að leiðrétta samkeppn- isumhverfi einkarekinna sjónvarps- stöðva. Friðrik Eysteinsson og Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifa um væntanlegar breytingar á umhverfi sjónvarpsrekenda » Formaður samtaka auglýsenda og fram- kvæmdastjóri Skjás- Eins hvetja stjórnvöld til að nýta tækifærið og leiðrétta samkeppn- isumhverfi sjónvarps- stöðva. Friðrik Eysteinsson Friðrik Eysteinsson er formaður Samtaka auglýsenda og aðjúnkt í markaðsfræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Skjá miðla ehf., móðurfélags Já og Skjásins. Leiðrétting á samkeppnisumhverfi sjónvarpsstöðva í sjónmáli Sigríður Margrét Oddsdóttir VANDINN í efna- hagsmálum er meiri en verið hefur í rúman hálfan annan áratug. Við honum þurfa stjórnvöld og lands- menn að bregðast og eiga þann eina kost að gera það af eigin rammleik, á eigin ábyrgð og með eigin úrræðum. Við getum ekki búist við því að skattgreiðendur er- lendis vilji taka á sig byrðar og greiða skuldir annarra þjóða. Ef við leitum nú til annarra, svo sem Evr- ópusambandsins, og viljum fá að taka upp gjaldmiðil þeirra, þá er verið að óska eftir fjárhagsaðstoð og hún fæst ekki nema gegn gjaldi. Það þarf alltaf að borga til þess að komast út úr efnahagsvand- anum. Að auki þarf að koma á efna- hagslegum stöðugleika með lágum vöxtum og lágri verðbólgu áður en gjaldmiðilssamstarf er til umræðu. Það er sama hvernig litið er á mál- ið, Íslendingar þurfa alltaf sjálfir að ná tökum á efnahagsmálunum með sinn eigin gjaldmiðil, krónuna, áður en lengra er haldið. Því til viðbótar, þá er hugsanlegur ávinningur af að- ild að Evrópusambandinu eða gjald- miðilssamstarfi, svo sem á vexti og verðlag, bundinn því að rekin sé skynsamleg efnahags- og ríkisfjár- málastjórn innanlands. Við tryggj- um ekki erlendis í þessum efnum. Þegar upp er staðið er það alltaf í okkar höndum hvernig til tekst, innan sem utan Evrópusambands- ins. Núna reynir á ríkisstjórnina og framtíð hennar veltur á því hvort hún veldur verkefni sínu. Það er ekki góðs viti að helmingur rík- isstjórnarinnar er upp- tekin af Evrópusam- bandinu og talar þannig að aðild að því komi í staðinn fyrir efnahagsstjórnun. Skárri horfur Að undanförnu hafa atvinnurekendur kvartað yfir háum vöxtum og skorti á lánsfé og frá verka- lýðshreyfingunni hefur mest borið á áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi. Nýjustu upplýsingar staðfesta þetta ekki, enn sem komið er. Samtök atvinnulífsins gerðu könnun meðal félagsmanna sinna í síðustu viku og hún leiddi í ljós að 72% svarenda höfðu ekki glímt við lausafjárskort og að tæpur helmingur fyrirtækjanna hyggst halda óbreyttum fjölda starfsmanna til áramóta. Fram- kvæmdastjóri samtakanna við- urkenndi að niðurstaðan kæmi sér skemmtilega á óvart. Eðlilega því hann hefur haft stór orð uppi um yfirvofandi hrun. Hagstofan birti svo í vikunni upplýsingar um at- vinnuþátttöku og atvinnuleysi á 2. ársfjórðungi 2008. Það reyndist hafa minnkað frá sama tíma í fyrra, var 3,1% í stað 3,2%. Atvinnulausir voru að meðaltali 5.700, en voru 5.800 í fyrra og 7.200 á 2. ársfjórð- ungi ársins 2006. Það eru ekki kom- in fram þau áhrif sem óttast var, sem betur fer. Líklegt er að sam- dráttur í atvinnu komi mun seinna fram en haldið hefur verið fram, sem gefur stjórnvöldum meiri tíma til þess að undirbúa aðgerðir og tímasetja þær þannig að þær komi í kjölfar lækkandi verðbólgu. En hafa verður í huga að þótt störfum muni ef til vill fækka um 3-4000 á næsta ári þá er það aðeins um 15% af þeim 25.000 sem starfandi hefur fjölgað frá 2004. Stækkun vinnu- markaðarins um 16% á aðeins 4 ár- um er gríðarleg og endurspeglar mikla þenslu í íslensku efnahagslífi. Mikilvægt er að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins fari ekki á taug- um og leggi raunhæft mat á að- stæður. Engin ástæða er til þess, hins vegar, að draga úr því að erf- iðleikar eru framundan bæði hjá al- menningi og fyrirtækjum. Til dæm- is glíma bændur við miklar verðhækkanir á sínum aðföngum sem eru þeim þungbærar. Jafnvægi í viðskiptum Mikilvægast er að draga úr um- svifunum í þjóðfélaginu og ná jafn- vægi í viðskiptum við útlönd. Und- anfarin ár hafa einkennst af erlendri lántöku fyrir innlenda neyslu og ýmis útgjöld. Segja má að hluti af lífskjörunum hafi verið tek- in að láni erlendis. Slíkt gengur ekki til lengdar og það endaði auð- vitað með því að gengið féll. Nú er komið að skuldadögunum og þá þarf að draga saman seglin þar til að jafnvæginu er náð. Því fyrr sem það gerist þeim mun betra. Þá styrkist gengið þar sem þörfin fyrir gjaldeyri en ekki meiri en fram- boðið og það verður stöðugra. Eitt af því sem þarf að huga að er staða viðskiptabankanna og skuldsetn- ingu þeirra erlendis. Huga þarf að reglum um fjármagnsflutninga sem styðja við jafnvægi á gjaldeyr- ismarkaði. Verðbólgan sem nú ríður yfir er að hluta til af orsökum sem við ráðum ekki við en að stórum hluta til vegna þenslunnar innan- lands. Háir vextir eru óhjá- kvæmilegir meðan verðbólgan er svo há sem raun ber vitni. Verði orðið við kröfum um vaxtalækkun strax þá er hætta á því að vextir verði neikvæðir. Það kemur skuld- urum að vísu vel fyrst um sinn, en viðheldur þenslunni og þar með verðbólgunni með þeim afleiðingum að sparifjáreigendur og lífeyr- issjóðir munu tapa. Þess vegna er lykilatriðið í efnahagsstjórnuninni að ná niður verðbólgunni. Það eiga allir mest undir því þegar til lengd- ar lætur, sérstaklega skuldsett heimili og fyrirtæki. Aðeins einn kostur: Krónan áfram Kristinn H. Gunn- arsson skrifar um efnahagsmálin » Íslendingar þurfa alltaf sjálfir að ná tök- um á efnahags- málunum með sinn eigin gjald- miðil, krónuna, áður en lengra er haldið. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er formaður þingflokks Frjálslynda flokksins. KOMIST hafa til valda í Reykjavík þrjár borgarstjórnir á þessu kjörtímabili án þess að þær hafi fengið öruggan meiri- hluta. Staðan sem upp er komin í borg- inni vekur spurningar um hvort þetta stjórnleysi komi niður á framkvæmdum við Sundabraut, mislægu gatnamótin og tvö- földun Suðurlands- vegar sem eiga að vera með tveimur ak- reinum í hvora átt. Hina hugmyndina um leiðina 2+1 á að af- skrifa. Hún réttlætir aldrei eldsneytisflutn- inga á þessum vegum ef oddvitar fortíð- arinnar vilja leika sér með fleiri mannslíf. Annars fimmfaldast slysahættan í stað þess að tryggja ör- yggi vegfarenda áður en heild- arfjöldi ökutækja sem um þessa vegi munu fara kemst yfir 30 þús- und bíla á dag. Áður en Sunda- braut komst í aðalskipulag var tal- að um tilfærslur á Vesturlandsvegi niður á Korpúlfsstaðasvæðið og að Leiruvogi. Þessu andmæltu heima- menn í Mosfellssveit þegar þeir börðust gegn því að vegurinn færi þrisvar sinnum yfir Korpu. Þegar þróunarstofnun skoðaði málið sveigði Vesturlandsvegurinn við Keldnaholt og lá eftir farvegi við Korpu inn að voginum. Það kom aldrei til greina að vegurinn gæti þjarmað svona að Korpu þegar lagt var til að fundin yrði önnur lausn. Í framhaldi af þessu kom hugmyndin um Sunda- braut til sögunnar. Í fyrsta sinn sást hún á tillöguuppdrætti Þró- unarstofnunar fyrir þremur áratugum. Inn í aðalskipulag var hún sett árið 1984 og tekin í tölu þjóðvega í vega- áætlun tíu árum seinna. Á skipulagi Þróunarstofnunar kom Sundabraut til sög- unnar sem framtíðar Vesturlandsvegur frá Kleppi framan við stórskipahöfnina á hábrú eða í botngöng- um yfir Elliðaárvog og þaðan um Gufunes og Geldingarnes með ann- arri brú yfir Álfsnes. Fallist var á þennan uppdrátt án þess að staðfesting ráðherra fengist fyrir borg- arstjórnarkosning- arnar árið 1978. Í kjölfarið féll rík- isstjórn Geirs Hall- grímssonar þáverandi forsætisráðherra eftir að vinstri flokkarnir náðu borginni á sitt vald með stuðningi Alþýðu- bandalagsins sáluga í þeim tilgangi að slá af þennan uppdrátt fyrir fullt og allt. Með þessum vinnu- brögðum afskræmdu vinstri flokk- arnir allar staðreyndir áður en kjósendur þeirra sátu uppi með sárt ennið. Nokkrum árum áður biðu þingmenn Alþýðubandalagsins ósigur í hörðum deilum við Fram- sóknarflokkinn um brottför hersins frá Keflavíkurflugvelli og aðild Ís- lands að NATÓ í tíð Einars Ágústssonar þáverandi utanrík- isráðherra. Framkoma Vegagerð- arinnar sem kemur með krók á móti bragði til að bjóða von- sviknum höfuðborgarbúum birginn er til háborinnar skammar. Í stað þess að kynna sér eftir hvaða leið- um megi leysa umferðarvanda höf- uðborgarsvæðisins kýs Vegagerðin frekar að gera allar kostnaðaráætl- anir tengdar Sundagöngum að pólitísku reiptogi. Eftir borg- arstjórnarskiptin í Reykjavík hafa kjörnir fulltrúar lýst því yfir að vilji þeirra standi til að Sundabraut verði í göngum frá Laugarnesi í Gufunes. Öryggi vegfarenda er best tryggt með því að grafa tvenn Sundagöng, í báðum göngunum skulu vera tvær akreinar. Því fylgir meiri slysahætta þegar um- ferð úr báðum áttum fer í gegnum veggöng með tveimur akreinum. Þetta snertir líka Hvalfjarð- argöngin, sem þola ekki umferð sex þúsund bíla á dag. Hrós mitt fær samgönguráðherra sem af- skrifað hefur leiðina 2+1. Tölfræði um meðalumferð færir gild rök fyrir því að kostnaðurinn við leið 2+2 skili sér betur. Íbúasamtök beggja vegna Elliðavogs, Laug- ardals og Grafarvogs slaka hvergi á klónni í andstöðu sinni við eyja- lausnina. Umferðarspá gefur til kynna að um 40 til 50 þúsund bílar muni fara í gegnum Sundagöng sem ættu að borga sig á 5 til 9 ár- um með 500 kr veggjaldi á hvern bíl. Fullyrt var í Morgunblaðinu 10. febrúar sl. að fjármagn til Sundabrautar hefði verið tryggt með sölu ríkiseigna. Fram kemur í viðhorfskönnunum og fjölmiðlum að Sundabraut kosti um 1/3 hluta af þeirri heildarupphæð sem nefnd er í kostnaðarmati Vegagerð- arinnar. Tillögu um að leysa um- ferðarvanda höfuðborgarsvæðisins án Sundaganga á að fella. Sundabraut í göngum Guðmundur Karl Jónsson fjallar um væntanlega Sundabraut Guðmundur Karl Jónsson » Framkoma Vegagerð- arinnar sem kemur með krók á móti bragði til að bjóða von- sviknum höfuð- borgarbúum birginn er til háborinnar skammar. Höfundur er farandverkamaður. www.sjofnhar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.