Morgunblaðið - 19.07.2008, Side 11

Morgunblaðið - 19.07.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 11 FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „MENN hafa búið við mismunandi reglur á þessu sviði. Það eitt að það komi samræmd lágmörk og hámörk um flug og vakttíma er risastórt framfaraskref. Reglurnar eru hins vegar ekki fullkomnar. Það er enn skilið töluvert eftir í eyður til túlk- unar til nánari útfærslu í hverju ríki fyrir sig,“ segir Ástríður Scheving Thorsteinsson, lögfræðingur í sam- gönguráðuneytinu, um nýjar reglur um hvíldartíma flugáhafna í Evrópu. Félag íslenskra atvinnuflugmanna gagnrýnir seinagang við að innleiða reglurnar hér á landi og segir fram- kvæmdastjóri félagsins að of seint hafi verið byrjað á verkinu. Reglurnar sem um er að ræða ná einnig til flugfreyja og flugþjóna, en þær eru ættaðar úr reglugerð sem samþykkt var af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Samgönguráðuneytið hóf vinnu við innleiðingu reglugerðarinnar, sem ESB gaf út 2006, eftir áramót og var í kjölfarið skipaður vinnuhóp- ur sem falið var að fylla í þær eyður sem skildar voru eftir fyrir ríki inn- an ESB og EES. Fólst sú vinna einnig í samanburði við fyrri reglu- gerð. Kjartan Norðdahl, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra atvinnuflug- manna, FÍA, gagnrýnir að endanleg útgáfa reglugerðarinnar fyrir Ísland skuli enn vera í vinnslu, þótt reglu- gerðin hafi öðlast gildi í ESB 16. júlí. Hefur tekið alltof langan tíma „FÍA lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skyldi hafa tekist að ná því tímamarki að vera samferða ná- grannalöndunum í Evrópu með að fylgja eftir í hvívetna þessari nýju reglugerð um flugvakt og hvíldar- tíma flugáhafna,“ segir Kjartan, sem bætir við að reglugerðin sé fagn- aðarefni út af fyrir sig. Síþreyta flugmanna sé vaxandi vandamál í flugheiminum, líka á Íslandi. Því sé brýn þörf á bættum flugöryggis- reglum. „Við hjá FÍA höfum rætt við sam- tök stéttarfélaga flugmanna í Evr- ópu, ECA, sem eru með yfir 30.000 flugmenn, og verið í samstarfi við höfuðstöðvar þeirra í Brussel. Þeir eru ánægðir með að sam- gönguráðuneytið á Íslandi skyldi hafa með í ráðum fulltrúa úr stétt- arfélagi flugmanna, það var ekki gert í sumum ESB-ríkjunum. Að mati ECA er þessi reglugerð orðin að lögum innan ESB. Einu rík- in sem eru undanskilin eru EES- ríkin, því þar á eftir að þýða reglu- gerðina. Það hefði verið æskilegt að átján mánuðir hefðu dugað til þess verks hér á landi. Það var byrjað alltof seint á verkinu.“ Reglurnar sem varða hvíldartím- ann eru útlistaðar í svokölluðum Q- kafla, sem bætt var við eftir að framkvæmdastjórn ESB lagði fram drög að reglugerðinni fyrir Evrópu- þingið. Reglugerðin um flugrekstur sem þessi kafli er í byggist á reglum flugöryggissamtaka Evrópu (JAA) um flutningaflug. Þykir óvenjulegt að Q-kaflinn skuli hafi verið saminn í Evrópuþinginu. Ástríður segir vinnulagið hafa haft áhrif á reglugerðina og að útfrá nýrri rannsókn á áhrifum vakttíma á flugöryggi, sem gerð sé að tilstuðlan flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, á flugumhverfi, megi ætla að hún verði endurskoðuð þegar nið- urstöður rannsóknarinnar birtist. Hún segir texta reglugerðarinnar hafa verið þýddan af þýðingarmið- stöð utanríkisráðuneytisins, og vinnuhópur hagsmunaðila hafi síðan fengið þýðinguna í hendurnar. Ástæða til endurskoðunar „Við sendum út drög til umsagnar, með rúmum umsagnarfresti. Það komu inn nokkrar umsagnir og nið- urstaðan var sú að það væri ástæða til að endurskoða fjölmörg ákvæði uppkastsins. Það gafst hins vegar ekki tími til að fara aftur í saumana á uppkastinu, þannig að það var lagt til hliðar þangað til eftir sumarfrí.“ Ástríður segir texta reglugerðar- innar frá Evrópusambandinu ekki hafa náð til allra þátta flugstarfsemi, eingöngu til flutningaflugs, það er at- vinnuflugs með farþega eða farm í flugvél. Þannig heyri margs konar starfsemi ekki undir reglurnar, svo sem sjúkraflug og neyðarflug með þyrlum, enda taki textinn aðeins til flugvéla í flutningaflugi. Því hafi þurft að bæta við fleiri ákvæðum til að hann tæki til alls atvinnuflugs. Fyrirtækin hafi aðlögunarfrest fram að gildistöku. „Menn þurfa að breyta vaktafyr- irkomulagi, einhverjir þurfa að breyta tölvukerfunum sem keyra vaktskrárnar, breyta fyrirmælunum í þeim, svo þær reikni út réttan tíma. Það eru að minnsta kosti tveir mán- uðir ætlaðir í aðlögun.“ „Æskilegt að átján mánuðir hefðu dugað til þessa verks“  Ráðgert að ný og samhæfð reglugerð um flug og vakttíma flugáhafna liggi fyrir í haust  Framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna gagnrýnir seinagang Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lending Reglurnar ná m.a. til flugfreyja og flugþjóna. Þær eru úr reglu- gerð sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt. Í HNOTSKURN »Einstök ríki tóku ákvörð-un um að innleiða ekki reglurnar heldur að beita áfram sínum þjóðarreglum, eins og stéttarfélag flug- manna í Bretland lagði til. »Skilyrðið sé að reglurnar íeinstökum ríkjum innan ESB og EES uppfylli að lág- marki hámarkskröfur um vinnu og lágmarkskröfur um hvíld. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is RÁÐNING dr. Tryggva Þórs Herbertssonar bankastjóra sem efnahagsráðgjafa forsætis- ráðherra er til þess ætluð að styrkja forsæt- isráðuneytið enn frekar í baráttunni við að- steðjandi efnahagsvanda, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Hann sagði stöðu efnahags- og fjármála hér heima og erlendis hafa valdið miklu álagi í for- sætisráðuneytinu und- anfarið og því hafi verið ákveðið að ráða Tryggva sem efnahagsráðgjafa til sex mánaða. „Á árum áður var fastur efnahagsráðgjafi hér í ráðu- neytinu, en svo hefur ekki verið í nokkur ár. Ég átti þess kost að fá Tryggva Þór Herbertsson til starfa. Hann er maður sem hentar afskaplega vel í þetta starf og er vandfundinn betri ein- staklingur til að taka þetta að sér,“ sagði Geir. Hann sagði Tryggva hafa þann bakgrunn að hafa verið prófessor í hagfræði og for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands, auk þess að hafa unnið í bankaheim- inum. Tryggvi er nú forstjóri fjárfestingabankans Askar Capital en tekur tímabundið leyfi frá því starfi til að gegna stöðu efnahagsráðgjafa forsætisráðherra. „Ég er mjög ánægður með að Tryggvi skyldi fást til að koma hingað tímabundið til að veita sitt liðsinni í þeim verkefnum sem fram- undan eru. Þau eru mörg á sviði efnahags- og peningamála,“ sagði Geir. „Tryggvi hefur ver- ið okkur innan handar í gegnum árin og við höfum mjög góða reynslu af hans störfum.“ Vel tengdur ráðgjafi Verkefni Tryggva munu tengjast beint þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmál- unum, að sögn Geirs. Hann vildi ekki nefna nein verkefni efnahagsráðgjafans sérstaklega á þessu stigi málsins. „Við erum að tala um almenna ráðgjöf í efnahagsmálum og sérstaklega málum sem varða stöðuna í hinu alþjóðlega efnahags- umhverfi og hvernig hún hefur áhrif hér á landi. Tryggvi hefur mjög góð sambönd, bæði innanlands og utan. Hann hefur góð tengsl í fræðaheiminum á grundvelli sinna fyrri starfa. Það á áreiðanlega eftir að koma sér vel, ekki síst í ljósi þess að vandinn sem við fáumst nú við er að stórum hluta svipaður því sem önnur lönd eru að ganga í gegnum,“ sagði Geir. Hann lagði áherslu á að áhrif þess ástands sem skap- ast hefur á alþjóðlegum mörkuðum séu ekki bundin við Ísland, þótt þau séu mikil hér, held- ur glími mörg önnur lönd við vanda af sama toga. – En er ekki annar bankastjóri, Finnur Sveinbjörnsson, við störf í forsætisráðuneyt- inu? „Hann hefur ekki verið hér í föstu starfi en hefur lagt okkur lið á grundvelli verkefna frá því í vetur. Hann er einnig mjög öflugur ráð- gjafi,“ sagði Geir. Hann sagði vel mögulegt að Finnur sinni áfram verkefnum fyrir ráðu- neytið á svipuðum grundvelli og hingað til en það sé alveg óháð tímabundinni ráðningu Tryggva í fullt starf. Skammur aðdragandi – En á ráðning Tryggva sér langan aðdrag- anda? „Nei, þetta gerðist hratt. Aðalatriðið fyrir mig er að hann skyldi vera fáanlegur til að taka sér leyfi til þess að sinna þessu verkefni. Ég er mjög ánægður með það,“ sagði Geir. Forsætisráðherra vildi ekki tjá sig mikið um væntanlegar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í sama mund og ráðningu Tryggva. Sagði þær vera aðskilið mál. Að- spurður sagði hann ekkert nýtt að frétta af væntanlegri lántöku í útlöndum til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. – Tryggvi er ráðinn til sex mánaða. Er ráðn- ingartíminn til marks um að menn telji að þá verði efnahagshremmingarnar gengnar yfir? „Nei, það er ekki hægt að setja ráðning- artímann í það samhengi,“ sagði Geir. „Við þurftum að hafa einhverja viðmiðun. Tryggvi er í vinnu annars staðar og fær leyfi til sex mánaða frá því starfi. Ég legg áherslu á að ég tel að hann verði mjög öflugur liðsauki og er ánægður með að fá hann til starfa.“ Betri maður vandfundinn  Prófessor og bankastjóri  Góð tengsl í fræðaheiminum  Hefur verið ráðuneytinu innan handar í gegnum árin  Skammur aðdragandi Geir H. Haarde Morgunblaðið/Jim Smart Ráð Mikið hefur mætt á stjórnarráðinu í ólgu- sjó efnahagsþrenginga. TRYGGVI Þór Herbertsson mun taka til starfa í forsætisráðuneytinu eftir rúma viku og byrja á að hitta fólk úr atvinnulífinu og stjórnmálamenn til að kanna hvaða hug- myndir menn hafa um hvernig hægt er að vinna á þeim vanda sem steðjar að efnahags- lífinu. „Mitt hlutverk verður að aðstoða forsætis- ráðherra við að leiða saman fólk til að koma með lausnir,“ segir Tryggvi Þór. „Ég er ekki töframaður, frekar en aðrir, en ég ætla að leggja mitt ýtrasta af mörkum til þess að að- stoða við að hrinda í framkvæmd því sem er í undirbúningi, koma með nýjar hugmyndir og almennt að aðstoða forsætisráðherra í því hlutverki hans að vera ráðherra efnahags- málanna.“ Tryggvi Þór segir að ekki megi skilja ráðn- ingu hans til sex mánaða á þann veg að gert sé ráð fyrir að verkefninu verði lokið innan þess tíma. „En við skulum vona að við verðum komin áleiðis.“ Ekki séríslenskt vandamál Tryggvi segir að hagstjórn hafi verið erfið á uppgangstímum undanfarinna ára. Kaup- máttur hafi aukist mikið, aðgangur að ódýru lánsfé hafi verið auðveldur og fram- kvæmdagleði hafi verið mikil. Ójafnvægi í efnahagslífinu sé þó ekki bundið við Ísland. „Í umræðunni lítur stundum út eins og þetta sé séríslenskt vandamál. Í heiminum ríkir ein dýpsta kreppa frá því árið 1929 og við förum ekki varhluta af henni.“ gretar@mbl.is Morgunblaðið/Valdís Thor Kreppa Ójafnvægið er ekki bundið við Ísland. „Ég er ekki töframaður“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.