Morgunblaðið - 19.07.2008, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf
Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud-
laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
Í UNDIRBÚNINGI er að hefja smíði á járn-
brautarlestarvagni á Íslandi. Þetta kann að
hljóma undarlega, en þeim sem starfa í Málm- og
véltæknideild Borgarholtsskóla er full alvara.
Deildin tekur nú þátt í verkefninu „Train for Eur-
ope“ á vegum Comeniusar-samstarfsins. Mark-
mið þess er meðal annars að styrkja samstarf
skóla í Evrópu. Verkefnið felst í hönnun og smíði
járnbrautarlestar í verkmenntaskólum í Evrópu
og taka 25 skólar þátt í því. Hannar hver skóli
sinn vagn og smíðar en allir vagnarnir verða
tengdir saman í Brussel að vori 2009.
„Í lok apríl á næsta ári hittumst við í Brussel og
þar verður allt sett saman og keyrðir einn eða
tveir hringir,“ segir Aðalsteinn Ómarsson, renni-
smiður og kennari, en hann er annar verkefn-
isstjóra verkefnisins. Hann segir nemendur hafa
hannað lestarvagninn á liðinni vorönn undir hand-
leiðslu verkefnastjóranna. Í haust hefst undirbún-
ingur og smíði vagnsins en við hana verða notuð
tölvustýrð tæki sem skólanum áskotnuðust fyrir
skömmu. Hann segist ekki viss hve margir muni
koma að verkefninu en reiknar með að fleiri en 40
nemendur í framhaldsnámi málm- og vél-
tæknideildarinnar taki þátt.
Borgarholtsskóli mun ásamt fleiri skólum
hanna hjólabúnað vagnanna og einn vagnanna
sem draga mun alla lestina. Að auki er skólinn í
forsvari fyrir hönnun lestarteina. Lestarsporið
verður tæpir 19 metrar og samsett verður lestin
yfir sex metra löng en hver vagn verður um 25 cm
langur.
Mikill fengur
Í maí síðastliðnum barst málm- og vél-
tæknideild Borgarholtsskóla vegleg gjöf. Kaup-
þing, með stuðningi véladeildar Heklu og Félags
vélstjóra og véltæknimanna, gaf deildinni Perk-
ins-ljósavél sem bankinn hafði ekki lengur not fyr-
ir. Auk þess gaf fyrirtækið Hafás deildinni stýri-
búnað. Mun þessi fengur koma sér vel fyrir
kennsluna og efla deildina.
Járnbrautarlest smíðuð í Grafarvogi
Í HNOTSKURN
» Við málm- og vél-tæknideild Borgarholts-
skóla er kennd rennismíði,
blikksmíði, stálsmíði og vél-
virkjun.
» „Train for Europe“ erstærsta verkefni Comenius-
ar-samstarfsins hingað til og
veltir það um 35 milljónum
króna.
» Angela Merkel, kanslariÞýskalands, hefur sýnt
verkefninu áhuga og standa
vonir til að hún verði viðstödd
þegar lestin verður sett saman.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Borgarholtsskóli Nemendur hafa hannað lest-
arvagn sem tengdur verður öðrum í Brussel.
„ÞETTA er íslensk fjölfætla með fálmara,“ segir
Ólafur Guðmundsson, leikstjóri Götuleikhússins.
Fjölfætlan liðaðist um götur Reykjavíkur í gær,
vegfarendum til mikillar gleði. „Fólk var gríp-
andi í fálmarana, að snerta hana og velta fyrir
sér hvað þetta væri,“ sagði Ólafur um við-
brögðin. „Svo heyrðust skrítin hljóð frá henni
eins og hún væri að bulla endalaust.“
Hitt húsið rekur Götuleikhúsið í tvo mánuði í
sumar. Tíu ungmenni á aldrinum 16-25 ára taka
þátt í starfinu að þessu sinni, 9 stelpur og einn
strákur. andresth@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
„Íslensk fjölfætla með fálmara“ í miðborginni
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
ALCOA skoðar nú hvort hægt sé að
byggja stærra álver á Bakka við
Húsavík en í upphafi var ætlað.
Fyrstu drög að matsáætlun vegna
álversins voru auglýst í júní síðast-
liðnum og var þá miðað við að fram-
leiðslugeta þess yrði 250.000 tonn á
ári miðað við virkjanlega orku á
svæðinu. Í gær hóf Alcoa svo kynn-
ingu á endurskoðuðum drögum að
tillögu um matsáætlun, þar sem gert
er ráð fyrir að álverið geti verið mun
stærra, með framleiðslugetu allt að
346.000 tonnum.
Áhuginn alltaf til staðar
Lengi hefur legið fyrir að hjá Al-
coa sé áhugi á því að nýta meiri orku
á Bakka ef hún finnst, umfram þau
400 megavött sem gert hefur verið
ráð fyrir. Að sögn Kristjáns Þ. Hall-
dórssonar, verkefnisstjóra sam-
félagsmála hjá Alcoa á Norðurlandi,
er ákveðið að stíga skrefið lengra nú
í kjölfar innsendra athugasemda
sem bárust við fyrstu drögin. „Það
komu athugasemdir meðal annars
frá sveitarfélögum í Þingeyjarsýslu
þar sem í raun var óskað eftir því að
við skoðum strax umhverfisáhrif af
stærra álveri, þannig að menn viti þá
strax hvað það þýðir ef álverið verð-
ur á einhverjum tímapunkti þetta
stórt.“
Álíka stórt og Fjarðaál
Álverið á Bakka verður þá sömu
stærðar og álver Alcoa Fjarðaáls í
Reyðarfirði en Kristján segir ekki
hægt að fullyrða hversu mikið um-
svifin myndu aukast með stækk-
uninni. Ljóst er þó að þörf verður
fyrir fleira starfsfólk, upphaflega
var gert ráð fyrir um 300 störfum á
Bakka, en á Reyðarfirði starfa hins-
vegar 450 manns. Þá nefnir Kristján
sem dæmi að fyrir 250 þúsund tonna
álver þurfi um 850 metra kerskála,
en fyrir 346 þúsund tonn eins og í
Fjarðaáli séu kerskálarnar um 1.100
metrar.
Aðspurður hvort Alcoa horfi til
Skjálfandafljóts og Jökulsár austari
og vestari eftir orku, eins og Nátt-
úruverndarsamtök Íslands vara við,
segir Kristján það tómar getgátur.
„Það hefur ekki farið fram nein um-
ræða af okkar hálfu um slíkar virkj-
anir. Við höfum sagt að það sé áhugi
á því að nýta hugsanlega meiri orku
ef háhitasvæðin hér reynast nógu
öflug, eða þá orku af landsnetinu.“
Ekki séu uppi neinar vangaveltur
um að álverið stækki enn frekar.
Almenningur er hvattur til að
koma ábendingum og athugasemd-
um á framfæri eigi síðar en 6. ágúst
næstkomandi á netfangið arn-
or.sigfusson@hrv.is.
Stærra álver á Bakka
Alcoa hefur nú lagt fyrir drög að nýrri tillögu vegna álvers á Bakka þar sem gert
er ráð fyrir allt að 346.000 tonna framleiðslugetu sem er sambærilegt við Fjarðaál
Náttúruverndarsamtök Íslands
brugðust við tilkynningu Alcoa um
stækkun álversins á Bakka með
því að benda á að álver sem væri
sömu stærðar og Fjarðaál krefðist
líka virkjunar sömu stærðar og
Kárahnjúkavirkjun.
Til þess að þessi áform geti orð-
ið að veruleika segja Náttúru-
verndarsamtökin að virkja þyrfti
Skjálfandafljót og hugsanlega
einnig Jökulsár austari og vestari í
Skagafirði, miðað við núverandi
orkukosti á Norðurlandi.
Samtökin krefjast þess að
stjórnvöld setji fram skýra nátt-
úruverndarstefnu fyrir stóriðjufyr-
irtæki að vinna eftir. Sú stefna eigi
að byggja á ýtrustu kröfum um
náttúruvernd og vera í samræmi
við nauðsynlegan samdrátt í út-
streymi gróðurhúsalofttegunda.
Ný Kárahnjúkavirkjun fyrir norðan
LJÓÐASAMKEPPNI fanga á Litla-
Hrauni lauk með verðlaunaafhend-
ingu í dag. Sigurvegari keppninnar
var Ásgeir Hrafn
Ólafsson með
ljóðið Ástand.
Markmið
keppninnar var
að færa ljóð-
listina nær föng-
unum og hafa í
því skyni ljóða-
bækur legið
frammi og ljóð
verið hengd upp á veggi, borð og
jafnvel límd á klósettdyr.
Einar Már Guðmundsson las sig-
urljóðið og fluttu nokkrir vistmenn
tónlistaratriði. Þá var boðið upp á
veitingar sem fangar sáu um.
Hugmyndin að keppninni kvikn-
aði í tengslum við 50 ára ártíð
Steins Steinars og fór keppnin því
fram undir yfirskriftinni „Steinn í
steininum.“ andresth@mbl.is
Ljóðrænir
fangar verð-
launaðir
SVO óheppilega vildi til um fimm-
leytið í gærdag að tveir bílar rákust
saman á hringtorginu á mótum
Miðvangs og Hjallabrautar í Hafn-
arfirði, til móts við Samkaup.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins slasaðist enginn og er
málið til rannsóknar hjá lögreglu.
andresth@mbl.is
Komust ekki
yfir torgið
Óhapp Enginn slasaðist í slysinu.
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða
dæmdi í gær karlmann um tvítugt í
45 daga skilorðsbundið fangelsi
fyrir að hafa hótað tveimur lög-
reglumönnum á Ísafirði lífláti. Var
honum gefið að sök að hafa hrópað
að þeir væru báðir dauðir og yrðu
báðir drepnir. Játaði ákærði brotið
fyrir dómi. Kristinn Halldórsson
héraðsdómari kvað upp dóminn.
andresth@mbl.is
Í fangelsi fyrir
líflátshótanir