Morgunblaðið - 19.07.2008, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ragnar Kjartansson
mótaði umhverfi sitt
og samfélag með hug-
myndaauðgi, framtíðarsýn og skipu-
lögðum vinnubrögðum. Líkt og Njáll
á Bergþórshvoli var hann heilráður
og góðgjarn, hógvær og drenglyndur
og leysti vandræði hvers manns er á
fund hans kom. Ótrúlegir atburðir í
framhaldi af gjaldþroti Hafskips og
síðar alvarlegur heilsubrestur hrifu
Ragnar snögglega úr hringiðu at-
hafnalífsins á besta aldri. Þá reyndi á
fjölskylduna – einkum Helgu – sem
var honum stoð og stytta og stóð
vaktina á degi sem nóttu í erfiðu og
löngu stríði, sem nú er lokið.
Við sem áttum því láni að fagna að
starfa með Ragnari í Sjálfstæðis-
flokknum og síðar á öðrum vettvangi
höfum á vegferð okkar notið þeirra
kynna á margvíslegan hátt og fyrir
það erum við ævarandi þakklát. Við
félagarnir munum ávallt minnast fyr-
irliðans í hópnum, þar sem hann situr
við borðsendann glaður og reifur. Og
hver veit nema við hittumst á ný í
baráttu og leik eins og í Valhöll forð-
um. Við Sigríður Dúna sendum
Helgu og fjölskyldunni allri samúðar-
kveðjur.
Friðrik Sophusson.
Okkur, nokkrar Hafskipsvinkonur,
langar að minnast góðs félaga og yf-
irmanns.
Það er okkur sérstaklega minnis-
stætt hversu framsýnn hann var þeg-
ar hann studdi okkur í jafnréttisbar-
áttu okkar innan Hafskips. Vönduð
vinnubrögð hans og nákvæmni ásamt
hæfni hans við að ná því besta út úr
hverjum og einum stendur okkur enn
ljóslifandi fyrir sjónum. Hann var
sannarlega mannauðsstjóri af bestu
gerð og erum við allar ríkari af kynn-
um okkar við hann.
Nú er komið að kveðjustund en
Ragnar lifir áfram í hugum okkar
ekki bara sem sanngjarn og góður yf-
irmaður heldur einnig sem góður og
✝ Ragnar Kjart-ansson, fyrrver-
andi stjórn-
arformaður
Hafskips hf., fædd-
ist í Reykjavík 4.
mars árið 1942.
Hann lést hinn 12.
júlí síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Bústaða-
kirkju 18. júlí.
skemmtilegur félagi á
gleðistund.
Blessuð sé minning
hans.
Anna Sigríður,
Birna, Erla, Fríða,
Heiða og Sólrún.
Við sem unnum á
kajanum eða vorum að
sigla Hafskipum rædd-
um oft um forystu-
mennina. Við þekktum
þá ekki persónulega en
bárum samt virðingu
fyrir þeim, vissum að þeir stigu oft
krappan dans. Við litum upp til Ragn-
ars Kjartanssonar, stóðum með hon-
um.
Svo sit ég löngu síðar á mínum
kontór þegar inn snarast þessi virðu-
legi maður og fer að spyrja mig nær-
göngulla spurninga um mína hagi og
skoðanir. Hann var orðinn stjórnar-
formaður SVR þessa 200 daga sem
það merka félag var hlutafélag og ég
stjórnarmaður. Eftir þessa yfir-
heyrslu bar aldrei skugga á okkar
samstarf. Ómetanlegt var að fá að
fylgjast með stjórnstíl hans, til dæm-
is þegar hann þurfti að taka á erfiðum
málum. Hófsemi hans, réttsýni og
hlýleg framkoma eru mér minnis-
stæð. Votta ég fjölskyldu hans og
venslamönnum samúð mína.
Guðmundur Ólafsson hagfr.
Við lát Ragnars Kjartanssonar
kemur Hafskipsmál óneitanlega upp
í hugann. Fimm árum starfsævi sinn-
ar varði hann alfarið sér og félögum
sínum til varnar.
Það er skoðun þess sem þetta
skrifar, að hann hafi með samvisku-
semi og elju, en umfram allt ná-
kvæmni og skipulagi í vinnubrögðum
átt stóran þátt í að ekki varð úr rétt-
arfarslegt stórslys. Fyrir það stendur
íslenskt þjóðfélag í þakkarskuld við
Ragnar Kjartansson um ókomna tíð.
Megi hann hvíla í friði.
Guðmundur B. Sigurgeirsson.
Fyrir mér var Ragnar Kjartansson
einn mesti heiðursmaður sem Ísland
hefur alið. Fádæma skipulagður, ag-
aður og vinnusamur. Hann var afar
háttvís og mjög vandur að virðingu
sinni. Ragnar var annarsvegar
íhaldssamur og varkár, hinsvegar
framsýnn og djarfur, allt í senn.
Hann var heimsmaður í fasi og
háttum. Skoðanir sínar setti hann
fram í fáum orðum enda rökfastur
með afbrigðum. Misgáfulegar at-
hugasemdir afgreiddi Ragnar oft
með snilldarlegri spurningu – lét
menn svara sér sjálfum. Ragnar
Kjartansson var leiðtogi. Hann hafði
ótrúlegt vald hvar sem hann kom.
Þetta vald fylgdi nærveru hans, fasi
og málfari. Orð hans voru sem lög.
Ragnar gegndi frá unga aldri trún-
aðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn, var framkvæmdastjóri Kaup-
stefnunnar í Reykjavík og aðstoð-
arforstjóri Skeljungs í fimm ár. Síðar
varð hann framkvæmdastjóri Haf-
skips og loks stjórnarformaður fé-
lagsins.
Það hrikti í stoðum íslensks sam-
félags þegar Hafskipsmálið var sett á
svið. Málið var ein mesta niðurlæging
íslensks réttarfars og stjórnmála á
síðustu öld. Það risu öldur og það
geisuðu stormar. En það braut á
kletti sem gnæfði upp úr þessum
ólgusjó, Ragnari Kjartanssyni.
Ragnar lagði nótt við dag, árum sam-
an. Hann fór yfir allan málatilbúnað,
lið fyrir lið, og bar saman við bækur
sínar. Hér naut hann frábærrar ná-
kvæmni í störfum, þar sem allt var
skráð.
Ragnar Kjartansson vann Haf-
skipsmálið. Hann vann það fyrir
vörnina, hann vann það fyrir félaga
sína og hann vann það fyrir okkur
sem trúðum á þá. En fyrir Ragnar
Kjartansson var dómurinn enginn
sigur. Rangindin geta skilið eftir þau
sár sem réttlætið nær aldrei að
græða. Það höfðu verið bornar brigð-
ur á heiðarleika hans. Samstarfs-
menn hans og fjölskylda höfðu verið
niðurlægð. Hann hafði verið sviptur
stórum hluta starfsævi sinnar.
Hann var þrotinn að kröftum og
heilsu þegar málsvörninni lauk. Og
það var sárt að sjá.
Í öllu hans mótlæti stóð Helga
Thomsen, eiginkona Ragnars, eins og
klettur með manni sínum. Fyrst í
Hafskipsmálinu. Síðan í erfiðum
veikindum hans.
Helga er ótrúleg kona. Þetta er bú-
ið að vera meira en tuttugu ára bar-
átta.
Við vinir þeirra hjóna þökkum
Helgu fyrir allt sem hún er búin að af-
reka. Helga, þú ert algjör hetja.
Helgu, börnum þeirra og ástvinum
sendum við Dagný innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ragnar Tómasson.
„Fáir njóta eldanna, sem fyrstir
kveikja þá,“ orti Davíð Stefánsson
um þá, sem hljóta það hlutverk að
búa í haginn fyrir aðra. Ragnar
frændi minn Kjartansson var einn
þeirra. Hann var ekki aðeins mikill og
starfsamur hugsjónamaður, bæði í
stjórnmálum og félagsstarfi, heldur
líka maður athafna og framkvæmda.
Starfsævi hans varð því miður
skemmri en flestra. Það var mikill
missir; ekki aðeins fyrir hann og fjöl-
skyldu hans, heldur – og ekki síst –
fyrir íslenskt samfélag.
Að loknum farsælum nær áratugs-
ferli sem aðstoðarforstjóri Skeljungs
átti Ragnar gott og skapandi sam-
starf við Björgólf Guðmundsson og
fleiri við uppbyggingu Hafskips á ár-
unum fyrir og upp úr 1980 og má
segja að þeir félagar og vinir hafi inn-
leitt nýja hugsun í íslenskan atvinnu-
rekstur. Þeir voru stórhuga, höfðu
skýra framtíðarsýn og skynjuðu að
engin stórvirki yrðu unnin í íslensku
atvinnu- og efnahagslífi nema menn
hefðu heimsmarkaðinn að stefnu-
miði. Ragnar skrifaði blaðagreinar á
þessum árum og flutti fyrirlestra og
talaði af eldmóði og hugsjón um þörf-
ina á útrás íslensks atvinnulífs. Hann
var boðberi hins nýja tíma. Sá tími
var þó ekki enn kominn.
Árið 1985 voru hvorki ráðandi öfl-
um í íslenskum stjórnmálum né at-
vinnulífi ljósir þeir möguleikar ís-
lensks viðskiptalífs í erlendum
umsvifum, sem menn nú þekkja. Þar
sem menn sáu dirfsku óttuðust þeir
ofjarla; þar sem menn sáu uppbygg-
ingu og vöxt óttuðust þeir keppi-
nauta – og þar sem menn sáu fram-
tíðarsýn óttuðust þeir það, sem þeir
þekktu hvorki né skildu. Eitthvert
óheilagasta bandalag skilningsleysis,
hræðslu, öfundar og vanþekkingar,
sem sögur fara af hér á landi á seinni
árum, náði að verða að voldugu og
sameinuðu niðurrifsafli, sem fékk
stöðvað það ævintýri, sem Ragnar og
Björgólfur vörðu sínum kraftmestu
árum í að byggja upp. En sagan ein
mun dæma.
Að Ragnari stóðu traustir stólpar
athafnafólks en líka samheldnar fjöl-
skyldur. Þessa eiginleika erfði hann í
ríkum mæli. Fjölskyldan var honum
hið helga vé. Þar stóð hann af sér þá
storma, sem um hann léku. Blessuð
sé minning Ragnars Kjartansson.
Hún mun lengi lýsa öðrum veginn.
Bjarni Sigtryggsson.
Ragnar Kjartansson er einn heil-
steyptasti og heiðarlegasti maður
sem ég hef kynnst. Ég kynntist strax
hvað hann var fylginn sér. Hann undi
sér ekki hvíldar fyrr en hann hafði
fengið mig til að ganga í Heimdall fé-
lag ungra Sjálfstæðismanna, en
Ragnar var þá framkvæmdastjóri fé-
lagsins. Stjórnmálastarfsemi var
með nokkuð öðrum hætti en í dag.
Samskiptamöguleikarnir voru tak-
markaðri. Það reyndi mikið á skipu-
lagshæfileika og dugnað forustu-
manna stjórnmálafélaga. Ragnar
hafði þá kosti í ríkum mæli og Heim-
dallur fékk ofursterka stöðu meðal
ungs fólks í Reykjavík. Sem forustu-
maður Æskulýðsfélaga í Reykjavík
mótaði Ragnar langt á undan sinni
samtíð fyrsta átakið í landverndar-
og umhverfismálum. Þessir kostir
Ragnars urðu til þess að hann var
strax mjög ungur maður fenginn til
að taka að sér mikilvæg verkefni á
sviði viðskipta. Eitt tók við af öðru.
Loks kom að því að þeir þá ungu
mennirnir Björgólfur Guðmundsson
og Ragnar voru fengnir til þess að
stýra skipafélaginu Hafskip. Þessir
ungu og kappsfullu menn létu strax
að sér kveða og brutu upp á nýjung-
um. Þeir voru um sumt á undan sinni
samtíð en guldu fyrir það að fjár-
málamarkaður og bankastarfsemi
var langt á eftir samtíðinni. Upp- og
niðursveiflur koma í öllum viðskipt-
um. Þegar skyndilegt verðfall varð á
skipum og nýjungarnar sem að þeir
Ragnar og Björgólfur höfðu brotið
upp á voru ekki farnar að skila ár-
angri þá missti vanþróað fjármálalíf
Íslands móðinn og leitað var að
blórabögglum. Þeir Ragnar og
Björgólfur áttu góðan vin þar sem
Albert Guðmundsson fyrrum ráð-
herra var og það hafði sín áhrif ásamt
öðrum stjórnmálalegum tengslum
þeirra til að hrinda þeim út í hringiðu
gjaldþrots, sakamálarannsóknar og
ákæru.
Ragnar Kjartansson er einn heið-
arlegasti maður sem ég hef kynnst.
Það kom mér því á óvart þegar hann
hringdi í mig til að biðja mig um að
vera verjanda sinn í því máli sem síð-
ar var nefnt Hafskipsmálið. Það var
margt sem kom á óvart í því máli en
það verður rakið annars staðar.
Ragnar undi því ekki að sitja undir
grun og ákæru og lokaði sig inni og
fór vandlega yfir öll atriði málsins og
velti við hverjum steini þangað til
hann var sannfærður um að hafa
kannað allar hliðar málsins til hlítar.
Með þrotlausri vinnu þar sem skipu-
laghæfileikar Ragnars komu vel í ljós
tókst honum að sýna fram á fárán-
leika málatilbúnaðarins sem hafður
var uppi gegn þeim Hafskipsmönn-
um. Það var ómetanlegt að kynnast
vinnubrögðum Ragnars á þessum
tíma. Þessi vinna og spennan í kring-
um málið tók sinn toll. Ég tel að
Ragnar hafi á þessum tíma misboðið
heilsu sinni sem síðan leiddi til alvar-
legs heilsubrests og andláts langt
fyrir aldur fram.
Það var mesta gæfa Ragnars í líf-
inu að eignast góða fjölskyldu, ein-
staka eiginkonu sem stóð við hlið
hans og studdi hann alla tíð. Þó miss-
ir okkar vina Ragnars sé mikill þá er
missir fjölskyldunnar mestur og ég
færi ykkur Helga, börn og barna-
börn mínar bestu kveðjur og óskir.
Jón Magnússon
alþingismaður.
Ragnar
Kjartansson
Í dag kveðjum við
okkar gamla og góða
vin, Jón Hjört Jó-
hannesson, sem ævin-
lega var kallaður Kæi af vinum sín-
um.
Mikil gleði ríkti á golfvellinum í
vor er Kæi opnaði golfvöllinn á Ísa-
firði með því að slá fyrsta upphafs-
höggið. Með honum þennan dag
voru golffélagar hans þrír, en áður
höfðu þeir drukkið kaffi við borðið
„sitt“, slegið á létta strengi sem oft-
ar og fengið úthlutað sérmerktum
kúlum af fyrirliða hópsins. Síðan
var hópurinn myndaður í bak og
fyrir. Stundin var tregaþrungin
enda vitað hvert stefndi. Þessi ein-
staki golfhópur hefur sérstakan
Jón Hjörtur
Jóhannesson
✝ Jón Hjörtur Jó-hannesson
fæddist á Ísafirði
27. apríl 1935. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 14. júní síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Ísa-
fjarðarkirkju 21.
júní.
sess í hug okkar golf-
félaga og kalla þeir
sig „Fjórir flottir“ og
eru sérstakur klúbb-
ur í Golfklúbbi Ísa-
fjarðar með eigið mót
og verðlaunaafhend-
ingu. Nú eiga þeir fé-
lagarnir um sárt að
binda vegna fráfalls
vinar sem og allir aðr-
ir félagar í GÍ.
Kæi hefur til
margra ára verið for-
fallinn golfáhugamað-
ur og lagt sig í líma
við að fá fólk með sér og vekja hjá
því áhuga á golfi. Hann fór með vini
og vandamenn á „litla völlinn“ og
kom þeim á bragðið og hvatti þá
síðan til að verða félagar í Golf-
klúbbi Ísafjarðar. Að vera byrjandi
í golfi og lenda með Kæja í hópi
þótti alveg frábært. Hann var alltaf
svo gefandi, glaðlegur og styðjandi
enda hvers manns hugljúfi.
Kynni mín af Kæja hófust þó
löngu áður en leiðir okkar lágu
saman í Golfklúbbi Ísafjarðar en við
hjónin vorum nábúar hans og
Gúgúar til margra ára. Börnin okk-
ar léku saman og aldrei bar skugga
á sambýlið. Viljum við hjónin og
börnin okkar þakka fyrir sam-
veruna á Urðarveginum.
Félagar í Golfklúbbi Ísafjarðar
þakka Kæja fyrir góða viðkynningu
og skemmtilegar samverustundir
til margra ára. Við sendum innileg-
ar samúðarkveðjur til Gúgúar,
barna þeirra og fjölskyldunnar allr-
ar og vonum að sem flest þeirra
komi á golfvöllinn og haldi þannig
uppi merki Kæja í golfklúbbnum
um ókomin ár.
Blessuð sé minning góðs félaga.
Fyrir hönd Golfklúbbs Ísafjarð-
ar,
Tryggvi Sigtryggsson,
formaður.
Elsku afi minn, það er virkilega
skrýtið að hugsa til þess að þú sért
ekki lengur hérna hjá okkur, þó svo
ég viti að þú verður alltaf hér að
fylgjast með og passa upp á okkur
öll.
Ég gat alltaf leitað til þín, sama
um hvað það snerist, þá varstu allt-
af til staðar, þú og amma.
Þar sem ég ólst upp með annan
fótinn hjá ykkur, og á tímum báða
fæturna, þá vorum við mjög náin.
Ég hálfvorkenni ykkur ömmu að
hafa þurft að sitja uppi með mig á
tímum! Ég var nú ekkert alltaf eitt-
hvað lamb að leika sér við, þrátt
fyrir það hækkaðirðu aldrei nokk-
urn tímann róminn við mig né æstir
þig. Aðrir hefðu alveg örugglega
gert það, en nei ekki þú.
Enda lýsir það þér alveg í gegn.
Er handviss um að allir séu sam-
mála hve rólegur, góður og alveg
hreint yndislegur maður þú varst.
Það er svo gaman að hugsa til baka,
um alla frábæru tímana sem við átt-
um saman.
En samt í leiðinni svo sárt, að
hugsa til þess að nú eru þetta bara
minningar.
Ég hugsa um allar ferðirnar með
okkur Jónu inn í Álftarfjörð þar
sem við tjölduðum stóra tjaldinu
ykkar ömmu, reyndum að veiða fisk
og síli, leituðum af fjársjóðnum og
bættum í hann, enduðum svo á að
kúra öll saman til að halda á okkur
hita um nóttina. Ég gleymi aldrei
golfferðunum sem þú tókst mig
með í til að kenna mér íþróttina,
endaði reyndar oftast á því að ég
fór í fýlu því það heppnaðist ekki í
fyrstu tilraun hjá mér. En þú gafst
ekki upp á mér og hélst áfram þar
til ég fór að ná þessu. Síðastliðið
haust greindist þú svo með þennan
hræðilega sjúkdóm.
Það voru ófá tárin sem ég felldi
þegar mér voru sagðar fréttirnar.
Við öll áttum marga yndislega mán-
uði með þér þangað til þér fór að
versna núna nýlega. Þegar ég fatt-
aði hve alvarlegt þetta var orðið
kom ég í heimsókn á hverjum degi,
daginn áður en þú byrjaðir að sofa
stanslaust kom ég til þín. Þú varst
sofandi og enginn var hjá þér þann-
ig ég bað hjúkrunarkonuna um að
vekja þig fyrir mig svo ég gæti talað
við þig. Við spjölluðum um margt.
Meðal annars um golfbílinn sem þú
ætlaðir að festa kaup á, það var
brosað í gegnum tárin þegar ég sá
hvað þú ljómaðir á meðan þú talaðir
um hann.
En þú sást samt á mér hve hrædd
og leið ég var. Og þá sagðirðu svo-
lítið sem ég held að hafi hjálpað
mörgum að takast á við þetta. Þú
sagðir að ég þyrfti ekki að vera
sorgmædd því þú værir ekkert
hræddur við að deyja. Þú varst
greinilega tilbúinn að takast á við
það sem skyldi koma næst. Sein-
ustu orð mín til þín, voru „ég elska
þig afi“. Ég tel mig vera heppna að
hafa geta sagt þér það, því það eru
ekki allir sem fá færi á að kveðja
einhvern sem þau elska með svona
hlýjum orðum.
Elsku, elsku, elsku afi minn, eins
og ég hef svo oft sagt þér, þá elska
ég þig af öllu mínu hjarta og meira
en það.
Þótt ég hefði heldur kosið að þú
yrðir lengur með okkur þá læðist
samt bros að vörum mér þegar ég
hugsa um þig á himninum að rúnta
með mömmu þinni og pabba á fína
golfbílnum þínum. Ég á eftir að
sakna þín og elska, svo lengi sem ég
lifi.
Ólöf Erna.